Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1992. Spumingin Ert þú fylgjandi einkaskólum? Ólafur Olsen prentari: Nei, ég er ekki fylgjandi þeim. Einkaskólar mis- muna fólki. Þaö hafa ekki allir efni á því að fara í einkaskóla. Katrín Guðmundsdóttir, aðstoðar- maður tannlæknis: Ég hef ekki kynnt mér þá. Mér líst ekki illa á hugmynd- ina. Katrín Einarsdóttir fóstra: Nei, ég held ekki. Einkaskólar leiöa til meiri mismununar í þjóðfélaginu. Oddur Steinþórsson ellilífeyrisþegi: Einkaskólar eru ágætir fyrir þá sem skara fram úr. Kristján Kristjónsson leigubílstjóri: Ég hef ekki hugsað út í það. Ég hef ekkert á móti því að láta þá flakka fyrir þá sem hafa efni á þeim. Georg Bjarnason bassaleikari: Já. Lesendur Listahátíð - H vað er list? Hvað er list? - Almennings að dæma. Frá sýningu Miro á Kjarvalsstöðum. Konráð Friðfinnsson skrifar: Listahátíðin er hafin. Hún hófst óformlega hinn 27. maí með hljóm- leikum stórsveitarinnar Gipsy Kings. Á hátíðinni nú kennir að vepju ýmissa grasa. Margir heims- kirnnir menn munu mæta og flytja okkur bæði ný og sígild verk, þ.á m. tónsmíðar. Fjölmargar aðrar uppákomur verður einnig boðið upp á þykist ég vita. Annað væri líka óafsakanlegt á Lástahátíð. En hvað er list? - í minni vitund er hún fyrst og fremst hugmynd er fæðist hjá einstaklingi er hann færir síðan í ákveðinn búning og kemur síðan á framfæri fyrir augu eða eyru almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða höggmynd, skúlptúr, ell- egar eitthvert annað form er menn kjósa sér. Mín skoðun er sú að list sé fyrir almenning og hans að dæma. Þetta segi ég sökum þess að ýmsir aðilar úti í bæ fást við að koma hug- myndum sínum í einhvers konar form, sem þeir því næst læsa inni í geymslu. Og það gera þeir til að ör- uggt sé aö engir óviðkomandi sjái hvað þeir eru að fást við og geti ekki lagt dóm á handbragðið. En slík verk er ekki hægt að flokka undir list heldur miklu fremur sem fóndur. Þessir menn eru ef til vUI dómharð- astir allra. Hinir eru mér að skapi sem starfa fyrir opnum tjöldum. Um þetta dæmir þó hver fyrir sig. En aftur að Listahátíð. Það sem heillar mig mest að þessu sinni er frumflutningur Hjálmars H. Ragn- arssonar á verki sínu, Rhotymenia Palmata, er hann sarndi við texta eft- ir nóbelsskáld vort, Halldór Laxness. En þessi ópera var flutt við formlega opnun Listahátíðar 3. maí sl. Að vísu heyrði ég aðeins útdrátt úr þessari óperu. Þaö er samt aldrei að vita nema Ríkisútvarpið - nú eða Sjón- varpið - bæti úr því sem mig vantaði í hlustun. Fjögur önnur ný íslensk tónverk verða líka frumflutt á þessari hátíð. Alla vega á gamli barnasöngskóla- kennarinn minn, Jón Ásgeirsson, heiðursmaðurinn sá, það fylhlega skilið að hljóta góðar viðtökur hjá sýningargestum. Ekki áhugi á hippatímabilinu Guðrún og Lilja skrifa: Sumir fjölmiðlar, aðallega ríkis- fjölmiðlamir þó, hafa verið að reyna að vekja áhuga fólks á hippatímabil- inu með því að segja frá því að nú geti fólk farið upp í Arbæ til að skoða myndir og annað „sögulegt" frá þessu dapurlega, og við viijum meina, alræmda tímabili sem varð til þess að veröldin varð öðru vísi en áður. Með tilkomu hippanna fóru ungir menn að láta sér vaxa sítt hár, notk- im fíkniefna varð áberandi og kyn- villa varð áberandi sem aldrei fyrr. Þetta timabil breytti tónlistarsmekk ungs fólks til hins verra. Sígild tón- list skipaði ekki lengur efsta sætið og í stað hennar varð hávaði áber- andi þáttur hvers kyns tónlistar sem komið var á framfæri. Uppreisn og órói varð hlutskipti stórra þjóðfé- lagshópa. Margir foreldrar lentu í þvi að vera útskúfaðir af afkvæmum sín- um, stundum rétt að lokinni ferm- ingu eða svo. Unglingar hlupust að heiman eða vildu reyna samfélags- form af nýjum toga. Allt gildismat breyttist. Ekki er langt síðan þetta tímabil var viö lýði. Nú, svo sem hálfum öðrum eða tveimur áratugum síðar, er fariö að vitna til þessa tímabils sem sögulegs þáttar og Árbæjarsafn hýsir minningarnar. Farið er að ræða við fyrrverandi hippa og spyrja þá hvemig þeim lítist á að vera „komnir á safn“. Að okkar mati er þetta tímabil ekki þess eðhs að það eigi að varðveita í huga fólks. Hippa- tímabhið er liðið sem betur fer. Það var næringarsnautt fyrir huga og þroska fólks og niðurlægjandi fyrir þá sem það þurftu að þola. Vonandi kemur aldrei annað eins tímabh í lífi þjóða. Því má líkja við heimsstyijöld á friðartímum. Alltof þröng bílastæði Bílasiæði þurfa að vera merkt með tvöföldum hliðarlínum að mati bréfritara. Þórður Sigurðsson hringdi: Það er með ólíkindum aö þeir sem sjá um að skipuleggja bUastæði við verslanir, opinbera þjónustustaði og víðar skuh ekki enn skUja að bUa- stæðin við þau eru aUtof þröng. Mérkingar á bflastæðum eru vel þegnar en þær mega ekki vera þann- ig úr garði gerðar að þær séu verri en ógerðar. En þannig eru þær þar sem aUtof mjótt er merkt fyrir stæð- unum. Ég tek dæmi um vel merkt bUa- stæði (það eina sem ég man eftir í svipinn) og svo þau þröngu. í fyrra tUfellinu eru það bílastæðin við Borgarspítalann. Þau eru merkt þannig að vel er hægt að athafna sig við þau á hvaða bU sem er. Þau eru merkt með tvöfaldri línu svo að bU- hurð megi auðveldlega opna þótt bU- ar séu báðum megin við. Hins vegar tek ég dæmi af bílastæðum í Kringl- unni sem eru alltof þröng, bæði að því er varöar hliðarmerkingar og eins stæðin sjálf fyrir innkeyrslu. Þessi bflastæði í Kringlunni eru ekk- ert einsdæmi, ég man bara eför þeim í svipinn því ég var þar mjög nýlega og átti í mestu vandræðum með að komast inn, opna hurðina á bUnum mínum og svo að bakka út úr stæð- inu. Ég veit ekki hvað veldur þessari vaiUiönnun á bUastæðamerkingum hér á landi en veit hins vegar að þetta er ekki plássleysi að kenna. Og ahs ekki utanhúss þar sem bUastæðum er ætlaö rými á annaö borð. Þetta er einhver dauðans meinloka sem hönnuðir ættu að hafa í huga í fram- tíðinni. Þetta getur og valdið því að fólk forðast að koma á bUum sínum þar sem erfitt er að leggja þeim og fer fremur þangað sem það veit að bílastæðin eru þægUegri. Gunnar Guðmundsson Enn er ekki lokið skiptameð- ferö á Álafossi sáluga sem var orðið hlutafélag með styrkri stjóm helstu viðskiptajöfra ís- lensks víðskiptalífs, fyrrverandi ráöherra, stjórnarformanna stór- fyrirtækja og fleiri stórstirna. Ég legg tU að upplýst verði hvernig stóð á því að rflá og bankar létu sukkiö viögangast svona lengi. Lýstar kröfur í þrotabúiö nema rúmum 2 mflljöröum króna, og skattborgarar hafa þurft að punga út mihjónum króna vegna launa og tengdra Aðeins 11 miUjónir nást inn til greiðslu í kröfiir í þrota- búið. - Hvaða menn gátu spUað svona á ríkiö og bankastofnanir? Þaðvarmikið rætt umþaðáður en umhverfisráðstefhan í BrasU- íu hófst aö þar myndu þjóðarleið- togar vekja máls á óhugnanleg- um barnamorðum sem eiga að viögangast í landinu og einkum í höfuðborginni sjálfri. Umhverfis- ráðherrann ísienski lét þau orð falla, að hann rayndi ekkert tæki- færi láta ónotað tU að vekja máls á þessum morðum. Ég hef ennþá hvergi séð þess getið að haim hafi svo núkið sem impraö á þessu í ræöu á ráöstefn- unni. Mér finnst það skjóta skökku við eftir allar yfiríýsing- amar hér heima! ðslenskirverk- takarerlendis Einar Gíslason skrifar. Það er mikið gert úr því þegar ísienskir aðUar ná sambandi eða samningum yið fyrirtæki eða rík- isstjómir rnn framkvæindir er- lendis. Ég minnist samninga Ork- ind um orkumyndunarfram- kvæmdir, og fleiri aðila sem verið hafa i fréttum um þetta efni. En er eftir einhverju að slægjast nema beinum hagsmunum fyrir viðkomandi fyrirtæki? Ég skU vel áhuga íslenskra verktaka á svona fr amkvæmdum eriendis, þetta er fundið fé. Ég held hins vegar aö þjóðarbúið sem shkt græði ckkert á þessu, missi jafnvel skattgreiðslur úr landi, og gjaldeyrir kemur enginn inn í landið. Ragnar skrifan . í lesendabréfi í DV fyrir stuttu var spurt um hvað hefði orðið af hlutabréfum í Sjóefnavinnslunni hf. sem var undirbúningsfélag að að Saltverksmiðjunni sem nú starfar á ReykjanesL Ég er einn þeirra sem geröist hluthafi í und- irbúningsfélaginu og fékk hluta- fjármiða, a,m.k. fyrir árið 1983. - Síðan þá hefi ég ekki heyrt neitt frá undirbúningsfélaginu. Þar sem þetta undirbúningsfé- lag var undanfari Saltvinnslunn- ar á Reykjanesi m.a.s. að frum- kvæði ríkisins er ekki nema von að menn vUji vita eitlhvað nánar um afdrif hlutafjárgreiðslnaima og hvernig þær tengast Salt- vinnslunni núverandi eða náma- réttindum sjóvinnslunnar. skrifar: Situr á okkur íslendingum að dæma aöra fyrir gimmdarverk og Ulvirki? Við lítum sjaldan í eigin barm. Það versta við glæpi hér er það að glæpamönnum sem eru staönir að verki eða játa á sig verknaði er strax sleppt lausum. íslenskir iflvirkjar þótt ungir séu eru ekkert betri en þeír erlendu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.