Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992. 15 Styðjum ólympíu- skáksveitina Oft, þegar ég tek erlenda ferða- menn tali í heita pottinum, finn ég að það vekur undrun þeirra hve miklu þessi Utla þjóð fær áorkað. Þið eruð að fólksfjölda eins og út- hverfi í Hamborg, segja Þjóðverjar. Síðan undrast þeir mikla upp- byggingu hér og framfarir á síðustu áratugum. En ekki bara það; þessi Utla þjóð er fuUgildur þátttakandi í samfélagi þjóðanna á svo fjöl- mörgum sviðum - faUegasta konan í heimi, sterkasti maðurinn í heimi, heimsmeistarar í bridge, frábær frammistaða í handbolta o.s.frv. o.s.frv. - að ótaldri skákinni. Á skáksviðinu hafa íslendingar vakið verðskuldaða athygU þjóð- anna. Við eigum nær því jafnmarga stórmeistara og hin Norðurlöndin samanlagt. íslenskir skákmenn hafa unnið glæsUega sigra svo sem alþjóð er kunnugt. Á ólympíuskákmótinu í Dubai 1986 urðu íslendingar nr. 5 af 108 þjóðum og á skólaskákmótum Norðurlanda hafa íslendingar sýnt yfirburði, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Skákmennt, skákmenning, stendur hér djúpum rótum. Starf- semin er ótrúlega öflug. TU dæmis voru hér tvö alþjóðleg skákmót í mars sl. og nú eru að fara af stað helgarskákmót auk ýmissa reglu- bundinna skákmóta. Líflegt skáklíf í mars voru tefld tvö alþjóðleg skákmót á landinu. Fyrri hluta marsmánaðar var XV. Reykjavík- urskákmótið haldið og kennt við aðalstyrktaraðUa mótsins, Apple- fyrirtækið. Mótið fór fram í glæsi- legum húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, en Taflfélagið og Skáksambandið stóðu saman að KjaUaiinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur mótinu. Ég er ekki viss um hvort almenn- ingur gerir sér grein fyrir því gífur- lega sjálfboðaliðsstarfi sem unnið er innan hinna ýmsu félagasam- taka. Skákmót þetta var mjög skemmtilegt. Meðalaldur kepp- enda var fremur lágur. Stíft var teflt til vinnings á nær öUum borð- um í nær öllum umferðum. Jóhann Hjartarson er sterkasti skákmaður íslendinga nú um tíðir, þó oft megi segja að hann sé fremst- ur meðal jafningja. Svo jafnir eru íslensku stórmeistararnir. Jóhanni tókst að sigra í þessu ágæta móti og deUdi efsta sætinu með Lettanum Skirov. Síðara hluta mars var síðan teflt alþjóðlegt skákmót í Hafnarborg í Hafnarfirði. Fyrir mótinu stóðu Skákfélag Hafnarfjarðar og Hafn- arfjarðarbær. AthygU mínavakti aö einn kepp- andi mótsins, Ágúst Sindri Karls- son, var jafnframt í mótsstjórn og er auk þess formaður Skákfélags Hafnarfjarðar. Geri aðrir betur! Þarna sigraði Hannes Hlífar ör- ugglega. Líklega má segja að Hann- es hefði með dáhtiUi heppni eða minni óheppni náð öðrum áfanga að stórmeistaratith á Apple-skák- mótinu. En á Hafnarborgarmótinu náði hann áfanganum örugglega og nú vantar bara einn áfanga til og þá er stórmeistaratitilUnn í höfn. Sjöundi stórmeistari íslend- inga. Hannes er aðeins 19 ára og gæti því orðið stórmeistari innan við tvítugt. Hann er talsvert fyrr á ferð- inni en hinir íslensku stórmeistar- amir, sem flestir náðu titlinum um 25 ára aldur. Bæði þessi mót voru kærkomin dægrastytting skákáhugamönnum þennan vetrarmánuð. Ástæða er til að þakka mótshöldurum og skipu- leggjendum beggja mótanna. Ólympíuskákmótið Undanfarið hafa birst fréttir þess efnis að óvíst sé um þátttöku ís- lendinga í ólympíuskákmótinu. Borið er við fjárhagserfiðleikum. Til þess má ekki koma að hin sterka íslenska skáksveit sitji hjá. Að þessu sinni fer ólympíuskák- mótið fram óvenju snemma á ár- inu. Teflt verður í Manilla á FUippseyjum í næsta mánuði. Mót- ið hefst fyrri hluta júnímánaðar. Tími er því HtiU tU stefnu. Allir unnendur skákUstarinnar verða að taka höndum saman og efla skáksambandið til þátttöku. Opinberir aðilar hafa myndar- lega aðstoðað Bridgesambandið, Taflfélag Reykjavíkur og Hand- knattleikssambandið svo nokkuð sé nefnt. Innan Skáksambandsins er unn- ið gífurlegt sjálfboðaliðstarf. Tekjustofnar eru engir vissir en verkefnin mikU og vaxandi. Þátt- taka íslendinga verður æ meiri í alþjóðlegum skákviðburðum. Við þurfum að fá opinbera aðUa til þess að rétta af fjárhag Skák- sambandsins. Fjárhæðirnar eru ekki stórar en geta orðið áhuga- mönnum ofviða á erfiðleikatímum. Skákþjóðin verður að leysa þetta Utla en mikUvæga mál. Guðmundur G. Þórarinsson „Við þurfum að fá opinbera aðila til þess að rétta af fjárhag Skáksambands- ins. Fjárhæðirnar eru ekki stórar en geta orðið áhugamönnum ofviða á erf- iðleikatímum.“ Skammsýni í lánamálum Nú hefur loks verið komið upp um svívirðUegt framferði náms- manna. Athugul augu starfsmanna Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafa flett ofan af aðferðum þeirra við að útvega sér vaxtalausa pen- inga, sem þeir hafa síðan getað lán- að út til blásnauðs almennings í landinu á okurvöxtum. Þannig hafa þeir lifað í vellysting- um praktuglega á tekjum sem ekki hafa verið gefnar upp tU lánasjóðs- ins, samtímis því sem þeir hafa mergsogið venjulegt launafólk. Þetta er sú mynd sem forráðamenn lánasjóðsins hafa dregið upp með dyggri aðstoð fjölmiðla, þar á með- al ríkisútvarpsins. Útgjöld gætu lækkað Hugmynd sú sem upp hefur kom- ið um að veita aðeins lán í lok hverrar annar er dæmi um ótrú- lega skammsýni. TaUð er að um helmingur námsmanna hafi van- reiknað tekjur sínar í upplýsingum til lánasjóðsins. Eiga þeir sem gefa upp réttar tekjur einnig að Uða fyr- ir þetta? Réttlát lausn á þessu máU, sem alHr ættu að geta sætt sig við, er einfaldlega sú að þeir sem hafa fengið ofgreidd lán borgi venjulega markaðsvexti fyrir þann hluta lánsins sem ofgreiddur var. Þessa lausn hef ég ekki heyrt nefnda einu orði í fjölmiðlum. Hvers vegna? Svarið sem Uggur í augum uppi er að slíkt myndi ekki hafa í för með sér stórfellda lækkun á útgjöldum lánasjóðsins tU skamms tíma eins og sú leið að greiða námslánin í annarlok. KjáUaiinn Hörður Þórðarson veðurfræðingur næsta árs. Með þessu móti yrðu útgjöld sjóðsins tíl lána á því ári sem nýja kerfið kæmi til fram- kvæmda aðeins um helmingur út- gjalda á venjulegu ári. Aukið álag Fjárhagur lánasjóðsins myndi hins vegar bíða tjón af þessu í fram- tíðinni, að minnsta kosti ef þeim aðferðum yrði beitt sem einn forr- áðamanna hans stakk nýlega upp á í ríkisútvarpinu. TUlaga hans var sú að námsmenn tækju bankalán á vöxtum í upphafi hverrar annar og námslán í lok annarinnar yrðu hærri en þau sem nú tíðkast tíl að bæta námsmönnum þann vaxta- kostnað sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta yki á útgjöld lánasjóðsins þegar tíl lengri tíma er Utíð, útgjöld „Réttlát lausn á þessu máli, sem allir ættu að geta sætt sig við, er einfaldlega sú að þeir sem hafa fengið ofgreidd lán borgi venjulega markaðsvexti fyrir þann hluta lánsins sem ofgreiddur var.“ Með hinni fyrirhuguðu leið gætu útgjöld sjóðsins lækkað um helm- ing á einu ári. Þessari lækkun yrði til dæmis náð með því að borga venjuleg lán á vormisseri en breyta lánakerfinu um haustið, þannig að lánið yrði aðeins greitt eftir að námsárangri og tekjuyfirUti hefði verið skUað. Lánasjóðurinn þyrftí þvi ekkert að greiða fyrr en í byijun sem flestir telja að ekki sé á bæt- andi. Auk þess að auka útgjöld lána- sjóðsins heföi slík kerfisbreyting í för með sér aukið álag og óhagræði fyrir námsmenn, álag sem margir hverjir mega aUs ekki við. Eins og flestir vita er ekki sjálfgefið að allir nái háskólaprófi í fyrstu tilraun, jafnvel þeir sem hafa lagt hart að Lánasjóöur isie Afgreiðsla Lánasjóðurinn þyrfti því ekkert að greiða fyrr en í byrjun næsta árs. sér við námið. Ef slíkt kæmi fyrir námsmenn sem eru fjárhagslega illa stæðir myndi það leiða til þess að þeir yrðu að hrökklast frá námi til að greiða bankalánið sem þeir tóku. Þetta ,yrði því aðför að þeim sem lítils mega sín en heföi lítíl áhrif á þá sem eiga fjársterka vandamenn að bakhjarh. Ég vona að í þessu máU verði skynsemi en ekki skammsýni látin ráða. Þjóðinni er það fyrir bestu að ráðamenn hennar Uti lengra en til næstu fjárlaga. Hörður Þórðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.