Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992.
49
Meiming
Leikhús
UndiHeikur við drauma
og sitthvað f ieira
Á mánudagskvöldiö voru í Norræna húsinu tónleik-
ar þar sem léku þeir Hilmar Jensson gítarleikari,
Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Matthías
Hemstock trommari. Á efnisskránni voru lög eftir
Paul Motian, John Surman, Jack DeJohnette, Ornette
Coleman og Pat Metheny, Chris Speed og Kjartan
Valdimarsson. Þama var nokkuð djarflega staðið að
verki og leikin tónlist sem ekki er algeng á efnisskrá
djasssveita, a.m.k. ekki þegar hóað er saman í hvelli.
Margir eru þeir sem trúlega loka eyranum fyrir svona
músík en ef opnað er fyrir eru áhrifin ótvíræð. í þess-
ari músík er ögun og frelsi í spuna í einni sæng og
hún getur orðið harla draumkennd á köflum eða eins
og undirleikur við drauma. Þeir mættu þess vegna
kalla hljómsveitina Draumaverksmiðjuna þótt hún
minni lítið á Hollywood. Coleman/Metheny-lagið var
afarsterkt og áhrifaríkt og það var eins og Debussy
læddist inn í píanóeinleikinn. Surman-lagið og lag
DeJohnettes voru einnig býsna mögnuð. Fyrsta lag
Kjartans var lítil, seiðandi og falleg melódía sem ekki
var spunnið út frá. Hið næsta var ekki síðra en allt
öðruvísi og ekki eins minnisstætt og höfundurinn var
í miklum ham á djúpum nótum hljóðfærisins. í þriðja
laginu eftir sama höfund voru svo á ferðinni atónal-
pælingar. Á þessum tónleikum var hugmyndaauðgi
og andríki í fyrirrúmi og spilamennska sem hentar
ekki veitingahúsum. Djassinn skríður yfir öll músík-
ölsk landamæri eða út úr tónlistarlegum dilkadrætti
og verður bara tónlist, góö tónlist. Eitt það besta sem
lengi hefur heyrst frá íslenskum djassleikurum. Og
enginn bassi!
Kvartett Reynis Sigurðssonar var á hefðbundari
slóðum í Kringlukránni. Auk formannsins á víbrafón
voru á sviðinu Alfreð Alfreðsson á trommur, Birgir
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Baldursson á bassa og Jón Páll Bjarnason á gítar.
Þetta hófst með ljúfri sveiflu og síðan hressilegum,
dálítið rokkuðum blús og spilararnir í essinu sínu frá
fyrsta tóni. Svo var það „Gentle Rain“ eftir Luiz Bonfa
og „I love You“ eftir Porter. Gaman að heyra í Jóni
Páh og vert að minnast á að þeir sem hafa áhuga á að
fá hann heim í stofu til sín geta fest kaup á hinum
ágæta geisladiski hans, „Ice“, sem fæst hér í verslun-
um.
Á Hressó vora Björn Thoroddsen og félagar og létu
gamminn geisa. Þórir Baldursson lék á píanó, Pétur
Grétarsson á trommur og Þórður Högnason plokkaði
sinn bassa. Stuðmúsík úr djassbiblíunum virtist alls-
ráðandi þarna um tólfleytið og með herkjum að menn
gætu róað sig niður í „Misty". Maður segir nú bara
sisona. Þetta var sem sé ágætt djasskvöld. Verst að
ekki er hægt að vera alls staðar.
Fimdir
ITC Meikorka
Opinn fundur ITC Melkorku verður
haldinn í dag, 13. maí, kl. 20 í Menning-
armiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti.
Stef fundarins er: Gleðin gerir limina
létta. Á dagskrá er m.a. ísbijótar. Miniið
AP-bækumar. Upplýsingar veita Herdis
í sima 72414 og Guðrún í s. 672806.
80 ára afmæli Verk-
fræðingafélags íslands
í tilefni af 80 ára afmæh Verkfræðingafé-
lags íslands gengst efnaverkfræðideild
félagsins fyrir fundi föstudaginn 15. maí
kl. 15. Málefni fimdarins er Nýjungar í
orku og umhverfi, Hvað þarf til? Þar
munu nokkrir frummælendur ræða um
mál sem eru í þróun á þessum sviðum
og velta fyrir sér hvernig getur tekist tU
við að koma slikum nýjungum í notkun
hérlendis. Fyrir almennar umræður sem
fylgja á eftir, verða stuttiega rædd ýmis
önnur atriði sem tengjast orku- og um-
hverfismálum svo sem, sorpmál, fráveit-
ur og loftmengun.
Tóiúeikar
Áskriftartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands
Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á þessu starfsári
verða fimmtudaginn 14. maí í Háskóla-
bíói og hefjast kl. 20. Þessir tónleikar eru
í gulri áskriftaröð og á efnisskrá verða
þijú verk. Hljómsveitarstjóri verður
Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníuhljómsveitar Islands. Kliftir eftir
Karólinu Eiríksdóttur verður frumflutt á
þessum tónleikum.
Tilkyrmingar
Húnvetningafélagið
Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Húnabúö,
Skeifunni 17. Ath. breyttan tíma.
August Strindberg dagskrá
í Norræna húsinu
Fimmtudaginn 14. maí kl. 20.30 verður
þess minnst í Norræna húsinu að þann
dag eru 80 ár liðin frá því að eitt höfuð-
skáld Norðurlanda, leikskáldið og rithöf-
undurinn August Strindberg, lést. Dag-
skráin verður tviskipt, fyrirlestur og
umræður og fluttur verður leikþáttur.
Jón Viðar Jónsson heldur fyrirlestur sem
hann efhir: Strindberg á íslandi. Aðgang-
ur er ókeypis.
Látum bíla ekki
^ vera í gangi aö óþörfu!1
Vinnum saman -
verndum hjartað
Stjóm Landssamtaka hjartasjúklinga
hefur ákveðiö að efna til merkjasölu dag-
ana 15. og 16. maí nk. og valdi kjörorðið:
„Vinnum saman - vemdum hjartað".
Merkið sem selt verður er rautt hjarta á
pijóni til að stinga í barminn, eins og
verið hefur áður. Merkið kostar 300 kr.
sem er sama verð og í síðustu merkjasölu
fyrir tveimur árum. Félagsmenn Lands-
samtakanna selja sjálfir merkin - Hagn-
aði er varið í þágu hjartasjúklinga.
Málfregnir
Vorhefti Málfregna, tímarits íslenskrar
málnefndar, er komið út. Þetta er fyrra
hefti 6. árgangs. Helstu greinar þessa
heftis era: Islenskt mál og umheimurinn,
Þýðingar og staða þýðenda, Hvað heitir
höfuðborg Finnlands?, grein um nýyrði.
Enn fremur er sagt frá nýjum stafrófsvis-
um, mörgum nýjum fræðsluritum um
íslenskt mál, og þátturinn spumingar og
svör heldur áfram. Málfregnir koma út
tvisvar á ári. Árgjald er 600 kr. Nýir
áskrifendur geta snúið sér til íslenskrar
málstöðvar, Aragötu 9, Reykjavik, simi
28530. Ritstjóri Málfregna er Baldur Jóns-
son prófessor.
Ferðakynning Útivistar
Á vegum ferðafélagsins Útivist verður
ferðakynning fimmtudaginn 14. maí kl.
20.30 að HaUveigarstíg 1 og er hún öllum
opin. Þar verða kynntar sumarleyfisferð-
ir og dagsferðir félagsins. Ein af sumar-
leyfisferðunum sem þar verða kynntar
er ferð sem farin verður 4.-9. ágúst og
nefnist Eldgjá-Básar. Þessi ferð nýtur
vinsælda meðal útivistarmanna enda
gönguleiðin skemmtileg.
Verstöðin Island
Að sögn aðstandenda heimildarkvik-
myndarinnar Verstöðin ísland hefur að-
sókn aö myndinni farið langt fram úr
björtustu vonum. Ætlunin var að myndin
yrði sýnd í Háskólabíói í 3 daga en bætt
var við sýningu í gær og hefur verið
ákveðið að sýna hana aftur í kvöld.
Myndin skiptist í íjóra hluta og era þeir
sýndir með hléum frá kl. 16.30 til 21.
Aðgangur er ókeypis. Á morgun verður
myndin send vestur á ísafiörð þar sem
hún verður frumsýnd í Ísafiarðarbíói nk.
laugardag, 16. maí, en baeði ísfirðingar
og Bolvíkingar eiga stóran þátt í gerð
myndarinnar. Sunnudaginn 17. maí verö-
ur almenn sýning á myndhini í ísafiarð-
arbíói sem hefst kl. 14.
Bústaðakirkja
Fræðslustund í kvöld kl. 20.30-21.30.
„Samtal Jóhannesar guðspjallamanns
við samtímafólk sitt“. Hvemig brást Jó-
hannes guðspjallamaður við helstu stefn-
um og straumum í samtíð sinni. Dr. Sig-
uijón Ami Eyjólfsson flytur fyrirlestur
og leiðir umræður að honum loknum.
Félag eldri borgara
Reykjanesferð 27. maí. Upplýsingar á
skrifstofu félagsins.
Silfurlínan
sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta
fyrir eldri borgara alla virka daga frá kl.
16-17.
Bingó
Styrktarfélag Dyngjunnar heldur bingó í
Stapa, sunnudaginn 17. maí kl. 14. Úrval
góðra vinninga.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
ELÍN HELGA' GUÐRIÐUR
eftir Þórunni Sigurðardóttur
Fös. 15.5, kl. 20, lau. 16.5 kl. 20, örfá sæti
laus, fös. 22.5. kl. 20.
EMIL
í KATTHOLTI
ettir Astrid Lindgren
Sun. 17.5. kl. 14, örtá sæti laus, og kl. 17,
örfá sæti laus, lau. 23.5. kl. 14 og kl. 17,
sun. 24.5. kl. 14 og kl. 17, fim. 28.5. kl. 14,
sun.31.5.kl.14ogkl.17.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
MIÐAR Á EMIL í KATTHOLTISÆKIST
VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR
ÖÐRUM.
LITLA SVIÐIÐ
í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR,
LINDARGÖTU 7
KÆRA JELENA
eftir Ljudmilu Razumovskaju.
fim. 14.5. kl. 20.30, uppselt.
Uppselt er á allar sýningar
tilogmeð sun.31.5.
EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM í
SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR
ÁKÆRUJELENU
SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU
ELLA SELDIR ÖÐRUM.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ
Genglð inn frá Lindargötu
ÉG HEITIÍSBJÖRG,
ÉG ER LJÓN
ettir Vigdísi Grímsdóttir.
Fim. 14.5. kl. 20.30, sun. 17.5. kl. 20.30,
mið. 20.5. kl. 20.30, lau. 23.5. kl. 20.30, sun.
24.5. kl. 20.30.
SYNINGUM FER FÆKK-
ANDIOG LÝKUR í VOR.
EKKIER UNNT AÐ HLEYPA
GESTUM INN í SALINN
EFTIR AÐ SÝNING HEFST.
MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU
FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐR-
UM.
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla
daga nema mánudaga og fram að
sýningum sýningardagana. Auk þess
ertekiö á móti pöntunum i sima frá
kl. 10 alla virka daga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
GRÆNA LÍNAN 99-6160.
HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRI HAFI
SAMBANDÍSÍMA11204.
LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ:
ÓSÓTTAR PANTANIR
SELJAST DAGLEGA.
MD
LEIKHÚSIÐ
í Tunglinu (riýja bíói)
DANNI
OG DJÚPSÆVIÐ BLÁA
eftir John Patrick Shanley
í leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar
4. sýning fimmtud. 14. mai kl. 21.
5. sýning sunnud. 17. mai kl. 21.
6. sýning laugard. 23. mai kl. 21.
Mlðaverðkr. 1200.
Mlðapantanir i sima 27333.
Miöasala opin sýningardagana frá kl. 19.
Miðasala er einnlg i veitingahúsinu, Lauga-
vegl 22.
LEIKHÚSTILBOÐ Á PÍSA
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Aj
:qa *
Sími680680
ÞRUGUR REIÐINNAR
Byggt á sögu
JOHNS STEINBECK
Leikgerð: FRANK GALATI
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.
Fimmtud. 14. mai. UppselL
Föstud. 15. maí. UppselL
Laugard. 16. mai. Uppselt.
Sunnud. 17. mai. Fáein sæli laus.
Þriðjud. 19 mai. Uppselt.
Fimmtud. 21. mai. Uppselt.
Föstud. 22. mai. Uppselt.
Laugard. 23. mai. Uppselt.
Sunnud. 24. mai.
Þriðjud. 26 mai. Fáein sæti laus.
Miðvikud. 27. maí.
Fimmtud. 28. mai. Uppselt.
Föstud. 29. maí. Uppselt.
Laugard. 30. mai. Uppselt.
Sunnud. 31. mai.
Þriðjud. 2. júní.
Miövikud. 3. júni.
Föstud. 5. júni. Uppselt.
Laugard. 6. júni. Úppselt.
Miðvikud. 10. júní.
Fimmtud. 11.júní.
ATH. SÝNINGUM LÝKUR 20. JÚNÍ NK.
MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR
SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖDRUM.
OPERUSMIÐJAN
sýnir i samvinnu
við Leikfélag Reykjavikur:
LA BOHEME
eftir Giacomo Puccini.
í kvöld, 13. mai. Uppselt.
Miðvikud. 20. mai. Fáein sæti laus.
Allra síðasta sýnlng.
SIGRUN ASTROS
ettir Willy Russell.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.
Föstud. 15. mai. Uppselt.
Laugard. 16. mai.
Föstud. 22. mai.
Laugard. 23. mai.
ATH. AÐEINS10 SÝNINGAR.
Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20
nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir i sima alla virka daga
frákl. 10-12.
Sími 680680.
Faxnúmer: 680383.
Leikhúslinan 99-1015.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavikur.
Borgarieikhús.
Leikfélag Akureyrar
Islandsklukkan
eftir Halldór Laxness
Fimmtud. 14. maí kl. 20.30.
Föstud. 15. maí kl. 20.30.
Laugard. 16. mai kl. 20.30.
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Miðasala er i Samkomuhúsinu, Hafnar-
stræti 57. Miðasalan er opin alla virka daga
kl. 14-18 og sýnlngardaga fram að sýn-
fngu. Símsvari allan sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Simi i mlðasölu: (96) 24073.
iiæ
IFERÐAR
BLIND
HÆflA
■ mlmu BBBi mIumferðar