Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1992. 15 Enn kúvendir Hafró „Það skiptir engu máli hvaða niður- stöður Alþjóðahafrannsóknaráðið fær varðandi stærð íslenska þorskstofnsins á meðan ótal spurningarmerki eru við þær aðferðir sem notaðar eru til að ná 1 þær stærðir sem niðurstöðum ráða.“ „Það skortir í dag bæði efnahagsleg og visindaleg rök til þess að taka upp niðurskurð i veiðum á þorski," segir m.a. í grein Reynis. Hafrannsóknastofnun hefur enn einu sinni kúvent í áliti sínu á stofnstærð einstakra fiskistofna. Fyrr á árinu skiptu þeir um skoðun varðandi loðnustofninn sem þeir höfðu metið í eða við hrun. Nú ber- ast þau válegu tíðindi frá útlönd- um, nánar tiltekið frá Alþjóða- hafrannsóknaráðinu, að þorskur á íslandsmiðum sé í útrýmingar- hættu. Þetta álit útlendinganna byggist að sjálfsögðu á niðurstöðum rann- sókna hinnar íslensku Hafró og ætti því ekki að koma á óvart þar sem ætla skyldi að vfsindamenn á Hafró hafi greint blikur á lofti áður en skelfingin dundi endanlega yfir. Reyndar læðist að manni sá grunur aö klókindi ráði því að leitað er umsagnar þessara aðila og þeir látnir reikna dæmi þar sem niður- stöðumar hljóta að verða í sam- ræmi við þær upplýsingar sem lagðar era til grundvallar útreikn- ingum. Togararallið vegur þungt í matinu Það er ástæða til að fara yfir þá þætti sem ráða mati Hafró á stofn- stærð þorsks. Svokallað togararall vegur þungt í þessu mati, það fer þannig fram að ákveðinn fjöldi tog- ara fer á fyrirfram ákveðnar tog- slóðir á sama tíma árlega. Mikil gagnrýni hefur réttilega komið fram á þessa aðferð við stofnmæl- ingar. í togararaliinu er gengið út frá því sem vísu að þorskurinn fylgi ár eftir ár nákvæmlega sama ferli. Enginn sveigjanleiki er í þessari aðferð, alltaf er borið niður á ná- kvæmlega sömu stöðunum, ekki er tekið tillit til breytilegs hita sjávar, veðurfars, ætis eða annarra þátta sem spila inn á atferh þorsksins. Allir sjómenn þekkja það að ekki er á vísan að róa þegar leitað er fisks. Það sem af er þessu ári hefur þorskur t.d. í sáralitlum mæh veiðst á djúpslóð, aftur á móti mok- fiskuðu netabátar á grunnslóð. Ef KjaHaiinn Reynir Traustason stýrimaður á b/v Sléttanesi ÍS aflabrögð og sókn þeirra yrðu lögð til grundvallar stofnstærðinni fengist trúlega aUt önnur og betri útkoma hvort sem útreikningar færu fram heima eða á reiknistof- um erlendis. Hafró byggir einnig á afla á tog- tíma hjá úrtaki togara sem reglu- lega skila inn veiðiskýrslum. Sú aðferð er öllu skynsamlegri en þó gleymist að taka tiUit tU þátta sem áhrif hafa á sóknargetu og árangur skipanna við veiðamar. Ef síðasti vetur er tekinn sem dæmi var tog- araflotinn á Vestfjarðamiðum meira og minna frá veiðum vegna fádæma ótíðar, brælan setti svo mark sitt á sóknina þannig að ár- angur varð minni en efni stóðu til. Hafró vekur geðshræringu Enn einn þáttur í stofnmati er seiðarannsóknirnar. Þar er ástæða til að spyrja hvort möguleiki sé tíl þess að mæUngar á þessari uppvax- andi kynslóö þorska geti brugðist. Vitað er að a.m.k. einu sinm týndu þeir öUum seiðunum og gáfu út „svarta skýrslu" af því tUefni. Seinna fundust svo seiðin norður í hafi og jafnvægi komst á þjóðarsál- ina. Það er nauðsynlegt að fara vand- lega ofan í þá aðferðafræði sem Hafró notar við stofnmælingar. Kjarni málsins er nefnUega sá að forsendumar verða að vera réttar. Það skiptir engu máU hvaða niður- stöður Alþjóðahafrannsóknaráðið fær varðandi stærð íslenska þorsk- stofnsins á meðan ótal spumingar- merki em við þær aðferðir sem notaðar em til að ná í þær stærðir sem niðurstöðum ráða. Hafró hefur áður vakið með þjóðinni ótrúlega geðshræringu með Utt ígmnduðum tiUögum. Hafró virðist því miður hafa tam- ið sér siði stráksins sem kaUaði sí- feUt „úlfur, úlfur“. Sá siður er sér- staklega slæmur í ljósi þess hve gífurleg áhrif stofnunin hefur á kjör fólks með tiUögum sínum. Það er orðið tímabært að menn þar á bæ taki upp nákvæma naflaskoð- un, þeir mættu gjaman hafa það að leiðarljósi að sameina reynslu veiðimanna visku sinni. Það skortir í dag bæði efnahags- leg og vísindaleg rök tU þess að taka upp niðurskurð í veiðum á þorski. Það er ekki þar með sagt að þorskstofninn sé ekki í lægð en þorskurinn er ekki torfufiskur eins og sUd og loðna. Verði samdráttur í þorskstofninum gerist það sjálf- krafa að veiði dregst saman. Málið er aUs ekki svo einfalt að menn elti uppi síðasta þorskinn og drepi eins og margir vilja vera láta. Efnahagslega er hvorki fólk né fyr- irtæki undir það búið að taka við þeirri skerðingu sem miklum sam- drætti í þorskveiðum fylgja. Því er ástæða tíl að rasa ekki um ráð fram. Reynir Traustason Því ekki styrki til námsmanna? Nýlega er afstaðinn mikiU styr um ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Sjóður þessi hefir reynst ríkissjóði þungur baggi sem löggjafinn hefir jafnvel ekki treyst sér að horfast í augu við og er laga- breytingu þessari ætlað að létta þennan bagga. - Lagabreyting þessi hefir verið gagnrýnd fyrir það að með henni verði efnalitlu náms- fólki eða þeim, sem ekki eiga efn- aða að, torveldað að stunda há- skólanám. Hvað sem því Uður hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að ákveða hvað þjóðfélagið sé fært um að leggja mikla flármuni til stuðnings námsmönnum. Jafnframt hlýtur löggjafinn að leggja áherslu á það aö þeir fjármunir komi að sem mestum notum. Með frumvarpinu um lánasjóð- inn var birt fylgiskjal með upplýs- ingum um það hvemig þessum málum sé háttað annars staðar á Norðurlöndunum. Þar kemur í ljós að þó nokkur munur sé á þessum málum frá einu landi tíl annars er kerfið þar í aðalatriðum eins en töluvert frábmgðið okkar kerfi, sem innleitt var með lögum um Lánasjóð stúdenta 1952, sem breytt var í Lánasjóð íslenskra náms- manna 1961, en lánasjóðurinn var KjaJIaiinn Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur Samkvæmt kerfinu annars stað- ar á Norðurlöndunum er alls stað- ar gert ráð fyrir styrkjum tíl náms- manna. Lán til námsmanna eru aUs staðar með nokkrum vöxtum á námstíma nema í Noregi og 8,30%- 11,50% vöxtum á endurgreiðslu- tíma lánanna. Á móti kemur aö lánin em óverðtryggð. Refsing fyrir dugnað íslensk löggjöf er einatt sniðin eftir löggjöf á hinum Norðurlönd- unum en af einhverjum ástæðum virðist það ekki gUda um lög um stuðning við námsmenn og er ekki að sjá að hin nýju lög um lánsjóð- inn breyti þar miklu. Það sem menn hafa mest sett fyrir sig í hin- um nýju lögum er ákvæði 1. mgr. 6 gr. þess efnis að námslán skuh skólasókn og námsárangur. Búast má við því að þetta ákvæði verði sumum námsmönnum að ásteytingarsteiili þótt ekkert sé upp á þá að ldaga hvað námsárangur varðar. Ákvæði þessu mun ætlað að stuðla að aukinni ástundun í námi og auk þess að koma í veg fyrir að námsmenn, sem vinna með -námi eða í námsleyfum, geti fengið hærra námslán en þeir eiga rétt á með því að áætla tekjur sínar lægri en þær reynast í raun. Væm vextir hækkaðir á náms- lánum myndu námsmenn síður sækjast eftir því að taka hærri námslán en þeir gætu komist af með svo þetta vandamál myndi væntanlega leysast af sjálfu sér. Auk þess er langsótt að refsa fólki fyrir dugnað við að vinna fyrir sér. Hærri vexti af námslánum mætti svo bæta upp með styrkjum til þeirra námsmanna sem teldust sýna fullnægjandi ástundun og ár- angur í námi. Þannig yrði í lagi að veita náms- mönnum lán þó þeir hefðu ekki skilað tilskildu vottorði, þótt þeir fengju ekki styrk fyrr en þeir hefðu lagt það fram. Breytt í styrki? Eitt af því sem er sérstakt fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna er það hve hann ívilnar bamafólki mikið. Shk ívilnun virðist ekki vera fyrir hendi í Danmörku og Svíþjóð en hins vegar vera nokkur í Noregi og Finnlandi. Þó íslenska kerfinu yrði breytt til samræmis við stuðningskerfi hinna Norðurlandaþjóðanna við námsmenn þyrfti það ekki að hafa teljandi áhrif á heildarstuðning hins opinbera við námsmenn né á útgjöld ríkisins til þessa mála- fiokks. - Útfærslan skiptir öllu máh. Hins vegar hlýtur þaö að vera umhugsunarefni af hverju við höf- um ekki fylgt fordæmi hinna Norð- urlandaþjóðanna í þessum efnum. Það má því varpa fram þeirri spumingu hvort ekki sé tímahært að breyta um stefnu og taka upp styrki. Ólafur Stefánsson „Væru vextir hækkaðir á námslánum myndu námsmenn síður sækjast eftir því að taka hærri námslán en þeir gætu komist af með svo þetta vanda- mál myndi væntanlega leysast af sjálfu sér.“ látinn ná tíl íslenskra námsmanna erlendis. aldrei veitt fyrr en námsmaður hefir skilað vottorði um tilskilda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.