Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. Fréttir Tvíhöföanefndin skilar tillögum innan tíðar: Hvað sem við leggjum til mun valda deilum - veiðileyfagjaldið erfiðast viðureignar, segir Magnús Gunnarsson Tvihöíðanefndin svokaliaða, sem vinnur að endurskoðun laga um stjóm flskveiöa, á og mun skila til- lögum sínum í haust. Þeir þingmenn, sem DV hefur rætt við um þetta mál, fuilyrða að endurskoðun fisk- veiðistjómunarinnar verði erfiðasta mál sem núverandi ríkisstjóm muni fá til umfjöllunar og afgreiðslu á ferh sínum. „Það má segja að þetta mál sé á afar viðkvæmu stigi og ég hef haft það fyrir reglu að segja sem minnst um störf okkar fyrr en þeim er lokið. Við ætlum að ljúka störfum og skila af okkur í haust. Það er þegar gífur- lega mikilli vinnu lokið. Það er hins vegar engin laummg að of mikil vinna og orka hefur farið í að reyna að sætta sjónarmið manna og þá al- veg sérstaklega um veiðileyfagjaldiö. Þar em menn mjög á öndverðum meiði. Annars er þetta mál þannig vaxið að ég held að það sé alveg sama hvemig tillögur okkar verða, þær munu valda deilum. Stjómun fisk- veiðanna mun alltaf valda deilum," sagöi Magnús Gunnarsson, annar tveggja formanna tvíhöfðanefndar- innar. Varðandi veiðileyfagjaldið sagði Magnús að það væri mjög erfitt fyrir atvinnurekendur í sjávarútvegi að viðurkenna, við þær aðstæður sem sjávarútvegurinn býr um þessar mundir, frekari skattlagningu á greinina með því að setja á veiöi- leyfagjald. Um þetta mál væm því harðar deilur. Um það hvort stjórna eigi fiskveið- unum með kvótakerfi eða einhverju öðm stýrikerfi sagði Magnús að þar hefði svo sem ekkert nýtt komið fram. „Við erum búnir að fara í gegnum þá umræðu alla oftar en einu sinni. Það stýrikerfi sem Einar Oddm- benti á fyrir skömmu er ekkert nýtt fyrir okkur. Um það og fleiri aðferðir hef- ur verið rætt margoft. Spumingin er að reyna að finna skynsamlegustu leiðina sem minnstar deilur yrðu um,“ sagði Magnús. Hann sagði að mesta vinnan hjá nefndinni hefði verið að fara í gegn- um stöðu sjávarútvegsins í heild. Hvemig hægt væri að nálgast vanda- málið sem hún stendur nú frammi fyrir. Eins hvemig hægt væri að gera úr ástandinu vænlega atvinnugrein á alþjóðlegan mælikvarða. „Mér finnst það vera mikilsverðara verkefni fyrir okkur að finna leið til að gera sjávarútveginn að atvinnu- grein sem stendur undir lifskjörum okkar til frambúðar, heldur en eilífar deilur mn hvort greiða á veiðileyfa- gjald eöa ekki fyrir kvótann," sagði Magnús Gunnarsson. -S.dór Þetta furðulega hjól sást nýlega á götum Selfossbæjar og vakti það athygli fréttaritara DV sem tók eigendurna tali. Ungu herramennirnir, sem sitja á hjólinu, eru nýfluttir til Selfoss. Þeir eru bræöur og heita Haukur Þórir, 11 ára, og Einar Örn, 7 ára. Afi þeirra, Jón Haukur, hannaði og smíðaði hliðarstólinn á hjólið en þar getur iitli bróðir setið á meðan sá stóri puðar við að hjóla. Þeir bræður virðast vera viðskipta- og framkvæmdamenn því ekki eingöngu safna þeir dósum í kassann á hjólinu heldur sögðust þeir ætla að selja vagninn og smiða annan ennþá stærri. DV-mynd Kristján Starfsmannastjóri hjá íslenskum aðalverktökum: Uppsagnir sjálfgef nar fáum við ekki verkefni - starfsmönnumhefur fækkaðuml3prósentáárinu „Það em verkefni sem við höfum verið að bíða eftir og það sér ekkert fyrir endann á þvi eins og er. Það hefur því ekki verið tekin afstaða til þess ennþá hvort einhverjum verður sagt upp um mánaðamótin,“ sagði Ólafur Thors, starfsmannastjóri ís- lenskra aðalverktaka, í samtah við DV. Frá 1. ágúst hefur 51 starfsmanni verið sagt upp hjá fyrirtækinu. Flest- ir úr þessum hópi láta af störfum í október en sumir um áramótin. Starfsmannafj öldinn mun því minnka úr 430 niður í um 380. Hér er um rúmlega 13 prósenta fækkun að ræða. Blikur em á lofti um hvort fleiri uppsagnir verða hjá fyrirtæk- inu á næstunni, jafnvel um næstu mánaðamót. „Það er náttúrlega verið að skoða málin í augnablikinu. Við eram að bíða eftir ákveðnum niðurstöðum sem hggja ekki fyrir ennþá. Við sjáum það sjálfir að ef við fáum eng- in verkefni er það náttúrlega sjálfgef- ið að segja fólki upp. En af því að við erum með fastan kjama af fólki, sem er búið að vera hér í gegnum árin, erum við ekkert að flýta okkur með uppsagnir. Við viljmn frekar bíða mánuði lengur en skemur. Vamarmáladeild utanríkisráðu- neytisins sér um samninga um verk- efni - við bíðum eftir niðurstöðum þaðan. Þegar þær koma verðum við að gera ráðstafanir, að segja upp ein- hverjum fleiri en orðið hefði ella. Hvort það verður um þessi mánaða- mót eða þau næstu verður að koma í ljós. Þegar að því kemur að þetta kemst á það stig að það verður ekki aftur snúið verður töluvert um upp- sagnir héma, hvort sem það verður á þessu ári eða því næsta,“ sagði Ólafur Thors. -ÓTT NU ER 1. VINNINGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.