Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992.
Bjarkarlundur:
Fjölskyldu-
hátíð
Ungmennafélagiö Afturelding í
A-Barðastrandarsýslu heldur
lúna árlegu hölskylduhátíö í
Bjarkarlundi um helgina. Hijóm-
sveitin Herramenn með Hörö G.
Ölafsson í fararbroddi heldur
uppi ijörinu á laugardags- og
sunnudagskvöldinu. Á föstu-
dagskvöldiö verður diskótek.
Hljómsveitin Eiísa verður á
svæðinu og mun m.a. hita upp
fyrir Herramenn á laugardags-
kvöldiö. Haldin verður karaoke-
keppni sem lýkur með krýninp
sigurvegara á sunnudagskvöldið.
Yngstu kynslóðinni verður boðið
upp á leiki á daginn og barnabali
á sunnudeginum.
Ungtfólk
með hlutverk
Fjölskyldumót Ungs fólks með
hlutverk verður iialdið á Eyjólfs-
stöðum i Vallahreppi en það er
aðeins 10 km frá Egilsstöðum.
Ungt fólk með hlutverk er kristi-
leg samtök sem starfa innan þjóð-
kirkjunnar.
Mótið, sem er öllum opið, er
haldið á jörð samtakanna þar
sem rekinn er biblíuskóh á ve-
tuma en gistíþjónusta á sumrin.
Mjög góð aðstaða era á staðnum
og tjaldstæði næg. Á kvöldin
verða samkomur en biblíu-
fræðsla á morgnana,
Kirkjubæjarklaustur:
Knattspyma
Mannakorn
Haldin verður fjölskylduhátíð á
Kirkjubæjarklaustri um helgina.
Hljómsveitin Mannakorn spiiar á
dansieikjum á laugardags- og
sunnudagskvöld. Þeir munu
einnig vera á kvöldvöku á laugar-
dagskvöldið á tjaldsvæðinuKIeif-
um þar sem verður útigrill, varð-
eldur og flugeldasýning. Þá verð-
ur polla og pæjumót í knatt-
spyrau, listflugssýning, göngu-
ferðir, unglingadansleikur, auk
þess verður hestaleiga á staðn-
um.
Ekki er selt inn á svæðið, venju-
legt gjald er á tjaldsvæöi og fyrir
gistingu. Selt verður sérstaklega
inn á dansleikina og þátttöku-
gjald er í polla- og pæjumótinu.
Yatnaskógur'92
Nokkrir samstarfshópar innan
kirkjunnar standa fyrir sæludög-
um í Vatnaskógi um helgina.
Þetta er hátíð fyrir alla aldurs-;
hópa þar sem útivist og skemmt-
un helst i hendur við boðskap
kirkjunnar. í Vataaskógi verður
margt á döfmni, kvöldvökur,
varðeldur, fræðslustundir, þrau-
takeppni, kappróður, guðsþjón-
usta og m.fl. Verö á sæludaga í
Vataaskógi meö gistingu á tiald-
stæði er kr. 1.800 en frítt er fyrir
börn og unglinga yngri en 13 ára.
Vatnaskógur ’92 er áfengislaus
hátíð.
Fljótshlíð:
Hvítasunnu-
hátíð
Landsmót hvítasunnumanna
verður haldið f 43. sinn í Kirkju-
lækjarkoti í Fljótshlíð um helg-
ina. Mótið var sett í gærog stend-
ur dagskráin yör alla helgina.
Byrjað verður á morgunbæn kl.
9 aÖa morgna og að því loknu
tekur við biblíufræðsla. Sérstök
dagskrá verður fyrir börn. Sam-
komutjaldið rúmar um 800
manns og verður upphitað. Mótið
er öllum opið og aðgangur er
ókeypis.
Stærsta flugelda-
sýning landsins
Þjóðhátíðin í Herjólfsdal í Vest-
mannaeyjum er ávallt ein af mest
sóttu útihátíðum um verslunar-
mannahelgina. Hún er orðin rótgróin
hátíð og þar skemmta ungir sem
aldnir sér saman. Haldið er fast í
gamlar hefðir og má þar nefna
brennuna í Fjósakletti, bjargsig,
íþróttakeppni og fleira.
Að þessu sinni eru það hljómsveit-
imar Sáhn hans Jóns míns og
Todmobile sem leika ásamt Geira
Sæm og Pétri Kristjánssyni. Meðal
annarra skemmtiatriða má nefna
Dixí bandið, Lúðrasveit Vestmanna-
eyja, barnadansleiki, knattspymu,
þjargsig, og brennusöng undir stjórn
Ama Johnsen. Ekki má svo gleyma
flugeldasýningunni sem verður á
morgun en hún verður sú stærsta
sem íslendingar hafa enn fengið að
kynnast. Sýningin er vegna afmælis
Þórs sem er á næsta ári.
Miðaverð á hátíðina er kr. 6.500 en
veröið er óbreytt frá því í fyrra. Flug-
leiðir bjóða sérstaka pakka sem inni-
halda báðar flugleiðir og miða á þjóð-
hátíð. Frá Reykjavík kostar pakkinn
kr. 10.900. Þá býöur nýi Herjólfur
einnig upp á sérstaka þjóðhátíðar-
pakka.
Þjóðhátíðin i Eyjum er orðin rótgróin hátíð og þar skemmta ungir sem aldnir sér saman.
Snæfellsás '92:
Mannrækt
undir Jökli
Snæfellsás er fjölskyldumót
áhugafólks um m.a. breyttan lífsstíl,
nýjan hugsunarhátt, umhverfismál
og jákvæöan þroska samkvæmt upp-
lýsingum nýaldarfólks. Mótið, sem
er ölium opið, er sjötta mótið sinnar
tegundar á íslandi og hafa þau öll
verið haidin á Snæfelisnesi. Móts-
svæðið er land Brekkubæjar að
Hellnum sem er 10 mín. akstur frá
Arnarstapa. Dagskráin er í formi fyr-
irlestra og námskeiða á daginn en
kvöldvökur með varðeldi, leikjum og
söng á kvöldin. Fyrirlesarar verða
bæði innlendir og erlendir en heið-
ursgestur mótsins er dr. Molly Scott
sem er þekktur heilunartónlistar-
meistari. Verð aögöngumiða er kr.
4.000 en aðgangur fyrir börn er
ókeypis. Frekari upplýsingar er að
fá í versluninni Betra lífi og hjá ný-
aldarsamtökunum.
Þingvellir:
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum usta og helgistund. Tjald- og veiði-
gengst fyrir fjölbreyttri dagskrá leyfi fást í Þjónustumiðstöðinni.
fyrír börn og fullorðna um helgina. Nauðsynlegt er að friöur ríki á
Boðið verður upp á gönguferðir um tjaldsvæðum frá kl. 23 aö kvöldi til
ÞingvaUahraun og Þinghelgi, nátt- 7 að morgni. Ölvun er bönnuð.
úru- og myndsköpunarferðir fyrir Tjaldsvæði eru ekki tekin frá. Upp-
börn og leikjadagskrár á kvöldin. Á lýsingar gefnar í Þj ónustumiðstöð-
sunnudag verður bamaguðsþjón- inni.
Vík í Mýrdal:
Fjölbreytileiki ráðandi
í Vík verður meöal annars boðið upp á bátsferöir, útsýnisflug og vélsleöaferðir svo eitthvað sé nefnt.
Haldin verður fjölskylduhátíð í
Vík í Mýrdai um helgina en þar
verður fjölbreytileikinn ráðandi
eins og undanfarnar verslunar-
mannahelgar.
Meðal dagskráratriða má nefna
varðelda og fjöldasöng öll kvöld,
jeppakeppni, söngva- og dan-
skeppni, sigsýningu í klettum,
bátsferðir, útsýnisflug og vél-
sleðaferðir svo eitthvað sé nefnt.
Dansleikir verða bæði laugar-
dags- og sunnudagskvöld þar sem
hljómsveitin Sjöund leikur fyrir
dansi. Aldurstakmark á dansleik-
ina er 16 ár og miðverð'er kr.
1.700.
Einungis er selt inn á tjaldstæð-
ið í Vík, þ.e. greidd er viss upp-
hæð á hvert tjald og skiptir þá
ekki máh hve margir einstakling-
ar eru í tjaldinu. Verð fyrir nótt-
ina er kr. 1.000 en tvær nætur
kosta kr. 1.800 og öll helgin er á
kr. 2.500. Meðferð áfengis á svæð-
inu er bönnuð.