Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992. Útlönd________________ írani handlekinn fyrir njósnir Þrxtugur irani hefur veriö handtekinn í Svíþjóö þar sem hann er grunaður um njósnir. Var hann handtekinn á sunnu- daginn í Norrköping og verður lögð fram ákæra á hendur honum í síðasta lagi þann 22. maí. Sænska öryggislögreglan og ut- anríkisráðuneytið neita að ræða málið við fiölmiðla. Malkovichvill leika Hughes Leíkarinn góðkunni John Malkovich, sem sumir ættu að kannast við úr „Dangerous Liai- sons“ og „Sheltering Sky“ hefur sýnt áhuga á að leika sérvitring- inn og milljaröamæringinn How- ard Hughes. Hughes, sem var mikið í mun að vernda einkalíf sitt, dó árið 1976 sjötugur að aldri. Að sögn Malkovich mun banda- ríski leikarinn Warren Beatty eiga einkaréttinn á ævisögu Hughes, en margar bækur hafa verið skrifaðar inn hann og sagð- ist Malkovich mjög gjarnan vilja fá tækifæri til aö leika Hughes. Malkovich leikur nú í nýju leik- riti i London. Sjónvarpspred- ikari kaupir UPB Bandaríski sjónvarpspredikar- inn Pat Robertson hefúr keypt United Press Intemational, eina helstu fréttaþjónustu heims. Komu kaupin öllum, sem til þekkja, algjörlega í opna sHjöldu. UPI fréttaþjónustan var að vísu orðin gjaldþrota og borgaði Ro- bertson 360 milljónir í reiðufé fyr- ir hana. Robertson leit á sjálían sig sem riddara á hvitum hesti sem kom UPI til bjargar, en hann hefur hug á því að halda frétta- þjónustunni gangandi. Ætlar hann sér að gera UPI fréttaþjón- ustuna eins vinsæla og hún var fyrir 30 árum. Hefur hann einnig uppi hugmyndir um að gera UPI að sjónvarpsstöð. Fleiri lögsóttir áKorsíku vegnaslyss Pramkvæmdastjóri bygginga- fyrirtækis á Korsíku hefur verið lögsóttur vegna hörmulegs slyss er gerðist á fótboltaleik á eyjunni þann 5. maí sl er áhorfendapallar hrundu. Þrettán áhorfendur lét- ust og 700 slösuðust er atburður- inn átti sér stað. Átti fyrirtæki framkvæmdastjórans að ganga úr skugga um að fyllsta öryggis væri gætt. Annar framkvæmda- stjóri byggingafyrirtækis i Nice í Frakklandi hefur þegar verið lögsóttur. FBIogCIA vijjaopna Kennedy-skjölin Yfirmenn FBI og CIA, alríkis- lögreglu og leyniþjónustu Banda- ríkjanna, eru hlynntir því að skjöl þau er hafa aö geyma lykil- imi að moröi John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandarfkjanna, verði opnuð þannig að almenn- ingur hafi aögang að þeim. Yfir- maður CIA, Robert Gates, sagðist vonast til að þetta yrði til þess aö hreinsa nafn leyniþjónustunn- ar, en í mynd Olivers Stone um morðiö á John F. Kennedy er gef- ið í skyn aö CIA hafi verið heilinn á bak við morðiö. Telur Gates mikilvægt að almenningur, sem og oagnfheðingar og blaðamenn, geti lesið skjölin til þess að vita hvað raunverulega gerðist þenn- an nóvemberdag í Dallas árið 1963. Reuter DV SerbaríBosníu: Fimm daga vopnahlé EB reiöubúið að halda friðarviðræðum áfram í næstu viku Vegfarandi virðir fyrir sér lík konu sem féll fyrir hendi leyniskyttu í miðborg Sarajevo í gær. Símamynd Reuter Leiðtogar Serba í Bosníu lýstu yfir einhhða fimm daga vopnahléi sem átti að ganga í gildi klukkan sex í morgun og hvöttu Evrópubandalagið til að taka aftur upp friðarviðræður við stríðandi öíl Serba, íslamstrúar- manna og Króata í lýðveldinu. Tanjug-fréttastofan í Belgrad sagði að óopinbert þing Serba, sem sat á fundi í allan gærdag í bænum Banja Luka fyrir norðvestan Sarajevo, hefði tilkynnt um vopnahléið. Þingið sendi Evrópubandalaginu viðvörun um að ef friðarviðræðurn- ar hæfust ekki fyrir 19. maí mundu Serbar í Bosníu hvetja alla Serba í heiminum til að slást í hð með þeim „í baráttunni fyrir lífi sínu“. Ekki var ljóst hvort serbneskar sveitir í Bosníu mundu hlýða fyrir- skipuninni um vopnahlé. Þingið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að stofna eigin her í Bosníu undir stjórn harðlínumannsins Ratko Mladic, fyrrum herforingja í sambandshem- um. Colm Doyle, sérlegur sendimaður Evrópubandalagsins, sagði í gær að bandalagið væri reiðubúið að boða til nýs friðarfundar um Bosníu í næstu viku ef vopnahléið héldi. Vopnahlésyfirlýsingin var gefin út eftir harða bardaga nærri Sarajevo og öðrum bæjum í Bosníu í allan gærdag. Umsetin þorp íslamstrúar- manna rétt utan við Sarajevo urðu fyrir hörðum sprengjuárásum skömmu eftir að tólf eftirlitsmenn EB höfðu sig á brott frá Sarajevo vegna árása á þá. Utvarpið í Sarajevo sagði að þrír hefðu fallið í höfuðborginni og aðrir þrír í Mostar á undanfórnum sólar- hring. Reuter Þýskir járnbrautar- starf smenn sam- þykkja samningana Verkfalli þýskra jámbrautar- starfsmanna er nú endanlega lokið þar sem þeir samþykktu kjarasamn- ingana, að sögn verkalýðsfélags þeirra nú í morgun. Verkfallið haiöi truílað járnbrautarsamgöngur síð- ustu tvær vikur. Með því að samþykkja samningana fá járnbrautarstarfsmennimir 5,5 prósent launahækkun. Var það tæp- lega helmingur starfsmannanna sem greiddi atkvæði sitt með þeim en aðeins þarf fjórðung atkvæða til að samþykkja þá. Niðurstöður úr kosn- ingum annarra þýskra verkalýðsfé- laga eru væntanlegar síðar í dag. Verkalýðsfélag þýskra málmiðnað- armanna hefur hótað að félagar þess fari í verkfall þann 25. maí bjóðist þeim ekki betri samningar í enda vikunnar. í verkalýðsfélagi málm- iðnaðarmanna eru um fjórar milljón- ir félagsmanna og yrði þetta í fyrsta skipti frá árinu 1984 sem iðnaðurinn myndi stöðvast algjörlega. Fara málmiðnarmenn fram á 9,9 prósent launahækkun en atvinnurekendur hafa hingað til aðeins boðið 3,3 pró- sent launahækkun og vilja ekki bjóða betur. Formaður félagsins tel- ur að það sé ekki hægt að samþykkja þar sem sú launhækkun sé minni en verðbólgan í landinu sem er rétt um 4,0 prósent. Reuter Bush ætlar á umhverfisráðstefnuna 1 Rio: Lestarræningi kennir gestum að varast þjófa George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann ætlaöi að sitja umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í næsta mánuði þar sem leiðtogar ríkja heimsins munu hittast til að ræða umhverfis- mál. Bush tilkynnti þetta eftir að samn- ingamönnum Bandaríkjanna hafði tekist að fá strangar takmarkanir á losun gastegunda út í andrúmsloftið fjarlægðar úr samningnum sem verður undirritaður á leiðtogafund- inum. „Ég ætla til Rio til að sitja þennan mikilvæga fund. Ég get þó ekki staldrað lengi'*við,“ sagði Bush við fréttamenn. Hann sagði ennfremur að ekki hefði enn verið ákveðið hvaða dag hann færi til Rio. Ráð- stefnan þar stendur yfir dagana 3. til 14. júní. Ráðstefnunni er ætlað að vera stefnumarkandi um vemdun um- hverfisins, þar á meðal um hvernig eigi að beijast gegn hinum svoköll- uðu gróðurhúsaáhrifum. Nærvera Bush var talin forsenda þess aö ein- hver árangur næðist á ráðstefnunni þar sem Bandaríkin eru einn helsti mengunarvaldur í heiminum. Embættismenn í Hvíta húsinu höfðu skipst í tvö hom um hvort Bush ætti að sækja ráðstefnuna en „Ég legg til að við semjum í flýti,“ segir einn samningamannanna sem eru að reyna að berja saman samn- ingi til aö sporna við gróðurhúsa- áhrifunum svokölluðu fyrir umhverf- isráðstefnuna i Rio í næsta mánuði. Teikning Lurie það varð úr eftir að aðrar þjóðir gerðu tilslakanir vegna samningsins um gróðurhúsaáhrifin. í undirbúningsviðræðunum tókst bandarísku samningamönnunum aö fá aðrar þjóðir til að falla frá kröfum sínum um bindandi takmarkanir á losun koltvísýrings sem á einna mesta sökina á myndun gróðurhúsa- áhrifanna. Meginþorri iðnríkja heimsins, með ríki Evrópubandalagsins í farar- broddi, voru hlynnt því að takmarka losun koltvísýrings árið 2000 viö það magn sem fór út í andrúmsloftið 1990. Bush var andvígur þeirri viðleitni á þeim forsendum að það mundi gera bandarískum iðnfyrirtækjum erfitt fyrir og auka atvinnuleysið í landinu. Brasilíumenn eru farnir að und- irbúa komu allra þeirra þúsunda ráðstefnugesta sem munu flykkjast til Rio í næsta mánuði. Meðal þeirra sem gefa gestunum góð ráð er breski lestarræninginn Ronald Biggs. Hann stingur m.a. upp á því að besta leiðin til að koma í veg fyrir að vera rændur á gullnum ströndum borgarinnar sé að fara þangað aöeins með handklæði og gamla konu. „Það skiptir ekki máli ef tapar öðru hvoru.“ Heillaráði þessu og öðrum frá Biggs verður útvarpað á ensku á út- varpsstööinni ECO frá 25. maí til 20. júní. Þar segir hann frá stöðum til að skoða og gefur ráð um hvernig eigi að krækja sér í konu, svo eitt- hvaðsénefnt. Reuter ísraelargera árásáSuður- Líbanon ísraelskar herflugvélar gerðu árás á suðurhluta Líbanon rétt fyrir dögun í morgun. Ráðist var á bækistöðvar Hizbollah skæru- liðahreyfmgarinnar en hún er hliðholl írönum. Var ráöist á femar búðir hreyfmgarinnar um 40 kílómetra suður af Beirút. Árás þessi kemur í kjölfar eld- flaugaárásar skæmliðanna í gær á her Suður-Líbanon sem nýtur stuðnings ísraelsmanna og gætir landamæra þeirra. Á þessu ári hafa 24 látist og 33 slasast í árás- um ísraela á Líbanon. Að sögn Hizbollah hreyfingar- innar eyöilagðist skóli, sem er í þorpinu Ain Bouswar, í árásinni í morgun en enginn slasaðist. Þrírdeyja ílestarslysi Þrír létust og 75 aðrir slösuðust í lestarslysi sem varð á Ítalíu í gær. Vom það tvær lestir sem rákust beint framan á hvor aðra rétt hjá lestarstöðinni í bænum Badia A1 Pino, rétt hjá Arezzo í Tuscany-héraði. Var önnur lestin full af farþeg- um á leið til Arezzo en hin var svo að segja tóm. Lestarstjóri annarrar lestarimiar dó í slysinu, en í ringulreiðinni fyrst eftir slys- ið var tilkynnt að lestarstjórar beggja lestanna hefðu látist og fimmaðrir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.