Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Side 26
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1992. .gofar llfrl ?r wUf'iartTTW/w 34 ÍL. Afmæli Þorgeir Baldursson Þorgeir Baldursson, útsölustjóri ÁTVR í Miklagarði v. Sund, Vallar- gerði 2, Kópavogi, er fertugur í dag. Starfsferill Þorgeir er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann tók próf frá gagnfræðaskólanum í Kópavogi. Á unglingsárum hóf Þorgeir störf hjá ÁTVR sem lagermaður. Hann var afgreiðslumaður í ÁTVR við Snorrabraut frá 1972, útsölustjóri ATVR í Vestmannaeyjum frá 1982, aðstoðarútsölustjóri ATVR í Hafn- arfirði frá 1989 og frá 1.11.1990 hefur Þorgeir gegnt störfum útsölustjóra ÁTVR í Miklagarði. Þorgeir hefur verið trúnaðarmaður hjá ÁTVR í mörgár. Þorgeir hefur verið í stjóm knatt- spymudeildar Breiðabliks, var varaformaður stjómar ÍBV og var í stjóm knattspymuráðs ÍBV. Hann er fv. félagi í AKOGES í Vestmanna- eyjum og í leynifélaginu Bakkusar- bræðmm. Fjölskylda Þorgeir kvæntist 8.11.1973 Regínu Guðrúnu Amgrímsdóttur, f. 11.4. 1955, sölumanni hjá ÁTVR. Foreldr- ar hennar: Amgrímur Guðjónsson, skipstjóri hjá Eimskipum, látinn, og Unnur Þórðardóttir, húsmóðir í Reykjavík. Böm Þorgeirs og Regínu em: Guð- munda, f. 19.7.1972, nemi; Margrét, f. 9.8.1975, nemi; Ólafur Jakob, f. 12.5.1983. Systkini Þorgeirs eru: Stefán þjóð- leikhússtjóri, kvæntur Þórunni Sig- urðardóttur, leikstjóra og leikrita- höfundi, og eiga þau tvö börn, Bald- ur og Unni Ösp; Vignir, trésmiður og knattspyrnuþjálfari í Kópavogi, kvæntur Þóreyju Bimu Ásgeirs- dóttur fóstm og eiga þau þijár dæt- ur, Björgu Ragnheiði, Ömu og Katr- ínu. Foreldrar Þorgeirs: Baldur Stef- Þorgeir Baldursson. ánsson, fv. aðalverkstjóri hjá ÁTVR, og Margrét Stefánsdóttir húsmóðir. Þau eru búsett í Kópavogi. Paul V. Michelsen Paul Valdemar Michelsen garð- yrkjumaður, Kmmmahólum6, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Paul er fæddur á Sauðárkróki og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Eftir nám í bama- og unglingaskóla var hann einn vetur í Laugarvatnsskóla og þrjú ár í Danmörku þar sem hann lærði garðyrkju. Paul lærði fyrstur íslendinga svepparækt. Paul var garðyrkjulærlingur í nokkur ár, bæði í Hveragerði og í Danmörku. Hann var garðyrkju- stjóri í Hveragerði í 24 ár en garð- yrkjustöð og blómaskála stofnaði Paul 1956 ograktil 1980. Paul hefur starfað í Oddfellow- reglunnisl.22ár. Fjölskylda Kona Pauls var Sigríður Ragnars- dóttir Michelsen, látin, hárgreiðslu- meistari. Foreldrar hennar vom Ragnar Guðmundsson, trésmiður og birgðavörður í Reykjavík, og Pétrína Þórarinsdóttir. Synir Pauls og Sigríöar: Jörgen Frank garðyrkjumaður, maki Sveinbjörg Steinþórsdóttir, þau eiga þijá syni; Ragnar Hafsteinn, blóma- skreytingamaður; Georg Már, bak- ari, maki Anna Þorvaldsdóttir, þau eigaþijúböm. Paul eignaðist ellefu systkini og eina uppeldissystur en fiórar systur hanserulátnar. Foreldrar Pauls vom Jörgen Frank Michelsen, kaupmaður og úrsmiður, og Guðrún Pálsdóttir húsfreyja. Þau bjuggu á Sauðár- Paul V. Michelsen. króki lengst af en í Reykjavík síð- ustu árin. Pauleraðheiman. Alda S. Theódórsdóttir Alda Sigurlaug Theódórsdóttir verslunarmaður, Urðarbraut 11, Blönduósi, er sextug í dag. Starfsferill Alda er fædd á Blönduósi og hefur búið þar alla tíð síðan. Hún stund- aði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1949-1950. Frá 1971 hefur Alda unnið við verslunarstörf í Kaupfélagi Húnvetninga á Blöndu- ósi. Fjölskylda Alda giftist á gamlársdag 1950 Bimi Eiríkssyni, f. 24.5.1927, bif- vélavirkja. Foreldrar hans: Eiríkur Halldórsson, bóndi og verkamaður, og Vigdís Bjömsdóttir kennari. Þau embæði látin. Böm Öldu og Bjöms eru: Vigdís, f. 9.12.1951, hjúkrunarfræðingur á Blönduósi, gift Albert Stefánssyni sjúkraliða og eiga þau þijú böm, Bjöm, Ragnar og Oldu; Eirikur Ingi, f. 30.6.1956, húsasmíðameistari á Blönduósi, kvæntur Kristínu Guð- mannsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau tvö böm, Marsibil Björk ogBjömSindra. Systkini Öldu: Guðmundur Krist- ján mjólkurfræðingur, kvæntur El- ínu Grétu Grímsdóttur og eiga þau 6 böm; ísabella húsmóöir, látin, var gift Friðgeiri Eiríkssyni og áttu þau 6 böm; Ragnhildur Anna verslunar- maður, gift Jóhanni Hauki Jó- hannssyni og eiga þau 5 böm; Guð- mann, dóungur. Foreldrar Oldu: Theódór Krist- Alda S. Theódórsdóttir. jánsson, verkamaður á Blönduósi, og Stefanía Guðmundsdóttir hús- móðir. Þau em bæði látin. 1 fmm • r 1 r 85 ára Ása Þórólfsdóttir, Dalbæ, Dalvík. 80 ára Þóra Kristjánsdóttir Sandholt húsmóðir, Kirkjuteigi25, Reykjavík (á af- mæli 18.7,). Eiginmaður hennarerÁs- geirSandholt bakarameist- arL Þau taka á móti gestum sunnu- daginn 19. júlí kl. 16-19 í félags- heimili Laugameskirkju. Sigrún Þorsteinsdóttir, Þverá í Skíðadal, Svarfaðardalshr. Gunnar Valdhnarsson, Túnhvammi 5, Hafnarfirði. Gunnar tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í sal Meistarafélags- ins.Skipholti 70, kl. 17-19. Edda íris Eggertsdóttir, Vesturbrún 16, Reykjavík. Emil H. Pétursson verksljóri (áafmæli 18.7.), Hjallabraut 18, Þorlákshöfn. Hansmakier Ragna J. Ragn- arsdóttir. Emiltekurá móti gestum á heimili sinu eftir kl. 18áafmælisdaginn. ara 40ára Páli Jóhannesson, starfsmaður í Fálkanum, Skaftahlíð 33, Reykjavík. Páll verður að heiman. Jóhann Vestmann Róbertsson, Laugamesvegi 38, Reykjavík. Margrét Gunnarsdóttir, Vesturbraut 8, Grindavík. Ársæll Már Gunnarsson, Mýrarási 11, Reykjavík. Konahanser KristínKrist- insdóttir. Þau hjónin taka á mótigestumá heimilisínueft- 60 ára Garóar Gunnarsson, Gmndargötu 64, Grundarfirði. Guólaug Þorbergsdóttir, SÓMÍÖ26, Vestmannaeyjum. 50ára ir kl. 19.55 á aftnælisdaginn. ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri n, A-Eyjafiallahreppi. VaJdemar Valdemarsson, Norðurbyggð 6, Akureyri. ÖmHrólfsson, Nestúni21, Hellu. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Króki, Kjalameshreppk Hannes Þorsteinsson, Bjami Einarsson, Víðigerðil, Akranesi. Hæfi III, GnúpveijahreppL Gauti Jónsson, Skúli Guójónsson, Lækjargötu 14, Akureyri. Ljósheimum 8, Reykjavik. Einar Einarsson, Sigurður Þorsteinsson, Selási 4, Egilsstöðum. Digranesvegi 50, Kópavogi. Andlát Öli Kr. Sigurðsson ÓliKristján Sigurðsson, forstjóri Olís, Sólbraut 7, Seltjamamesi, lést 9. júlí. Útför hans fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju kl. 13.30 í dag. Starfsferill Óli var fæddur 23.1.1946 í Reykja- vík. Hann lærði prentverk við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk sveins- prófi 1964. Eftir nám fór hann að starfa sem sölumaður og fékkst síðar við versl- un og viðskipti. Hann var með eigin rekstur, verslunarstjóri hjá SS, sölumaöur hjá Hoffelli, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Sundi og for- stjóri Olíuverslunar íslands hf. frá 1986tildauðadags. Óli átti sæti ístjómHB og Co á Akranesi, Nýheija hf. og útgerðar- félagsins Eldeyjar. Hann starfaði mikið fyrir Knattspymufélagið Þrótt og var formaður handknatt- leiksdeildar í nokkur ár og vara- formaður félagsins 1985-87. Óli starfaði í Oddfellowreglunni frá 1980. Fjölskylda Óli var tvíkvæntur. Eftirlifandi eiginkona hans er Gunnþórunn Jónsdóttir, f. 28.1.1946, hárgreiðslu- meistari. Foreldrar hennar: Jón Jónsson, f. 9.7.1910, frá Hvanná í Jökuldal, aðalbókari og tónskáld, og Rannveig Elísabet Hermanns- dóttir, f. 12.11.1916, frá Ysta-Mó í Fljótum í Skagafirði, skrifstofumað- ur. Synir Óla af fyrra hjónabandi með Jensínu Janusdóttur rakara: Janus Jóhannes Ólason, f. 15.11.1965, sölu- maður; Sigurður Óli Ólason, f. 5.7. 1970, búfræðingur. Stjúpböm Óla og böm Gunnþórunnar: Jón Kristjáns- son, f. 4.11.1965, sölumaður; Gabrí- elaKristjánsdóttir, f. 9.12.1967, hár- greiðslumeistari. Systkini Óla: Eyjólfur Sigurðsson, f. 29.11.1938, prentari ogbókaútgef- andi í Reykjavík, kvæntur Sjöfn Ólafsdóttur; Jóhanna Sigurðardótt- ir, f. 22.5.1942, gangavörður í Hafn- arfirði, gift Guðmundi Guðjónssyni skrifstofumanni; Gísli Sigurðsson, f. 19.9.1943, bólstrarioglagerstjóri í Reykjavík, kvæntur Olöfu Stefáns- dóttur; Guðrún Sigurðardóttir, f. 1.3. 1952, verslunarmaður, gift Hlöðver Sigurðssyni sölumanni. Foreldrar Óla: Sigurður Eyjólfs- son, f. 21.5.1911, prentari og kona hans, Ragnhildur Siguijónsdóttir, f. 16.7.1918, húsmóðir, þau era búsett á Seltjamamesi. Ætt Sigurður er bróðir Jóns, fyrrv. yfirverslunarstjóra hjá SS í Reykja- vík. Sigurður er sonur Eyjólfs, flokksstjóra hjá Reykjavíkurborg, Sigurðssonar, b. í Pétursey í Mýr- dal, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Halldóra Runólfsdóttir, systir Þórhalls, langafa Gyðríðar, móður Jóns Helgasonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Eyjólfs var Elín Gísladóttir, b. í Pétursey, Gíslasonar. Móðir Sig- urðar prentara var Guðrún Gísla- dóttir, vinnumanns á Hafþórsstöð- um í Norðurárdal, Sigurðssonar og konu hans, Ragnheiðar Rögnvalds- dóttur, b. á Eystrireyni á Akranesi, Jónssonar. Ragnhildur er dóttir Siguijóns, formanns í Brekkuhúsi í Vest- mannaeyjum, Sigurðssonar. Móðir Ragnhildar var Kristín, hálfsystir Óli Kr. Sigurðsson. Páls Eggerts Ólasonar prófessors, dóttir Óla, steinhöggvara í Reykja- vík, bróður Þorvarðs, prentsmiðju- sfjóra í Gutenberg, Þorvarðssonar, b. og hreppstjóra á Kalastöðum á Hvalíjaröarströnd, Ólafssonar. Móðir Þorvarðs var Kristín Þor- varðsdóttir, lögréttumanns í Braut- arholtí á Kjalamesi, Oddssonar. Móðir Þorvarðs í Brautarholti var Kristín Hálfdanardóttir, systir Guð- rúnar, formóður Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta og Ólafs Thors forsæt- isráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.