Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1992, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1992.
29
Iþróttir
guröur Ingimundarson, fyrirliöi Keflvíkinga, og Jón Kr. Gíslason, þjálfari þeirra, voru að vonum með hýrri há þegar þeir tóku við Islandsbikarnum I körfuknattleik á laugardaginn. Sigurður missti af
emur fyrstu leikjunum við Val vegna meiðsla en var með í báðum sigurleikjunum i lokin. Jón skoraði tvær óhemju mikilvægar 3ja stiga körfur i röð I leiknum á laugardaginn og þær réðu miklu um úrslitin.
DV-myndir GS
Fimm leikja einvígi um íslandsbikarinn í körfuknattleik lokið:
Kef lavík meistari
- sigraði Val, 77-68, í Keflavík og er Islandsmeistari í annað sinn á fjórum árum
gir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Keflvíkingar tryggðu sér íslands-
eistaratitilinn í körfuknattleik karla
laugardaginn þegar þeir sigruðu
dsmenn, 77-68, í fimmta og síðasta
ik liðanna sem fram fór fyrir troð-
llu húsi í Keflavík. Keflvíkingar urðu
ir með meistarar í annað sinn, unnu
89, en urðu í öðru sæti eftir úrslita-
ivígi, bæði 1990 og 1991. Árangur
irra síðustu ijögur árin er frábær,
isvar gullverðlaun og tvisvar silfur-
rðlaun á íslandsmótinu.
Eftir fjóra úrslitaleiki var staða lið-
ina jöfn, 2-2, en Keflvíkingar jöfnuðu
etin með góðum sigri að Hbðarenda
á fimmtudagskvöldið. Spenna var fyrir
leikinn á laugardaginn, uppselt var í
sæti klukkan 14.30, hálfum öðrum tíma
fyrir leik, og stemningin í íþróttahús-
inu í Keflavík var gríðarleg.
Á upphafsmínútum leiksins sást að
taugar beggja liða voru þandar til hins
ýtrasta. Skorið var lágt, 13-17 um miðj-
an fyrri hálfleik, en Valsmenn voru
með yfirhöndina nánast allan hálfleik-
inn. Keflavík minnkaði muninn í tvö
stig, 27-29, fyrir hlé.
í upphafi síðari hálfleiks fór Magnús
Matthíasson hjá Val af velli efdr að
hafa fengið sína 4. villu. Þá stóð 39-43,
en Keflavík gerði 11 stig í röð á meðan
Magnús var á bekknum, 50-43. Hann
kom aftur inn á og þá jafnaði Valur á
ný, 53-53. Þá gerði Jón Kr. Gíslason
tvær þriggja stiga körfur í röð á mikil-
vægum tíma, og eftir það hélt Keflavík
forystunni. Þegar 2 mínútur voru eftir
skildu 11 stig liðin að og heimamenn
voru ekki í vandræöum með að halda
fengnum hlut eftir það. Valsmenn
misstu Símon Ólafsson meiddan af
velli skömmu áöur og síðan fóru flestir
lykilmenn þeirra út af með 5 villur í
lokin.
Leikurinn sem slíkur var ekki góður
enda ekki hægt að ætlast til þess þegar
taugaspennan er svona mikil. En þaö
sem þessi leikur hafði fram yfir hina
fjóra var að hann var jafn og spenn-
andi og ekki ljóst fyrr en undir lokin
hvemig færi. Þó stutt væri eftir og
Keflavík með ágæta forystu var alltaf
möguleiki á að Franc Booker færi að
skora þriggja stiga körfur.
Liðsheildin hjá Keflavík var mjög
sterk og Jonathan Bow átti stórleik.
Þarna sýndi hann sitt rétta andlit. Jón
Kr. Gíslason átti einnig stórgóðan leik
og gerði allar þriggja stiga körfur liðs-
ins, aUar í síðari hálfleik. Nökkvi Már
Jónsson var einnig griðarlega sterkur.
Keflvíkingar hafa á frábæru liði að
skipa, það hefur sýnt sig í vetur, og
þeir eru vel að íslandsmeistaratitlinum
komnir þegar upp er staðið. Það má
ekki gleyma hlutverki Jóns Guð-
mundssonar liðsstjóra sem hefur skil-
að ómetanlegu starfi og mikið hefur
reynt á hann í þessari úrslitakeppni.
Það sem Valsliðið vantaði í þessum
leik var breidd til að hvíla lykilmennina.
Þeir voru orðnir þreyttir og það kom
fram undir lokin. Valsmenn eiga hrós
skilið, þeir hafa komið virkilega á óvart
í leikjum sínum við Njarðvík og Kefla-
vík. Magnús Matthíasson og Símon Ól-
afsson spiluðu míög vel, einnig áttu
Tómas Holton og Svali Björgvinsson
ágætan leik. Booker komst aldrei virki-
lega í gang, var tekinn rækilega úr um-
ferð af Albert Óskarssyni og Brynjari
Harðarsyni en náði sér þó aðeins upp í
síðari hálfleik og gerði þá 12 stig.