Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992. Afmæli Ólafur Jóhannesson Ólafur Jóhannesson frá Svínhóli, til heimilis að Hátúni 10 A, Reykja- vík, er áttræður í dag. Starfsferill Ólafur fæddist að Hafþórsstöðum í Norðurárdal en fluttist þaðan sex ára með foreldrum sínum að Svín- hóli í Miðdölum í Dalasýslu þar sem hann ólst upp við öll almenn sveita- störf í foreldrahúsum og átti heima fram á fullorðinsár. Ólafur var við nám í alþýðuskól- anum í Reykholti og er búfræöingur frá Hvanneyri en þaðan lauk hann prófi 1942. Hann var um tveggja ára skeið kennari ásamt föður sínum við farskóla sveitarinnar. Á sínum yngri árum vann Ólafur við bú foreldra sinna. Hann keypti jörðina af föður sínum 1944 og stundaði þar búskap næstu árin. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1952 þar sem hann hefur lengst af búið síðan, að undanskildum nokkr- um árum sem hann var búsettur í Mosfellsbæ en þar starfaði hann við Kaupfélagið. Ólafur var svo lengi lagermaður og bílstjóri við iðnaðar- deild SÍS, auk þess sem hann hefur starfað við smíðar og fleira. Fjölskylda Systkini Ólafs: Guðný, f. 24.5.1907, nú látin, átti Benedikt Þórarinsson í Stóraskógi í Dölum; Guð'ojörg, f. 19.6.1908, d. 23.8.1909; Guðbjörg, f. 10.8.1913, nú látin, ljósmóðir í Hrútaflrði, átti Pétur Matthíasson; Helgi, f. 11.10.1916, lengi gjaldkeri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur; Jón, f. 6.10.1918, veitingamaður í Reykjavík; Ragnheiður, f. 30.12. 1919, átti Harald Sigfússon, bifreiða- stjóra í Reykjavík; Óskar, f. 30.12. 1921, b. á Svínhóli; Kristín, f. 11.3. 1927, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ólafs: Jóhannes Ólafs- son, f. 11.7.1885, d. 24.2.1950, b. og kennari á Hafþórsstööum í Norður- árdal og á Svínhóli í Miðdölum, og kona hans, Halldóra Helgadóttir, f. 10.1.1885, d. 25.8.1956, húsfreyja. Ætt Jóhannes var sonur Ólafs, b. á Vatni í Haukadal og í Stóraskógi, Jóhannessonar, b. á Vatni og í Skriðukoti, Jóhannessonar. Móðir Ólafs var Kristín Hallsdóttir. Móðir Jóhannesar var Guðbjörg Þorvarð- ardóttir, hreppstjóra á Leikskálum, Bergþórssonar, b. á Leikskálum, Þorvarðarsonar. Móðir Þorvarðar hreppstjóra var Björg Hallsdóttir. Móðir Guðbjargar var Kristín Jón- asdóttir á Innra-Leiti á Skógar- strönd Þorsteinssonar. Olafur Jóhannesson. Halldóra var systir Finnboga í Hítardal. Halldóra var dóttir Helga frá Mel í Hraunhreppi Helgasonar og Guðrúnar Hannesdóttur. Ólafur er að heiman á afmælisdag- inn. Ragnheiður Svanlaugsdóttir Ragnheiöur Svanlaugsdóttir hjúkrunarkona, Sólheimum23, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ragnheiður er fædd að Syðri- Bægisá í Öxnadal í Eyjafirði og ólst upp á þeim slóðum og á Akureyri. Hún stundaði nám í Köng lýðháskó- lanum á Fjóni árið 1929, í garðyrkju- skólanum í Odense 1930, í Hjúkrun- arskóla íslands 1931-34 og var við framhaldsnám í röntgen- og skurð- stofuhjúkrun við sjúkrahúsið í Birmingham 1936-37. Ragnheiður starfaði á Landspítal- anum 1934-36 og síðan á röntgen- og handlæknisdeild spítalans til árs- loka 1942. Hún hóf störf að nýju 1960 og vann við hjúkrun til áttræðisald- urs og var síðustu árin á Hvítaband- inu. Fjölskylda Ragnheiöur giftist 7.11.1942 Sveini Hallgrímssyni, f. 24.9.1897, d. 17.11. 1982, verkstjóra hjá Kassagerð Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Hailgrímur Brynjólfsson bóndi og Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja en þau bjuggu á Felli í Mýrdal. Ragnheiður og Sveinn eignuðust tvo syni. Þeir eru: Þórarinn, f. 11.11. 1943, yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspítalans, kvæntur Hildi Bern- höft fulltrúa, þau eiga þrjár dætur, Hildi Eddu, f. 18.12.1963, nema í dýralækningum í Kaupmannahöfn, maki Guðmundur Pétursson, nemi í vélatæknifræði, sonur þeirra er Sveinn Flóki, f. 2.7.1989, Ragnheiði Ingu, f. 17.10.1968, nema í efnaverk- fræði í Kaupmannahöfn, maki Ólaf- ur Pétur Pálsson, vélaverkfræðing- ur, dóttir þeirra er Helga Kristín, f. 26.11.1990, og Brynju Kristínu, f. 10.11.1973, menntaskólanema; Svanlaugur Hallgrímur, f. 25.1.1947, byggingatæknifræðingur, kvæntur Freyju Guðlaugsdóttur fóstru, þau eiga þrjú böm, Jón Gunnar, f. 10.7. 1966, blikksmið, dóttir hans er Krist- ín Bára, f. 28.1.1988, Ragnar Svein, f. 3.2.1970, nema í prentiðn, og Hrafnhildi, f. 14.6.1983. Ragnheiður eignaðist íjórtán systkini en sex eru látin. Foreldrar Ragnheiðar voru Svan- laugur Jónasson, f. 4.11.1882, d. 15.10.1946, bóndi og síðar verkstjóri á Akureyri, og Rósa Þorsteinsdóttir, f. 23.11.1882, d. 20.2.1957, húsfreyja, en þau bjuggu að Bægisá, Varma- Ragnheiður Svanlaugsdóttir. vatnshólum, Þverá og á Akureyri frá 1920. Ætt Svanlaugur var sonur Jónasar Jónssonar og Sigurlaugar Svan- laugsdóttur en þau bjuggu að Varmavatnshólum í Öxnadal. Rósa var dóttir Þorsteins Jónas- sonar og Ragnheiðar Friðriku Jóns- dóttur en þau bjuggu að Engimýri í Öxnadal. Ragnheiður tekur á móti gestum á heimili sínu í dag kl. 15-19. Gestur Kristjánsson Gestur Kristjánsson, vélstjóri og verkstjóri í pökkunardeild Morg- unblaðsins, Álfhólsvegi 113, Kópa- vogi, er fertugur í dag. Starfsferill Gestur er fæddur í Reykjavík en ólst upp að Hjarðarbóli í Ölfusi. Hann gekk í barna- og gagnfræða- skóla í Hveragerði, lauk prófi úr síðamefnda skólanum árið 1969. Gestur lauk námi frá Vélskóla ís- lands 1973 og sveinsprófi í vélvirkj- un hjá Eimskipafélagi íslands 1982. Gestur vann almenn sveitastörf á sumrin sem unglingur, hjá Meitlin- um í Þorlákshöfn 1973-76, á skipum Eimskipafélags íslands 1976-86 og hefur verið verkstjóri í pökkunar- deild Morgunblaðsins frá þeim tíma. Gestur starfaði með Lions- klúbbnum í Þorlákshöfn 1975-77 og hefur starfað með Ferðafélagi ís- Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 63 2700 lands frá 1987 og á þar sæti í ferða- nefnd. Fjölskylda Gestur kvæntist 21.4.1973 Krist- laugu Karlsdóttur, f. 1.8.1948, starfsmanni á leikskóla. Foreldrar hennar era Karl Eiríksson, fyrrum bóndi, og Anna Ólafsdóttir hús- freyja. Þau bjuggu að Öxl í Breiðu- víkurhreppi en er nú búsett að Gilj- aseli 5 í Reykjavík. Böm Gests og Kristlaugar: Anna Dóra, f. 8.4.1974, nemi, og ívar, f. 22.5.1979. Kristlaug átti áður Krist- ján Helgason, f. 10.4.1969, sjómann. Systkini Gests: Bjöm, f. 15.10. 1939, veitingabóndi að Efstalandi í Ölfusi, kvæntur Sigríði Svövu Gunnarsdóttur bankastarfsmanni, þau eiga þrjú börn; Kristinn, f. 5.8. 1941, bæjarstjóri á Egilsstöðum, kvæntur Valgerði Gunnarsdóttur kennara, þau eiga þrjú böm; Ás- geir, f. 17.12.1943, bifreiöastjóri, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur, starfsmanni í fjármálaráðuneyt- inu, þau eiga fjögur böm; Loftveig, f. 26.6.1947, starfsmaður á leik- skóla, gift Gunnari Þórissyni, smið, þau eiga flögur böm; Friðrik, f. 17.1.1959, bifreiðastjóri, kvæntur Ólínu Sigurðardóttm-, starfsmanni elliheimilisins í Hveragerði, þau eigaþijúböm. Foreldrar Gests: Kristján Ey- steinsson, f. 29.7.1910, d. 16.2.1967, bóndi, og Halldóra Þórðardóttir, f. 10.6.1918, húsfreyja, en þau bjuggu að Hjarðarbóh í Ölfusi, Halldóra er nú búsett að Stóra-Saurbæ í Ölf- usi. Gestur tekur á móti gestum á heimfli sínu eftir kl. 20.30 í kvöld. Til hamingju með afmælið 15. maí Olevina Kristina Berg, Kleppsvegi 132, Reykjavík. Rauðagerði 33, Reykjavík. Anna EUnorsdóttir, Björk, Skútustaðahreppi. Jóhann Ingyar Guðmundsson, Dverghamri 31, Vestmannaeyjum. 80 ára Helga Ágústsdóttir, Hamragerði 12, Akureyri. JóhannaM. Björgvinsdóttir, Heiðarlundi2a, Akureyri. Páll Sigurðsson, fyrrverandi mjólkurbús- stjóri, Torfunesi, Hlíf 2, ísaflrði, Hanntekurá móti gestrum í dagíHUfai'- salnum kl. 16-19. Bjarni Guðmundsson, Hólabergi 78, Reykjavík. Gréta S. Jónsdóttir, Brekkustíg 33a, Niarðvik. Guðmundur Guðnason, Skeggjagötu 19, Reykjavík. Ásgeir R. Guðmundsson (á afmæli 18.5), Grenigrand 39, Akranesi. Hanntekurá mótigestumí Kiwanishúsinu aöVesturgötu 48áAkranesi laugardaginn l6.maíkL 17-19. 70ára Stefán Helgason, Bústaðavegi 71, Reykjavik. 60 ára GuðmundurH. Sigurðsson, Hallfríður Jónasdóttir, Skeíðarvogi 149, Reykjavfk. Anna Sigrún Böðvarsdóttir, Kögurseli 13, Reykjavík. Gunnlaugur F. Lúthersson, Veisuseli, Hálshreppi. Þóra Steinunn Kristj ánsdóttir Þóra Steinunn Kristjánsdóttir, dyra- og gangavörður við Seljaskóla, Veghúsum 9, Reykjavík, er flmmtug ídag. Starfsferill Þóra Steinunn fæddist á Hofsósi og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Grannskóla Hofsóss. Þóra Steinunn stundaði fiskverk- un og starfaði við ræstingar á sínum yngri áram. Þá starfaði hún tvö ár við verslunarstörf og ræstingar hjá Kaupfélagi Ámesinga á Eyrar- bakka. Hún hefur nú verið dyra- og gangavörður við Seljaskóla í Breið- holti í tólf ár og stundað húsgæslu við Ölduselsskóla sl. sjö sumur. Fjölskylda Þóra Steinunn giftist 26.12.1964 Jóhannesi Eric Konráðssyni, f. 13.11.1937, sendibílstjóra á Sendi- bílastöðinni hf. Hann er sonur Konráðs Þorsteinssonar skólastjóra og Maríu Sigurðardóttur húsmóður. Stjúpmóðir Jóhannesar frá því hann var sjö ára er Sigríður Helga Skúladóttir. Þóra Steinunn og Jóhannes Eric eiga tvo syni. Þeir era Kristján Ólafur Jóhannesson, f. 16.6.1964, nemi í viö- skiptaff æði við HÍ, og Kristinn Mar- geir Jóhannesson, f. 16.5.1971, sendi- Þóra Steinunn Kristjánsdóttir. bílstjóri þjá Sendibílastöðinni hf. Hálfbræður Þóru Steinunnar, sam- mæðra, eru Sigfús Valgarð Stefáns- son, f. 30.5.1929, vélstjóri viö Frysti- hús Útgerðarfélags Skagfiröinga á Hofsósi, kvæntur Fanneyju Björk Björhsdóttur húsmóður og eiga þau tvær dætur; Sveinn Anton Stefáns- son, f. 16.7.1932, d. 12.2.1981, útgerð- armaður í Kópavogi, kvæntur Elínu Þórdísi Gísladóttur húsmóður og varð þeim sjö bama auðið. Foreldrar Þóra Steinunnar voru Kristján Þorsteinsson, bátasmiður á Hofsósi, og Ólöf Soffia Sigfúsdóttir húsmóöir. Þóra Steinunn verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.