Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Side 32
-ni:
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
fíitstjóm - Auglýslngar - Áskrift - Dreifing: Sími 83 27 00
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 17. JÚLl 1992.
Þorsteinn Pálsson:
Gefekkigetaðlof-
aðauknufjár-
magnitil löggæslu
„Það er engum vafa undirorpið að
; mínu mati að það er rík ástæða til
'að gefa þessum viðfangsefnum meiri
gaum. Þetta er nútímavandamál lög-
reglunnar og ber að skipa mjög fram-
arlega í forgangsröð verkefna. Það
er fátt sem veldur meiri skaða í þjóð-
félaginp en eiturlyfjanotkunin og ég
hef af henni töluverðar áhyggjur,"
sagði Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra aðspurður um viðbrögð viö
fréttum um stóraukið fíkniefnamagn
í umferð.
Þorsteinn sagði það í höndum fjár-
veitingavaldsins að auka íjármagn
til fíkniefnalögreglunnar og vildi
ekki lofa hækkun á næstu fjárlögum.
„Það vita allir að við erum að deila
niður minni köku en við höfum áður
haft. Þannig að það kemur vitaskuld
'niður á löggæslumálum sem öðrum
málaflokkum. Það breytir ekki því
að við teljum rétt og skylt að for-
gangsraða verkefnum eftir mikil-
vægi þeirra. Þetta verkefni er eitt af
þeim,“ sagði Þorsteinn ennfremur.
-þjb
Hagræöingarsjóöurinn:
Þorsteinn vill
notasjóðinn
tiljöfnunar
- Friðriksegirnei
„Eina leiðin til að jafna vegna
óumflýjanlegs áfalls er að nota veiði-
heimildir Hagræðingarsjóðs til að
bæta þeim sem verst verða úti í
kvótaniðurskurðinum,“ sagði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
í viðtali við DV.
- Eru menn sammála innan ríkis-
stjómarinnar um aö nota Hagræð-
ingarsjóöinn til slíkra hluta?
„Fjármálaráðherra fellst ekki á að
víkja frá því hlutverki sjóðsins sem
Alþingi hefur ætlað honum. Hann er
sjálfsagt að gæta hagsmuna ríkis-
jsjóðs í því máli,“ sagði Þorsteinn.
„Þetta er rétt hjá Þorsteini, það er
ekki ágreiningur um það innan ríkis-
stjómarinnar að Hagræðingarsjóð-
urinn hefur ákveöið hlutverk og
verður ekki notaður til annars,“
sagði Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherraímorgun. -rt
Veltistolnum
bflölvaður
Ölvaður maður stal bíl á hafnar-
garðinum á Sauðárkróki í nótt. Öku-
ferðin endaði á Skagavegi er maöur-
inn velti bílnum. Hann var færður í
fangageymsluáSauðárkróki. -bjb
LOKI
Þetta eru of kostnaðar-
samaráhyggjur.
■ ■ ■ ■■ * ■■ W ■
Utibusstmn uu
willlHðwtjVl I VII
gjaldken hættir
vegna misferlis
Utibússtjóri pósthússins viö
Rauðarárstig í ; Reykjavík hætti
nýlega störfum vegna misferlis
sem upp komst í hans starfi. Um
svipað leyti hætti einn gjaldkeri hjá
pósthúsinu vegna svipaðra
ástæöna. Ólafur Tómasson, póst-
og símamálastjóri, staðfesti þetta í
samtali við DV.
Ólafur sagði að Póstur og sími
hefði ekki beðið fjárhagslegt tíón
af þessu misferli, mál útibússtjór-
ans og gjaldkerans hefðu verið gerð
upp innan stofnunarinnar. Aö-
spurður vildi Ólafur hvorki játa né
neita hvort framhald yrði á málinu,
hvort frekari raimsókn færi fram
eða kæra lögð fram. Ólafur \dldi
heldur ekki segja um hvers konar
misferli væri að ræða.
Heimiidir DV herma aö fjár-
málaóreiða hafi verið á pósthúsínu
og þrír gjaldkerar verið látnir
hætta undanfariö eitt og hálft ár.
Sömu heimildir blaösins herma að
einn gjaidkeri hafi meðal annars
tekið 70 þúsund krónur út af
bankabók aldraðs manns til eigin
nota. Ólafur sagðist ekki kannast
viö uppsögn nema eins gjaldkera.
„Það var ákveðið misferli sem
kom fram sem endurskoðun Pósts
og síma gerði athugasemdir við.
Útibússtíóri lagfærði hlutina og
sagði jafnframt upp. Svona lagað
kemst alltaf upp af þeírri einföldu
ástæðu að hér er fjöldi manna
starfandi í endurskoöun á öllum
fjármálum stofhunarinnar. Ég held
að ekkert af þessu fólki ætli sér
viljandi aö vera meö misferli. Fólk
veit að þetta kemst alltaf upp fyrr
eða seinna. Oftast kemst það upp
fyrr. Við tökum mjög hart á svona
brotum en fólki er gefinn kostur á
aö segja upp,“ sagði Ólafur enn-
fremur.
Kötturinn atarna er einn besti vinur barnanna
og ekki sist þegar snöggur kláði gerir vart við sig.
í Seilugranda, Ijúfur og hrekklaus. En hreyfingarnar eru snöggar
DV-mynd ask
Veðrið á morgun:
Víðast gola
eða kaldi
Á hádegi á morgun verður víð-
ast gola eöa kaldi, súld eða rign-
ing verður suðaustanlands og
með suður- og austurströndinni.
Annars staðar verður skýjað með
köflum. Hiti verður 10-14 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
Vestfjarðamið:
Gyllir ÍS með 70;;
tonnálOtímum .
„Það er þorskur á stóru svæði. Ég
er að vona að þetta sé að koma. Mað-
ur kemst að þeirri niðurstöðu eftir
að lenda í svona ævintýri að sá guli
sé ennþá til. Hann er bara klókari
en við mennirnir,“ sagði Grétar
Kristjánsson, skipstjóri á togaranum
Gylh ÍS, þegar DV hafði samband við
hann í gærkvöldi. Grétar sagði að
það væri stór fiskur á öllu svæðinu
og lítið um smáfisk.
Gyllir var þá á landleið eftir að
hafa innbyrt 70 tonn af þorski á 10
tímum. Þeir fengu þennan afla á
Kögurgrunni. Um 50 togarar voru á
þessum slóðum í morgun. Margir
voru búnir að fá góðan afla en í morg-
un var rólegra yfir veiðunum.
Hafís er á þessum slóðum og fylgir
fiskurinn með þegar hann rekur upp.
Flugvirkjar:
Getur komið
til verkfalls
„Við funduðum í allan gærdag hjá
sáttasemjara og förum aftur á fund
í dag. Ef ekkert fer aö gerast getur
komið til verkfalls. Félagið hefur
heimild til verkfallsboðunar," sagði
Oddur Ármann Pálsson, formaður
samninganefndar Flugvirkjafélags-
ins, en félagið hefur ekki samið við
sína riðsemjendur.
„Við erum ekki með aðrar kaup-
kröfur en aðrir hafa fengið fram-
gengt. Eftir miðlunartillöguna sett-
um viö fram sérkröfur sem féllu í
grýttan jarðveg - kröfur gera það
alltaf - það er fóst regla,“ sagði Odd-
ur Ármann Pálsson.
-sme
Ólöglegnettekin
í þyrlueftirliti
Þyrla Landhelgisgæslunnar og lög-
reglan á ísafirði fóru í venjubundið
veiðieftirlit í gær um Hornstrandir
og Ísaíjarðardjúp. Eitt ólöglegt net
var tekið við Hælavík. Þar var sil-
unganet strengt þvert fyrir á. Þrjú
ólögleg net sáust í Álftafirði og voru
þau tekin af landi. -bj b
Sóttuveikan
sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
veikan sjómann í gær í bát frá Ólafs-
firði sem var staddur við Ingólfs-
höfða. Maðurinn var fluttur alvar-
legaveikuráBorgarspítalann. -bjb
f
f