Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Side 9
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. 9 YfirAtSantshafið Rússnesk dagblöð gleymdu öll- um efnahagsþrengingum lands- ins í gær og birtu ótal aprílgöbb til að lyfta brúninni á langþjáöum lesendum sínum. Eitt Moskvublaðanna sagði frá réttindabaráttumönnum homma sem ferðuðust yfir Atlantshafið í smokkum og annaö hvatti les- endur sína til að hringja í hin blöðin til að fá flugmiöa til Bandaríkjanna fyrir 20 dollara. Enn eitt blaðiö birti útúrsnúning á frægu slagorði sósíalista og sagði: Öreigar allra landa sam- einuðust. Jafnvel hin háalvarlega rúss- neska fréttastofa stóðst ekki mát- ið og sagði að Anatolíj Lúkjanov, einn valdaránsmannanna frá í fyrra, heföi veríð tilnefndur til nóbelsverðlauna í bókmenntum fyrir ljóð sem hann orti i fanga- klefanum. Berbrjöst bönnuðísjón- varpsfréttum Hópur Pólverja hljóp apríl í gær og efndi til mótmæla við höfuð- stöðvar sjónvarpsins. Stærsta blað Póllands, Gazeta Wyborcza, skýrði nefnilega frá því að ákveð- ið hefði verið að bmma ber brjóst, iæri og bossa i sjónvarpsfréltum. Belgiska dagblaðið La Demiere Heure sagði að slæmt veður í Flórída kæmi í veg fyrir að geim- skutlan Atlantis, með belgískan geimfara um borð, gæti lent þar. Þess í stað heföi verið ákveðið að skutlan lenti á flugvellinmn við Brussel. Loks má geta þess að LHÞuman- ité, málgagn franskra kommún- ista, birti frétt um það að ffam- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins heföi ákveðið að Þjóðverj- ar fengju að aka eins hratt og þeir gætu á hraðbrautum EB- Iandanna, alveg eins og þeir fá að gera heima hjá sér. Hungurdauði blasirviðþús- undumíSúdan Þúsundir manna eiga á hættu að verða hungurmorða í stríðs- hrjáðum suðurhluta Súdans vegna vanrækslu alþjóðlegra stofnana og aukinna bardaga milli stjórnarhersins og upp- reisnarmanna, að sögn starfs- manns Sameinuðu þjóðanna. Allt að 200 þúsund hungraðir íbúar Suður-Súdans hafa flosnað upp vegna átakanna og aðeins er iiægt að koma aðstoð til þexrra loftleiðina. Súdönsk stjórnvöld hafa hins vegar ekki heimilaö flug með hiálpargögn frá því að stjórnarherínn hóf sókn sína í síöasta mánuði Reuter ______________________________________________________Útlönd Umhverfissinnar gagnrýna irnihverfisráðstefnu SÞ: Ráðstef nan verður sögulegt stórslys sem enginn hefur efni á, nema breytt verði um stefnu Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem halda á í Rio de Ja- neiro í Brasilíu í júní, verður algjört klúður nema tafarlausar breytingar verði gerðar, að sögn fulltrúa alþjóð- legra umhverfisvemdarsamtaka. Fulltrúar frá samtökum á borð við Grænfriðunga, Vini jarðarinnar og óháð samtök brasilískra umhverfis- sinna gagnrýndu í gær hversu lítið hefði miðað við undirbúning ráð- stefnunnar aðeins níu vikum áður en hún á að hefjast. „Ráðstefnan kemur þvi miður til með að verða sögulegt stórslys sem jörðin og íbúar hennar hafa ekki efni á nema breytt verði um stefnu,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna sem þau sendu frá sér í Rio og New York, þar sem undirbúningsfundir fyrir ráð- stefnuna fara fram. Samtökin leggja fram tíu liða áætl- un til að „bjarga umhverfisráðstefn- unni“ eins og þau orða það. Auk þess að leggja til að samþykkt verði laga- bindandi markmið um að draga úr losun lofttegunda sem valda gróður- húsaáhrifum verði ráðstefna SÞ einnig að hvetja til að dregið verði úr neyslu náttúruauðlinda á norður- hveh jaröar og að komið veröi á efna- hagsumbótum til að snúa við streymi náttúruauðlinda frá þriðja heimin- um. Þá hvetja þau einnig til þess að skuldabyrði þróunarlandanna verði einnig minnkuð. Rubens Bom, fulltrúi óháðu brasil- ísku samtakanna, sakaði ríkisstjórn- ir heimsins um skort á pólitískum vilja. Á blaðamannafundi í Rio gagn- rýndi hann bandarísk stjómvöld fyr- ir andstöðu við samkomulag um að draga úr losun lofttegunda á borð við koldíoxíð sem valda gróðurhúsa- áhrifum. Hann sagði þó að við þróunarlönd in væri einnig að sakast þar sem þau leituðu eftir íjárframlögum frá iðn- ríkjunum án þess að skuldbinda sig fyrst til að gera breytingar, svo sem að lofa að vernda regnskógana. Reuter Þorskastríð er skollið á við Nýfundnaland. Hér má sjá togarann Cape Fox sigla rétt við stefni togara frá Spáni. Við árekstri lá en varð þó ekki. Símamynd Reuter Þorskastríöið viö Nýfundnaland: Sigla á togurum þvert á stef nu veiðiþjófanna Hiti er að hlaupa í þorskastríðið á Nýfundnalandsmiðum eftir að heimamenn komu þangað á sjö tog- urum til að trufla veiðar skipa frá Evrópu, einkum Spáni og Portúgal. Heimamenn saka aðkomuskipin um að stunda rányrkju á miðunum og segja að veiðar þeirra valdi mestu um nær algeran aflabrest á grunn- miðum við Austur-Kanada. Enn hefur ekki komið til árekstra en togurum Nýfundlendinga hefur verið siglt þvert á stefnu evrópsku togaranna til að hindra þá í að toga. Veiðamar halda þó áfram. Manuel Marin, sjávarútvegsráðherra Spán- ar, sagði að sér kæmi á óvart að Nýfundlendingar skyldu grípa til aðgerða. Marin sagði að aflabrestur á mið- unum viö Nýfundnaland stafaði af offveiði heimamanna því evrópsku togararnir veiddu ekki nema um helming þess sem Kanadamenn segðuþáveiða. Reuter Nýr forsætisráðherra í Frakklandi: Beregovoy tekur við af Cresson - Mitterrand batt enda á Qögurra daga spennu Pierre Beregovoy, fiármálaráö- herra Frakklands, var skipaður for- sætisráðherra landsins í morgun í staðinn fyrir Edith Cresson. Talsmaður Francois Mitterrands Frakklandsforseta sagði að forsetinn hefði fallist á lausnarbeiðni Cres- sons. Hún hafði setið í embætti í að- eins tíu og hálfan mánuð. Hún var fyrsta konan í Frakklandi sem gegndi starfi forsætisráðherra og stjórnartíð hennar var jafnframt sú stysta í fimmta lýðveldinu. Uppstokkun í ríkisstjóminni hafði verið ofarlega á baugi frá því að Sós- íalistaflokkurinn, sem fer með völd í landinu, galt mikið aíhroð í héraðs- stjómakosningum í síðasta mánuði. Með tilkynningunni í morgun batt Mitterrand enda á fiögurra daga spennu í stjórnmálalífi Frakklands. Pierre Beregovoy er 66 ára gamaU og sonur innflytjenda frá Úkraínu. Hann er sjálfmenntaður hagfræöing- ur og höfuðpaurinn á bak viö baráttu franskra stjórnvalda gegn veröbólgu í landinu. Hann stjómaði kosninga- baráttu Mitterrands fyrir forseta- kosningarnar 1988. Beregovoy hefur alla tíð verið sós- íalisti og hann var félagsmálaráð- herra á árunum 1982 til 1984 þegar hann var skipaður í embætti fiár- málaráðherra. Hann beitti sér fyrir hefðbundnum aðhaldsaðgerðum í ríkisfiármálunum og tókst að lækka verðbólguna úr tveggja stafa tölu niður í þrjú prósent, minni verðbólgu en er í Þýskalandi. Skipan hans í forsætisráðherra- embættið mæltist vel fyrir á fiár- Edith Cresson sagði af sér forsætis- ráðherraembættinu í Frakklandi í morgun. Hún var fyrsta konan þar í landi til að gegna því starfi. Teikning Lurie magnsmörkuðunum en hætta er á að hinn almenni sósíalisti hafi áhyggjur þar sem stjórnvöld hafa verið hvött til að eyða meira fé til að draga úr gífurlegu atvinnuleysi. Nær tíundi hver Frakki hefur ekki atvinnu. Beregovoy hefur yndi af litlum vindlum, knattspyrnu og gömlum munum. Hann er kvæntur og á þrjú böm. Reuter Kanaríeyjar- allt áríð .y PALMAS Playa de tas El )\o$ue//' GkAN Q'ANARIA Punta del Perche, __ Arguinaguin 'hl . Agustín / dellnglés , laspalomas / Punta Maspjitbmas Fjölmargir íslendingar hafa kynnst og farið til Kanaríeyja eins og sagt er og er þá oftast átt við eyjuna Gran Canaria en fleiri eyjartaka á móti orlofsfarþegum, þará meðal Tenerife, Lanzarote, Fuerteventura sem þúsundir ferðamanna sækja allan ársins hring. Að sjálfsögðu eru eyjarnar ólíkar á ýmsan hátt og veðurfar mismunandi þar sem sumar liggja í staðvindabeltinu en aðeins að hluta til (suðurhluti) í hitabeltinu en það er einmitt Gran Canaria. Þar er því eilíft sumar, hiti tiltölulega jafn allt árið. Ferðamenn vita því í hvað er að sækja, að minnsta kosti hvað veður snertir. Við höfum aðalumboð fyrir Insula R.s.l. sem rekur 24 skrifstofur á eyjunum. Í gegnum þá getum við útvegað hótel, sumarhús, bungalova og skipulagt ferðir um eyjarn- ar. Verð er yfirleitt lægra yf ir sumarið. Við fljúgum um Amsterdam með Flugleiðum og samdægurs til Las Palmas með Transavia. Allar upplýsingar hjá Ferðaskrífstofu Kiartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, sími 686255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.