Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 30
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992. Afmæli Þorsteinn S. Thorarensen Þorsteinn Skúlason Thorarensen, fyrrv. borgarfógeti, Stigahlíö 4, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Móeiðarhvoli og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1936 og embættisprófi í lögfræði frá HÍíársbyijunl943. Þorsteinn vann á búi föður síns á Móeiöarhvoli til 1944, varð fulltrúi hjá borgarfógeta 1944 og var skipað- ur borgarfógeti 1963. Hann var borg- arfógeti í Reykjavík þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1987. Þorsteinn var setudómari í Hæsta- rétti og í héraði og dómari í Félags- dómi og forseti hans um skeið. Hann var kennari við lagadeild HÍ1970-88. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 10.12.1949 Unu Hansdóttur Petersen, f. 11.3.1921, d. 2.10.1987, húsmóður. Hún var dóttir Hans Petersen, kaupmanns í Reykjavík, og konu hans, Guðrúnar M. Petersen húsmóður. Böm Þorsteins og Unu eru Ástríð- ur, f. 20.10.1951, hjúkrunarfræðing- ur, gift Davíð Oddssyni forsætisráð- herra og eiga þau einn son, Þor- stein, f. 1971; Skúh, f. 6.12.1955, starfsmaður við Landspítalann og á hann tvö börn, Þorstein, f. 1979, og Hildi, f. 1983. Foreldrar Þorsteins voru Skúli Thorarensen, f. 25.4.1890, d. 27.2. 1948, b. á Móeiðarhvoli, og kona hans, Ástríður Kjartansdóttir, f. 10.8.1895, d. 6.8.1985, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Þorsteins var Óskar, hreppstjóri á Breiðabólstað, faðir Eggerts, forstjóra BSR, og Þorstejns útgefanda Thorarensen. Skúli var sonur Þorsteins Thorarensen, b. á Móeiðarhvoli, bróður Móeiðar, ömmu Ólafs biskups og Helga leik- ara Skúlasona. Þorsteinn var sonur Skúla Thorarensen, læknis á Móeiö- arhvoli, bróður Bjama, skálds og amtmanns. Skúli var sonur Vigfús- afmælið 12. maí 95 ára Jóna Þorleifsdóttir, Suðurgötu 17, Akranesi. 90ára Bjami Bjarnason, Hörgsdal 1, Skaftárhreppi. 85 ára Sigriður Sölvadóttir, Karlsbraut 8, Dalvlk. 80ára Ingvar Guðmundsson, Brunngötu l, Hólmavik. 75 ára Steinunn Sveinbjörnsdóttir, Vegamótum, Dalvík. 60 ára Baughúsum 43, Reykjavík. Gunnar Skarphéðinsson, Aratúni7,Garðabæ. ólafur Heiðar Ólafsson, Háaleitisbraut 103, Reykjavík. Sunna Guðmundsdóttir, Reykjamörk l, Hveragerði. 50 ára Gróa K. Bjarnadóttir, Fossheiöi 13, Selfossi. Ásdís Valdimarsdóttir, Lindarhvammi8, Hafnarflröi. Dóra Guðríður Svavarsdóttir, Brekkugötu 3, Vestmaimaeyjum. S verrir Þórólfsson, Haukanesi 17, Garðabæ. Hera G. Newton, Brekkubæ 44, Reykjavík. 40 ára Björg Þorleifsdóttir, ÁrhoMLÍsaflrði. Guðjón M. Bjarnason, Sólheimum 25, Reykjavik. Ragnhildur Þorhjörnsdóttir, Höfðaholti 7, Borgarnesi. Óiafur Sæmundsson, AÐALFUNDUR Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn 18. maí kl. 16 að Vita- stíg 8. Fundarefni: Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin EINN BILL A MANUÐI I ÁSKRIFTARGETRAUN Á FULLRI FERÐ! . . . OG SÍMINN ER 63 27 ar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, bróður Stefáns amt- manns, föður Odds, apótekara í Nesi, föður Stefáns sýslumanns, föður Odds Carls, apótekara á Akur- eyri, föður Stefáns, apótekara í Laugavegsapóteki, föður Odds Carls, apótekara þar. Oddur Carl á Akureyri var einnig faðir Odds Carls, apótekara á Akureyri, föður Odds Carls, apótekaraþar. Vigfús var sonur Þórarins, sýslumanns á Grund í Eyjafirði og ættföður Thor- arensensættarinnar, Jónssonar, og Ragnheiðar Vigfúsdóttur Scheving, sýslumanns á Möðruvöllum. Móðir Skúla læknis var Steinunn Bjama- dóttir, landlæknis í Nesi við Sel- tjöm, Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir, landfó- geta í Viðey, Magnússonar. Móðir Þorsteins á Móeiðarhvoli var Ragn- heiður Þorsteinsdóttir, prests í Reykholti, Helgasonar og Sigríðar Pálsdóttur, sýslumanns á Halifreð- arstöðum, Guðmundssonar. Móðir Skúla, b. á Móeiðarhvoli, var Sólveig Guðmundsdóttir, b. í Austurhlíð í Biskupstungum, Eyj- ólfssonar. Móöir Sólveigar var Guð- rún Magnúsdóttir, alþingismanns í Bráðræði í Reykjavík, Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttiu- Hjaltalín. Ástríður var dóttir Kjartans, hreppstjóra á Þúfu í Vestur-Land- eyjum, bróðm- Ólafs í Hábæ, afa Ólafs, rithöfundar í Oddhól. Annar bróðir Kjartans var Hróbjartur, b. í Húsum í Holtum, faðir Margrétar í Áshóli, móður Hróbjarts, forstjóra Burstagerðarinnar, föður prestanna Helga og Jóns Dalbú. Systur Mar- grétar vom Ástríður, móðir Unnar, konu Sigurbjöms í Vísi, og Jórunn Eyfjörð, amma Hjalta dómkirkju- prests. Þriðji bróðir Kjartans var Siguröur, afl Rúriks Haraldssonar leikara. Kjartan var sonur Ólafs, b. í Gaularáshjáleigu í Landeyjum, Sigurðssonar, b. í HaUgeirsey, Jóns- sonar, bróður Guðrúnar, móður Tómasar fjölnismanns. Móðir Ástríðar á Móeiðarhvoh var Kristín, systir Sigurðar, hreppstjóra í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, föð- ur Halldórs úrsmiðs, föður Sigfúsar Þorsteinn S. Thorarensen. tónskálds. Systir Kristínar var Ing- unn á Velli, móðir Odds ráðuneytis- stjóra og Jóns tollstjóra, Hermanns- sona, afa Garðars Gíslasonar hæsta- réttardómara. Kristín var dóttir HaUdórs, b. í Álfhólum í Landeyj- um, Þorvaldssonar, bróður Björns, föður Þorvalds ríka á Þorvaldseyri. Þorsteinn er að heiman á afmæUs- daginn. Hilmar G. Jónsson HUmar Guðlaugur Jónsson, rit- höfundur og bæjarbókavörður í Keflavík, Hátúni 27, Keflavík, er sextugurídag. Starfsferill Hilmar fæddist í Fögruhlíð í Jök- ulsárhUð í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp til 1945 er hann flutti með foreldrum sínum til Keflavíkur. Hann stundaði nám við MR 1948-51 en hætti þá námi vegna veikinda. Þá var hann við nám í Sorbonne í París 1954-55. Hilmar var bókavörður við Borg- arbókasafn Reykjavíkur 1955-57 og hefur verið yfirbókavörður við Bæj- ar- og héraðsbókasafnið í Keflavík frá 1957. Hilmar hefur setið í bamavemdar- nefnd, áfengisvarnamefnd, byggða- safnsnefnd, sögunefnd, handknatt- leiksráði og æskulýðsráði Keflavík- ur. Hann var stórgæslumaður Ungl- ingareglunnar 1970-80, stórtemplar 1980-90, formaður Leikfélags Kefla- víkur 1978-80 og 1986-89, formaður Starfsfólks í almenningsbókasöfnum 1975-77 og formaður fuUtrúaráðs Alþýðuflokksins í Keflavík 1971-74. Hilmar hefur sent frá sér eftirfar- andi rit: Nýjar hugvekjur fyrir kristna menn og kommúnista, 1955; Rismál, 1964; ísraelsmenn og íslend- ingar, 1965; Foringjar faUa, 1967; Kannski verður þú..., 1970; Fólk án fata, 1973; Hundabyltingin, 1976; Undirheimamir rísa, 1977; ÚtkaU í klúbbinn, 1979; Ritsafn 1,1991. Þá hefur HUmar verið ritstjóri nokk- urra blaða auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit. Fjölskylda HUmar kvæntist 5.9.1964 EUsa- betu Guðrúnu Jensdóttur, f. 3.3. 1945, kennara. Hún er dóttir Jens Sæmundssonar vélstjóra og Ásdísar Jóhannsdóttur, símstöövarstjóra í Hvammi í Höfnum. Börn Hilmars og Elísabetar Guð- rúnar eru Jens, f. 20.3.1965, lög- reglumaður, kvæntur Gerði Sigurð- ardóttur, f. 26.3.1966 og er dóttir þeirra íris Ósk Jóhannsdóttir; Jón Rúnar, f. 23.2.1966, nemi; Guðlaug Jóna, f. 26.9.1969, húsmóðir, gift Jóni Þór Antonssyni, f.2.11.1966 og er sonur þeirra Hilmar Þór, f. 31.8. 1989. Bróðir Hilmars er Sigurður Guðni Jónsson, f. 21.3.1940, apótekari í Apóteki Austurbæjar, búsettur í Reykjavík, kvæntur Fjólu Guðleifs- dóttur hjúkmnarfræðingi og eru böm þeirra Leifur og Anna. Foreldrar Hilmars vom Jón Guð- jónsson, f. 26.4.1905, d. 28.2.1975, b. í Fögruhlíð og verkamaður í Kefla- vík, og Jóna Guðlaugsdóttir, f. 27.2. 1908, d. 15.10.1968, húsmóðir og verkakona. Ætt Jón var sonur Guðjóns, b. í Fögm- hlíð, Einarssonar, b. á Setbergi í Fellum, Sveinssonar, b. í Götu í Fell- um, bróður Þómnnar, móður Páls Ólafssonar skálds. Móðir Einars var Bóthildur Magnúsdóttir, systir Stef- áns, ættföður Sandfellsættarinnar, langafa Árna, afa Helga Seljans og Áma Helgasonar í Stykkishólmi. Stefán var einnig langafi Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar, og langafi Bóasar, langafa Harðar Einarssonar, framkvæmdastjóra Fijálsrar fjölmiðlunar, og Kjartans Gunnarssonar, formanns banka- ráðs Landsbankans. Móðir Jóns var Sigríöur Jónsdótt- Hilmar Guðlaugur Jónsson. ir, b. í Fögruhlíð, Þórðarsonar. Móð- ir Jóns var Sigríöur Sigfúsdóttir. Jóna var dóttir Guðlaugs, báta- og húsasmiðs í Keflavík, Eyjólfssonar, b. á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, Eiríkssonar, bróður, samfeðra, Árnýjar, ömmu Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups og Aðalheiöar Bjarnfreðsdóttur. Móðir Eyjólfs var Guðrún Ásgrímsdóttir, b. á Oddum í Meðallandi, Árnasonar, b. í Botn- um, Eiríkssonar, bróður Sverris, langafa Jóhannesar Kjarvals. Móðir Jónu var Málhildur Þor- kelsdóttir, b. á Harðangri á Vatns- leysuströnd, Jónssonar. Móðir Mál- hildar var Guðrún, systir Guðríðar, langömmu Oddnýjar, móður Jónat- ans Þórmundssonar prófessors. Guðrún var dóttir Egils, b. á Þóru- stöðum á Vatnsleysuströnd, Guð- mundssonar, prests á Kálfatjöm, bróður Þorvalds, langafa Finnboga, föður Vigdísar forseta. Guðmundur var sonur Böðvars, prests í Gutt- ormshaga, Högnasonar „prestaföð- ur“, prests á Breiðabólstað í Fljóts- hlíö, Sigurðssonar. Knútur Þorsteinsson Knútur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri ogfuUtrúi, Goðheimum 21, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára ídag. Starfsferill Knútur er fæddur að Úlfsstöðum í Loðmundarfirði og ólst upp á þeim slóðum. Hann var 1 Alþýðuskólan- um á Eiðum 1927-29, sótti kennara- námskeið í Bergen í Noregi og nam við Lýðháskólann í Voss 1930 og tók kennarapróf frá Kennaraskóla ís- lands 1931. Knútur var kennari á Fáskrúðs- firði, í Vestmannaeyjum, Reyk- holtsdal í Borgarfirði, Sandgerði, Neskaupstað, Norðfjarðarhreppi og á Seyðisfirði. Hann varð skólastjóri barna- og unglingaskólans á Höfn í Hornafirði 1948 og gegndi því starfi til 1961. Knútur réðst til fjármálaeft- irhts skóla og starfaði þar uns stofn- unin var sameinuð menntamála- ráðuneytinu. Hann gerðist síðar fulltrúi í greiðslu- og bókhaldsdeild ráðuneytisins og gegndi þar fullu starfi til sjötugs. Knútur starfaði alUengi eftir þaö á sama stað sem lausráðinn starfsmaður. Knútur haföi nokkur afskipti af sveitarstjómarmálum á Höfn. Hann sat í hreppsnefnd og var oddviti hennar í þijú ár. Knútur var enn- fremur hreppsnefndarmaður í Loð- mundarfirði í tvö ár. Vísur og kvæði hafa birst eftir Knút 1 blöðum og ennfremur í bók- inni Aldrei gleymist Austurland. Fjölskylda Eiginkona Knúts er Oddný Sveinsdóttir húsmóðir frá Hrygg- stekkíSkriðdai. Böm Knúts og Oddnýjar: Ósa, f. 24.2.1953, kennari í Menntaskólan- um við Sund; Jón Hagbarður, f. 25.9. 1960, sóknarprestur á Raufarhöfn. Foreldrar Knúts vora Þorsteinn Jónsson bóndi og Sigríður Valtýs- dóttir húsfreyja. Þau bjuggu að Úlfs- stöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.