Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1992, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992. Fréttir Trausti Þorláksson, stjómarmaður Silfur stj ömunnar í Öxarfirði: Uppbygging stöðvarinnar gengið með eindæmum vel stöðin framleiðir sjálf sitt súrefni og fullkomin fóðurverksmiðja er risin við stöðina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er óhætt að segja að upp- bygging stöðvarinnar hefi gengið með eindæmum vel og við höfum ekki orðið fyrir neinum skakkafóll- um. Við erum enn í uppbyggingar- starfi og það er þungt að greiða niður stofnlán en við horfum bjart- sýnir til framtíðarinnar. Það er al- veg ljóst að Silfurstjarnan er komin til að vera,“ segir Trausti Þorláks- son sem á sæti í stjóm fiskeldis- stöðvarinnar Silfurstjömunnar hf. í Öxarfirði við DV. Geysileg uppbygging hefur átt sér stað á athafnasvæði fyrirtækisins en þar hófust framkvæmdir í maí árið 1989. Hver áfanginn í uppbygg- ingunni hefur rekiö annan og það nýjasta er bygging fullkominnar fóðurverksmiðju. Þar verður fram- leitt bæði þurrfóður og blautfóður og tölvukerfi í verksmiðjunni sér um að senda viðkomandi fóður í hin ýmsu ker úti á lóðinni, allt eft- ir því hvernig fóður á að fara í hvert ker hverju sinni. Stöðin er geysilega vel útbúin frá öryggissjónarmiði. Stöðin, sem notar um 1,5 megawött af raf- magni, hefur yfir að ráða 5 megaw- öttum og verið er að setja upp þriðju varaaflsvélina upp á 1,5 megawött. Þá er 24 tíma öryggis- vakt í stöðinni alla daga ársins og segir Trausti að það fyrirkomulag hafi margborgað sig. Tölvukerfið gerir strax viðvart sé einhver hætta á ferðum og gefur frá sér hljóð- merki og fljótlegt er að lesa af töfl- um í stjómstöð hvar bilun er og koma viðgerð við. Trausti segir að sölumál fyrir- tækisins séu í mjög góðu lagi. „Við höfum unnið allt okkar markaðs- starf sjálfir, seljum alla okkar framleiðslu úr landi mOliliðalaust og fáum hæsta verð sem fáanlegt er. Við höfum beinlínis leitað þeirra markaða þar sem hæsta verð er greitt. Þessir markaðir eru í Frakklandi, Englandi og í Banda- ríkjunum. Þessu hefur fylgt að við höfum orðið að byggja allt upp samkvæmt ýtrustu kröfum og þaö hefur verið gert.“ Nær helmingur bleikja Segja má að hjá Silfurlaxi séu um 60% framleiðslunnar lax en um 40% bleikja. Varðandi hagræðingu í fyrirtækinu segir Trausti að með tilkomu fóðurverksmiðjunnar á staðnum náist fram verulegur spamaður, enda hafi stöðin keypt fóður fyrir um 5 milljónir króna á mánuði. „Öll hreyfing á þessum kostnaðarhð gefur okkur verulega mikið til baka,“ segir Trausti. Reiknað er með að stöðin selji fyrir um 200 milljónir króna í ár og mun sú upphæð tvöfaldast á næstu árum. „Þetta er allt saman útlendir peningar sem koma inn í landið fyrir íslenska framleiðslu og það hlýtur að muna um það. Þetta er því mjög hagstætt dæmi þjóð- hagslega séð. Svo má ekki gleyma því hversu gífurlega mikla þýðingu þetta hefur fyrir sveitarfélagið hér. Hjá fyrirtækinu eru um 30 ársverk og það er geysilega mikið í okkar sveitarfélagi," sagði Trausti. Trausti Þorláksson fylgist með tveimur starfsmönnum stöðvarinnar vinna við flokkun á bleikju. ^ DV-mynd gk Enn á hálfum afköstum Silfurstjaman er í eigu Byggða- stofnunar og fjölmargra heimaað- ila sem eru undir nafni Seljalax. Fyrirtækið rekur einnig seiðaeldis- stöð að Sigtúnum og er með rekstur Árlax á Kópaskeri á leigu. Á síð- asta ári nam framleiðsla Silfurlax hf. 420 tonnum, áætlað er að fram- leiða 550 tonn á þessu ári og er stöð- in þó enn á hálfum afköstum. „Við sjáum fram á að eftir 2-3 ár verði stöðin komin í full afköst og fram- leiði þá 1000 tonn á ári. Hér verður allt til þess, vatn, rafmagn, súrefn- isframleiðsla og fóðurverksmiðja," segir Trausti. Dómsúrskuröur: Bæjarsjóður Ólafsfjarðar greiði rúmar 7 milljónir Helgi Jónasscm, DV, Ólafefiröi: Dómur er fallinn í máli Búnaðar- bankaris gegn Ólafsfjarðarbæ. Aðal- krafa stefnanda var að Ólafsfjarðar- bær verði dæmdur til þess að greiða Búnaðarbankanum 16 milljónir króna ásamt 33,6% vöxtum frá 1. des. 1988 tíl 21. febrúar 1989. Greiðsl- ur þessar tengjast ábyrgð Ólafsfjarð- arbæjar á bakveði á afurðum Sævars hf. sem varð gjaldþrota í desember 1988. í máli Ólafsfjarðarbæjar kom fram aö stefnandi lýsti ekki kröfum í búið og hélt því fram að ábyrgðaryfirlýs- ingin hefði ekki gildi lengur og hefði fallið niður vegna vanlýsingar Bún- aðarbankans Niðurstaða dómþingsins á Akur- eyri varð sú að Ólafsfjarðarbæ var gert að greiða rúmar 7 milljónir króna, aúk vaxta, en hvor aðili um sig beri sinn hluta málskostnaðar. Bæjarráð Ólafsfjarðar fjallaði um málið á fimmtudag og gera menn fastlega ráð fyrir að áfrýja en endan- leg ákvörðun hefur þó ekki verið tek- in. Akureyrarliðin í 1. deild í knattspymu: Ovissa um sjónvarp frá útileikjunum Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: „Því miður hafa undirtektir þeirra fyrirtækja sem við höfum leitað til um fjárstuðning varðandi þessar út- sendingar ekki verið nægjanlega góðar svo framhaldið er í óvissu,“ segir Eiður Stefánsson en hann er einn þeirra sem stóðu að beinni sjón- varpsútsendingu frá leik Víkings og Þórs í 1. deild í knattspyrnu í Reykja- vík á dögunum. Leikurinn var sýnd- ur á dreifikerfi Stöðvar 2 nyrðra. Til stóð að halda þessum útsend- ingum áfram og sýna þá útileiki KA og Þórs sem eftir eru en sem fyrr sagði er allt í óvissu með framhaldið. Heildarkostnaður viö .útsendingu á einum leik er um 300 þúsund krónur og þar af er gjald fyrir afnot af ljós- leiðara um 120 þúsund. „Okkur vantar peninga til þess að af þessu geti orðið og erum nú að kanna það hvort einhver fyrirtæki eru tilbúin að leggja þessu lið en út- litið með það er ekki bjart,“ sagði Eiður Stefánsson. Raufarhöfn: „Pinklar" Alþing- is gera okkur erfittfyrir - segir Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er gott hljóð í okkur hér á Raufarhöfn þrátt fyrir að ýmsir „pinklar" sem Alþingi lagði á sveit- arfélögin í upphafi ársins hafi gert okkur erfitt fyrir varðandi fram- kvæmdir. Boðskapurinn hljóðaði upp á að eyða sem minnstu, gera sem minnst en sjá ríkissjóði fyrir auknum tekjum vegna þess að ekki ætti að leggja á aukna skatta. Þetta þýðir auðvitað að við höfum orðið að fara okkur hægt í framkvæmd- um,“ segir Guðmundur Guð- mundsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn. Framkvæmdir á vegum Raufar- hafnarhrepps í sumar hafa aðal- lega snúist um frágang kantsteina við götur í bænum, ýmis viðhalds- verkefni og snyrtingu. Þrátt fyrir að framkvæmdir hafi verið skom- ar niður segir Guðmundur að ekki hafi verið um atvinnuleysi að ræða. Guðmundur Guðmundsson, sveit- arstjóri á Raufarhöfn. „Horfum til þess að auka fjölbreytni í atvinnu- lífinu.“ DV-mynd gk „En atvinnulífið er einhæft hjá okkur, Raufarhöfn er eindregið sjávarpláss en við emm auðvitað að horfa til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífinu, t.d. í ferðaþjónustu. Þar er um samstarfsverkefni að ræða sem nær yfir báðar Þingeyj- arsýslumar. Við höfum upp á ýmislegt að bjóða ferðamönnum, s.s. fuglalíf sem er það mesta hér á landi utan Mývatnssvæðisins." Guðmundur segir að loðnan hafi bjargað miklu fyrir Raufarhafnar- hrepp. Þangað kom mikil loðna á síðustu vetrarvertíð og nú á haust- vertíðinni hefur þegar borist meira af loðnu en á allri vertíðinni í fyrra. „Það er hins vegar þannig að það er erfitt að treysta á loðnuna og það gerir okkur erfitt fyrir um gerð fjárhagsáætlana. En það þýðir ekk- ert að vera með neinn barlóm og það er létt yfir mönnum hér um þessar mundir og atvinnulífið gengur vel,“ segir Guðmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.