Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. 43 Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Greiðinn. úrið og stórfisk- urinn ★★ Akkúrat það sem ég hafði búist við af Frökkum og Bretum að gera saman farsa. Leikhópurinn heldur myndinni uppi. -GE Veröld Waynes ★★ 'A Losaraleg saga en Wayne og Garth eru óneitanlega mjög fyndnar týpur. Húmor- inn einum of „local" fyrir okkur. -GE Lukku-Láki ★ Mynd til að fara með börnin á... og skilja þau eftir. -GE Refskák ★★★ Ein af örfáum spennumyndum sem eru spennandi allt til endaloka. Övenjusnjallt handrit og stílhrein leikstjórn. -GE Steiktir grænir tómatar ★★★ 'A Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur í öllum hlutverkum. -ÍS LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Stopp eða mamma hleypir af ★'A Stallone er ekki slæmur gamanleikari og Getty er góð en sagan er nauðaómerkileg formúluklisja frá upphafi til enda. -GE Næstum ólétt ★'A Furðuleg blanda farsakenndra láta og nær klámfenginna atriða. Vissulega öðruvísi en flest í bíó. -GE Töfralæknirinn ★★ Óspennandi saga dregur úr áhrifum stór- leikara og ægifagurra frumskógarslóða. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Ógnareðli ★★★★ Siðlaus..spennandi..., æsandi..., óbeisluð.óklippt.spennandi..., ógeðsleg..., óafsökuð..., glæsileg..., tælandi..., spennandi..., frábært... (nei, ég fæ ekki prósentur). -GE Lostæti ★★ 'A Skemmtileg framtiðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stílæfing en nokkuð annað. -GE Léttlynda Rósa ★★★ Mjög fagmannlega unnin mynd um alvar- legt tilfelli brókarsóttar og þau vandamál sem skapast í kringum það. Frábær leikur góðra leikara. -ÍS SAGA-BÍÓ Sími 78900 Tveir á toppnum 3 ★★ Útþynntur söguþráður og slök hasaratriði draga úr góðum leikurum. Lakasta mynd- in af þremur. Einnig sýnd í Bíóborginni. -GE STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Hnefaleikakappinn ★★ Góð slagsmálaatriði bjarga þessari blöndu af Rocky og Kickboxer fyrir horn. -GE Bugsy ★★★ Ris og hnignun skrautlegs gangsters. Meira persónulýsing en spennumynd og Beatty er stórgóður í langþráðu drauma- hlutverki. -GE Óður til hafsins ★★'A Vel gerð og efnismikil með stórleik hjá Nick Nolte. Síðasta kortérið klisjukennt og skemmir fyrir heildaráhrifum. Atriði úr fortíðinni geysivel tengd nútímanum. -HK Krókur ★★ 'A Spielberg hefur gleymt gömlu töfrafor- múlunni en það er nóg af góðum sprett- um til að gera allri fjölskyldunni til hæfis. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði. -HK Fimm helgarferðir í boði Um verslunarmannahelgina ferð- ast margir og tíl að mæta áhuga fólks - á að skoða eigið land efnir Ferðafé- lagið tU fimm helgarferða vítt og breitt um óbyggðir og byggðir lands- ins. Ferðimar eru eftirfarandi: 1. Þórsmörk-Fimmvörðuháls. í þessari ferð getur fólk gengið um Mörkina og varið einum degi til þess að ganga yfir Fimmvörðuháls. Gang- an um hálsinn tekur um 8 klst. 2. Snæfellsnes-Breiðafjarðareyjar. í þessari ferð verður lagt af stað á laugardagsmorgni kl. 8 og ekið til Stykkishólms þar sem gist verður í svefnpokaplássi. Á sunnudag verður siglt með Eyjaferðum út í Elhðaey. 3. Jökulheimar-Heljargjá-Veiði- vötn. Gist verður í skála Jöklaraim- sóknafélagsins í Jökulheimum. Gengið verður í Heljargjá. 4. Álftavatn-Hólmsárlón (Strúts- laug)-Rauðibotn. Gist verður í sælu- húsi FÍ við Álftavatn og famar dags- ferðir þaðan, m.a. gengið meðfram Hólmsárlóni að Strútslaug. 5. Landmannalaugar-Eldgjá- Háalda. Gist verður í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum, ekið í Eldgjá og gengið á Gjátind og að Ferðafélagið býður meðal annars upp á ferð í Þórsmörkina um helgina. Ætli þessir hafi komist alla leið yfir ána? Ófærufossi. Brottför í ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, kl. 20 í kvöld, nema á Snæfellsnes. Dagsferðir um helgina með Utivist Á sunnudag verður gengið á ti- unda fjallið í íjallasyrpu Utivistar, Skarðsheiði (1055 m.y.s.). Skarðs- heiðin rís tignarleg og mikfileit með hvassbrýndum kömbum og djúpum skörðum og giljum sunnan Borgar- íjarðar, milU Svínadals og Andakíls. Gengið verður frá Efra-Skarði á Heiðarhom. Brottför er kl. 9. Á sunnudag kl. 13 verður gengin gömul þjóðleið frá Vindáshlíð um Seljadal og Fossdal. Á mánudag kl. 8 er dagsferð í Bása. Dvalið verður í Mörkinni í 3-4 klst. Kl. 13 á mánudag verður farin árleg kaupstaðarferð Útivistar. Gengið verður um Skipsstíg, gamla leið milh Grindavíkur og Njarðvíkur, frá Hópi um Jámgerðarstaðahverfi í Eldvörp og að StaparfeUi. Skálholtskirkja: • Þriója Þriðja tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholtskirkju hefst á morgun kl. 14.30 en þá fjaUar ÓUver Kentish, sem búsettur hefur verið á íslandi frá 1977, um nýjustu og jafnframt stærstu tónsmíð sína til þessa. Verkið nefnist Kantata og em text- ar sóttir úr Gamla testamentinu og LUju Eysteins munks. Verkið er sér- staklega samið með Skálholt í huga og tileinkað Helgu Ingólfsdóttur sem- baUeikara. Kl. 17 flytur sönghópur- inn Hljómeyki verk eftir Britten, Gunnar Reyni Sveinsson o.fl. Sunnu- daginn 2. ágúst kl. 15 verður Kantata ÓUvers endurtekin og messa verður í Skálholtsskirkju kl. 17. í messunni flytur Hljómeyki verkið Missa Picc- ola eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Mánudaginn 3. ágúst verða tónleikar kl. 15 og endurtekur þá Hljómeyki dagskrá sína frá laugardeginum. Oliver Kentish fjallar um tónsmíð sina er nefnist Kantata. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og verður tónleikagestum boðiö aö tjalda á Skálholtsstað. Sumartónleikar á Norðurlandi Haldnir verða fimmtu og síðustu tónleikar Sumartónleika á Norður- landi um helgina en það er dúóið PortugaU-Lewark sem sér um flutn- inginn að þessu sinni. Dúóið leikur í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn í kvöld kl. 20.30, í Hóla- dómkirkju í Hjaltadal á morgun kl. 17 og í Akureyrarkirkju á sunnudag- inn kl. 17. Dúó PortugaU-Lewark hef- ur leUdð opinberlega saman frá ár- inu 1985. Auk þess að leika oft í sjón- varpi og útvarpi hafa þeir hljóðritaö geisladiska og hljómplötur. Dúóið, sem leikur t.d. verk eftir Teleman, Clarke, Eben og Bach, hefur fengið sérstakt lof gagnrýnenda fyrir gott samspU ásamt fjörlegri og stflhreinni túlkun. Tónleikamir standa yfir í klukku- stund og aðgangur er ókeypis. Hungrið í heiminum „Ég kenni í brjósti um mannfiöld- ann,“ sagði Jesús, því hann óttaðist að þeir örmögnuðust af því að þeir höföu ekkert tíl matar. Þeir voru sumir langt að komnir og höföu dval- ið með honum þrjá daga og voru nú að snúa heim. Þetta er hugleiðingar- efni þessa dags kirkjuársins - mett- unarsagan. Búdda sagði að heimur- inn brynni, Jesús segir okkur aö heimurinn svelti og kemur í einn stað niður. Ótaldar þúsundir deyja úr hungri dag hvem og aðrar úr ofáti en tíl er andlegt hungur sem á sinn máta er hinu líkamlega engu hættu- minna. Ofgnótt veraldlegra gæða og allsvana örbirgð spenna greipar sín- ar um móður jörð sem stynur undan þessari vá og við fylgjumst sljó með, lítil og smá hér úti í hafinu. Sögn heyrði ég af fil er gekk fram á músarrindU sem lá á bakinu og sperrti sína mjóu fætur upp í loftið. „Hvað ert þú að gera?“ spuröi fillinn. „Ég er að halda uppi himninum," sagði músarrindillinn. „Hvernig heldurðu að þú getir það, þú sem ert svo lítUl en himininn svo stór?“ „Það verður hver að gera sitt besta," svar- aði músarrindillinn. Rögnvaldur Finnbogason, sóknar- prestur í Staðastaðarprestakalli. í júní sl. efndu 13 Evrópulönd tíl vopnasýningar undir heitinu „Eu- rosatory“ á Le Bourget flugvelh í Frakklandi. í hækhngi (ekki ætluð- um almenningi) var sagt að frá árinu 1988 heföu útgjöld hermála verið skorin niður hvarvetna og heföi þetta hættxUeg áhrif á vopnaframleiðsluna sem hér var nefnd landvamariðnað- ur og hvatt til aukinnar samvinnu þjóða í þessari framleiðslugrein. Smáhópur kvekara, 30-40 manns sem af tílvUjun vom einnig frá 13 Evrópulöndum, stóð við sýningar- svæðið og útbýtti bæklingum og upp- lýsingum tíl komumanna um þá ógn er heimsbyggðinni stæði af þessari iðnaðarframleiðslu. HlægUega lítUl hópur og í augum heimsins e.t.v. jafnvanmegnu'gur og músarrindiU- inn í augum filsins. En þetta er það fólk sem Jesús nefndi salt jarðar, í því er ljósið ekki orðið að myrkri. Það spyr ekki um það hvort þú sért kaþólskur eða lúterskur, kristinn eða búddisti, það veit að Guð og lífið er handan aUra sundurgreinandi orða, nafna og merkimiða. Heimurinn brennur, heimurinn sveltur en á hvaða leið er þjóð sem heimtar að drepa hinn síðasta hval og veiða hinn síðasta þorsk og telur vá fyrir dyrum fái hún ekki lengur að þrífa undan erlendum dátum til aö viðhalda hagvexti og velsæld í landi sínu. Er hún ekki á andlegum hungurmörkum? Rögnvaldur Finnbogason Staðastað Messur Árbæjarkirkja:Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þór Hauks- son messar. Organisti Sigr- ún Steingrímsdóttir. Sókn- arnefnd. Áskirkja:Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigur- björnsson. Breiðholtskirkja:Engin guðsþjónusta vegna sumar- leyfa en bent á guðsþjón- ustu í Árbæjarkirkju. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja:Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Dómkirkjan:Messa kl. 11.00. Organleikari Kjartan Sigurjónsson. Dómkórinn syngur. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Elliheimilið Grund:Guðs- þjónusta kl. 10.00. Sr. Bald- ur R. Sigurðsson. Grensáskirkja:Prestar og safnaðarfólk kirkjunnar er í sumarleyfi. Viðhald og við- gerð fer fram á kirkjunni. Prestar í Háteigskirkju ann- ast þjónustu á meðan. Hallgrímskirkja.’Messa og barnastund kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðju- dagur: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja:Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Kópavogskirkja:Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti Stefán R. Gísla- son. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn:Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Vegna sumarleyfa starfsfólks Langholtskirkju er minnt á guðsþjónustu í Bústaða- kirkju sunnudag kl. 11. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja:Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigrún Ósk- arsdóttir. Fimmtudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja:Messa kl. 11.00. Ath. Kirkjubíllinn fer ekki um sóknina. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag- ur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halidórsson. Safnkirkjan Árbæjarsafni: Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ursr. Þór Hauksson. Organ- isti Sigrún Steingrímsdóttir. Seijakirkja:Engin guðs- þjónusta í Seljakirkju vegna sumarleyfa starfsfólks kirkj- unnar sunnudag. Guðs- þjónusta í Seljahlíð laugar- dag kl. 11. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja:Helgi- stund kl. 11 í umsjá sóknar- nefndar. Organisti Kristín Jónsdóttir. Viðeyjarkirkja:Messa kl. 14.00. Organleikari Kjartan Sigurjónsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. Sr. Hjalti Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.