Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992. DV Kona dæmd fyriraðildað tveimurstórum hassmálum Sakadómur í ávana- og fíkni- efnamálum hefur dæmt 35 ára konu ór Reykjavík í 10 mánaða fangelsifyrir ýmis fíkniefnabrot. Árið 1989 var konan handtekin þegar hún var að koma með flug- vél frá Kaupmannahöfh. I tösku hennar fannst 4,1 kíló af hassi. Konan neitaði bæði hjá lögreglu og íyrir dómi að hafa vitað um að fíkniefnin hefðu verið í tösk- unni. Dómurinn sakfelidi hana engu að síður fyrir innflutning- inn með hhðsjón af sönnunum. Umrædd kona var einnig sak- felld fyrir mismikla milligöngu að sölu á 6,5 kílóum af hassi í svokölluðu málningardósamáli. í því sakamáli hafa tveir höfúð paurar verið ákærðir fyrir inn- flutning á 65-70 kílóum af hassi í 7 ferðum með Álafossi og Eyrar- fossi á árunu 1986 og 1987. Upp komst um málið þegar fíkniefna- lögreglan lagði hald á hátt í tíu klló af hassi fóldu í málningar- dósum sem fluttar voru með vörusendingu til iandsins með öðru skipanna. Konan var auk framangreindra mála dæmd fyrir kaup á 10 grömmum af kókaíni og vörslu á 113 og 7 grömmum af hassi. Til frádráttar 10 mánaöa fangelsis- vist konunnar koma 46 dagar sem konan sat í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stóð yflr vegna brota hennar. Ásgeir Friðjónsson sakadómari kvað upp dóminn. -ÓTT Bílliniiogstaur- inneru ónýtir Gylfi Knstjánssoii, DV, Akuieyii; Bifreið var ekið á Ijósastaur við Skógarlund aðfaranótt laugar- dags og urðu afleiöingarnar þær að bæöi bíllinn og Ijósastaurinn eru ónýtir. Ökumaður bilsins og farþegi hans hurfu báðir af vettvangi en eigandi bílsins viðurkenndi síðan þjá lögreglu aö hafa ekið undir áhrifum áfengis og þess vegna stungið af frá árekstursstaðnum. Fréttir Búið að flarlægja saltsýruna af lóð Stálvíkur: og lokuðu steinkeri - segir Gunnar Öm Harðarson, tæknifræðingur Gámaþj ónustunnar „Við erum búnir að vita af þessari saltsýru allan tímann. Af henni staf- aði engin hætta enda var hún vel geymd í lokuðu og traustu steinkeri. Og inn í bygginguna með sýrukerinu hefur enginn óviðkomandi getað komist. Ýmissa leiða hefur veriö leit- að til að losna við sýruna meö skyn- samlegum hætti. Meðal annars höf- um við efnagreint hana. Sýran er hins vegar það þynnt að það er væn- legast að eyða henni,“ segir Gunnar Örn Harðarson, tæknifræðingur hjá Gámaþjónustunni. Frétt DV í síðustu viku um að 10 þúsund lítrar af saltsýru væru á lóð Stálvíkur í Garðabæ hefur orðið þess valdandi að búið er að fjarlægja eitr- ið. Sýran var flutt til Sorpu í gær þar sem henni verður eytt. Með því að setja sóda í sýruna umbreytist hún í skaðlaust saltvatn. Frá lóð Stálvíkur var sýran flutt í sérútbúnum bíl með safnkeri og í lokuðum sýrukerum. Meðan skipasmíðastöð Stálvíkur var í rekstri var sýran notuð til sótt- hreinsunar á rörum. Frá því aö Stál- vík varö gjaldþrota um mitt sumar 1990 hefur sýran hins vegar legið ónotuð í skála við aðalbygginguna. Iðnlánasjóður keyti eignir fyrirtæk- isins á uppboði fyrir nokkrum miss- erum og leigði Gámaþjónustunni að- stöðu á lóðinni. Að sögn Jóns Sveinssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Stálvíkur, er það misskilningior sem kom fram í frétt DV fyrir helgi að kæruleysislega hafi verið farið með saltsýruna. Sýran hafi til dæmis ekki verið geymd í því kofaskrifli sem mynd birtist af í blað- inu heldur í sérútbúnum kerskála við hhð aðalbyggingarinnar. Þá segir hann að frá fyrsta dégi til þess síð- asta í starfsemi Stálvíkur hafi sýr- Tíu þúsund lítrar af saltsýru á lóð Stálvikur í Garðabæ voru fjarlægöir í gær. Sýran var flutt til Sorpu þar sem henni verður eytt. unnar verið vandlega gætt. Til dæm- is hafi eftirlitsaöilar á vegum ríkisins fylgst reglulega með því aö.farið væri eftir settum reglum. Jón segir aö við gjaldþrot fyrirtæk- isins hafi upplýsingum um saltsýr- ima verið komið til nýrra umsjónar- manna. Fram til þessa dags hafi skál- inn með sýrunni ætíð verði læstur og einungis tveir menn haft lykil að DV-mynd S honum. Þá segir hann að þess hafi verið vandlega gætt að öll ílát og tæki sem sýran tengdist væru hrein til að útiloka hugsanleg slys. -kaa Sýran var í traustu Idagmælir Dagfari Landsbankinn er sniðugur. Það má nú segja. Hann sneri bókstaf- lega á allt samningagengið, hina bankana svo að ekki sé talað um sjálfa ríkisstjórnina. Lofaði að lækka vexti eins og aðrir ef samn- ingar tækjust í kjaradeilunni og svíkur svo allt saman þegar hinir eru búnir að lækka og aöilar vinnu- markaðarins búnir að spila af sér með því að lúta samningunum. Þetta kallar maöur nú að taka menn í bólinu, enda kominn tími til. Landsbankinn hefur annað að gera heldur en að eltast við ein- hverja nauöaómerkilega kjara- samninga og Landsbankinn verður að græða hvað sem aðrir segja. Launþegar geta samþykkt eitt og hálft prósent ef þeir vilja og aðrir bankar geta samþykkt vaxtalækk- un ef þeir vilja, en Landsbankinn fer sínu fram. Hann er stór og sterkur og tekur ekki við fyrirmæl- um frá neinum. Allra síst þeim sem eiga hann. Landsbankinn er ríkiseign. Landsbankinn er eign þjóðarinnar. En Landsbankanum er stjórnaö af bankastjórum og bankaráöi sem hafa miídu meira vit á bankamál- um heldur en ríkið eða þjóðin og bankastjórar Landsbankans ráða peningum annarra? Það er von að þeir í bankanum spyrji, því það er ætlast til aö bankastjóramir og bankaráðið stjómi Landsbankan- um þannig að bankinn lifi þessa samninga af og allar kreppur og efnahagssveiflur. Það er ætiast til að bankinn lifi öll gjaldþrot af og til þess þarf vexti og vexti sem bankinn hefur efni á að borga. Nei, Landsbankinn á ekki að taka við neinum fyrirmælum frá samn- ingum bláókunnugra manna. Landsbankinn lækkar vexti þegar honum sýnist og það var gott hjá þeim Landsbankamönnum þegar þeir plötuðu samningamenn og þóttust ætla að lækka vexti þegar þeir ætluðu alls ekki að lækka vexti. Að minnsta kosti ekki strax. Það segir enginn Sverri Hermanns- sym fyrir verkum og það segir eng- inn Kjartani Gunnarssyni fyrir verkum. Allra síst þeir sem kusu þá í bankastjóm. Menn mega held- ur ekki gleyma þvi að þeir Sverrir og Kjartan voru kosnir af því að þeir era vanir að svíkja loforð og hafa þau að engu. Þeir era, jú, ald- ir upp í póhtík, þar sem ekki tíðk- ast að efna loforð. Hvers vegna ættu þeir að byrja á því núna? Dagfari Spilað á vextina því hvaða vaxtakjör gilda í Lands- bankanum en ekki bankastjórar annarra banka. Hvað þá verklýðs- foringjar úti í bæ sem ekki hafa hundsvit á bankamálum og eru Landsbankanum óviðkomandi. Ríkisstjórnin á ekki heldur að vera þenja sig, enda sitja þar menn sem hafa ekkert vit á peningamálum eins og sést á ríkissjóði. Það er að vísu rétt að Landsbank- inn lofaði að lækka vexti. Enda gerði hann það. Hann lækkaði vexti á því sem ekki skiptir máh en heldur vöxtunum uppi á þeim reikingum og skuldabréfum sem máh skipta. Raunar hefur Lands- bankinn ekki svikið neitt því aö hann hefur lækkað vexti eins og hann -lofaði að gera og hann ætlar að lækka vexti eins og hann hefur lofað að gera. Bankinn á bara eftir að ákveða hvenær það veröi gert, enda er ákveðið ferli í gangi í þess- um bankamálum sem enginn skil- ur nema bankinn sjálfur og þeir sem stjóma honum. Það er ekki hægt að trufla þetta ferli segir formaður bankaráðsins, enda munu vextir lækka í Landsbankan- um í tímans rás. Það er að segja þegar hann er búinn að græða nógu mikiö á vaxtamuninum. Hingað th hafa aðilar vinnu- markaðarins ákveðið kaup og kjör á vinnumarkaðnum. Enda eru það vinnuveitendur sem greiða launin og launþegar sem taka við þeim. Það er verið að semja um vinnu- framlag þeirra sem þiggja það og þeirra sem veita það. Það hefur aldrei áður komið fyrir að aðhar viiinumarkaðarins setjist niður th að semja um vexti á skuldabréfum og peningum sem þeir eiga ekki nokkum skapaðan hlut í. Lands- bankinn er í þeirri nýstárlegu sitúasjón að einhverjir menn úti í bæ eru að semja um það hvaða vextir eigi að ghda á peningum sem bankinn hefur með höndum. Era vinnuveitendur og verkalýðsfor- ingjar orðnir bankastjórar í Lands- bankanum? Hvaðan hafa þeir feng- ið umboð til aö semja um vexti á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.