Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Qupperneq 1
Dregið 1 riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik 19931 Svíþjóð í gær:
íslendingar gegn heimsmeist-
urum Svía í fyrsta leiknum
- íslendingar í riðli með Svíum, Ungveijum og Bandaríkjunum. Noregur í erfiðum riðli
*
Dregið var í gær í riðla
fyrir A-heimsmeistara-
keppnina í handknatt-
-rieik karla sem fram fer
í Svíþjóð í upphafi næsta árs. ís-
lendingar drógust í C-riðil með
gestgjöfunum og heimsmeisturun-
um Svíum, Ungveijum og Banda-
ríkjamönnum. Þorbergur Aðal-
steinsson landsliðsþjálfari sagðist í
gær vera nokkuð ánægður með
niðurstöðuna og að Svíar væru sig-
urstranglegir í C-riðlinum og jafn-
framt í keppninni 1993.
í A-riðli leika Júgóslavar, Tékk-
ar, Austurríkismenn og lið frá Afr-
íku. I B-riðli leika Rúmenar, Spán-
v^rjar, Norðmenn og Svisslending-
ar. í D-riðli leika Rússar, Þjóðveij-
ar, Frakkar og Suður-Kóreumenn.
Íslendingar leika væntanlega í
milliriðli gegn þeim þremur þjóð-
um sem komast áfram úr D-riðlin-
um. Verður þetta að teljast all-
þokkaleg niðurstaða fyrir Islend-
inga og nú gefst okkur enn eitt
tækifærið til að sigra Svía á stór-
móti í handknattleiknum þótt ef til
vill sé óraunhæft að heimsmeistar-
amir verði lagðir að velli í fyrsta
leiknum. Heimsmeistarakeppnin
hefst þann 9. mars á næsta ári og
þá leika íslendingar gegn Svíum í
Gautaborg þar sem leikimir í C-
riðlinum fara fram.
-SK
BengtJohansson
varðmjdgánægdiir
Bengt Johansson, landsliðs-
þjálfari Svía í handknattleik,
varð ánægöur með aö lenda með
íslendingum í riöli í heimsmeist-
arakeppninni.
„Við sigmm jafnan í leikjunum
gegn íslandi en auðvitað kann að
koma að því að þeir vinni okkur.
Þaö sem gladdi mig þó mest var
að lenda ekki í sama riöli og
Spánn,“ sagði Johansson.
-SK
SilfurtilKára
Kári Elíson vann silfurverð-
laun í 75 kg þyngdarflokki á Evr-
ópumótinu i kraftlyftingum sem
fram fór i Horsens i Ðanmörku
um helgina. Þetta vom einu verð-
laun íslendinga á mótinu.
-JKS
Árniog
BroddiáÓL
Samkvæmt afrekaskrá alþjóða
badmintonsambandsins, sem
kom út um helgina, hafa Ámi Þór
Hallgrímsson og Broddi Kristj-
ánsson tryggt sér keppnisrétt í
tviliðaleik á ólympíuleikunum í
Barcelona í sumar. Þeir félagar
hafa einnig rétt til þátttöku i ein-
liöaleik. -JKS
Átakalaust
ársþing KKÍ
Kolbeinn Pálsson var endur-
kjörinn formaður Körfuknatt-
leikssambands íslands með
„rússneskri“ kosningu á ársþingi
sambandsins um helgina. Stjórn-
in var einnig endurkjörin. Helgi
Hóim, sem tilkynnt hafði fram-
boð í formannssætið, hætti við á
síðustu stundu.
Þingiö var átakalaust og lítiö
um breytingar. Þó var samþykkt
úrslitakeppni i 1. deild kvenna á
næsta keppnistimabili og að
breyta keppnisfyrirkomulaginu í
1. deild karla til þess sem tíðkast
í úrvalsdeildinni. -SK
Kynslóðaskipti
- Jóhannes Sveinbjömsson, HSK, gllmukóngur íslands 1992
Þetta var góð glíma
og jafnsterkasti hópur
glímumanna sem ég hef
séð eigast við frá því ég
fór að fylgjast með Íslandsglím-
unni. Breiddin var mikii og greini-
legt að við eigum í dag ungan og
upprennandi hóp glímumanna,“
sagði Jón M. ívarsson, ritari
Glímusambands íslands, í samtali
við DV en Íslandsglíman fór fram
á laugardag. Nýr glímukóngur tók
við Grettisbeltinu, Jóhannes Svein-
bjömsson, HSK.
Jóhannes vann alla andstæðinga
sína sex á mótinu og fékk 6 vinn-
inga. Amgeir Friðriksson, HSÞ,
kom næstur með 5 vinninga og
þriöji varð Ingibergur Sigurðsson,
Víkveija, með 4 vinninga. Þess má
geta að Amgeir meiddist í glímunni
en harkaði af sér og stóð sig mjög
vel. Yngsti keppandinn, Tryggvi
Héðinsson, 17 ára, úr HSÞ, varð
íjórði í röðinni með 3 vinninga,
Orri Bjömsson, KR, flmmti með 2
vinninga, Lárus Bjömsson, HSÞ,
sjötti með 1 vinning og Stefán Bárð-
arson, Víkveija, hlaut ekki vinn-
ing.
„Sigur Jóhannesar var nokkuð
ömggur en Amgeir Friðriksson
veitti honum þó mjög harða
keppni. Framtíðin er björt í glím-
unni og greinilegt að kynslóða-
skiptí hafa átt sér stað í þjóðar-
íþróttinni," sagði JónM. ívarsson.
-SK
Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, varð um helgina glímukóngur íslands og sést hér meö verðlaun sín.
DV-mynd S
7
Tomislav Bosnjak, annar Júgó-
slavanna í liði íslandsmeistara
Víkings, er hættur aö æfa með
liðinu. Gunnar örn Kristjánsson,
forraaður knattspymudeildar
Víkings, staðfesti þetta við DV í
gær. Bosnjak æfir þessa dagana
upp á eigin spýtur og hefur áhuga
á aö leika með ööm íslensku fé-
lagi.
-JKS/VS
AnnarJúgó-
slavi í Hauka
3. deildar tíði Hauka bættist
liðsauki um helgina þegar annar
Júgóslavi, Allen Mulamuhic aö
nafhi, gekk í raðir tíðsins.
Hann 22 ára miðjuleikmaður,
kemur frá 1. deildar liði Velez
Mostar og hefur leikið með 21 árs
landstíði Júgóslava. Áður höfðu
Haukamir fengið Enes Cokic.
-JKS/VS
Enn íslandsmet
hjáGuðbjörgu
Guðbjörg Gylfadóttir setti ís-
landsmet í kúluvarpi á móti í
Bandaríkjunum um helgina. Hún
varpaðí kúlunni 15,96 metra og
bætti íalandsmet sitt, sem hún
setti á dögunum, um 21 sentí-
metra.
OT *
•OlV
Knieks áfrant
New York Knicks og Portíand
komust í nótt í 8 tíöa úrslit banda-
rísku NBA-deiidarmnar í körfu-
knattíeik. Knicks vann Detroit í
5. leik, 94-87, og sigraði, 3-2, og
Portland vann Los Angeles La-
kers, 102-76, og sigraði, 3-1. LA
Ctíppers vann Utah, 115-107 og
liðin erujöfh, 2-2. Þá vann Cleve-
land sigur á Boston, 101-76, í
fyrsta leik 8 tíða úrslitanna.