Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992.
Fréttir
ísland og Evrópubandalagið:
Fengjum ekki inngöngu
þótt við sæktum um hana
- sagði Oreja, formaður allsherjamefndar EB, við íslenska þingmenn
„Hann sagði við okkur að Evrópu-
bandalagið réði ekki við fleiri aðild-
arþjóðir en 12 vegna þess að annars
raskast valdahlutfóllin í bandalag-
inu. Við spuröum hann þá hvort
hann væri með þessu að segja að ís-
land ætti ekki möguleika á inngöngu
ef það sækti um hana. Orteja sagði
þá að innganga íslands í Evrópu-
bandalagið væri útilokuð. Við spurð-
um þá um Noreg og svar hans var á
sömu leið, innganga Noregs kæmi
ekki til greina," sagði Guðrún Helga-
dóttir alþingismaður.
Guðrún fór fyrir skömmu ásamt
fleiri alþingismönnum á fund hjá
Evrópuráðinu og þar hittu íslensku
alþingismennirnir Oreja. Hann er
fyrrverandi utanríkisráðherra Spán-
ar en núverandi formaður allsherj-
arnefndar Evrópubandalagsins.
Guðrún sagði að vegna þessa gætu
menn hætt öllum þessum látum
vegna hugsanlegrar inngöngu ís-
lands í Evrópubandalagið. Það væri
ekki fyrr en einhvem tímann eftir
næstu aldamót sem þýddi aö hugsa
um aðild okkar að EB.
Guðrún hafði það eftir Oreja að ef
einhvern tíma kæmi að aðild smá-
ríkja Evrópu að Evrópubandalaginu
og á þar við ísland, Möltu og Lichten-
stein, yrðu þau sett í einn pakka og
yrðu þar saman með eitt atkvæði.
Þá sagði Guðrún að íslensku þing-
mennimir hefðu spurst fyrir um lík-
ur þess að EES-samningurinn kæmi
til frgmkvæmda í ársbyrjun 1993 eins
og rætt hefði verið um. Hún sagði
að íslensku þingmennirnir hefðu
sannfærst um að svo gæti aldrei orð-
iö. Samþykkja þarf samninginn á
þjóðþingum allra EFTA-landanna.
Það tekur til að mynda fleiri mánuði
að koma slíku í gegn í Sviss og þar
endar málið með þjóðaratkvæða-
greiðslu. í Svíþjóð verður ekki farið
að ræða það á sænska þinginu fyrr
en í nóvember í haust og í norska
þinginu í október.
„Það er því borin von að samning-
urinn komi til framkvæmda á næsta
ári og mestar líkur á að hann komi
aldrei til framkvæmda," sagði Guð-
rún Helgadóttir. -S.dór
Siglufjörður:
Þar sem
rauðmagi
er fylgir
grásleppa
- karlamir bjartsýnir
Öm Þórarinsson, DV, njótum;
Fimmtán trillur eru gerðar út á
grásleppuveiðar frá Siglufirði í vor.
Trillumar eru frá 2 upp í 10 tonn að
stærð og á þeim verða um 30 manns
á vertíðinni. Flestir náðu að leggja
grásleppunetin þann 20. mars, dag-
inn sem veiðamar máttu hefjast.
Nokkrir aðilar hafa stundað rauð-
magaveiði frá Siglufirði í vor og veitt
allvel.
Grásleppukarlar em nokkuð bjart-
sýnir á veiðina í vor vegna þess að
talsvert hefur veriö af rauðmaga á
miðum og reynsla er fyrir því að þá
fylgir mikið af grásleppu í kjölfarið.
Sveinn Zóphóníasson og Sigtryggur Gislason að gera klárt til að leggja
grásleppunetin. DV-mynd Örn
Sjöfn Halldórsdóttir, hreppsnefndarmaður 1 Ölfusi:
Sé ekki fyrir mér
algjört bann við
lausagöngu búfjár
„Ég sé nú ekki fyrir mér algjört
bann við lausagöngu búíjár eins og
er. Þetta verður alltaf að vera samn-
ingsatriði á hveijum stað,“ segir
Sjöfn Halldórsdóttir, hreppsnefndar-
maður fyrir flokk sveitamanna í Ölf-
usi.
Hreppsnefndinni barst fyrir ári
undirskriftalisti meö nöfnum áttatíu
manna. Að sögn Sjafnar beindu þeir
sem skrifuðu undir þeim tilmælum
til sauðfjárbænda að þeir huguðu
betur að kindum sínum og að ein-
hverjar hömlur yrðu settar á lausa-
göngu. „Það em allir tilbúnir að tak-
ast á við þetta og vinna úr því á sem
bestan hátt. Það er verið að vinna
að þessu en það hafa engar ákvarð-
anir verið teknar."
í Ölfusinu hefur nú nefnd til stuðn-
ings banni við lausagöngu búíjár gert
áætlun um átak gegn neyslu lamba-
kjöts í eina viku til að vekja athygli
sauðfjárbænda á að nauðsyn sé á að
taka tillit tíl kröfu neytenda um gróð-
urvernd. Nefndin bendir á að allir
þurfi að girða sig af frá kindunum.
Þeim sé sleppt út á afrétt þaðan sem
þær komast hvert sem er.
Aðspurð hvort ekki sé eðlilegra að
sauðfjárbændur setji kindur sínar í
hólf segir Sjöfn að flestir sýni gott
fordæmi en því miður séu það alltaf
einhveijir sem spilh fyrirfjöldanum.
„Það er hins vegar erfitt að sekta
menn þar sem allar kindur komast
yfir skurði og girðingar í miklum
snjó á veturna. Þá væri eins hægt
að hreinsa landið af öllum fénaði,“
sagði Sjöfn Halldórsdóttir. -IBS
í dag mælir Dagfari
Á köldum klaka
Nú byijar ballið. Nú eru fylgis-
menn Evrópuaðildar komnir úr
felum. Nú er Kalli Steinar búinn
aö kjafta frá.
Alþýðuflokkurinn hefur lengi
legið undir þeim grun aö vilja
ganga í Evrópubandalagið. Þeir em
svo andskoti lauslátir, kratamir,
og hafa auk þess svo litla þjóðemis-
kennd og em hallir undir allt sem
er útlenskt. Haflð þið ekki tekið
eftir, því góðir hálsar, hvað kratar
eru ferðaglaðir? Þeir vilja komast
til útlanda. Þeir þola ekki við hér
heima. Jón Baldvin er utanríkis-
ráðherra og er á sífelldum þönum
til útlanda, Jón Sigurðsson er sí-
fellt að ferðast til annarra landa og
nú er Eiður Guðnason kominn í
ríkisstjóm og er búinn að fara tíu
sinnum til útlanda á þessu kjör-
tímabili. Þetta er auðvitað ekki ein-
leikið og staðfestir að mennimir
em með hugann í öðrum löndum
og vifja ekkert með íslendinga hafa
að gera. Þeir sitja á svikráðum við
okkur.
Það em einmitt þessir sömu
menn sem nú em að tala um aðild
að Evrópubandalaginu. Framsókn-
armenn og allaballar em hins veg-
ar heimavanir þjóðemissinnar og
raunar merkilegt hvað bestu ís-
lendingarnir veljast í þessa tvo
flokka, sérstaklega þegar haft er í
huga að þetta eru ekki stórir flokk-
ar og hmkku raunar út úr ríkis-
stjórn í síðustu kosningum vegna
fylgistaps. Um Sjálfstæðisflokkinn
þarf ekki að ræða. Hann þorir ekki
í þessu máh frekar en öðrum enda
ekki algengt að menn í þeim flokki
hafi miklar skoðanir. Að minnsta
kosti ekki fyrr en formaðurinn er
búinn aö hafa skoðun og formaður-
inn hefur þá skoðun sem stendur
að það sé of snemmt að mynda sér
skoðun á þeirri skoðun hvort ganga
eigi í Evrópubandalagiö.
Nei, það em kratamir sem em
vondu mennimir. Fyrst kemur Jón
Baldvin og vfll leyfa umræðu um
aðild að Evrópubandalaginu. Síðan
kemur Kafli Steinar og vill ganga
í Evrópubandalagið. Þetta er út af
fyrir sig gott vegna þess að nú geta
sannir íslendingar einbeitt sér að
óvinum sínum og nú vita þeir
hveijir em vondir íslendingar.
Karl Steinar hefur alltaf verið
grunsamlegur. Hann er kafbátur í
pólitíkinni. Hann hefur alltaf stutt
Atlantshafsbandalagið pg verið
með þeim hætti vondur íslending-
ur. Nú er hægt að gera hróp að
honum. Hann er að svíkja þjóöina.
Hann er að svíkja fóðurlandið í
hendur útlendingum og vill afsala
fullveldinu. Það er á hreinu. Hjör-
leifur Guttormsson er búinn að sjá
í gegnum þetta, Steingrímur og
Ólafur Ragnar, sem allir eru fram-
úrskarandi ættjarðarvinir. Þeir
skflja hættumar af því að eiga sam-
starf viö útlendinga og tengjast
Evrópu nánari böndum. Þeir vita
hvers konar skrímsh Evrópu-
bandalagið er og eru lengi búnir
að vara aðrar Evrópuþjóðir við því
að ganga í þetta bandalag og em
algjörlega á móti því að íslendingar
séu í bandalagi með öðram þjóðum.
Sérstaklega á þetta við um Ólaf
Ragnar og allabahana. Þeir vom á
móti Nató, þeir voru á móti EFTA,
þeir em andvígir evrópsku efna-
hagssamstarfi og þeir eru á móti
EB.
Kahi Steinar segist ekki vilja
skflja ísland eftír á köldum klaka.
En hann er sjálfur á köldum klaka,
þegar hann verður uppvís að landr-
áöum sínum og þeirri tillögu sinni
að vilja svíkja land og þjóð í hend-
umar á Evrópubandalaginu. Hann
gengur þvert á þá meginstefnu
þjóðernissinna og sannra íslend-
inga að vera á móti öllum erlendum
bandalögum og samvinnu við út-
lendinga.
Karl Steinar er sjálfsagt að hugsa
um kjósendur sína á Reykjanesi,
sem standa uppi atvinnuausir og
allslausir eftir að útgerðin er farin
og Kaninn er farinn og álverið kom
aldrei og honum finnst að þetta
fólk sé á köldum klaka. En ættjarð-
arvinir em ekki að hugsa um at-
vinnu fólksins eða afkomu þegar
þeir em að veija landið fyrir út-
lendingum. Atvinna, kjör og kaup
skipta ekki máh þegar fuhveldið
er annars vegar og íslendingar em
yfir það hafnir að hugsa um lífskjör
sín þegar fullveldið er í húfi. Það
verður að veija þessa þjóð fyrir
áhrifum og yfirráðum erlendis frá,
jafnvel þótt hún deyi úr hor og lifi
hér á köldum klakanum í stað þess
að taka upp samstarf við útlend-
inga.
Ættjarðarást felst í einangrun.
Dagfari