Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLl 1992.
Fréttir_______________________________________
Suðurfirðir Vestflarða:
Skulda Byggðastofn-
un einn milljarð
- ogfaraverstallraútúrkvótaskerðinguimi
Heildarskuldir skuldunauta Byggðastofnunar
í árslok 1991 í milljónum króna —
(jþting Janðsinsbyggist á hugmyndum
um 25 sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðis.
■--------------- ' ' . ■••rfjgSld
Á rttinu má sjá hversu miklar skuldir einstakra landsvæöa eru viö Byggðastofnun. Út úr þessu má nánast lesa þaö
að þar sem útgerð er mikil eru skuldirnar að sama skapi miklar.
Suöurfirðir Vestflarða, það er Pat-
reksfjörður, Tálknaíjörður og Bíldu-
dalur, skulda Byggðastofnun einni
um einn milljarð króna og eru þar
með meðal skuldseigustu landshlut-
anna. Tveir aðrir landshlutar skulda
ámóta mikið en það eru Eyjaijarðar-
svæðið og nyrðri hluti Vestíjarða,
það er ísaijörður, Bolungarvík,
Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þing-
eyri. Á þessu sést að skuldimar, á
hvem íbúa á Suðurfjörðunum, era
langhæstar og þar era einnig fæst
atvinnufyrirtækin.
íbúar á Suöurfjörðunum skulda
ekki bara Byggðastofnxm meira en
aðrir - heldur horfa þeir líka fram á
meira áfall vegna niðurskuröar í
þorskveiðum en aðrir landsmenn. í
vinnuplaggi, sem DV hefur komist
yfir og notað er við ákvörðun um
afla næsta árs, er útlistað hvemig
hinir einstöku útgerðarstaðir á land-
inu fara út úr niðurskurðinum.
Þar kemur fram að Patreksfirðing-
ar koma til með að verða fyrir mest-
um niðurskurðinum eða 12 prósent-
um umfram landsmeðaltal. Þeir
staðir sem koma næstir era reyndar
báðir á Austurlandi, Seyðisfjörður
með 10,85 prósent og Vopnafjörður
með 10,78 prósent. Þessar tölur liggja
fyrir þrátt fyrir að ekki sé búið að
ákveða hversu mikill samdrátturinn
verður.
Reyndar er þetta ekki allt. Fari
svo, auk þess aö kvótinn verði skor-
inn niður, að tvöföldun á línuafla, í
nóvember til febrúar, verði tekin af
missa Patreksfirðingar einir um
1.200 tonn að auki, það er ef miðað
er við aflareynslu síðasta árs. í afla-
verðmæti er verið að tala um 200
milljónir króna.
Sveitastjómarmenn alls staðar af
Vestfjörðum sátu á löngum fundi á
Bíldudal í gær. Þar vora atvinnumál-
in rædd og í ályktun sem samþykkt
var á fundinum var meðal annars
rætt um að ekki mætti taka af lín-
utvöfoldunina.
Fátt virðist koma í veg fyrir að
Fiskvinnslan á Bíldudal verði lýst
gjaldþrota í dag og eða á morgun í
allra síöasta lagi. Af samræðum við
sveitarstjómarmenn á Suðurfjörð-
um Vestfjarða má marka að þar er
óttast að Bíldudalsmálið sé aöeins
upphafið.
Þrátt fyrir að skuldir fyrirtækja á
Suðurfiörðum Vestfjarða séu miklar
era skuldir annarra einnig miklar.
-sme
Fastagjaidsjúklings í afgreiðslu
lyfia verður fellt niður 1. ágúst
næstkomandi. í staðinn greiðir
sjúklingur fast hlutfall af verði
lyfs upp aö ákveðnu þaki. Al-
menna reglan veröur sú að sjúkl-
ingur greiðir 25 prósent af verði
hvers lyfs upp að 3 þúsund krón-
um en elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða 10 prósent af verði hvers
lyfs upp að 700 krónura. Breyting-
in á einungis við um þau lyf sem
áöur bára fastagjald.
„Notandinn mun græða á þessu
og einnig ríkissjóöur," sagði Sig-
hvatur Björgvinsson heilbrigðis-
ráðherra er hann kynnti breyt-
ingarnar á fundi með frétta-
mönnum í gær. Hingað til hefur
fastagjald sjúklings verið 850
krónur og 250 krónur eða 500
krónur og 150 krónur fyrir bestu-
kaupalyf.
Með breytingunum ætla heil-
brigðisyfirvöld að reyna að draga
úr notkun dýrra lyfia án þess að
draga úr gæðum. Benda yfirvöld
á að þaö sé hagur sjúklinga að
ódýrari lyf séu notuð og raagninu
stillt í hóf. Hlutfallsgreiðslu
sjúklings fylgir sú kvöð á lækna
aö taka afstöðu til afhendingar
ódýrasta samheitalyfs, það er lyfs
sem er með sama virka efnið og
annaö sem er miklu dýrara. Heil-
brigðisyfirvöld telja raunhæft að
áætla að kostnaður lækki um 100
til 200 milljónir á ári vegna notk-
unar samheitalyfia.
Gefnir verða út nýhannaðir lyf-
seðlar sem gefa kost á alit að fiór-
um afgreiðslum á sama lyfseðli.
Lyfseðillinn er ógildur ef læknir
tekur ekki afstöðu til þess á hon-
um hvort afhenda megi ódýrasta
samheitalyf eða ekki.
Samkvæmt nýju reglugerðhmi
; verður Trvggingastofnun ríkis-
ins heimilt að binda greiðsluþátt-
töku sina við ódýrasta samheita-
lj'fið hverju sinni.
-IBS
í dag mælir Dagfari
I stríð gegn læknum
Það segir frá því 1 DV fyrir helgi
að stjómamefnd ríkisspítalanna
hafi farið offari gegn tveim læknum
Landspítalans. Spítalaráðið hefur
sagt þessum tveim læknum upp án
þess að gefa opinberlega skýringar
á þeim uppsögnum. Læknaráöið
vill fá skýringar en hótar eftirmál-
um ella. Auðvitað skilur Dagfari
vel að læknaráðiö hafi af því
áhgyggjur ef verið er að reka tvo
lækna. Kunna mennimir ekki sitt
fag? Hefur þeim orðið á í messunni
í sambandi lækningar? Er hægt að
sanna á þá mistök í starfi? Maður
spyr og læknaráð spyr og allir
sjúklingar spyija, vegna þess að
það er vitaskuld ekki hægt að hafa
lækna við störf sem ekki kunna að
lækna. Það segir sig sjálft.
Þá þarf líka að fara fram rann-
sókn á vanhæfni læknanna og
sanna á þá sekt eða afglöp og lækn-
aráði ber skylda til að vemda stétt-
arbræður sína og kanna brott-
reksturinn út frá faglegum sjónar-
hóli.
En eför því sem segir í frétt DV
mun ástæðan hins vegar hafa verið
sú að læknamir tveir, sem bafa
verið reknir, hafa látið í ljós skoð-
anir sínar. Þeir hafa skrifað mikið
í blöðin og verið ófeimnir við að
hafa skoðanir og það aörar en
helstu ráðamenn spítalanna hafa
haft.
Ef þetta reynist rétt þýðir lítið
fyrir læknaráöið að taka upp han-
skann fyrir hinna brottreknu
lækna. Allir sjá, aö sfiómamefnd
ríkisspítalanna getur ekki hðið
læknum þá ósvífni að hafa skoðan-
ir sem rekast á við skoðanir sfióm-
amefndarinnar enda fyrir löngu
kominn tími til að stöðva lækna
þegar þeir vaða fram á ritvöllinn
og era að segja öðrum fyrir verk-
um.
Læknar eiga að lækna og þegja
ella. Læknar eiga að sinna þeim
sjúklingum sem til þeirra koma eða
era lagðir inn, en læknar eiga ekki
að skipta sér af fullfrísku fólki,
hvort heldur það situr í sfiórnar-
nefnd ríkisspítalanna eða í sjálfri
ríkissfiórninni. Það getur kannske
vel verið að einhveijum læknum
finnist nefndarmenn og ráðherrar
vera bilaðir, enda er annar þeirra
brottreknu geðlæknir sem lengi
hefur starfað á Kleppi. En það er
lágmarkskurteisi og fagleg háttvisi
að hafa ekki hátt um slíkar grun-
semdir sínar, hvað þá að fara með
svoleiðis grunsemdir í blöðin.
Það var sannarlega kominn tími
til að stöðva munnræpuna í lækn-
unum og reka þá fyrir skoðanir.
Sannleikurinn er nefnilega sá að
læknar hafa sífellt verið að færa
sig upp á skaftið. í frétt DV frá síð-
ustu viku er það til dæmis haft eft-
ir heilbrigðsráðherra að „sérfræð-
ingar séu eini galopni kraninn í
kerfinu". Síðan segir ráðherrann
orðrétt:
„Það er vilji minn að breyta þessu
vegna þess að þetta era útgjöld sem
við höfum enga sfióm á. Sérfræð-
ingar hafa fullt frelsi og meta það
eiginlega sjálfir hversu mikla þjón-
ustu sjúklingarnir fá. Þetta er sjálf-
tökukerfi," segir ráðherrann.
Þetta er merkileg yfirlýsing hjá
ráðherranum yfir heilbrigðismál-
unum. Eiginlega tímamótayfirlýs-
ing. Hann ætlar sem sagt að stöðva
þá ósvinnu að læknar ráði því
hversu mikla þjónustu sjúkling-
amir fá. Annaðhvort hlýtur ráð-
herrann að vilja taka um þaö
ákvörðun sjálfur eða sefia sérstaka
menn í það að ákveða hvort sjúkl-
ingar fái þá þjónustu sem læknar
vilja að þeir fái. Þetta verður
merkilegt framfaraspor í læknavís-
indunum þegar völdin verða tekin
af læknum um meðferð sjúklinga
og pólltískir ráöherrar setja þeim
stólinn fyrir dymar. Nú verða
læknar hér eftir að fá leyfi hjá
sfiómvöldum ef þeir vilja skera eða
gefa út recept eða leggja sjúklinga
inn á spítala til meðferðar. Það
kemst enginn læknir upp með sjálf-
töku um læknisaðferðir hér eftir,
frekar en að læknar fái að hafa sín-
ar skoðanir á málum sem þeim
koma ekki við.
Hér er greinlega að hefjast mikil
herferð gegn læknum. Þeim hefur
verið sagt stríð á hendur og var
sannarlega ekki vanþörf á. Læknar
hafa verið til óþurftar í þjóðfélag-
inu og kannski eru öll vandamál
sprottin af því að læknar hafa haft
skoðanir sem þeir eiga ekki að hafa
og læknar hafa verið að lækna
sjúklinga án þess að fá til þess til-
skilin leyfi!
Læknar hafa hagað sér eins og
galopinn krani í kerfinu. Það er
vilji ráðherrans að stöðva þennan
leka.
Dagfari