Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992.
25
Sviðsljós
Baröi Friðriksson og eiginkona hans, Þuríður Þorsteinsdóttir. Þuríður held-
ur hér á forláta horni sem Sigurður H. Guðmundsson, sóknarprestur í Víði-
staðasókn í Hafnarfirði, færði Barða að gjöf.
Barði Friðriks-
son sjötugur
Barði Friðriksson, hæstarréttar-
lögmaður og lögmaður Vinnuveit-
endasambands íslands, varð sjötug-
ur á laugardaginn. Af því tilefni bauð
hann til sín gestum í Ársal Hótel
Sögu á afmæhsdaginn og er óhætt
að segja að margt hafi verið um
manninn en tæplega fimm hundruð
manns mættu í veisluna.
Fjölmargar ræður voru fluttar af-
mæhsbaminu til heiðurs og á meðal
þeirra sem tóku til máls voru Þórar-
inn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, Hahdór Jónsson verk-
fræðingur og Þorsteinn Jóhannes-
son, fyrrverandi prófastur í Vatns-
firði, en hann er tengdafaðir Barða.
AfmæUsbarninu bárust fjölmargar
gjafír og þá söng Grundartangakór-
inn nokkur lög. Barði var þó ekki
eina afmælisbarn dagsins því Þórdís
Lilja Ævarsdóttir, barnabarn hans,
átti 18 ára afmæh þennan sama dag.
Afmælisbarnið ásamt Halldóri Jónssyni verkfræðingi.
T.h.: Halldór flutti Barða kveðju fyrir hönd „pottfélag-
anna“ en það eru félagar hans sem hafa hist í Laugar-
dalslauginni í gegnum árin.
Tæplega fimm hundruð manns koma í veisluna og hér
sést hluti þeirra hlýða á eina af fjölmörgum ræðum
sem fluttar voru. Lengst til vinstri er afmælisbarnið
ásamt eiginkonu sinni. DV-myndirJAK
Flosi Ólafsson, leikari og land-
eigandi í Reykjadalsá i Ðorgar-
firði, lætur gamminn geisa.
Árshátíö Strauma:
Flosi kitlaði
hlátur-
taugamar
„Flosi er óborganlegur," sagði
eirm veislugesta á árshátíð Veiði-
félagsins Strauma um helgina en
þar sýndi Flosi Ólafsson leikari
sínar bestu hUðar.
Flosi er einn af landeigendum
við Reykjadalsá f Borgarfirði og
þá veiðiá leigir veiðifélagið
Strauraar. -G.Bender
Veislugestum var greiníiega
skemmt þegar Flosi hóf upp
raust sina á árshátíðinni.
DV-mynd G. Bender
„Björgun 92":
Ráðstefna um
bj örgunarmál
- einnig sýning á björgunartækjvun
Landsbjörg, landssamband flug-
björgunarsveita, og Rauði Kross
íslands efndu til ráðstefnu um
björgunarmál um síðustu helgi.
Yfirskriftin var „Björgun 92“ og
voru þátttakendur yfir 300 en um
30 sérfræðingar fluttu erindi. Sam-
hUða ráðstefnunni var síðan haldin
sýning á björgunartækjum sem yf-
ir 6000 manns sóttu.
Ráðstefnan var haldin á Hótel
Loftleiðum en sýningin í björgun-
armiðstöð Flugbjörgunarsveitar-
innar við FlugvaUarveg. Fjölmarg-
ir aðUar sýndu ýmsan björgunar-
búnað og tæki og m.a. kom til
landsins fullkomnasti sjúkrabUl
sem hér hefur verið. BílUnn kostar
á sjöttu mUljón króna og eru þá
ýmis gjöld ekki innifaUn. Hversu
lengi sjúkrabfilinn verður hérlend-
is skal ósagt látið en mikiU áhugi
er á því að hann verði hér áfram
og bætist í hóp þeirra sjúkrabUa
sem fyrir eru.
Fjölmargir aðilar sýndu búnað og
tæki til björgunarmála og hér virð-
ir einn sýningargesta fyrir sér eitt
af því sem i boði er.
Ragnar Th. Sigurðsson Ijósmyndari var einn þeirra sem lagði til bil á
sýninguna. Eins og sjá má er bill Ragnars engin smásmiði en fjallabíll-
inn mun koma sér afar vel þegar Ijósmyndarinn þarf að sinna myndatök-
um upp um fjöll og firnindi. DV-myndir JAK
Sýningargripirnir voru bæði utan- og innandyra og fólkið var ófeimið
við að prófa eins og maðurinn hér á myndinni sem virðist vera að at-
huga hvort bakkgírinn sé í lagi.
19
SKIPHOLTI
SÍMI 29800