Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Page 4
Fréttir Samdráttur í þorskveiðum: Reykjavík missir minnst en Patreksfjörður mest - víða ótti um að tvöföldun á línuafla verði afnumin SveTf írftílög i 1 'JU ,5 Á súluritinu má sjó hvað skerðlngin getur komið misjafnlega niður á hinum ýmsu sveitarfélögum. Sveitarfélög, sem eru vinstra megin, missa meira en landsmeðaltal en þau sem eru hægra megin missa minna en meðaltalið segir til um. Þau sveitarfélög, sem hafa verið hvað mest háð þorskveiöum, munu fara mun verr út úr samdrætti í þorskveiðum en þau sveitarfélög þar sem aðrar fisktegundir gegna stærra hlutverki. Sá staður, sem fer verst út úr samdrættinum, er Patreks- fjörður, það er ef samdrátturinn veröur um 30 prósent en þar verður aflasamdrátturinn rúm 12 prósent umfram landsmeðaltal. Reykjavík er efst á hinum endanum en þar verður samdrátturinn um 5,5 prósentum minni en meðaltalið segir til um. Tveir staðir á Austfiöröum koma næst á eför Patreksfiröi en þaö eru Seyðisfiörður með 10,85 prósent um- fram meðaltal og Vopnafiörður með 10,78 prósent umfram meöaltal. Vest- mannaeyjar fara hins vegar talsvert betur út úr þessu en þar verður nið- urskurðurinn 4,58% undir meðaltáli. Einstakir staðir koma svo misjafn- lega út vegna þess að þorskurinn skiptir svo mismiklu máh eftir út- gerðarstöðum. Á nokkrum stöðum byggist nánast aliur sjávarútvegur á þorski á meðan aörar tegundir eru í öndvegi annars staðar en þar má nefna loönu, karfa, ufsa, rælfiu og fleira. Þar sem þorskur í aflanum er hvaö mest ráöandi er línuútgerð oftast mikil. Þess vegna óttast margir aö vegna samdráttarins veröi tvöfoldun á línuafla í nóvember til febrúar af- numin. Þaö myndi hafa mikil áhrif víða. Sem dæmi má nefna að miðað við síðasta ár myndi afli Patreksfirð- inga skerðast um tólf hundruö tonn og aflaverðmæti þess afla var um 200 milljónir króna á síðasta ári. -sme Ungir menn og konur geta veriö ótrúlega iðin við að koma sér upp gæludýr- um. Liklega eru strákarnir i Grindavík, þeir Þórður M. Þórðarson og Tóm- as Ingi Helgason, með nokkra sérstöðu í þeim málum. Þeir hafa nefnilega náð sér I stórvaxinn snigil sem þeir fóstra nú sem best þeir mega. Það er Þórður sem heldur á sniglinum á myndinni. DV-mynd JAK Byggðastofnun: Miklalaxi voru gefnar 80 milljónir króna - Sllfurstjaman fékk 25 mHljónir í styrk Miklilax í Fljótum fékk felldar nið- ur 65 milfjónir króna á síðasta án af skuldum við Byggðastofnun. Á sama tíma fékk fyrirtækiö tæpar 17 milljónir króna í styrk vegna stofn- og rekstrarkostnaöar, eða samtals 82 milfiónir á einu og sama árinu og það allt án þess að þurfa að borga til baka. Þetta kemur fram í skýrslu Byggöastofnunar fyrir síðasta ár. Silfurstjaman kemur næst á þess- um hsta en þaö fyrirtæki fékk 25 milfióna króna styrk vegna mjúkfóð- urgerðar og dreifikerfis. Byggða- stofnun fehdi niöur rúmar 82 milfi- ónir króna af skuldum 113 loðdýra- bænda. Aðrir, sem fengu niöurfelhngu hjá Byggðastofnun, voru Ferðaskrifstofa Vestfiaröa, 3,5 milfiónir, og Einar Jóhaimesson á Blönduósi, 1.700 þús- und krónur. Sláturfélag Suðurlands fékk 16 milfiónir króna í styrk vegna flutn- ings á Hvolsvöh. Þá fékk Seyðisfiarð- arbær 20 milfiónir króna í styrk - samkvæmt samkomulagi um byggðastyrk en samkomulagið var gert viö fiármálaráðuneytið. Stykkishólmsbær var styrktur um níu milfiónir vegna ferjuhafnar. Nærri 31 mihjón fór til styrkja th fóðurstöðva í loðdýrarækt. Mest fékk Fóðurstöð Suðurlands á Selfossi, 18 milfiónir króna, Loðmundur í Feha- hreppi fékk sex mihjónir vegna nauðasamninga, Fóðurstöð Daivíkur og loödýrarækt í Eyjafirði fengu rúmarþrjármilfiónirístyrk. -sme Sóldýrkandi í Reykjavík: Vill selja Veðurstofuna segir spána ekki standast nema í 65% tilfella „Ef ég fengi einhveiju ráðið þá myndi ég sefia Veðurstofuna, spáin frá Brackneh hefur staöist núklu betur. Þá er fimm daga spáin, sem DV birtir frá bandarísku veðurstof- unni Accu, miklu öruggari,“ sagöi Guömundur Jónsson, sárreiöur sóldýrkandi sem haföi samband viö DV í gær. Hann sagðist vera búinn að fá þaö út aö spá Veðurstofunnar stæðist ekki nema í 65% thvika, þrátt fyrir að á Veðurstofunni gæfu menn sig út fyrir að spá með 85% öryggi. „Eg get nefnt sem dæmi að 1. maí spáöi Veðurstofan heiðskíru veðri um aht land, sama var upp á ten- ingnum laugardaginn fyrir páska. í báðum þessum thvikum varð reyndin sú að skýjað var um aht land eins og núna.“ Páh Bergþórsson veðurstofu- stjóri sagði í viðtah við DV að stíf- ari vestanátt en gert var ráð fyrir heföi ýtt skýjabakkanum inn yfir landið í gær. Þaö væri ástæðan fyr- ir sólarleysinu. Varðandi hversu öruggar spár Veðurstofunnar væru sagði Páh aö 85% öryggi væri ekki verri tala en hver önnur. Hvenær rofar svo th? „Það fer aö rigna á suðaustanverðu landinu á fóstudag með austlægri átt. Þar með léttir eitthvað th á suðvestur- hominu,“ sagði Páh Bergþórsson. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.