Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Qupperneq 9
 DV Útlönd Milljónir Japana vöknuðu í gær upp við appelsínuilm þegar dagblaðið Yomiuri Shimbun kom inn um lúgur þar- lendra. Ástæðan var auglýsing (rá ísskápaframleiðanda nokkrum. Á auglýsingunni var mynd af ísskápahólfi fullu af appelsínum. Þegar klórað var I myndina gaus upp ilmandi appelsínulykt. Ilmvatnsauglýsendur hafa löngum notað þessa aðferð þegar þeir auglýsa afurðir sinar I tímaritum en það er hins vegar erfiðleikum bundið að nota sömu aðferð I dagblöðum sökum þess hve þau eru prentuð á miklum hraða. Simamynd Reuter Kohl, kanslari Þýskalands, í heimsókn í Noregi: Hvalveiðar hindra ekki inngöngu í EB Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, gagnrýndi í gær yfirlýsingar Manu- els Marins, forstöðumanns sjávarút- vegsmála hjá Evrópubandalaginu, að hvalveiðar Norðmanna kæmu í veg fyrir að þeir fengju inngöngu í EB. Kohl, sem er í opinberri heimsókn í Noregi, sagði að embættismenn í framkvæmdastjóm EB réðu engu um það hvaða lönd fengju inngöngu í bandalagið. „Starfsmaður Evrópu- bandalagsins hefur verið með miklar hótanir sem ég get vísað á bug,“ sagði Kohl á fréttamannafundi eftir við- ræður viö Gro Harlem Bmndtland, forsætisráðherra Noregs, þar sem hún útskýrði ákvörðun Norðmanna um að taka upp hrefnuveiðar. Á fréttamafínafundinum lýsti Kohl einnig yfir þeirri skoðun sinni að Norðurlöndin öll ættu heima í Evr- ópubandalaginu. Norðmenn þykjast þess nú fullvissir að Þjóðveijar muni styðja umsókn þeirra inn í EB en búist er við að formleg inntökubeiðni verði lögð fram fyrir árslok. Reuter Fulltrúi SÞ til S-Afríku Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda sérstakan fulltrúa til Suður-Afríku til aö reyna að komast til botns í oíbeldinu og finna út hvað SÞ geta gert í því að leysa stjómmálakreppu landsins. I samþykkt Öryggisráðsins, sem samþykkt var samhljóða, er Boutros Boutros-Ghali, aðalritari SÞ, beðinn um að tilnefna svo fljótt sem auðið er fulltrúa sem verður sendur til Suður-Afríku. Ríkisstjóm F.W. de Klerk hefur samþykkt þessa ákvörðun Öryggis- ráðsins en tók þaö sérstaklega fram Pik Botha telur að Suöur-Afríku- menn veröi aö leysa sín vandamál sjálfir. Simamynd Reuter að sendifulltrúinn myndi einungis hafa tillöguvald. Pik Botha, utanrík- isráðherra Suður-Afríku, sagði að sendimaður SÞ myndi hjálpa til við lausn ofbeldisins en lagði áherslu á að Suður-Afríkubúar verði að hjálpa sér sjálfir. Nelson Mandela, leiötogi Afríska þjóðarráðsins, fagnaði ákvörðun Ör- yggisráðsins en hann hafði beðið Sameinuðu þjóðimar um aö leita lausna á auknu ofbeldi í hverfum blökkumanna í Suður-Afríku. Reuter Óskilgetnum börn- um fer fjölgandi Gizux Helgason, DV, Kaupmannahöfn; Fleiri og fleiri böm fæðast nú utan hjónabandsins en áður fyrr. Sam- kvæmt heimildum Sjællands Tid- ende þann 14.7. ’92 þá tekst íslending- um sérlega vel upp á þessu sviði og segir blaðið að aðeins tæpur helm- ingur íslenskra kvenna nái að draga bamsfeðurna til altaris áður en bamið fæðist - 56j)rósent séu óskil- getin. Fast á hæla Islendingum koma Danir og Svíar en þar era um 50 pró- sent bama óskilgetin. Síðan er langt í fjórða sætið. Sé litið á lönd Efnahagsbandalags- ins í heild þá fæðast þar um einn fimmti hluti bama eða um 20 prósent óskilgetin. í Sviss og á Ítalíu fæðast aðeins 6 prósent bama óskilgetin. Um eða yfir helmingur Islenskra, danskra og sænskra barna er óskil- getinn. Heimildir danska blaðsins em skýrsludeild Efnahagsbandalagsins. á geislaplötu, kassettu og myndbandi COMBIGAMP’ COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. Opið kl. 13-17 Tjaldvagnasýning | helgina COMBhCAIVIP COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfarin ár og á hann fæst úrval aukahiuta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreiðslu strax. TITANhf TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.