Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1992, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Stjómarskráin og EES-samninguriim á Alþingi:
Björn Bjarnason
í hörðum deilum
- við stjómarandstöðuna um verk fyrri ríkisstjómar í málinu
Bjöm Bjamason, nýkjörinn for-
maður utanríkismálanefndar, átti í
deilum við þrjá ráðherra úr ríkis-
stjóm Steingríms Hermannssonar á
Alþingi í gær. Skýrsla Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráöherra
frá vorinu 1991 var helsta deilumálið
þeirra á milli.
Bjöm vitnaði í skýrslu Jóns Bald-
vins þar sem segir: „Telja verður að
þær stofnanir sem varða valdsvið
sameiginlegra stofnana á evrópska
efnahagssvæðinu falli innan ramma
stjómarskrárinnar, eins og hún hef-
ur verið túlkuð fram að þessu.“
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
skýrsluna hafa verið skýrslu Jóns
Baldvins Hannibalssonar sjálfs en
ekki ríkisstjórnarinnar. Svavar
Gestsson og Steingrímur Hermanns-
son töluðu í svipaða átt. Bjöm
Bjamason óskaði þess að Davíð
Oddsson staðfesti hvað stæði í fund-
argerð ríkisstjómar Steingríms Her-
mannssonar um þetta mál. Davíð
kom í ræðustól og staðfesti að í fund-
argerðinni stæði að skýrsla utanrík-
isráðherra hefði verið rædd í ríkis-
stjórn og þaö ítarlega. En eins og
áður sagði stóð í skýrslunni að vald-
svið sameiginlegra stofnana falli inn-
an ramma stjómarskrárinnar.
Gunnlaugur Stefánsson stýrði
fundi meðan á þessu karpi stóð. Eftir
að Svavar Gestsson var búinn að
koma með tvö andsvör, Bjöm
Bjarnason tvö, Steingrímur Her-
mannsson tvö og Ólafur Ragnar tvö
lokaði Gunnlaugur fyrir fleiri and-
svör. Þá vildi Ólafur Ragnar bera af
sér sakir og það sama gerði Bjöm
Bjarnason og það gerðu þeir oftar en
einu sinni. Davíð Oddsson vildi ræða
þingsköp þegar hann staðfesti fund-
argerð ríkisstjómar Steingríms Her-
mannssonar. Alþingismaður, sem
DV ræddi við, sagði að þar með hafi
Davíð tekið þátt í „gagnfræðaskóla-
leiknum“ þar sem hann vildi ræða
þingsköp en gerði það ekki.
Ólafur Ragnar Grímsson vill að
allar fundargerðir ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar frá því í
desember 1990 þar sem rætt er um
EES veröi lagðar fram.
Björn Bjamason sagði það ekki
vegna virðingar við stjórnarskrá sem
stjómarandstaðan sýndi þeim hluta
málsins svo mikinn áhuga - heldur
væri það póhtískt mál, en ekki lög-
fræðilegt.
Steingrímur Hermannsson sagði
að ef hann væri forsætisráðherra
myndi stjómarskránni verða breytt.
Þær rimmur sem urðu á Alþingi í
gær vom að mati nokkurra viðmæl-
enda DV upphafið aö öðru og meira
þar sem það mikið virðist bera á
milli stjómar og stjórnarandstöðu.
-sme
Verjandi Egils H. Egilssonar í Hótel Höföa:
Alvöruhótel og
alvörupeningar
- sagði reksturinn engan „þykjustunni“ leik
„Egill greiddi fyrir þetta með al-
vörupeningum og hann rekur al-
vömhótel í alvöru. Þetta er enginn
„þykjustmini" leikur," sagði Skúli
Bjamason, lögmaður Egils H. Egils-
sonar í Hótel Höfða, við málflutning
í útburðarmáli því sem Búnaðar-
bankinn er í gegn Agh og greint var
frá í DV í gær.
Skúh mótmælti fuUyrðingum Hró-
bjarts Jónatanssonar, sem fer með
máhð fyrir hönd Búnaðarbankans,
þess efnis að leigusamningar, sem
gerðir hefðu verið við Egjl og við
Ásdísi og Aldísi hf„ þar sem Egill er
stjómarformaður, hefðu verið mála-
myndagerningar en ekki raunvem-
leg viðskipti.
Ferðamiðstöðin Veröld átti hús-
eignina þar sem Hótel Höfði er til
húsa en missti hana á nauðungar-
uppboð. Ferðamálasjóður keypti
eignina og afsalaði sér henni síðan
til Búnaðarbankans. Vegna þess að
Búnaðarbankinn hefur ekki fengið
greidda leigu er útburðarmáhð höfð-
aö.
Skúh Bjamason, lögmaður Egils,
sagði í máhlutningnum að Egill hefði
greitt leigu allt þetta ár og jafnvel
fram á næsta ár til Ferðamiðstöðvar-
innar Veraldar sem er nú gjaldþrota,
eins og kunnugt er.
-sme
Gjaldþrota skóverksmiðja á Akureyri:
Sænskt f yrirtæki vill
annast alþjóðlega
markaðssetningu
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Sænska ráðgjafartyrirtækið Rekt-
us lýsti áhuga sínum á að aðstoða
við alþjóölega markaðssetningu á ís-
lenskum skóm sem framleiddir yrðu
á Akureyri, en athuganir fara nú
fram á því aö endurreisa skófram-
leiöslu á gmnni Skóverksmiðjunnar
Striksins sem varð gjaldþrota í sum-
ar. Jón Hjaltahn Magnússon, um-
boðsmaður Rektus hér á landi, segir
aö á Akureyri sé mikil þekking á
framleiðslu á vönduðum kuldaskóm
auk tækja tíl framleiðslunnar.
Á vegum Iðnþróunarfélags Eyja-
flarðar hf. er unnið að athugim á
endurskipulagningu skóframleiðslu
á Akureyri og Rektus sendi Iðnþró-
unarfélaginu tilboð um alþjóðlega
markaösetningu á framleiðsluvörum
þess fyrirtækis ef af framleiðslu yrði.
I tilboðinu var meðal annars gert ráð
fyrir að fuhtrúi Rektus kannaði hjá
sænskum skósölum hvort þeir hefðu
áhuga á að hluti af vönduðum kulda-
skóm þeirra yrði framleiddur á Ak-
ureyri.
Það er fyrirtæki Jóns Hjaltalíns
Magnússonar, JHM Elas Island, sem
sendi þetta thboö í síðasta mánuði til
Iönþróunarfélags Eyjafjaröar. Gert
var ráð fyrir að kostnaður vegna
þeirrar vinnu, sem í thboðinu fólst,
næmi 800 þúsund krónum, auk 5%
af sölusamningum viö hina erlendu
aðha. Thboðið var í gildi th loka júh-
mánaðar en að sögn Jóns Hjaltahns
náðust samningar ekki. Jón segir að
Rektus hafi ekki getað gengið að því
thboði Iðnþróunarfélagsins að ahur
útlagður kostnaður við markaðs-
setninguna og vinnu viö að fá fram-
leiðslu á þekktum skóm th Akur-
eyrar kæmi inn í fyrirhugaða skó-
verksmiðju sem hlutafé og þaö hefði
ráðið úrshtum. Hins vegar stæði th-
boö Rektus ennþá.
NEMA
Fyrir neðan umferðarljós viö gatnamót Lækjargötu og Hverfisgötu er mikil
skiltamergð. Fyrst kemur biðskyldumerki, siðan merki sem bannar U-
beygju og loks taxa-merki. Neðst er skilti sem leyfir U-beygju strætisvagna
eingöngu. Athugull vegfarandi benti á að tilvist taxa-merkisins á staurnum
væri frekar óijós. Þó má draga þá ályktun að leigubílar megi einnig taka
U-beygju. En svona tilhögun gerir ekkert annað en rugla vegfarendur í rím-
inu. DV-mynd JAK
Mosfellsbær:
Happa*
þrenna
olli slysi
Ekið var á kyrrstæðan bíl í
Mosfehsbæ siöasthðinn fóstudag.
Engin slys urðu á fólki. Þetta er
svo sem ekki i frásögur færandi |
nema hvemig óhappið bar að.
Kona var að koma á bíl sínum
eftir Vesturlandsvegi þegar hún
ók aftan á kyrrstæðan bh í veg-
kantinum. Þar lá maður undir
bílnum og var að gera viö púst-
röriö. Hann slapp frá óhappinu
meö rispur á hendi.
Bíll konunnar var ekki á mik-
illi ferð. Samkvæmt heimildum
DV var hún að teygja sig eftir
Happaþrennu, sem dottið hafði
niöur á gólf bílsins, þegar hún ók
bhnum aftan á kyrrstæða bílinn
í vegkantinum. Flytja þurfti ann-
an bhinn nokkuð skemmdan af
vettvangi með kranabh.
-bjb
Olíufélögin þrjú lækkuöu öli
bensínverðið í morgun. Ástæða
þessarar lækkunar er lágt gengi
dollars.
Skeijungur lækkar verðið á öli-
um þremur tegundum bensíns.
Lækkunin er mismunandi eftir
tegundum en verður frá 70 aur-
um og upp í 1,50 krónur. Ohufé-
lagið lækkar lítrann af 92 oktana
bensíni um eina krónu og kostar
hann nú 56,70 krónur, 95 oktana
um 1,50 og kostar 59,70 krónur
og 98 oktana um 1,10 og kostar
þá 63,50 krónur. Olís lækkaði sitt
verð einnig og samkvæmt upp-
lýsingum þaðan er það á svipuð-
um nótum og hjá samkeppnisað-
ilunum.
-ari
„McDonaldsIóðin“:
Verslunarskól-
inn vill lóðina
-útboðifrestað
Á borgarráðsfundi í gær var
ákveðið að bíða meö aö taka
ákvörðun um almennt útboð á
lóðinni að Ofanleiti 2. Lóðin er
mjög eftirsótt og nýlega sóttu for-
svarsmenn fyrirhugaðs McDon-
aids veitingastaðar um hana.
Thlaga um að bjóða lóðina út
var lögð fram í borgarráöi fyrir
rúmrí viku. Ástæða frestunar-
innar nú er sú að umsókn hefur
borist frá Verslunarskólanum
um nýtingu lóðarínnar en skól-
inn stendur við hhðina. Ákveðið
var aö skoða umsókn Verslunar-
skólans fram að næsta fundi
borgarráðs.
-ari
Athugasemd
frá Eykon
Eyjóifur Konráð Jónsson al-
þingismaður hefur sent frá sér
athugasemd vegna ummæla sem
hann viðhafði í viötaii við DV á
laugardag. Athugasemdin er svo
hljóðandi:
„í viötaii við DV sl. laugardag
segi ég m.a.:
„.. Eg hygg að þessi aðför gegn
mér sé runnin undan rifium Jóns
Baldvins og að Davíö haíl þó axl-
aö þá byröi fullkomlega."
Síðan þessi orö birtust hef ég
orðið margs vísari og tel mig nú
vita aö það sem um Jón Baldvin
er sagt í þessari málsgrein sé
rangt. Er mér ljúft og skylt að
greina frá því. Jafnframt bið ég
hann afsökunar.“