Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1992; 11 DV FulHrúaráRðó- ráðstefnunniéta áslggat Fulltrúar á umhverfísráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Ríó hafa sannarlega látið kokkana í ráö- stetnuhöllinni vinna fyrir kaup- inu sínu. Á einni viku hafa sendi- mennirnir skóflað í sig sex tonn- um af kjöti, einu tonni af fiski, rúmlega eitt hundrað kilóum af súkkulaöi og um fimm hundruð lítrum af tjómais. Heilsufarið hefur líka látið á sjá eftir allt þetta át og hefur verið mikil örtröð á heilsugaeslustöðv- um ráðsteftiuhallarinnar. Al- gengasti kvillinn fyrstu sex daga ráðstefnunnar var náttúrlega meltingartruflanir. Hraðaksturá myndbandi kom ökuþórikoll Japanskur ökuþór, sem dásam- aöi kraftinn í ítölskum sportbíl með því að aka honum á þreföld- um leyfilegum hraða fyrir aug- lýsingarayndband, á nú yfir höföi sér málshöföun, einu ári eftir aksturinn. Lögreglan telur að ökuþórinn, Toru Kiríkae, hafi ekið á 300 km hraða á hraöbraut þar sem hámarkshraðinn er 100 km á klukkustund. Kirikae, sem er bílasali að at- vinnu, lét taka aksturinn upp á myndband og var það gefið út undir árslok 1990. Lögreglan rannsakaði mynd- bandið í heilt ár áður en hún lét til skarar skríða gegn Kirikae. Stuðninguríra við Maastrichtá hraðri niðurleið Stuðningur írskra kjósenda við Maastricht-samkomulagið um pólitíska einingu Evrópubanda- Jagsins hefur dalað til mikilla muna að undanfömu og nærri þriöjungur landsmanna hefur enn ekki gert upp hug sinn, að- eins átta dögum fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um samkomulag- ið, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. í könnun blaðsins Irish Times voru 47 prósent aðspurðra fylgj- andi Maastricht, 23 prósent voru á móti og 30 prósent höfðu ekki myndað sér skoðun. Fylgismönnum Maastricht hef- ur fækkað mjög frá því í síðasta mánuði þegar þeir voru sex sinn- um fleiri en andstæðingamir. Niðurstöður könnunarinnar í gær eru mikið áfall fyrir Reyn- olds forsætisráöherra. Hann hef- ur sætt gagnrýni fyrir kosninga- baráttu sína fyrir samþykkt sam- komulagsins. Hann er nú í Ríó og kemur ekki heim fyrr en þremur dögum fyrir kjördag. Bretarredduðu töframanninum frá Kristskirkju Bretar komu „töframanninum frá Kristskirkiu“ til bjargar í gær þegar þeir létu hann fá breskt vegabréf svo hann kæmist til Ástralíu. . Töframaðurinn er 59 ára gam- all Breti og heitir Ian Bracken- bury-Channell. Hann neitar að fylla út opinber plögg og ferðast um raeð heimatilbúið nafnskir- teini sem Ástraiir neituðu að við- urkenna. Töframaðurinn er ein helsta skemmtun ferðamanna í Christc- hurch þar sem haim úthúðar hvers kyns skriflinnum, auk jtess sem hann sver drottningu holl- ustueiöa. Hann er að sjáifsögðu meö galdrahatt og mikið skegg. . Heuter Utlönd Bretland: Sprenging nálægt þinginu Engan sakaði þegar sprengja sprakk nálægt þinghúsi Breta seint í gærkvöldi. Stjómmálamenn saka írska lýðveldisherinn um verknað- inn. Töluverðar skemmdir urðu á versl- unarhúsnæði í grennd við þinghúsið og lögregla segir mestu mildi að ekki urðu slys á fólki þar sem nokkur umferð var um götuna rétt áður en sprengjan sprakk laust fyrir mið- nætti. írski lýðveldisherinn hefur staðið á bak við margar aðgerðir upp á síð- kastið. Svo virðist sem takmarkið nú sé að taka Lundúnabúa á taugum en margar sprengjur hafa fundist upp á síðkastið á víð og dreif um borgina. Fyrrum írlandsmálaráðherra, Pet- er Bottomley, sakaði IRA um sprengjutilræðið en þeir hafa ekki ennþá lýst ábyrgð á hendur sér. Reuter Hryðjuverkalögreglan í London skoðar vegsummerki eftir sprenginguna í nótt. hundasekta Franska kvikmyndaleikkonan og dýravinurinn Brigitte Bardot sendi Jacques Chirac, borgar* stjóra Parisar, skammarbréf í gær vegna þeirrar ákvörðunar hans að sekta hundaeigendur ef dýr þeirra gera stykki sín á gang- stéttir borgarinnar. Bardot sagöi að þetta væru hreinar árásir á hundaeigendur á meðan ekkert væri gert til aö auðvelda hmrdum í París lifið. Um sextíu hákarlar sluppu úr sædýrasafhi á Kyrrahafseyjunni Tahítí í slæmu veðri fyrir stuttu og hafast nú viö í lóni við eyjuna. í hópnum er m.a. ein mannæta. Verðlaunum hefur verið heitið fyrir að koma með hákarlana lif- andiaölandi. Reuter Júgóslavía: Skotið á eftirlitsnefnd SÞ Skotið var á eftirhtsnefnd Samein- uðu þjóðanna nálægt Sarajevo, höf- uðborg Bosníu, í gær. Franskur her- maður slasaðist lítillega í árásinni. Eftirlitsnefndin var á leiö sinni frá Belgrad til Sarajevo til að hitta frið- argæslusveit frá Sameinuðu þjóðun- um sem ætlað er að ná tökum á flug- vellinum í Sarajevo svo hægt sé að senda vörur og hjálpargögn til borg- arinnar. Fylkingarnar tvær í Bos- níu-Herzegóvínu, Serbar og íslamar og Króatar hafa báðar neitað aðild að verknaðinum. Eftirhtsnefndin mun reyna að komast inn í Sarajevo á nýjan leik í dag. Washington Post greinir frá því í dag að Bandaríkjastjóm sé að velta þeim möguleika fyrir sér að nota hersveitir sínar til vemdar friðar- gæslusveitum Sameinuðu þjóðanna á meðan verið sé að ná tökum á flug- velUnum. Reuter Þéttikítti á næstum hvað sem er. Má bera beint á raka og fitusmitaöa fleti. íslensk lesning á umbúöum. Útsölustaöir: Byggingavöruverslanir, kaupfélðg og SHELL-stöövar í Reykjavík. N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING N0TA9H mm Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERDI ÍMl Mazda 626 GLX 2000, hlaðbakur, ’87, sjálfsk., 5 d., hvitur, ek. 94 Þús. km. Verö kr. 480.000 stgr. Toyota Corolla 1300 ’87, sedan, 4 gíra, 4ra d., grár, ek. 80 Þús. km. Verö kr. 350.000 stgr. Peugeot 205, viröisaukabíll, '90, beinsk., 3ja d., hvítur, ek. 50 Þús. km. Verð kr. 310.000 *vsk. MMC Sapporo 2400i '88, sjálfsk., 4ra d., MMC Lancer GLX 4x4 1800 ’88, station, MMC Pajero stuttur 2600, ’86, 5 g., 3ja hvitur, álfelgur ABS o.fl., ek. 71. þús km. 5 d., 5 g., hvitur, ek. 60 þús. km. Verð d., gylltur, ek. 84 þús. km. Verð kr. Verð kr. 890.000 stgr. kr. 750.000 stgr. 750.000 stgr. i Wjlfe §W‘ vfHflm B YG G I R i \ TRAUSTI HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14 N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.