Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992. 17 Sviðsljós Hópi 10. bekkinga úr Seljaskóla var nýlega gefið tækifæri til að fá útrás fyrir listhæfileika sína með því að skreyta vegg í skólanum. Er ekki annað að sjá en þeim hafi tekist vel til. DV-mynd Hanna Egill Stardal var einn hinna fjöl- mörgu sem mættu á staðinn en á annað þúsund manns komu. Skotsnillingurinn John Satterwhite gefur Ijósmyndaranum auga skömmu áður en hann sýndi iistir sínar. John Satterwhite sýndi snilldartakta Það er samdóma álit þeirra fjöl- mörgu sem lögðu leið sína í Kópavog- inn og sáu skyttuna John Satter- white frá Bandaríkjunum að þar færi snillingur. Enda hefur hann unniö flesta þá titla sem hægt er að vinna í skotveiðinni í heiminum. Hann hef- ur orðið Bandaríkjameistari í amer- ísku og alþjóðlegu skeet, Bandaríkja- meistari í alþjóðlegu skeet 1974,1975 og 1976, fyrirliði bandaríska ólymp- íuliðsins í skotfimi, hæsta meðalskor í skotfimi í Bandaríkjunum í 7 ár, vahnn í All-American skotliðið 12 sinnum, tvöfaldur sigurvegari í Pan- American leikunum, vann 12 verð- laun fyrir Bandaríkin í heimsmeist- arakeppnum, þar af 6 gullverðlaun, Bandaríkjameistari í veiði smáfugla og Bandaríkjameistari í fuglaveiði. „Ég hélt að ég kynni eitthvað fyrir mér í skotveiðinni en eftir þessa sýn- ingu kann ég lítið sem ekkert. Þessi maður er ótrúlega fær,“ sagði skot- veiðimaður sem átti varla orð til að lýsahrifningusinni. -G.Bender Þeir voru margir sem mættu til aö horfa á John Satterwhite leika listir sínar. DV-myndir Sverrir Sch. Thor. Merming Frönsk pakkatónlist Með tilkomu geisladiskanna hefur sérkennilegt tón- hstarefni rutt sér th rúms á markaðnum, nefnilega ódýr „pakkatónhst" þar sem nöfnum flytjenda er hald- ið vandlega leyndum. Þessir pakkar með geisladiskum innihalda gjarnan býsn af „vinsælustu siníóníum allra tíma“, „frægustu fiðlukonsertum sem samdir hafa verið“, „rómantískum píanókonsertum" og öðrum samsetningi af því tagi. Eg er einmitt með dularfullan „pakka“ af frönskum uppruna undir höndum - að minnsta kosti heitir útgáfan „Merveilles du Classique" - en hann er nokkuð einkennandi fyrir þessa tónhstar- útgáfu undir nafnleynd. í pakkanum, sem ber nafnið „Pages Celebres", eru fimm diskar með úrvah „vin- sæha sígildra verka", alls rúmlega fimm klukkustund- ir af tónhst, en ekki stafkrókur um þá sem fremja tón- listina. Fyrir þetta borgar maöur hins vegar ekki nema Skopmynd af tónskáldinu Antonio Vivaldi sem fylgir einum franska „pakkanum". rúmlega tvö þúsund spírur íslenskar svo þetta er nú kannski óþarfa tilætlunarsemi. Tónlistarúrvai Þá er ekki mikið upp á sjálft tónlistarúrvalið að klaga. Það spannar tónlistarsöguna allt frá „Adagio“ Albinonis th „Ameríkumannsins í París“ eftir Gers- hwin. Inni í dæminu eru allar fjórar árstíðirnar eftir Vivaldi, báöar Carmensvítur Bizets og forleikir Wagn- ers að Valkyijunum og Tannhauser, svo fátt eitt sé nefnt. Upptökur eru þar að auki fuhstafrænar (DDD) og diskarnir þétthúðaðir, sem tryggir endingu. Nú hefur útgáfufyrirtækiö sjálfsagt sínar ástæður, vísast viðskiptalegar, fyrir því að leyna nöfnum flytj- enda. Hugsanlega er hér um að ragða atvinnumenn í Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson tónhst að drýgja tekjur sínar í næturvinnu; ef til vhl tónhstarmenn án atvinnuleyfis; ef til vhl magnkaup á tónhst frá austantjaldslöndum eða Kóreu, hvað veit ég. Nöfn tryggja gæði En nafnleyndin setur mann óneitanlega í nokkurn vanda. Vilji maður nota síghda tónlist til uppfylhngar einvörðungu, sem ég get ómögulega mælt með er auð- vitað í lagi að kaupa sér hljóðfæraleik fólks sem mað- ur veit hvorki haus né sporö á. En sé maður á höttun- um eftir tónlist th alvarlegrar hlustunar, veðjar maður á „nöfn“, vegna þess að þau tryggja lágmarksgæði. Og fyrir þessi „nöfn“ er maöur reiðubúinn að greiða meiri peninga. í þessu ákveðna tilfelh, sem og öðrum slíkum, rennir maður blint í sjóinn. Sumt í þessum franska „pakka" kemur þægilega á óvart, th að mynda barokktónlistin (og æsir auðvitað upp forvitni um þá sem hana spila), fátt verður beinhnis flokkað undir vonda spilamennsku, en flest eru tónverkin í pakkan- um leikin af skyldurækni fremur en andagift. Að einu leyti er franski „pakkinn" þó framúrstefnu- legur. Geisladiskunum er komið fyrir í pappaöskjum, ekki platskrínum. Samkvæmt áreiðanlegum heimhd- um verða ahir geisladiskar komnir í pappaöskjur inn- an fárra ára, en þær munu vera ódýrari og ólíkt þægi- legri en plastið sem hefur thhneigingu th að rispast og brotna. Með öðrum orðum . Sunnudaginn, annan í djassi, voru KGB ásamt bandaríska fiðluleikaran- um Dave Cassidy við leik og störf á Hressingarskálanum. KGB-tríóið skipa píanóleikarinn Kristján Guðmundsson, bassaleikarinn Stefán Ing- ólfsson og trommuleikarinn Steingrímur Guðmundsson. Þeir félagar léku nokkur meira og minna þekkt lög eins og „Autumn Leaves" og „How High the Moon" og fleiri. Cassidy er leikandi léttur og lipur fiðlari og var virkhega gaman að heyra í honum. íslensku strákarnir í KGB voru líka Djass Ingvi Þór Kormáksson með sitt á hreinu nema gamla íönklagið „Mercy, Mercy" eftir Zawinul, sem var fremur óþétt og laust í reipunum. Þeir bættu það veglega upp með „C Jam Blues" sem negldist rækilega á rosalegum hraða. Algjört. Ofan með hattinn fyrir því. Á Púlsinum var Richard Boone og Kjartan Valdimarsson á píanó, Þórð- ur Högnason á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Síðari hálfleikur þar hófst með „Blue Monk“ og meiriháttar píanósólói Kjartans. í kjölfar- ið sigldi „Meditation" eftir Jobin og svo bahaðan ljúfa „Dindie" eftir sama höfund, eitt af eftirlætislögum þess sem hér ritar, og ekki var nú ónýtt að heyra það svona vel sungið. - Það er ekki beinlínis hægt aö segja að Boone sé thkomumikih básúnuleikari, þótt hann sé ágætur á sinn hátt. Það er meira í hann varið sem söngvara og skattara (eða trallara), og „Fly Me to the Moon“ var með öðrum orðum alveg frábært hjá honum. Það er syngjandi sveifla í bassanum hjá Þórði. Maður yrði vart hissa þótt hljóðfærið færi að dansa um sviðið líka. Hljómsveitin var sem sé í góðu formi og kynningar aðalmannsins eins og hjá þrautþjálfuðum skemmti- krafti. NOTALEGIR Stærðir 35-41 Litir hvítir ogbláir Verð kr. 1.550,- Kringlunni 8-12, sími 686062 Laugavegi 60, slmi 629092 Skemmuvegi 32-L, sími 75777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.