Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992. 39 Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins: Hæfilega bjartsýnn Viðir Sigurðsson, DV, Grikklandi: „Þaö er að sjálfsögðu mikill heiður að vera valinn fyrirliði og maður vonar bara að þetta gangi vel. Þetta er í fjarveru Sigurðar Grétarssonar og ég verð bara að halda uppi hans merki. Þetta er ákveðin ábyrgð, og það er ekkert sem heitir, maður verð- ur að standa sig vel,“ sagði Guðni Bergsson, sem verður fyrirhði ís- lands í fyrsta skipti í kvöld, í samtali við DV um leikinn gegn Grikkjum. Guðni var hæfilega bjartsýnn þeg- ar hann var spurður um möguleika íslands á ólympíuleikvanginum í Aþenu. „Það er alltaf erfitt að segja, en miðað við það sem maður hefur séð til Grikkjanna, virðist þetta vera léttleikandi Uð sem spilar sókndjarfa knattspymu og er með fljóta og tekn- iska leikmenn. Það er kannski ekki ósvipað tyrkneska Uðinu sem við höfum átt í höggi við nokkrum sinn- um á undaníomum árum, og gengið vel á móti. Okkar styrkur á móti þessu Uði ætti að vera skynsamlegri leikur og betri leikaðferð. Þó þessi suðrænu lið séu með góða leikmenn ber fljótt á óþolinmæði, og kannski fljótræði í sóknaraðgerðum. Viö verðum að reyna að nýta okkur þaö með því að halda þeim vel niðri til aö byrja með, þá verða áhorfendur kannski óþoUnmóðir, og þá láta leik- mennirnir vonandi skapið hlaupa með sig í gönur, þannig að við getum keyrt á þá og náð að skora mark,“ sagöi Guðni. Verðum að skapa okkur marktækifæri „Stefnan er auðvitaö alltaf sú að sigra, en ég held að við myndum vel sætta okkur við jafntefli á útivelU í þessum fyrsta leik í HM. Við veröum að passa okkur á því að treysta ekki um of á að fá ekki á okkur mark því það getur alltaf eitt slysast inn á síð- ustu mínútu. Við höfum verið að tapa 1-fl og 2-1 í útileikjum síðustu árin, en við verðum að reyna að skapa okkur tækifæri og reyna að ná hættulegum sóknum.“ Erum aðspila betur en oftast áður Þegar taUð barst að lokakeppninni 1994 var hljóðið í fyrirUðanum á- gætt. „Það eru allir sammála um það að tækifærið er fyrir hendi, við höf- um verið að bæta okkur sem landsUð jafnt og þétt undanfarin 5-10 ár. Nú fmnst mér að við séum að spila betri bolta en oftast áður og við þurfum að breyta því í fleiri stig og betri ár- angur. Þetta er kannski ekki skemmtilegasti riðiU í heimi, en hann á sjálfsagt eftir aö verða jafn og opinn. Viö verðum að vanda okkur vel, ná góðri byijun, og treysta ekki um of á sterkan vamarleik, eins og við höfum gert í gegnum árin. Auðvitað byggjum við á sterkri vöm, en við verðum að vera djarfari í sóknar- leiknum og reyna að gefa andstæð- ingnum fleira til aö hugsa um og skapa honum fleiri vandamál, og þá koma vonandi fleiri mörk. Þetta er glæsilegur leikvangur og völlurinn er mjög góður, loðinn og boltinn rúUar vel, þannig að aðstæð- ur til að spUa knattspyrnu gætu ekki verið betri," sagði Guðni Bergsson. Islendingar mæta Grikkjum í undankeppni HM1 kvöld: Haldið út í óvissuna Víðir Sigurðsson, DV, Grikklandi: Ný keppni, nýjar vonir, nýir möguleikar. Þegar flautað verður til leiks á ólympíuleikvanginum í Aþenu í kvöld hefst nýr kapítuli í íslenskri knatt- spymusögu - þar með hefst keppni í 5. riðh undan- keppni heimsmeistaramóts- ins þar sem sex Uð berjast um tvö sæti í lokakeppninni sem fram fer í Bandaríkjun- um árið 1994. kjaArnór vegna þess að Guðjohnsen er ekki meö,“ sagði Horafopoulos. Hann sagði ennfremur að auk Arnórs væru Sigurður Grétarsson og Ríkharður Daðason þekktustu íslensku knattspymu- mennimir meðal Grikkja. Sigurður lék á sínum tíma með IrakUs og Ríkharður stóð sig mjög vel með Fram gegn Panathinai- kos í Evrópukeppni meistaraUða síðasta haust. „Það er engin spuming að fjarvera Guöjohnsens gefur Grikkjum auknar von- ir um sigur á íslenska liðinu," sagði frétta- maðurinn. ísland hefur aldrei komist í loka- keppni HM og öll rök og tölfræði mæla gegn því aö það takist nokkurn tíma. En tölur segja ekki allt, og það munaði ekki svo ógurlega miklu að ísland yrði meðal þátttökuþjóða í síð- ustu heimsmeistarakeppni, á Ítalíu 1990. Þá fékk íslenska liðiö 6 stig en Austurríkismenn, sem náðu öðru sætinu, hlutu 9, og voru meðal ann- ars heppnir að ná jafntefli gegn ís- lendingum á Laugardalsvellinum. Riðillinn sterkur en þó óljós Riðillinn er sterkur, en samt erfitt að átta sig á honum. í honum voru upphaflega Sovétríkin og Júgóslavía en nú er nokkuð ljóst að Rússland kemur í stað Sovétríkjanna, og þá vantar alla snjöllu Úkraínumennina í hðið, og enginn veit í dag hvaða liði Júgóslavía, sem annars er ein fremsta knattspymuþjóð Evrópu, teflir fram. Ungverjaland og Grikkland em í nokkurs konar „milliklassa" í Evr- ópu, geta unnið bestu liðin og líka tapað fyrir þeim lökustu. Andstæð- ingar Islendinga í kvöld, Grikkir, hafa verið sérstaklega brokkgengir og hafa enn ekki komist í lokakeppni HM, þrátt fyrir miklar væntingar og brennandi knattspymuáhuga í land- inu'. Síðan em það ísland og Lúxem- borg, tvær þjóðir sem fáir taka alvar- lega þegar rætt er um efstu lið, en hafa sýnt að þær geta bitið frá sér. Árangur á útivelli er lykillinn að HM Forráðamenn KSÍ hafa sagt að stefn- an sé sett á lokakeppnina í Banda- ríkjunum og að sjálfsögðu væri hæp- ið að fara út í svona keppni án þess að setja sér markmið. Þau mega hins vegar ekki vera svo hátt að vonbrigð- in verði yfirþyrmandi ef þeim er ekki náð. Ásgeir Elíasson og lærisveinar hans verða að hugsa um einn leik í einu, og lykillinn að árangri er að ná stigum á útivöllum. Þess vegna er leikurinn í Aþenu í kvöld óhemju mikilvægur, Grikkland er hð sem ísland þarf að vera fyrir ofan, eigi thsett markmið að nást í lokin. Hér í Aþenu yrði jafntefh mjög hagstætt, hvað þá sigur. Vantar 5 sterka í íslenska liðið En hvað er raunhæft? Staðreyndin er sú að ísland fer í þennan leik án fimm sterkra leikmanna sem eru meiddir. Sigurður Grétarsson, Ólaf- ur Þóröarson, Þorvaldur Örlygsson og Sigurður Jónsson eru ahir fjarri góðu gamni og síðan kom áfallið í gær þegar Amór Guðjohnsen slasað- ist. En sem betur fer er breiddin í ís- lenskri knattspymu ahtaf að aukast. Einhvern tíma hefði ekki verið hægt að leysa fimm shka menn af hólmi, nú ætti það að vera nokkurn veginn mögulegt. Ytri aðstæður eru að sjálfsögðu heimamönnum í hag. Þeir em aö ljúka sínu tímabih en íslandsmótið hefst ekki fyrr en eftir 10 daga, og leika á heimavelh. Það er þó íslenska hðinu í hag að leikurinn hefst í kring- um sólsetur. Framarar sýndu gegn Panathinaikos í haust að íslensk knattspyma getur staðið grískri á sporði þegar á reyn- ir. 2-2 í Laugardal og 0-0 á ólympíu- leikvanginum í Aþenu em tölur sem tala sínu máh og ættu að vera ís- lensku strákunum hvatning til dáða í kvöld. Þær gera líka Grikkina óör- uggari en eha og búast má við því að þeir fari á taugum ef dæmið geng- ur ekki upp framan af leiknum. En það getur allt gerst. íslenska lið- ið gæti komið á óvart, og það gæti steinlegið. í kvöld verður haldið út í óvissuna, og þegar flautað verður th leiksloka verður hægt að gera sér gleggri hugmynd um hvort HM- markmiöið sé raunhæft. Byrjunarlið íslands í Aþenu Birkir Arnar ittur hjá Fram þjálfari i sigtinu hjá Frömurum sænskan þjálfara. „Ástæðan er aö ég er að hefja nýtt starf þar sem erfitt er að shuia hand- knattleiksþjálfun með. Þessi ákvörð- un var mjög erfið fyrir mig. Þetta var frábært tímabil og það var mjög gam- an og gott aö vinna með þessum mannskap. Haldi þessir strákar hóp- inn og leiki áfram meö Fram er ég viss um að félagið á eftir að gera góða hluti," sagöi Ath við DV í gær. Framarar eru aö skoöa hlutina eins og Lúðvík HaUdórsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, sagði viö DV í gær. „Við erum aö kanna þjálfara fiá Svíþjóð og þaö skýrist á næstu dögum hvort hann kemur til okkar. Eini þjálfarinn sem við höfum rætt við er Viggó Sigurðsson en hann gaf okkur afsvar, ætlar að taka sér hvíld ftá þjálfun. -GH Baldur Eyjólfur Rúnar Andri Víðir Sigurösson fþróttafréttamaður DV skrifar frá Aþena Grikklandi ____________íþróttir Stúfarfrá Grikklandi Víðir Sigurdsson, DV, Grikklandi: Það er reiknað með 10-15 þúsund áhorf- endum á leikinn í kvöld en th saman- burðar sáu 47 þúsund manns leik Fram og Panathinaikos í Evrópu- keppninni á sama vehi síðasta haust. Ástæðan er sú að Grikkir halda miklu meira upp á sín fé- lagslið en landshðið. Það verður ekki fyrr en gríska liðið sýnir að það getur komist í toppbaráttu riðilsins sem áhorfendur fara að mæta í einhveijum mæh. Köstuðu ávöxtum í átt til Birkis Birkir Kristinsson, markvörður landshðsins, hélt hreinu í Evr- ópuleiknum með Fram á ólymp- íuleikvanginum síðasta haust. „Það var magnað að spila þann leik og áhorfendur voru með mik- il læti, skutu upp flugeldum og köstuðu banönum og appelsínum í áttina th mín. Þaö er bara svo langt frá áhorfendum aö markinu að þeir drifu ekki alla leið!“ sagði Birkir. Einn úr silfurliði 21 ársfrá 1988 Grikkir urðu í ööru sæti í Evr- ópukeppni 21 árs landsliða áriö 1988, og þá reiknuðu menn með því að þar væri framtíðarlandslið þeirra á ferö. En í byrjunarliöi Grikkja í dag er líklega aðeins einn úr því liði, framheijinn Stef- anos Borbokis, en þrír til viðbótar voru valdir í 20 manna hópinn. Hiti og mengun í Aþenuborg íslenska liðið æfði í gærmorgun í ríflega 30 stiga hita í Aþenu, í fullar 90 mínútur. Við þetta hita- stig eykst mengunin í borginni og í gær var einungis leigubílum heimilt að aka um miðborg Aþenu vegna hennar. Meiðsli Arnórs leystu vandann Meiðsli Arnórs Guðjohnsens eru að sjálfsögðu mjög slæm fyrir ís- lenska liðið en þau leystu sjálf- krafa vandamál fyrir Ásgeir þjálfara. Hann var lengi að velta fyrir sér hvort betra væri að láta Sævar Jónsson eða Andra Mar- teinsson byrja inná, en fjarvera Amórs þýddi að báðir voru í náð- inni. Leikið í fyrrum höfuðborg Grikkja Leikur 21 árs hðanna í gær fór fram í borginni Nafpho sem er á Pelopsskaganum, um 160 km suð- ur af Aþenu. Þar býr um hálf milljón manna og Nafplio var á síðustu öld höfuðborg Grikk- lands. „Makedónía er grísk“ „Makedónía er grísk," stóð á stór- um borða sem tvær stúlkur héldu á inni á leikvanginum í Nafpho á meðan þjóðsöngvar landanna voru leiknir í gær. Þar var verið að vitna til þess að Grikkir eru mjög óhressir með notkun júgó- slavneska lýðveldisins Makedó- 'níu á sama nafni. Grikkirtrúaá töluna þrettán Grikkir hafa 12 sinnum tekið þátt í heimsmeistarakeppninni, og aldrei komist í lokakeppnina. Þeir trúa því að talan 13 færi þeim gæfu í þetta sinn, þeir komist í 13. tilraun, ekki síst vegna þess að fyrsti leikurinn er 13. maí! Manolas meiddist Stehos Manolas, varnarmaður- inn sterki hjá Grikkjum og AEK, meiddist á æfingu í gærkvöldi. Ekki þó alvarlega, og hann verð- ur örugglega meö í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.