Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 4
32 Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, slmi 673577 i sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leirmunir. Opið alla daga frá kl. 12-18. Árbæjarsafn „Það er svo geggjað" nefnist sýning sem stendur nú yfir í Árbæjarsafni. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 10-18. Sýningin verður í allt sumar. Ásgrímssafn Borgstaöastræti 74, sími 13644 Safn Ásgríms Jónssonar er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni, sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bók- menntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmund- arsafn. Safnið er opið kl. 10-16 alla daga. Ásmundarsalur v/Freyjugötu Opið alla virka daga frá kl. 10-16. Gamla Álafosshúsið Nú stendur yfir sýning á verkum Hauks Dórs. Á sýn- ingunni eru málverk og teikningar. Sýningin er opin alla laugardaga frá kl. 12-18 og stendur í allt sumar. Café Mílanó Nú stendur yfir sýning á verkum Ríkeyjar Ingimund- ardóttur. Á sýningunni eru ollumálverk, vatnslita- myndir og skúlptúr. Café Sautján Laugardaginn 18. júlí opnaði Valgeir Sigurðsson fyrstu Ijósmyndasýningu sína. Á sýningunni eru 17 myndir, allar teknar á þessu ári og flestar á eyjunni Simi. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 4. ágúst og er opin á verslunartíma. Gallerí II Skólavöröustig 4a Laugardaginn 25. júlí opnaði myndlistarmaðurinn Nobuyasu Yamagata sýningu á verkum sínum. Sýn- ingn er opin alla daga frá kl. 13-18 og stendur til 6. ágúst. Gallerí G-15 Skólavöróustig 15 Nú stendur yfir Ijósmyndasýning Harðar Daníelsson- ar. Á sýningunni eru sýndar þær Ijósmyndir sem valdar voru í dagatalið Áf Ijósakri 99, bæði eins og þær birtast í dagatalinu og stækkaðar. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 10-18 og stendur til 6. ágúst. Gallerí Ingólfsstræti Bankastræti 7 Nú stendur yfir sýning á myndum, máluðum á silki, eftir Guðrúnu Arnalds. Einnig eru fjögur myndverk unnin úr bývaxi og litadufti á striga eftir Jón Sæ- mundsson. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Gallerí List Skipholti, sími 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið dag- lega kl. 10.30-18. Gallerí Port Kolaportinu Opið laugard. kl. 11-17. Geysishúsið Aóalstræti 2 Nú stendur yfir sýningin Höndlað í höfuðstað - þættir úr sögu verslunar í Reykjavík. Að sýningunni standa Borgarskjalasafn Rvíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar og Verslunarmannafélag Rvík. Á sýningunni er reynt að rekja þróun verslunar í borg- inni frá upphafi hennar til nútímans með skjölum, Ijósmyndum og öðrum gögnum. Sýningin mun standa til 30. ágúst. Hún er opin alla daga kl. 9-20. Aðgangur ókeypis. Hafnarborg Strandgötu 34 Laugardaginn 25. júlí sl. opnaði hópur myndlistar- manna, er kalla sig Anima Nordica, sýningu. Á sýn- ingunni eru sýnd málverk, teikningar, skúlptúrar, videoverk o.fl. Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. Hafnarhúsið Tryggvagötu 14. júní var opnuð sögusýning í Hafnarhúsinu. Á sýningunni er sýnd þróun og uppbygging Reykjavík- urhafnar og þar er einnig mikil veggmynd sem Gylfi Gíslason myndlistarmaður hefur gert af Reykjavíkur- höfn eins og hún mun hugsanlega líta út árið 2017. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13-18 fram til hausts. Hótel Lind Nú stendur yfir sýning á verkum Reynis Sigurðsson- ar. Á syningunni eru 24 olíumálverk og einnig akríl- myndir. Sýningin er opin á aígreiðslutíma veitinga- hússins. Sýning á Hressó Opnuð hefur verið í veitingahúsinu Hressó sýning á Ijósmyndum eftir Kristján Logason. Myndirnar eru ýmist svarthvítar, handmálaðar eða í lit. Kjarvalsstaðir Þar standur nú yfir sýning í tengslum við listahátíð á verkum Kjarvals. Opið frá kl. 10-19 alla daga nema miðvikudaga. Þá er opið frá kl. 10-22. Safnaleiðsögn fyrir almenning á sunnud. kl. 16 og miðvikud. kl. 20. Sýningin stendur fram yfir verslunarmannahelgi. Norræna húsið Laugardaginn 11. júlf sl. var opnuð sumarsýning í sýningarsölum Norræna hússins. Þrír listamenn sýna verk sín, þeir Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson og Tumi Magnússon. Verk Helga og Tuma eru máluð á þessu ári en verk Daða eru frá undanförn- um árum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-19 og stendur til 16. ágúst. Aðgangur er ókeypis. i bókasafni stendur yfir sýning á bókamerkjum og böndum eftir þýsku listakonuna Marianne Krauss. Þau eru ofin með spjaldvefnaðartækni sem er alda- gömul hefð en rekja má sögu spjaldvefnaðarins þús- undir ára aftur í tlmann. Sýningin er opin mánud - laugard. frá kl. 13-19 og á sunnud. frá kl. 14—17. Sýningin stendur fram I miðjan ágúst. I anddyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum sem þýski Ijós- myndarinn Franz-Karl Freiherr von Linden tók á is- landi á árunum 1972-77. Á sýningunni eru 36 mynd- ir. Sýningin stendur út ágústmánuð. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Laugardaginn 25. júlí var opnuö sýning á verkum eftir fjóra hollenska myndlistamenn, Peter Terhorst, Evelyn van Dvil, Marcel Zalme og Willem Speeken- Brink. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Sýn- ingin stendur til 9. ágúst. Katel Laugavegi 20b, simi 18610 (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Listasafn Einars Jónssonar Njaróargötu. slmi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-16. Listmunahúsið Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, simi 621360 I minni sal á annarri hæð er verið að sýna og selja fjölda myndverka eftir íslenska samtlmalistamenn. Eitt af verkunum á sýningunni. DV-mynd GVA Nýlistasafnið: Hollensk verk Nú stendur yfir sýning á verkum eftir fjóra hollenska myndlistar- menn í Nýlistasafninu en sýningin er fyrri hluti sýningarsamstarfs sem nefnist First Floor. Þeir sem sýna eru: Peter Terhorst, Evelyn van Dvil, Marcel Zalme og Willem Speeken- Brink. í byrjun september hefst svo síðari hluti þessa samstarfs með sýningu íslenskra myndhstarmanna í Hol- landi. Þeir sem þar sýna eru: Daníel Magnússon, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfmnsson, Ragna Sigurð- ardóttir og Haraidur Jónsson. Sýn- ingin í Nýhstasafninu er opin dag- lega frá kl. 14-18. Laugarvatn: Myndverka- sýning Myndhstarmennimir Jón K. B. Sigfússon og Kristmundur Gíslason hafa opnað myndverkasýningu á Laugarvatni sem mun standa fram í ágúst. Sýningarnar eru á Eddu hótel- unum á staðnum, Húsmæðraskólan- um og Menntaskólanum. Krist- mundur sýnir akrílmyndir en Jón pastel-, blek- og túss-náttúru- stemmningar. Þeir hafa báðir haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum og hafa þeir komið sér upp aðstöðu til að vinna á Laugarvatni. Sýningarnar eru opnar á sama tíma og hótehn. Þrastarlundur: Sýning Sig- ríðar Gyðu Myndhstarkonan Sigríöur Gyða Sigurðardóttir opnar sýningu á vatnshta- og ohumyndum í Þrastar- lundi við Sog í dag. Verkin á sýning- unni era öll unnin á þessu ári. Sigríð- ur Gyða hefur haidið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Undanfarin átta ár hefur hún gert jólakort Svalanna sem er félag starfandi og fyrrverandi flugfreyja. Sýningin verður opin fram í miðjan ágúst. ísafjörður: Camival í Slunkaríki Opnuð hefur verið sýning á verk- um ungverska hstamannsins Mik- losar Tibor Vaczi í Slunkaríki á ísafirði. Miklos er fæddur i Búdapest 1956 og lagði fyrst stund á myndhst- arnám viö ungversku hstaakadem- íuna. Eftir sex ára nám í í Ungveija- landi hlaut hann tveggja ára styrk til náms við ríkishstaskólann í Amst- erdam árið 1981 og býr nú og starfar í Hollandi. Á sýningunni í Slunkaríki, sem er 12. einkasýning Miklosar, sýnir hann 13 ljósmyndaverk og hefur gefið sýn- ingunni heitið Camival. Sýningunni lýkur sunnudaginn 16. ágúst. Hér sést aðalleikkonan úr leikritinu The White Whore and the Bit Player. Kaffi Hressó: Ljósmynda- sýning Egils Nú stendur yfir ljósmyndasýning á Kaffi Hressó en það er Egill Egils- son sem sýnir. Á sýningunni, sem stendur yfir til 11. ágúst, gefur að líta svart hvítar ljósmyndir af tónhstarmönnum sem hafa komið fram á Hressó svo og gestum staðarins. Einnig hefur Egill tekið myndir af öðrum uppákomum á Hressó, t.d. frá sýningu skosk- íslenska leikhópsins sem hélt sýn- ingu á leikritinu the White Whore and the Bit Player. Sýningin, sem er sölusýning, er opin á sama tíma og Hressó. FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. Sýningar Listinn galleri - innrömmun Síðumúla 32, sími 679025 Uppsetningar eftir þekkta íslenska málara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Sýningin 2000 ára litadýrð, mósaikmyndir og bún- ingar frá Jórdaníu og Palestínu, stendur nú yfir. Sýn- ingin stendur til 1. ágúst og er opin alla dag nema mánudaga frá kl. 12-18. Lóuhreiðrið Laugavegi 59 Jón Gunnarsson sýnir í kaffistofunni Lóuhreiðri, 2. hæð, fyrir ofan Hagkaup. Á sýningunni eru eingöngu vatnslitamyndir. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 9-18. Mokkakaffi Skólavörðustíg Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Haralds Jónssonar. Á sýningunni eru teikningar, unnar á pappir á undanförnum mánuðum. Sýningin er opin alla daga kl. 9.30-23.30 nema sunnud. kl. 14-23.30 og stendur fram í ágúst. Myndiistarsýning í menntamálaráðuneyti Elín Magnúsdóttir sýnir olíumálverk og vatnslita- myndir, Tryggvi Hansen sýnir tölvugrafík og Elínborg Guðmundsdóttir, Margrét Salome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir sýna leirlistan/erk. Sýningin er opin á virkum dögum á starfstíma ráðuneytisins kl. 8-16. Sjónminjasafn íslands Nú stendur yfir sýning Skipaútgerðar ríkisins. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Árnagaröi, Suðurgötu Nú stenduryfir handritasýning í Árnagarði. Ásýning- unni eru m.a. handrit sem minna á ævistarf Árna Magnússonar. Einnig eru galdrakver og eitt merkasta rímnahandrit sem varðveist hefur. Sýningin verður opin alla daga vikunnar, nema sunnudaga, frá kl. 14-16. Sýningin stendur til 1. september. Sýning í SPRON í útibúi SPRON að Álfabakka 14 í Mjódd eru til sýnis verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Á sýningunni gefur að líta 10 listaverk, unnin með olíukrít, og eru þau unnin á árunum 1990-1992. Sýningin stendur til 14. ágúst og er opin kl. 9.15-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, simi 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59, simi 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulinslágmyndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðju- daga, miðvíkudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Sýning á Hressó Opnuð hefur verið í veitingahúsinu Hressó sýning á Ijósmyndum eftir Kristján Logason. Myndirnar eru ýmist svarthvítar, handmálaðar eða i lit. Þjóðminjasafn íslands Sýningin Húsvernd á Íslandi var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns íslands laugardaginn 27. júní sl. Þar er saga húsverndar á islandi rakin í stórum dráttum og kynntar aðgerðir opinberra aðila sem markað hafa stefnuna á hverjum tíma. Mikill hluti sýningar- efnisins er Ijósmyndir, teikningar, vatnslitamyndir og uppdrættir af gömlum húsum og húshlutum. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Myndlistaskólinn Akureyri Laugardaginn 18. júlí var í þriðja sinn opnuð sumar- sýning í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þeir sem sýna verk sín á sýningunni eru Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Helgi Vilberg, Kristinn G. Jóhannsson, Sigurbjörn Jónsson, Jón Laxdal Halldórsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir. Á sýningunni verða sýnd málverk, máluð vattteppi og klippimyndir. Sýningin verður opnuð kl. 16 á laugardaginn og verður opin daglega frá kl. 14-18 fram til 9. ágúst. Gallerí Hulduhólar Mosfellsbæ 27. júní sl. opnuðu listamennirnir Steinunn Marteins- dóttir, Sveinn Björnsson, Hlif Ásgrímsdóttirog Sverr- ir Ölafsdóttir sýningu með verkum sínum. Sýningin er opin laugard. - miðvikud. kl. 14-19 og fimmtud. og föstud. kl. 17-22. Vinnustofa Snorra Álafossvegi 18a, Mosfellsbæ Þann 16. júlí sl. opnaði Snorri Guðmundsson sýn- ingu á Listaverki náttúrunnar, sem eru höggmyndir úr hrauni og öðrum náttúrulegum efnum. Hraunið, sem valið er í hvern grip, er allt út síðasta Heklu- gosi. Sýningin verður opin frá kl. 14-20. Eden Hveragerði Fimmtudaginn 3. ágúst opnaði Steingrímur St.Th. Sigurðsson 72. málverkasýningu sína. Á sýningunni eru 72 málverk og eru 71 þeirra ný. Sýningin stend- ur til 3. ágúst. Tjarnarbíó, sími 19181 Sýningin Night Lights verður fimmtudaga-sunnu- daga kl. 21-23 fram til 30. ágúst. Sýningin er gerð til fræðslu um íslenska menningu, þjóðsögur og vík- ingatímann. Sýningin fer fram á ensku. Hótel Búðir Núna stendur yfir sýning á verkum listamannanna Arnar Karlssonar, Halldórs Ásgeirssonar og Magnús- ar Sigurðssonar. Örn sýnir vatnslita- og klippimyndir í þvottahúsinu, Halldór Ásgeirsson sýnir verk sín á bryggjunni og Magnús Sigurðsson sýnir nokkur verk inni á hótelinu. Allar sýningarnar standa yfir í sumar. Akranes 15. júlí var opnuð sýning í upplýsingamiðstöðinni fyrir ferðamenn á olíumálverkum eftir Hjálmar Þor- steinsson. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10.30-17.00. Sýningunni lýkur 15. ágúst. Gallerí Slunkaríki isafiröi Laugardaginn 25. júlí var opnuð sýning á verkum ungverska listamannsins Miklos Tibor Vaczi. Á sýn- ingunni, sem er 12. einkasýning Miklosar, sýnir hann 13 Ijósmyndaverk og hefur gefið sýningunni heitið Carnival. Sýningunni lýkur sunnudaginn 16. ágúst. Samkomuhúsið Staður Eyrarbakka Þann 1. ágúst kl. 14 mun Jón Ingi Sigmundsson opna málverkasýningu. Á sýningunni verða 50 olíu-, pastel- og vatnslitamyndir og stendur hún til 16. ágúst. Sýningin er opin alia virka daga frá kl. 17-22 og um helgar frá kl. 14-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.