Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992.
Útlönd
Konurstjórnaí
Finnlandi
Rlkisstjórn Finnlands er nú
eingöngu skipuö konum þar sem
allir karlmennirair í stjóminni
eru í fríi. 17 ráðherrar skipa ríkis-
stjómina, þar af sex konur.
Varnarmálaráðherra Finn-
lands, Elisabeth Rehn, stýrir
stjórnarskipinu núna en aúk
hinna funm kvenráðherranna
eru fiórar aðrar konur sem gegna
stöðum karlanna á meðan þeir
era í fríi Um þriðji hluti, þing-
maima Finnlands eru konur.
Hungursneyðí
Sómalíu
Rauði krossinn í Bretlandi hef-
ur hafiö söfnun fyrir sveltandi
fólki í Sómaliu. „Það virðast allir
hafa gleymt hörmungarástand-
inu í Sómalíu. Þúsundir deyja
daglega í höfuöborginni Moga-
dishu einni,“ sagði framkvæmda-
stjóri Rauða krossins.
Þegar hefur tekist að koma mat
til um 600 þúsund manns en um
2 milljónir manna bíöa dauðans
verði ekkert að gert.
13 ára ritstjóri
æsifréttablaðs-
insSun
Yngsti útskrifaöi háskólastúd-
ent Bretiands, þrettán ára strák-
ur, tók við ritstjórastööu á æsi-
fréttablaöinu Sun í gær en blaðiö
er mest selda blað Bretlandseyja.
Strákurinn sem heitir Ganesh
Sittampalam, útskrifaðist meö
fyrstu einkunn í stærðfræði.
Blaðið ákvað að reyna á gáfúr
og skipulagshæfileika stráksa
með því að skipa hann sem rit-
stjóra í einn dag.
„Þaö er tilbreyting að hafa
hugsandi menn á ritstjórninni,“
sagði framkvæmdastjóri News
International sem á blaðið.
Fyrirtíðaspenna
veldurkaupæði
Konur sem þjást af fyrirtíöa-
spennu breytast oft í kaupfikla.
Peningaeyösla kvennanna endar
svo oftar en ekki með rifrildi viö
eiginmanmnn, eftirsjá og gráti og
gnístran tanna.
Þetta kemur fram í könnun og
skýrslu sem kveunanæringarráð
Bretíands birti í gær. Samdrátt-
urinn í bresku efhahagslífi hefur
ekkert dregið úr kaupæði fyrir-
ti'ðaspennukvenna en 72 prósent
aðspurðra sögðust eyða of mikiu
daganafyrirtíðir. Reuter
Flokksþing bandarískra demókrata:
Clinton kátur
- vinsælli en Bush í skoðanakönnunum
Flokksþing demókrata stendur nú yfir í New York og fannst presti þessum
heillaráð að setja upp færanlegan skriftaklefa til að demókratar gætu létt
á hjarta sínu. Síðar kom svo í Ijós að presturinn var ekki prestur eftir allt
saman. Var hann þá búinn að blekkja fjölda blaðamanna og kaþólikka.
Símamynd Reuter
Bill Clinton, væntanlegur forseta-
frambjóðandi demókrataflokksins,
var í gleðivímu á þingi flokksins yfir
þeirri samstöðu sem ríkir meöal
demókrata þessa dagana og vegna
aukinnar velgengni í skoðanakönn-
unum. Flokksþing demókrata stend-
ur nú yfir í New York.
í ræöu sinni á þinginu spáði Clin-
ton því að baráttan við George Bush,
forseta Bandaríkjanna, um forseta-
stólinn yrði hörð og varaði demó-
krata við að vera of örugga um sig.
„Eins og sakir standa líta kosning-
arnar vel út, en þetta verður ekki
auðvelt," sagði Chnton.
í gær voru nokkrar vangaveltur
yfir hvort Jerry Brown, sem varð
annar í forkosningunum, myndi
styöja Clinton og varaforsetaefni
hans, Albert Gore. Flokksforystan
hélt því fram að Brown hefði sagt að
hann myndi styðja flokkinn heils-
hugar í kosningunum í nóvember,
en talsmaður þessa fyrrum ríkis-
stjóra Kalifomíu sagði að Brown
hefði ekki lofað neinu. Hann hefði
lofað að styðja flokkinn, en aldrei
hefði verið minnst á að hann hefði
lofað að styðja Clinton og Gore.
Á flokksþinginu samþykktu demó-
kratar stefnuskrá flokksins. Eru at-
vinnusköpun og efnahagsbati efst á
listanum. Einnig var ákveðið að
flokkurinn væri hlynntur því að kon-
ur hefðu rétt til fóstureyðingar, en
fóstureyðingar eru mikið hitamál í
Bandaríkjunum og er talið að það
mál geti skipt sköpum hvað varðar
úrslit kosninganna í nóvember.
í nýjustu skoðanakönnuninni, sem
New York Daily News lét gera, kem-
ur fram að Clinton er nú með 35 pró-
sent fylgi, Bush er með 31 prósent
og miÚjarðamæringurinn frá Texas,
Ross Perot, fengi 24 prósent atkvæða.
Ef aðeins Clinton og Bush væru í
framboði myndi Clinton fá 44 prósent
atkvæöa og Bush fengi 40 prósent.
Reuter
Baker til Israels
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
James Baker, ætlar að reyna að kom-
ast að samkomulagi við ísrael og
Palestínumenn um dagsetningu á
næstu samningalotu um frið í Mið-
austurlöndum þegar hann heimsæk-
ir ísrael í næstu viku.
UOSHUFAR - GRJOTGRINDUR
Flugufælur frá EGR
Fallegur
aukahlutur á
bílinn
sem getur
sparað
þér stórfé
Baker er væntanlegur til ísraels á
sunnudag og verður þar í tvo daga.
Þá ferðast hann til Sýrlands, Saudi
Arabíu, Egyptalands og Jórdaniu.
Einnig er búist viö því að hann eigi
fundi með leiðtogum Palestínu-
manna og Líbanon.
Ferð Bakers kemur í kjölfar yfir-
lýsinga nýkjörins forsætisráöherra
ísrales, Yitzhak Rabin, um vilja hans
til að sækja leiðtoga Palestínumanna
heim og flýta þannig fyrir friðarum-
ræðum.
Viðbrögð Palestínumanna við yfir-
lýsingu Rabins hafa verið margvís-
leg. Frelsissamtök Palestínumanna
hafa hvatt Rabin til að sýna í verki
að honum sé alvara með friðarum-
leitunum sínum. Stjórnvöld í Sýr-
landi ásökuðu Rabin hins vegar um
„árásargjarna útþenslustefnu" í
anda fyrirrennara síns, Shamirs, þó
með öðrum hætti væri. Reuter
Alsír:
Frelsishreyf ingin hói
ar að grípa til vopna
Ásetning á
sekúndum
Bílahornid, Reykjavíkurvegi 50
Hafnarfirði - simi 51019
Saksóknari hersins í Alsír krafðist
þess í gær að leiðtogar íslamskra
heittrúarmanna í landinu fengju
lífstíðardóm. Sakaði hann þá um að
hafa skipulagt uppreisn gegn stjórn
landsins.
Leiðtogarnir tveir eru Abassi Mad-
ani og Ali Belhadj og voru þeir í for-
ystu Islömsku frelsishreyfingarinn-
ar sem nú er bönnuð í Alsír. í skrif-
legri yfirlýsingu sögðu Madani og
Belhadj að þeir væru saklausir af
ákærunni en þeir vfija ekki vera við-
staddir réttarhöldin þar sem þeir
telja að þeir hafi verið dæmdir fyrir-
fram.
Félagar í frelsishreyfingunni hafa
hótað að þeir muni grípa til vopna
ef leiðtogar þeirra verði ekki látnir
lausir. Flokkurinn hefur sýnt að
hann er sterkasti stjómarandstöðu-
flokkur í Alsír og er það stefna hans
að gera landið að íslömsku ríki.
Enn er neyðarástand í landinu eftir
mikil ólæti sem brutust út í febrúar
síöastiiðnum er kosningum landsins
var aflýst þegar Ijóst var að íslamska
frelsishreyfingin myndi bera sigur
úr býtum. Lögfræðingur hinna
ákærðu telur þetta vera ein mikil-
vægustu réttarhöld sem haldin hafa
verið frá því að landið hlaut sjálf-
stæði.
Reuter
Drottning giftðst
látnumkóngi
Drottning Svasilands giftist um
daginn kóngi sínum. Væri það
ekki í ffásögur færandi ef karlinn
væri ekki kominn undir græna
torfu fyrir löngu. Var haldið upp
á brúðkaupið að konunglegum
hætti með góðum gjöfum, dansi
og slátran nautgripa.
Er ekki vitað til að neitt þessu
líkt hafii gerst áður. Sobhuza kon-
ungur ríkti yfir Svasílandi í 61
ár eða þangað til hann dó fyrir
tíu árum, þá 83 ára að aldri. Nú-
verandi konungur er 24 ára að
aldri og var það móðir hans sem
var að „giftast“ Sobhuza konungi
en hann eignaðist 100 eiginkonur
meðan hann lifði.
Erfittaðfinna
konuhandajap-
önskum prinsi
Japanski prinsinn Naruhito,
sem er erfingi krúnunnar, sagði
fyrr í vikunni að hann væri ekki
að fresta ieit sinni að brúði en sú
leit hefur engan árangur boriö
ennþá.
Naruhito er 32 ára gamall, son-
ur Akihito keisara, og hafði hann
orð á þessu í þriggja ianda ferð
sinni. í maí sl. var sett algjört
bann á allan fréttafiutning af
brúðarleit prinsins. Var þetta
gert til að vernda einkalíf þeirra
kvenna sem hugsaniega koma til
greina.
Axl Roseennog
aftur í vandrædum
Ákæruvaldið í St. Louis hefur
hótað því aö söngvari hljómsveit-
arinnar Guns N’ Roses, Bill Bai-
ley (öðru nafni Axl Rose), verði
handtekinn í hverri borg þar sem
hljómsveitin mun spila gefi hann
sig ekki fram við yfirvöld í St
Louis.
Axl var handtekinn á JFK-
flugvellinum í New York á
sunnudaginn og sleppt aftur eftir
að hafa borgað rúmar 5,5 milijón-
ir í tryggingu. Hann á yfir höfði
sér ákæru vegna líkamsárásar og
fyrir að hafa valdið eignatjóni
þegar hann hleypti öllu í bál á
brand á tórdeikum hijómsveitar-
innar i borginni í fyrra. Ef hann
verður fundinn sekur á hann yfir
höfði sér fjögurra og hálfs árs
fangelsi og um 250.000 króna sekt.
Madonna kaupir
hú$fyrir300
Söngkonunni Madonnu hefur
lokst tekist aö festa kaup á hús-
eign einni á Miami sem hún haföi
lengi haft augastað að. Kotiö var
þó ekki á útsölu því verðið var
300 milljónir. Er þetta hæsta verð
sem nokkura tíma hefur fengist
fyrir hús á þessum stað.
Fyrrum eigendur hússins
keyptu þaö árið 1988 íyrir mun
lægra verð þvi að beinn hagnaður
þeirra eru hvorki meira né minna
en 154 mílljónír.
Albönskbörn
Albanska stjómin fer nú ofan í
saumana á ættleiðingu 250 alb-
anskra barna sem talið er aö hafi
verið ólöglega ættleidd af útlend-
ingum.
Sérstök nefnd, sem forseti
landsins, Sali Berisha, kom á
laggiraai-, hefur komist að því að
böm voru fiarlægð af bamaheim-
ilum án vitundar foreldra þeirra.
Fjöldi albanskra embættismanna
er sakaður um aö hafa misnotaö
aðstöðu sína og faisað skjöl til aö
tryggja ættleiöingu.
Reuter