Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992. Utlönd Það er alltaf handagangur í öskjunni þegar smástirnin fækka klæðum við ströndina á meðan á kvikmyndahátíðinni í Cannes stendur. Ljósmyndararnir flykkjast í kringum þau eins og hrægammar til að ná myndinni sem lesendur blaða þeirra bíða eftir. Sfmamynd Reuter Suður-afrísk kvikmynd í Cannes: Dans- og söngvamynd gegn kynþáttastefnu Afganska sfjóminvillfá börnin heim Hinir nýju íslömsku stjómar- herrar í Afganistan hafa krafist þess að þúsundir afganskra ung- tnenna, sem sendar voru til . mennta til fyrrum Sovétríkjanna, verði fluttar aftur heiin. Börn þessi voru ýmist munaöarleys- ingjar eða synir og dœtur félaga í gamla valdaflokknum. Sum barnanna hafa veriö íjatri heimahögum i allt að tíu ár. Búist er við aö máliö verði rætt við rússneska sendinefnd sem kemur með þrjáflugvélarfarma af hjálp- argögnum síöar í vikunni. Krötumbetur treystandifyrir sænskuefna- hagslifi Rikisstjóm jafnaðarmanna er best treystandi til að standa vörð um sænskt efnahagslif. Það er álit 36 prósenta landsmanna en 29 prósent telja aö stjórn borgara- flokkanna sé hæfari til verksins. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem sænska blaðið Ex- pressen birti í. gær. Þeir sem gagnrýna efnahagsstefnu núver- andi sfjómar borgaraflokkanna eru konur yngri en 30 ára. Helm- ingur þeirra telur stjóm jaftiað- armanna betri kost en tæplega þijár af hveijum tíu hallast á sveif þeð þeim borgaralegu. í sams konai könnun, sem gerð var í ágúst í fyrra, töldu 38 pró- sent aðspurðra að borgaraleg rík- isstjórn væri best til þess fallin að hleypa auknum krafti í efna- hagslif landsins. Þá töldu 28 pró- sent aö kratarnir væru betri. Örvhentbörn erumeirihrak- fallabálkar Meiri líkur eru á því aö örvhent börn verði aö leita á slysavarð- stofuna með meiðsl en rétthent börn. Rjóröungur foreldra örv- hentra telja börnin sín klaufaleg en aðeins limmtán prósent for- eldra rétthentra. Þetta kemur fram í rannsókn sem Charles Graham við háskól- ann í Little Rock í Arkansasfylki í Bandaríkjunum gerði á 761 barni sem leitaöi á slysavarð- stofu, þar af 267 vegna algengra barnaslysa. Fyrrí rannsóknir hafa leitt í ljós að örvhentir deyja yngri en rétt- hentir, sennilega af völdum slysa. Grahara, sem sjálfur er örv- hentur, hefur enga skýringu á því hvers vegna svo er. innaðrennaaf ftl j-itai!ll—im rii ntmn ■ mr>» : : noromonnum Norðmenn em haldnir svo miklum bölmóði og vantrú á sjálfum sér um þessar mundir vegna bágborins efnahags- ástands að víkingarnir, forfeður þeirra, mundu snúa sér viö i gröf- inni. „Við þurfum svo sannarlega á bjartsýni og trú á framtíðina að halda,“ sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra á dögunum þegar hún hratt af stað herferö til að stappa stálinu í landa sína. En þrátt fyrir viðleitni Gro og mikla auglýsingaherferð, þar sem heimsfrægir Norðmenn á borö við landkönnuðinn Thor Heyerdahl og leikkonuna Liv Ull- mann leggja sitt af mörkum, eru lítlar líkur íaldar á að víkinga- móðurinn blossí aftur upp, TT og Reuter Þegar söngleikurinn „Sarafma!", um bömin í blökkumannabænum Soweto í Suður-Afríku, gerði það gott á Broadway árið 1986 var kynþátta- aðskilnaður enn við lýði í landinu. Sex árum síðar er söngleikurinn orðinn að kvikmynd sem var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær, aðeins sjö vikum eftir að íbúar Suður-Afríku hentu kynþáttaað- skilnaðarstefnunni á haugana. Kvik- myndagerðarmennimir segja hins vegar aö myndin sé ekki verri fyrir það og hún eigi fullt erindi til fólks. Myndin var tekin í Soweto og fram- leiðandinn, Anant Singh, sagði að Milljarðamærmgurinn Ross Perot frá Texas fór fram á það í gær að nafn hans yrði sett á kjörseðilinn í heimafylkinu fyrir forsetakosning- amar í Bandaríkjunum í haust. Um leiö lagði hann fram undirskriftalista með nöfnum 225 þúsund kjósenda. Um fimm þúsund stuðningsmenn auðjöfursins fóra fylktu liði um göt- ur fylkishöfuðborgarinnar Austin og héldu síðan íjöldafund eins og Tex- asbúum einum er lagið á grasflötinni fyrir framan þing fylkisins til að fagna þessum áfanga í kosningabar- Dr. Eamonn Casey, einn þekktasti kaþólski biskupinn á írlandi, viður- kenndi í gær að hann væri faðir sautján ára pilts í Bandaríkjunum. Biskupinn sagði af sér í síðustu viku vegna málsins. Bamsmóðir biskupsins, hin 44 ára Annie Murphy frá Ridgefield í Connecticut, hélt írlandi í heljar- greipum þegar hún skýröi frá því á fostudag að Peter sonur hennar væri fyrir tveimur árum hefði verið úti- lokað að taka hana þar. „Við höfðum ekki leyfi stjómvalda en taka mynd- arinnar fór fram fyrir opnum tjöld- um,“ sagði Singh sem ásamt leik- stjóranum Darrell James Roodt gerði neðanjarðarkvikmyndir gegn kyn- þáttastefnunni um árabil. Kvikmyndin, sem sýnd er utan lúnnar opinberu samkeppni, hlaut hlýjar viðtökur áhorfenda. Ein júgó- slavnesk blaðakona, sem sá í mynd- inni hliðstæður við þaö sem er að gerast í heimalandi sínu, féll í grát á blaðamannafundinum eftir sýning- una. áttu Perots. Nýjasta skoðanakönnunin í Texas sýnir að Perot fylgir fast á hæla Bills Clintons, sem væntanlega verður frambjóðandi demókrata, og Georges Bush forseta, þó svo að Bush kalli Texas sína heimasveit. Samkvæmt skoðanakönnun, sem var birt í Kalifomíu í síðustu viku, naut Perot meira fylgis en bæði Clin- ton og Bush. „Ef höfundar stjórnarskrárinnar okkar eru að horfa á okkar ofan af himnum í dag vitum við að þeir ávöxtur undursamlegs ástarsam- bands hennar viö biskupinn á miðj- um áttunda áratugnum. Kaþólska kirkjan krefst þess af prestum sínum að þeir ástundi skír- lífi. Casey, sem er 65 ára, sagði af sér „af persónulegum ástæðum" og hélt þegar af stað til Bandaríkjanna. Hann sagðist ætla að helga sig kristniboðsstarfi í framtíðinni. Biskup viðurkenndi einnig í gær Tvær myndir voru sýndar í sam- keppninni í gær. „Simple Men“ eftir ungan sjálfstæðan bandarískan leik- stjóra, Hal Hartley, er fyndin og stíl- færð saga um tvo bræður í leit að foður sínum, anarkista og fyrrum hafnaboltaspilara sem er á flótta undan lögreglunni. „Draumur um ljós“ heitir hin myndin og var gerð af spænska leik- stjóranum Victor Erice og er hún eins konar hugleiðing um tilraunir málara til að fanga á strigann hvem- ig sólarljósið fer um laufið á roðar- unna. brosa,“ sagði Perot við mannfjöld- ann. Það blæs ekki byrlega fyrir Bush forseta um þessar mundir. Skoðana- könnun, sem birt var í gær, sýnir að fylgi hans hefur minnkað frá því óeirðirnar urðu í Los Angeles. Sam- kvæmt henni mundi Bush sigra Bill Clinton og Ross Perot naumlega með miklu minni mun en fyrri kannanir hafa gefið til kynna. Bush fengi 35 prósent atkvæða, Perot 30 prósent og Clinton 29 prósent. að um sjö milljónir króna hefðu ver- ið greiddar meö drengnum úr vara- sjóði kirkjunnar en þaö fé hefði verið endurgreitt með vöxtum. Blaðið Irish Times hafði þaö eftir Murphy í gær að hún hefði gert leynilega myndbandsupptöku af því þegar Casey afhenti henni peninga. Reuter Reuter Forsetakosningamar í Bandaríkjimum: Perot á kjörseðilinn í Texas Reuter Biskupinn gengst við syninum - sjö milljónir greiddar með drengnum úr varasjóði kirkjunnar Daniróttast ólætiábrúð- kaupsafmæli drottningar Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn: Margrét Danadrottning og Hen- rik prins eiga silfurbrúðkaup í næsta mánuði og hefur undir- búningur veislu- og hátíðahald- anna staðið í marga mánuði. Drottningin og prinsinn munu meðal annars aka um nokkrar af aöalgötum miöborgar Kaup- mannahafnar í gullnum hest- vagni þann 10. júní. Nú hafa memi hins vegar af því nokkrar áhyggjur að þau verði fyrir aðkasti misdrukkinna áhangenda enska landsliðsins í knattspyrnu sem talið er að verði þúsundum saman í borginni þennan dag. Enska landsliöið leikur nefuilega gegn Júgóslöv- um í Málmey þann 11. Forstjóri ferðamála í Kaup- mannahöfn segist vera viss um að ensku íþróttaunnendurnir muni flykkjast til borgarinnar þegar þeir uppgötvi veröið á bjórnum í Svíþjóð. Fæmíháskóla íSvfþjóðení grannlöndunum Umtalsvert færri ungir Svíar sækja í háskóla en gengur og ger- ist hjá jafnöldrum þeirra á hinum Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem sagt er frá blaðinu Dag- ens Nyheter. í Svíþjóð sækja fjórtán prósent ungmenna á aldrinum 20 til 24 ára nám í háskóla. í Finnlandi eru það 32 prósent, 31 prósent á íslandi, 28 prósent í Noregi og 27 prósent í Danmörku. Svíar em einnig lægstir þegar litið er á aldurshópinn 25 til 29 ár. Sjö prósent sænskra ung- menna á þeim aldri eru í háskóla en 11 til 14 prósent á hinum Norð- uriöndunum. Japanskir lög- fræðingar viSja grænan dómstól Japanskir lögfræðingar hafa lagt til aö stofnaður verði sérstak- ur „grænn“ dómstóll til aö fjalla um umhverfismál, Formaður japanska lögmannafélagsins sagði í gær að tillaga þess efnis yröi lögð fram á umhverfisráð- stefnunni 1 Rio í næsta mánuöi. Dómstólnum er ætlað að starfa innan vébanda Sameinuðu þjóð- anna og hann gæti aðeins fram- fylgt alþjóðalögum ef ákveðið yrði að veita honum þau völd. Nitjánfórusti eldiíkeilusal Nítján manns fómst þegar eld- ur braust út í keilusal í borginni Chungho á Tævan snemma í gærmorgun. Lögreglan sagöi að fórnarlömb- in hefðu lokast inni 1 keilusalnum sem er uppi á þriðju hæð eftir að eldurinn eyðílagði lyftuna í hús- inu. Að sögn sjónarvotta lögöu starfsmenn salarins á flótta þegar eldurinn kom upp og höföu ekki fyrir því að segja gestunum frá hættunni. Um þrjátíu manns komust þó óskaddaðir út úr saln- um. Eldsupptök eru ókunn en tals- maöur lögreglunnar sagði að ekki væri hægt aö útiloka íkveikju. Hann sagði að ekki heföi verið leyfi fyrir rekstri keilusalar í húsinu og neyðarútgangar hetöu verið illa merktir. TT og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.