Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Side 9
FÖSTUDAGUR 15..MAI 1992. 9 DV Utlönd í SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: Breska kóngafólkið ^ 99-6272 nýtur lítils álits g DV síminn *2sa talandi dæmi um þjónustu! Bretar eru orðnir þreyttir á kon- ungsfjölskyldunni, finnst hún fá allt of há laun og vera úr öllum tengslum við þegna sína. Þetta eru niðurstöður skoðana- könnunar Gallups fyrir breska ríkis- útvarpið, BBC, sem bresk dagblöð sögðu frá í morgun. Þar kemur fram að vinsældir fjölskyldunnar í Buck- inghamhöll hafa aldrei verið minni og eiga hjónabandserfiðleikar kóngafólksins þar nokkra sök á. Dagblaðið Daily Mail, sem styður konungdæmið dyggilega, kallaði úr- shtin „einhverja mestu fordæmingu á Windsorfjölskyldunni sem nokkru sinni hefur komið fram.“ Úrsht könnunarinnar verða kynnt í heild sinni í heimildarmynd sem sýnd veröur í breska sjónvarpinu í kvöld og heitir „Konunglega sápu- óperan“. Þáttagerðarmennimir sögðu að skoðanakönnunin sýndi að flestir teldu að of margir úr konungsfjöl- skyldunni fengju peninga frá ríkinu og að jafnvel sjálf Ehsabet drottning fengi of há laun. Sextíu og tvö prósent aðspurðra sögðu að lögskilnaður Önnu prins- essu, einu dóttur drottningarinnar, og skilnaður Andrews og Söru Ferguson að borði og sæng hefði skemmt mikið fyrir fjölskyld- unni. Rétt rúmur helmingur aðspurðra, eða 51 prósent, taldi ekki að fjöl- skylduhf konungsijöldyldunnar vaeri tíl fyrirmyndar. Á sama tíma og niðurstöður könn- unarinnar voru birtar voru bresku blöðin fuh af fréttum um hjónaband þeirra Karls og Díönu. Þau eru bæði í heimsókn í útlöndum, sitt í hvoru landinu, og ætla ekki að fljúga heim í sömu vél eins og búist var við. Augnalaus bömfæðast íFinnmörku Þrjár konur i héruðum Sama i Finnmörku í Noröur-Noregi hafa fætt augnalaus börn á undan- förnum þremur árum. Foreldr- amir óttast að orsakanna sé að leita í kjarnorkumengun sem berst úr austri. Visindamenn vísa því hins vegar á bug. Á sjúkrahúsinu i Tromsö hafa einnig fæðst þijú slík börn frá árinu 1982. Læknir þar segir þetta ekkert nýtt. Það hafl hins vegar ekki gerst áður að jafn mörg börn hafi fæðst meö þennan galla á jafn stuttum tíma og á ákveðnu land- svæði. Hann telur orsakanna að leita í erfðagöllura fjölskyldn- anna sjálfra en ekki i kjarnorku- mengun. NTB Díana prinsessa virðir fyrir sér hrútshöfuð sem henni var fært að gjöf í Karmakhofi í Lúxor á Egyptalandi þar sem hún er í heimsókn. Símamynd Reuter Prinsinn er í Tyrklandi en prinsess- an í Egyptalandi. Þá segir Dahy Express frá því að Fergie ætli að yfirgefa búgarðinn sem hún deilir með Andrew um helg- ina. Reuter Halógenlampar auka hættu á húðkrabba Útfjólubláir geislar frá halóg- enlömpum auka hættuna á húð- krabbameini hjá fólki sem hefur við- kvæma húð. Með því að setja sér- staka skerma á lampana má koma í veg fyrir þessa auknu hættu, segir í skýrslu Hans Christian Wulf, húðs- érfræðings á danska ríkisspítalan- um. Á Bretlandi hafa farið fram rann- sóknir á ýmsum tegundum halógen- lampa eftir að margir fengu húðroða við að vinna í ljósi frá lömpunum. Bresku rannsóknirnar sýndu að þeir sem unnu daglega við ljós frá halóg- enlömpum urðu fyrir 200-1000 MED, sem er mælieining fyrir útfjólubláa geislun. Venjulegur Breti verður fyr- ir 200-400 MED frá sólarljósi á ári. „Þegar áhrif sólarinnar eru næg th að valda húðkrabbameini hjá fólki með sérstaklega viðkvæma húð verða þeir sem vinna við halógenljós fyrir óviðunandi geislun þar til við- bótar. Þess vegna fórum við að rann- saka halógenlampana og einnig th að kanna hvort hhfðarskermar gætu eytt útfjólubláu geisluninni," sagði Hans Christian Wulf. Við rannsóknina var ljósi frá ha- lógenlömpum beint að músum og í Ijós kom að þær sem voru undir lömpum sem ekki voru með hlífðar- skermi fengu krabbamein. Hættan á krabbameini minnkaði hins vegar th muna hjá þeim sem voru undir lömp- um með hlífðarskermum. Wulf sagði þó að ekki stafaði nein raunveruleg hætta af notkun halóg- enlampa til venjulegrar heimhislýs- ingar. Ritzau HÚSGAGNAÚTSALA Opið virka daga 16-18 laugardaga 10-14 IHF VISA ^^HUsreAj^MLji SMIÐJUVEGI 30, KÓPAVOGI EURO SPURNINGR5EÐILL Lb y FHNTR 0G BVLGJUNNRR 1122. maí Leikurinn byggist á því að flutt er brot úr alþekktu ðægurlagi se'm allir eiga að þekkja. Lagið sem leikið er tjallar á einhvern hátt um ákveðinn iilut, atvik, persónu eða aðgerð sem hægt er að þekkja á þeim myndum sem birtast hér að neðan. Myndirnar eru merktar A, B og G og merkja þátttakendur við þann bókstal er þeir telja að standi fyrir rétt lag. Fylla verður út svörin á svarseðlinum sem birtur var í upphafi leiksins, þann 9. maí. Þegar öllum spurningunum hefur verið svarað þá þarf að koma þeim svarseðli til Bylgjunnar, tryggilega merktum þátttakanda. S: Merkið réttan bókstaf inn á svarseðilinn Ekki senda þennan seðil, heldur svarseðilinn sem birtist í DV þann 9. maí. Bíðið með að senda ínn svarseðílinn þar til öll lögin hafa verið flutt. Dregið verður úr réttum svörum þann 1., 2., 3. og 4. júní á Bylgjunni. í hvert skiptl verður dregið um 15 BAUER LÍNUSKAUTA. Svarseðill birtist aftur á morgun, 16. maí. Fanta -gott appelsm 989 UMÉV9FMH GOTT ÖTVARP!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.