Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. Utlönd Norman Lamont, í] ármálaráðherra Bretlands, um Þjóöverja: Verða að breyta stef nunni Kurda mvrtír Fjórir leiðtogar Lýðræðisilokks Kúrda vora myrtir seínt í gær- kvöldi þar sem þeir sátu í bakher- bergi á grískum veitingastað i Berlín. Einn lifði ái-ásina af. Lögreglan í Berlín segir að tveir menn vopnaðir vélbyssum hafi ráðist inn í herbergið og skotiö mennina en þriðji maöurinn beiö á verði fyrir utan. Mannanna er nú leitað. Kúrdarnir voru allir tyrkneskir ríkisborgarar. Ekkert hefur enn komiö fram sem skýrir hverjir voru þarna að verki og hvers vegna. Reuter Norman Lamont, fjármálaráö- herra Bretlands, sagði í morgun aö Þjóðverjar yrðu að breyta efnahags- stefnu sinni áður en Bretar tækju aftur þátt í gengissamstarfi Evrópu- bandalagsins. Bretar sögðu sig úr samstarfinu á miðvikudag eftir að gengi pundsins haföi lækkað mjög á gjaldeyrismörk- uöum. Lamont sagöi í viðtali við breska útvarpið, BBC, að stjómin þyrfti að hugsa sig vandlega um áður en pund- ið færi aftur inn í gengiskerfi EB. í fyrsta lagi hvort staðan á gjaldeyris- mörkuðunum heföi breyst. í öðra lagi yrðu Bretar að vera fullvissir um að stefnu þýskra stjórnvalda, sem hefur valdið miklum hluta þeirr- ar spennu sem hefur ríkt innan geng- iskerfisins, verði breytt. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í grein í þýsku blaði í morgun að Þjóðverjar gætu lækkað vexti ef stjórnvöld héldu fast viö áætlanir um spamað í útgjöldum ríkisins. Þýskur hagfræðingur sagði í við- tali við þýska sjónvarpið í morgun að þýski seðlabankinn ætti að lækka vexti og kenndi honum um óróann innan evrópska myntsamstarfsins undanfarna daga. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði þegar hann kom úr kvöldverð- arboði með Giuliano Amato, forsæt- isráðherra Ítalíu, í gærkvöldi að ákvörðunin um að leyfa Bretum að draga sig út úr gengissamstarfmu og leyfa gengi ítölsku lírunnar að fljóta þýddi alls ekki endalok myntsam- starfsins innan EB. Þegar gjaldeyrismarkaðir vora opnaðir í London í morgun var gengi pundsins örlítið lægra en við lokun í gærkvöldi. Reuter Aform um sink- hreinsistöðá Grænlandi Kanadiska rannsóknarfyrir- tækið Platinova ætlar að kanna möguleikana á því að reisa sink- hreinsistöð í nágrenni Nuuk, höf- uðstaðar Grænlands. í tengslum við gangsetningu vatnsorkuvers viö Nuuk á næsta ári vill landstjórnin þróa nýjan iönað á Grænlandi sem gæti nýtt sér ódýra raforku úr fyrsta vatns- orkuveri landsins. Sinkhreinsistöðvar eru mjög háðar lágu raforkuverði og vatnsorkuverið getur tryggt það. Þar að auki er nútíma flugvöllur við Nuuk og hægt er að sigla skip- um þangað allt árið. Skipasam- göngur eru til Evrópu og skipin sigla tóm frá Grænlandi. Þaö er því nóg pláss fyrir framleiðslu hreinsistöðvarinnar. Steingemngur afóþekktu pokadýrifinnst Visindamenn telja að bein sem fundust í norðurhéraðum Ástral- íu tillieyri óþekktum hópi risa- pokadýra sem voru uppi fyrir fjórum milljónum ára. „Viö höfum aldrei séð svona áður. Beinin eru annaðhvort frá tímaskeiði sem við þekkjum ekki eða frá tímaskeiði sem við þekkj- um en af tegund sem við höfum aldrei séð fyrr,“ sagði Mike Arch- er, kennari í steingervingafræði viö háskólann í Nýja Suður- Wales. Dýrið hefúr verið á stærö við kú og af því fundust m.a. kjálka- bein. Archer sagði að beinin sýndu að dýrið hefði haft mjög langa tungu. HöllSaddams endurbyggðá 79dögum Verkfræðingar og bygginga- verkamenn unnu dag og nótt að því að endurbyggja aðalforseta- höll Saddams Husseíns íraksfor- seta og luku verkinu á sjötiu og níu dögum. Frá þessu var skýrt í dagblaðinu al-Thawra, málgagni stjórnarflokksins. Höllin skemmdist mikið í sprengjuárásum bandamanna í Persaflóastríðinu. Hún er þekkt undir nafhinu „heimili alþýö- unnar“. Ráðstefnaum reykingafrið haldiníKöben Háttvísír reykingamenn og umburðarlyndir reykleysingjar frá tuttugu og tveimur löndum ætla að efna til ráöstefnu í byijun október í Kaupmannahöfn. Ráöstefnan heitir því ágæta nafhi „reykingafriður 92“ og þar er meiningin aö reyna að finna leiðir til að draga úr árekstrum í hvunndagslífinu milli þeirra sem reykja og hinna sem ekki reykja. Vildiekkiverða hóra og misstí aðrahöndina Maður nokkur í Malasíu varð svo reiður yfir því að unglings- stulka, dóttir hans, vildi ekki ge- rast vændiskona að hann hjó af henni aöra höndina, að sögn ráð- herra i stjórn Malasíu. Ráðherrann skýröi ekki nánar frá atvikinu en sagði eimúg frá því að í öðru tilviki hefðu hjón reynt að þvinga þrjár dætur sínar til að stunda vændi. Ritzau og Reuter FORSYNINGA GEGGJAÐRIGRINMYND KALIFORNlUMAÐURINN WHBtE 1HE STONE AGE MEETSIHE ROCKH A CHILUN' NEW COMEDV IN FULL NEANDERVISION HOliyWOOD PICTURESp*** „„TOUCWOOD PACIFIC PARTNERSI "CAUFORNIA MAN" SEANASTIN BRENDAN FRASER MEGANWARD MARIETTE HARTLEy RICHARD MASUR^PAULY SHORE MICHAEL ROTENBERG “^J. PETER ROBINSON &SERIC SEARS, AC.E. ^JAMESAIIEN ^ROBERTBMNKMANN HILTON GREEN ^GEORGE ZALOOMaSHAWN SCHEPPS ^SMWNSCHEPPS ^SGEORGEZALOOM œiísbssr ^SLESMAyFIEID Co-Executwe Produce Execuove Producer ©HOaWOOO POJRES COMP/W MLLVWNI MCTUItS* THAWING SOON AT A THEATRE NEAR YOU KALIFORNÍUMAÐURINN ER NÚ EIN AF TOPPMYNDUNUM í EVRÓPU. KALIFORNÍUMAÐURINN, GEGGJUÐ GRÍNMYND SEM KEMUR ÖLLUM í GOTT SKAP. FORSÝNING í KVÖLD KL. 11.30 í A-SAL í THX.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.