Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 26
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992. Fréttir Friðrik Sophusson flármálaráðherra: Sérkennileg vinnu- brögð hjá Ólaf i - segirhannreynaaðkomasökáaðra „Tilraun Ólafs Ragnars Grímsson- ar til aö koma sök á aöra og kenna þeim um eigin mistök er enn eitt dæmið um sérkennileg vinnubrögð þingmannsins, þegar vanræksla hans kemur í ljós. Stórmannlegra er af honum aö viðurkenna mistökin og greiöa fyrir að hægt sé að bæta úr þeim,“ segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í yfirlýsingu sem hann hefur látið fara frá sér. Yfirlýsing fjármálaráðherra er framkomin vegna umræðna sem orðið hafa á Alþingi og í fiölmiðlum að undanfórnu um lögmæti sam- komulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um uppgjör skulda vegna þjóðvegaframda í Reykjavík. Sam- komulagið gerði Ólafur Ragnar skömmu fyrir síðustu kosningar án þess að leita eftir samþykki fiárlaga- nefndar. Að mati Ríkisendurskoðun- ar var fiármálaráðherra þó skylt að leita eftir slíku samþykki. í frétt DV um málið í gær segir Ólafur Ragnar að sér hafi fundist eðlilegt að nýr fiármálaráðherra og ný fiárlaganefnd fiallaði um sam- komulagið þar sem kosningar hafi farið fram skömmu eftir að þaö var gert. í raun hafi það verið útilokað fyrir sig að gera það áöur en ríkis- stjórnarskiptin fóru fram. í yfirlýsingu Friðriks kemur það skýrt fram að samkomulagið er bind- andi gagnvart Reykjavíkurborg. Á hinn bóginn hafi Ólafi Ragnari borið skylda til að leita eftir samþykki fiár- laganefndar. Hann bendir á að til að geta staðið við samkomulagi hafi núverandi ríkisstjóm lagt það til við Alþingi að samþykkja greiðslurnar til Reykjavíkurborgar í gegnum vegaáætlun. Friðrik fullyrðir að vilji sé hjá meirihluta samgöngunefndar fyrir þessu. -kaa Til stendur að stórefla sýnilegan þátt löggæslunnar á götum Reykjavikur á næstunni til sporna gegn slysum og umferðaróhöppum. Liður í þessu átaki er að fjölga löggæslumönnum á vélhjólum. Undanfarnar tvær vikur hefur 10 manna hópur verið þjálfaður í akstri aflmikilla hjóla og lauk námskeiðinu í gær. Alls eru nú 20 manns í vél- hjóladeild lögreglunnar en þeim fjölgar nú um 8. Tveir úr hópnum fara hins vegar til starfa í Keflavík. DV-mynd S Menning_________________________ Stjömubíó: Krókur: ★ ★ !/2 Of mikið, of seint Steven Spielberg hafði lengi gælt við þá hugmynd að gera mynd um Peter Pan, jafnvel með Michael Jack- son, öðrum Pan aðdáanda, þegar honum barst hand- rit Jim Hart í hendur, sem segir frá ævintýrum fullorð- ins Péturs Pan í Huldulandi. Spielberg leist vel á og eins og alltaf er gert í stórmyndum nútildags voru nokkrir höfundar fengnir til þess að hressa upp á sög- una, þar á meðal Tom Stoppard (Brazil), Carrie Fisher (Postcards from the Edge) og Anne Spielberg (Big) Síðan þegar myndin var gerð var ekkert til sparað meö leikara, sviðsmyndir eða brellur. Skyldi Spielberg, sem hafði reynt án árangurs að afla sér virðingar sem fullorðinsleikstjóri, geta snúið aftur á bernskunnar slóðir og gert eitthvað í líkingu við þau meistaraverk sem gerðu hann að frægasta kvikmyndaleikstjóra kvikmyndasögunnar? Ekki ná- lægt því. Hann hefur fyrir löngu gleymt töfrafor- múlunni og getur ekki lengur sagt sögur, aðeins fram- leitt þær. Hook er sannkölluð stórframleiösla en það eru litlu hlutirnir í handritinu sem gefa henni gildi. Sagan er einstaklega snjallt framhald sögunnar af Pétri Pan sem allir ættu að þekkja. Pétur Pan (Will- iams) hefur yfirgefiö draumalandið, vaxið úr grasi, gifst barnabami Vöndu (Goodall) og eignast eigin böm (Corsmo og Scott). Hann er orðinn harðbrjósta kaup- sýslumaður og man ekkert úr fortíð sinni. Óvænt rænir Krókur kafteinn (Hoffman) börnunum hans og verður hann að snúa aftur en hann er ekki svipur hjá sjón og flughræddur þar að auki. Króki finnst hann heldur verðlaus andstæðingur og gefur honum nokkra daga til þess að komast í form. Sagan er nógu góö til að halda athyglinni en það er ekkert pláss fyrir fína drætti. Kostnaður við sjálfa kvikmyndina var eitthvað um 70 milljón dollarar, fyr- ir utan laun helstu manna og hann er allur á tjaldinu í óteljandi, risavöxnum sviðsmyndum og flóknum, lát- lausum tæknibrellum. Leikarar fá litið aö njóta sín, þeir berast bara meö straumnum en það er enga veika bletti finna hjá þeim. Meira að segja Julia Roberts er ágætis Ghng/Tinkerbelle. Spielberg kaffærir söguna í munaði á öllum sviðum, meðal annars lengd. Myndin er dálítið þunglamaleg og nær aldrei að finna neinn þægilegan farveg heldur veltur vélrænt en snurðulaust áfram. Handritið býður upp á marghliða boðskap um bemsku og fullorðnun Kvikmyndir Gísli Einarsson en það kemst brot af því óspjallað til skila. Spielberg hefur ekki sniðið sér stakk eftir vexti og tökudagarnir sennilega verið of fáir. Spielberg getur þó með aðstoð handritsins haldið utan um þetta risavirki og gert hana í það minnsta góða fiölskylduskemmtun. Það er helst á endasprettinum sem Spielberg missir tökin alveg á myndinni. Lokaátökin mihi Péturs Pan og Króks eru vitakraftlaus þótt mikið gangi á og loks nær væmni tökum á Spielberg, sennilega ellimörk. Hook (Band-1991) 144 min. Handrit: Jim Hart (Bram Stoker's Dracula), Malia Scotch Marmo (Once Around). Saga: Hart, Nick Castle (Boy Who Could Fly) byggt á bókum og leikriti J.M. Barrie. Leikstjóri: Steven Spielberg. Leikarar: Dustin Hoffman, Robin Williams, Julia Roberts, Bob Hoskins, Maggie Smith, Caroline Goodall, Charlie Corsmo, Amber Scott, Phil Collins. Manuela Wiesler Franska flautan - nýjar upptökur meö Manuelu Wiesler Á sokkabandsárum sínum á íslandi hafði Manuela „okkar“ Wiesler fyrir sið að leika reglulega verk eftir frönsk tónskáld, til að mynda Jean Francaix og Jacques Ibert, sem annars hefðu eflaust farið fram hjá þorra íslenskra tónhstarunnenda. Mað því var hún eflaust að kvitta fyrir náms- ár sín í Frakklandi; en hún lærði meðal annars hjá tveimur frönskum flautusnilhngum, Alain Marion og Auréle Nicoiet. Um leið vakti hún verðskuldaða athygh á ágætum tónsmíðum fyrir flautu, en það er ekkert aht of mikið af þeim í heiminum. Það var vel til fundið af sænsku BlS-útgáfunni, og uppátektarsömum forsvarsmanni hennar, Robert von Bahr, að fá Manuelu til að leika úr- val franskra flaututónsmíða inn á geisladisk, en BIS hefur áður gefið út þrjá geisladiska með flautuleik hennar. Þessar tónsmíöar voru teknar upp í Helsingborg síðastliðið sumar og voru þar að verki, auk Manuelu, Geisladiskar Aðalsteinn Ingólfsson Sinfóníuhljómsveit Helsingborgar og franski hljómsveitarstjórinn Phihppe Auguin sem er upprennandi stjama í tónhstarheiminum. Þrátt fyrir ungan aldur (f. 1961) hefur Auguin þegar aðstoðað bæði Herbert von Karajan og Georg Solti. Eins og venjulega stjómaöi Robert von Bahr sjálfur upptökunum. Þær eru nú komnar á markaö hér á íslandi og fást hjá Japis. Úrval úr tónlistarsögunni Á geisladisknum em ílautukonsertar eftir fiögur frönsk tónskáld, Cé- cile Chaminade (1857-1944), Jean Francaix (f. 1912), Jules Mouquet (1867- 1946) og Jacques Ibert (1890-1962). Á sinn hátt spanna þessi verk tónlistar- söguna í Frakklandi á þessari öld. „Concertino" eftir Chaminade er sam- ið árið 1902 og ber ýmis merki impressjónísks þokka; Jules Mouquet er hins vegar bam hins nýklassíska tíma; kallar verk sitt meira að segja „Panflautuna", en í flautukonsert Iberts (1934) blandast margir tónlistar- straumar af sérstakri smekkvísi. Þessi konsert er nú meðal þeirra verka sem flestir flautuleikarar vhja spreyta sig á. Loks leikur Manuela flautu- konsert eftir Francaix frá 1967, sem upprunalega var saminn fyrir James Galway, en hann hefur einnig leikið konsert Iberts betur en flestir aðrir. Hér hefði mátt bæta við flaututónhst eftir Frakkana Fauré og Poulenc, og heíði valið þá verið fullkomið. Sjarmi Ef nefna ætti eitthvað sem einkennir þessar frönsku tónsmíðar framar öðm þá mundi ég veðja á sjarmann og óstýrilátt hugarílugið. „Gravitas" þýskra og norrænna tónskálda er Frökkunum yfirleitt framandi. Sem minmr mig á þaö sem fiöllistamaðurinn Jean Cocteau sagði um tónlistar- smekk landa sinna, nefnilega að „ítalir og Þjóðverjar hafa yndi af hljóð- færaleik. Frakkar em honum ekki mótfallnir." Manuela vitnar raunar í þessi ummæh Cocteaus í afar skemmtilegum formála meðfylgjandi bækl- ings sem er í senn sjálfsævisaga og skilningsrík umfiöhun um tónsmíðam- ar. Flautuleikur Manuelu er, eins og ahtaf, heillandi, undurnæmur og blæ- brigðaríkur. Samspil þeirra Helsingborgarsinfóníunnar og hennar er til fyrirmyndar. Hér er ein rósin enn í hnappagat þeirra Manuelu Wiesler og Roberts von Bahr. Manuela plays French Flute Concertos Sinfóniuhljómsveit Helsingborgar Stj.: Philippe Auguin BIS CD-529 Dreiling: Japis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.