Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1992, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992.
25
Sláum ekki slöku við fyrr en við fáum gjaldeyrinn ókeypis i Seðlabankanum, segir greinarhöf. m.a.
Á „hreinum er-
lendum lánum“
Árið 1992 fá íslendingar tilefni til
að fagna ýmsum stóráföngum í
sögu þjóðarinnar. Þess ber fyrst að
geta að íbúatala höfuðborgarinnar
fór yfir 100.000 og éru þá ekki tald-
ir með íbúar nágrannasveitarfélag-
anna eins og Kópavogs, Hafnar-
íjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæj-
ar og Seltjarnarness. Er því ekki
ólíklegt að þjóðin fái tilefni innan
skamms til að halda upp á það að
íbúar höfuðborgarsvæöisins verði
200 þúsund.
Árið 1992 fóru erlendar skuldir
íslendinga yfir 200 milljarða og
verður það að teljast góður árangur
í baráttunni gegn óhagkvæmri
framleiðslu og byggð í þessu landi.
í nokkra áratugi hefur íslending-
um tekist að halda í skeíjum verði
nokkurra helstu gjaldmiðla heims
og veröur það að teljast kraftaverk
hjá ekki stærri þjóð.
íslenska krónan hefur sem sagt,
með stuðningi erlendra lána, kom-
ið í veg fyrir áð gífurleg umframeft-
irspum eftir erlendum gjaldeyri
hleypti verði hans upp. Arið 1991
tókst okkur, talsmönnum mark-
aðshyggiunnar á íslandi, að koma
í veg fyrir að umframeftirspum
upp á 18 milljarða króna ákvarðaði
verð erlends gjaldeyris með því að
taka þá upphæð að láni erlendis.
Húrra fyrir okkur! Árið 1992 ætlum
við að leika sama leikinn.
Truflar eðlilega samkeppni
Eitt af því sem okkur er ekki aö
skapi er að Byggðastofnun, og
nokkrir gjörgæslusjóðir sem lands-
byggðarlýðurinn hafði til umráða,
hafa, að því er best verður séð,
verið að henda peningunum okkar
út í vindinn. Að vísu ekki nema
nokkrum milljörðum, en það er
sama, svona afskiptasemi truflar
eðlilega samkeppni og þróun mark-
aðarins og því ber að stöðva hana
nú þegar.
íslenska hagkerfið verður okkur
markaðshyggjumönnum varla að
skapi fyrr en búið verður að koma
í veg fyrir truflanir af völdum
óhreinna atvinnuvega, eins og
sjávarútvegs og landbúnaðar, og
við getum byggt hagkerfið okkar á
„hreinum erlendum lánum“.
Hundrað þúsundasti höfuðborg-
arbúinn og tvö hundruð milljarða
króna erlendu skuldimar eru ekki
einu fagnaðarefnin um þessar
mundir. Okkur hefur líka tekist að
koma íbúatölu Vestfjarða niður
fyrir tíu þúsund og hefur þannig
gengiö nokkuð vel í hreinsun þess
svæðis.
Varla er hægt að tala um að
markaður sé þar lengur, og hlýtur
forgangsmál okkar markaðs-
hyggjumanna að vera það að
hreinsun þess svæðis verði lokið
KjaUarinn
Sveinbjörn Jónsson
sjómaður
sem fyrst. Þá getum við einbeitt
okkur að kjama málsins sem hlýt-
ur að vera sá að búa til samþjappað
hagkerfi sem gengur fyrir „hrein-
um erlendum lánum“ - og engu
öðra.
Ef einhverjum skyldi detta í hug
að hægt sé að snúa við á þessari
heillabraut vil ég benda honum á
að það tæki óhreinu atvinnugrein-
amar okkar 2-3 ár að framleiða
fyrir öllum skuldunum og yrðum
við þá að gera okkur að góðu að
vinna kauplaust, lifa á íslenskum
fiski, íslensku kjöti, Þykkvabæjar-
kartöflum og íslensku ylræktar-
grænmeti allan tímann. - Oj bar-
asta!
En við þurfum víst ekki að hafa
áhyggjur af því að það verði gert
því þeim sem reyna að troða upp í
okkur slíku msli fækkar ört, sem
betur fer. Við getum því ótrufluð
lagt leið okkar í KRON og keypt
okkur ekta útlenska matvöm sem
flutt er inn fyrir „hrein erlend lán“.
Nóg er matarholan
í útlöndum
En það er ekki bara á efnahags-
sviðinu sem við efnishyggjumenn
höfum ástæðu til að fagna góðum
sigrum. Öldum og árþúsundum
saman hefur mannkynið spreytt
sig á að ná sambandi við æðri mátt-
arvöld sem búa á himnum. Stofnað
hefur verið til hinna ýmsu trúar-
bragða í þessum tilgangi en nú hef-
ur okkur efnishyggjumönnum tek-
ist að vinna umtalsveröan áfanga-
sigur í þessari baráttu. Okkur hef-
ur tekist að framleiða efni sem
rjúfa skilin milli himins og jarðar,
þ.e. gera gat á himininn og ætti það
að auðvelda mjög samskiptin.
Við íslendingar erum engir aum-
ingjar í þessum efnum þó fáir sé-
um. Okkur hefur tekist að fá vam-
arliðið okkar til að dæla löglegum,
ófáum tonnum af halonefnum út í
loftið og auk þess höfum við með
frystitogaravæðingu stóraukið út-
streymi freons. Búast má við að
innan tíðar takist að koma á góðu
sambandi milli himins og jarðar
fyrir okkar tilstilli.
Ýmislegt hagraeði mun fljótlega
fylgja ofangreindum aðgerðum.
Búast má við að böm verði heima-
kærari á daginn og að fmmstæð
störf sem krefjast útivistar eins og
sjómennska á opnum bátum og
búskapur verði fljótlega af lögð og
þurfum við því ekki að hafa áhyggj-
ur af styrkjum til þeirra öllu leng-
ur.
Já, það er fleira sem við, tals-.
menn réttlátrar samkeppni á ís-
landi, höfum ástæðu til að fagna
yfir. Nýlega upplýsti ráðherra að
íslensk löggjöf næði ekki yfir fyrir-
tæki sem náð hefðu ákveðinni
stærð og það er ekki við því að
búast að kunningi minn einn, sem
á trillu, fái ósk sína uppfyllta en
hann bjóst við að kvóta, í eigu
Granda og nokkurra annarra stór-
fyrirtækja, yrði skipt milli hans og
annarra löglegra kvótaeigenda í
landinu. Nei, takk, ekkert múður,
lögin í þessu landi era til að halda
smælkinu undir motturmi en ekki
til að hindra eðlilega þróun hins
heilaga markaðar.
Það er ljóst að við talsmenn
fijálsrar verslunar höfum mikla
ástæðu til að fagna á þessum
merkilegu tímamótum en við meg-
um ekki leyfa okkur að slá slöku
við fyrr en við fáum gjaldeyrinn
ókeypis í Seðlabankanum. Það
hlýtur að vera nóg matarholan í
útlöndum svo hægt sé að uppfylla
þessa réttmætu kröfu okkar sem
er forsenda ftjálsrar verslunar í
þessu blessaði borgríki okkar. - Til
hamingju!
Sveinbjörn Jónsson
„ ... hagkerfið verður okkur markaðs-
hyggjumönnum varla að skapi fyrr en
búið verður að koma 1 veg fyrir truflan-
ir af völdum óhreinna atvinnuvega eins
og sjávarútvegs og landbúnaðar... “
Kennarar
Kennara vantar að Grenivíkurskóla til að kenna
handavinnu og bóklegar greinar.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma
96-33118 eða 96-33131.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
Rarik 92006 6,3 MVA aflspennir
Opnunardagur: Þriðjudagur 6. október 1992 kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
fimmtudegi 27. ágúst 1992 og kosta kr. 1.000 hvert
eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118, 105 Reykjavík
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
Rarik 92005 22 kV rofabúnaður
Opnunardagur: Föstudagur 2. október 1992 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum
þeim þjóðendum sem þess óska.
Útþoðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
fimmtudegi 27. ágúst 1992 og kosta kr. 1.000 hvert
eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118, 105 Reykjavík
MMC
V-6 3000,
ekinn
, iangur, árgerð 1989,
5 dyra, blár,
<r. 1.850.000
AjÖg gott eintak.
MAÐ/fí BÍLAfí
Hekluhúsinu, Laugavegi 174
TIL SÖLU