Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Page 32
F R É T T A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 63 2700 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992. Hungurfanginn j sjúkrahús Fanginn Baldvin Ragnarsson, sem nýlega var fluttur úr Hegningarhús- inu á Borgarsjúkrahúsið vegna lang- varandi hungurverkfalls, fór aftur á sjúkrahús fyrir síðustu helgi. Bald- ' vin fékk þá verki fyrir hjarta. Fanganum var gefin næring í æð á sjúkrahúsinu. Hann er hins vegar kominn aftur inn í Hegningarhúsið og byrjaður að svelta sig aftur en hann borðaði mat í fangelsinu um helgina eftir sjúkrahúsdvöldina. Lögmaður Baldvins fór fram á það við Fangelsismálastofnun að Baldvin yrði látinn laus vegna hættu á alvar- legu heilsutjóni. Var hann þá búinn —aö svelta sig um 2-3 vikna .skeið. Beiðni lögmannsins var hins vegar hafnað. Hungurverkfall Baldvins hófst í raun áður en hann fór í afplán- un. Ástæðan fyrir svelti Baldvins, sem er 38 ára, er að hann hefur aldr- ei fengið bílpróf. Lögfræðingur hans vinnur þessa dagana við að reyna að fálausnámálumfangans. -ÓTT Búvaralækkarum > eittprósentáári Raunverð á búvöru til neytenda gæti lækkað að jafnaði um eitt pró- sent á ári á aðlögunartíma nýs GATT-samnings, segir í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráð- herra. Störfum í landbúnaði mun fækka um 2 prósent og markaðshlut- deild erlendra búvara í neyslu mun aukast úr 700 til 1000 milljónum í 1200 til 1400 milljónir. -kaa AWACsvélarnar burtísumar Bandarísku AWACs ratsjárflugvél- ◄brnar munu hverfa héðan í sumar þar sem íslensk og bandarísk stjóm- völd hafa ákveðið að þeirra sé ekki lengur þörf hér á landi. í frétt frá utanríkisráðuneytinu er þetta sagt vera vegna breyttra aðstæðna í ör- yggismálum á alþjóðavettvangi. Umræddar flugvélar eru notaðar til að fylgjast með ferðum herflug- véla sem koma inn á íslenskt loft- varnasvæði án flugáætlunar. Munu nýju ratsjárstöðvarnar í hveijum landsfjórðungi geta sinnt reglu- bundnu eftirliti með aðstoð F-15 flug- véla sem eru á Keflavíkurflugvelli. Brotthvarf AWACs vélanna mun ekki hafa í för með sér atvinnumissi fyrir íslendinga, að sögn ráðuneytis- -wns. Þá geta þær komið aftur með skömmum fyrirvara krefjist öryggi og varnir landsins þess á hættutim- um. -JSS LOKI Nú eru bændurgengnir af göflunum! ■ ■ Of ug markaðssetnlng að láta fé piira menn „Viö erum að reyna að benda á tengsl lambakjötsneyslu og gróður- verndar. Máttugasta náttúm- verndin, sem hefur fariö fram sið- ustu 25 árin, er minni neysla. Bændur hafa þar af leiðandi getað skipulagt beit dálítið betur.“ Þetta segir Jón H. Hannesson, bóndi í Ölfusi, sem er í undirbúningsnefhd til stuðnings banni við lausagöngu búfjár í iandnámi Ingólfs. Nefndin hyggst koma á samstarfi óskyldra - aðila til aö koma sjónarmiöum sín- um á framfæri. Hefur nefndin unn- ið áætlun um átak gegn neyslu lambakjöts, „lambakjötslausa viku“, til að vekja athygli bænda á að þeir verði að taka tillit til kröfu neytenda um gróðurvemd. „Bændur verða að átta sig á að ein ástæðan fyrir minnkandi neysiu á iambaigöti er gróður- verndarsjónarmið. Við teljum að þessi rök hafi verið vanmetin af bændum. Fólk er þreytt á því að eltast við rollur á sumarbústaða- löndum sínum, auk þess sem það þarf að eyða stórfé í girðingar. Það er öfug markaðssetning á kjötinu aö láta féð pirra landsmenn," segir Jón. Fyrir þingi er nú tillaga um bann viö lausagöngu búfjár f landnámi Ingólfs. Fjallað var um þessa tillögu á búnaðarþingi á dögunum. „Þar sögðu bændur að tiilagan væri óþörf og að verið væri að vinna í málinu. Þeir sögðu að tillagan væri tímaskekkja en höfnuðu henni þó ekki alfarið." Jón bendir á að mjög auðvelt sé að ná öliu því kjöti sem þörf sé fyrir án þess að sleppa fénu á viðkvæm eða þéttbýl svæði. „Bændur geta auðveldlega skipu- legt beitarmál sín betur,“ fullyrðir hann. Jón getur þess að í sveitum Öif- uss búi um 120 fjölskyldur og séu kindur á tiu til tuttugu bæjum. „Allir hinir þurfa að girða sig af frá þessum rollum. Þeim er sleppt út á afrétt og þaðan komast þær hvert sem er. Allir þurfa að vetja sig. í staðinn væri hægt að setja kind- urnar í ákveðin hólf. Það eru reyndar nú þegar nokkrir hér með örfáar kindur inni á sínum löndum og stafa engin vandræöi af þeim.“ Jón, sem sjálfur er í ferðaþjón- ustu bænda, leggur á þaö áherslu að fleira fólk sé í sveitunum en sauöfjárbændur. „Það eru hags- munir sveitamanna að sveitirnar verði failegri. Þá vill fólk flytja þangað starfsemi sína. Sauðfjár- bændim ættu að taka vei í viðleitni þeirra flölmörgu aðila og samtaka sem vilja aukið skipulag og aukna landvernd. Viö viljum að menn fagni þessarí viöleitni i stað þess að lita svo á að verið sé að vinna gegnþeim." -IBS Börn náttúrunnar hlaut ekki óskarsverðlaunin í Hollywood eins og kunnugt er en hefur samt vakið verðskuldaða athygli sem kemur til góða við dreifingu á myndinni vestanhafs. Myndin er tekin i samkvæmi eftir óskarsverðlauna- hátlðina. Á henni eru Friðrik Þór Friðriksson ásamt eiginkonu sinni, Heru Sigurðardóttur, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður og Ari Kristinsson, kvikmyndatökumaður Friðriks við gerð Barna náttúrunnar. DV-mynd Hlédis Sveinsdóttir Veöriðámorgun: Skýjað að mestu þurrt Á morgun verður norðaust- anátt og spjókoma eöa él á Vest- fjörðum og vestantil á Norður- landi en annars staðar á land- inu veröur suðvestanátt eða hægviðri. Dálítil rigning með ströndinni norðaustantil en um landiö sunnanvert verður skýj- að að mestu en þurrt. Frjálst bensínverð: Félögin þrjú með sama verð Lítil verðsamkeppni var hjá olíufé- lögunum þremur í morgun þrátt fyr- ir að verð á bensíni, gasolíu og svart- olíu hafi verið gefið frjálst frá og með deginum í dag. Ekkert olíufélaganna breytti verði í morgun. Olíufélögin ákveða núna sjálf verð á bensíni en ekki Verðlagsstofnun. Hvert félag verður að hafa sama verð í höfuðborginni og úti á landsbyggð- inni. í morgun voru öll félögin með sama verð á blýlausu 92 oktana bensíni, 55.10 krónur lítrann. Óbreytt verö frá því sem var áður. Verð á blýlausu 95 oktana bensíni var 58,70 krónur lítrinn hjá ESSO, 58,70 krónur hjá Olís og 58,80 krónur lítrinn hjá Skeljungi. Óbreytt verð miðað við áður. Verð á súperbensíni, 98 oktana, var 62.10 krónur lítrinn hjá ESSO, 62 krónur hjá OLÍS og 62 krónur hjá Skeljungi. Óbreytt verð. Félögin þrjú voru öll með sama verð á dísilolíu, 20,70 krónur lítrann. Það er einnig sama verð og áður. Til þessa hefur verð á blýlausu 95 oktana bensíni og 98 oktana súper- bensíni verið fijálst en verð á blý- lausu 92 oktana bensíni ákveðið af Verðlagsstofnun. -JGH CEC33HII ,-Brook (rompton J RAFMOTORAR VtotEÍsen SuAurlandsbraut 10. 8. 686490.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.