Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. Fréttir_______________________________ Ný þjóðhagsáætlim fyrir 19931 burðarliðnum: Útlitið ekki eins dökkt og á horf ðist - jafnvel gæti orðið um hagvöxt að ræða en viðskiptahallinn eykst Samhliða íjárlagavinnu ríkis- stjómarinnar er unnið að gerð nýrrar þjóðhagsáætlunar fyrir næsta ár í Þjóðhagsstofnun, Seðla- bankanum og fjármálaráðuneyt- inu. Aðilar frá þessum stofnunum munu koma saman til vinnufundar næstkomandi mánudag til að spá sameiginlega í spiiin nú eftir að ríkisstjómin hefur kynnt íjárlaga- ramma næsta árs. Formlega verð- irn ný þjóðhagsáætlun hins vegar ekki kynnt opinberlega fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt heimildum DV er út- litið í efnahagsmálum þjóöarinnar ekki eins dökkt og fyrri spár Þjóð- hagsstofnunar og ýmissa hags- munasamtaka hafa sagt fyrir um. Allt bendir nú til að samdrátturinn 1 landsframleiðslu verði vel innan við 1 prósent á næsta ári og jafnvel geti orðið um hagvöxt að ræða. Á hinn bóginn mun viðskiptahallinn aukast milli ára vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að setja 2 milljarða aukalega í fram- kvæmdir. í upphafi fjárlagavinnu ríkis- stjórnarinnar vom taldar líkur á umtaisverðum samdrætti í lands- framleiðslu næsta árs. Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um aflaheimildir ársins hljóðaði spá Þjóðhagsstofnunar hins vegar upp á 1 til 1,5 prósenta samdrátt. Samkvæmt þjóðhagsáætlun fyrir 1992, sem Þjóðhagsstofnun kynnti þegar fjárlagafrumvarp ríkis- stjómarinnar var lagt fram síðastl- iðið haust, var gert ráð fyrir að landsframleiðsla þessa árs yrði 378,9 milljarðar og að viðskipta- hallinn yrði 16,9 milljarðar. Nú bendir hins vegar allt til þess að landsframleiðslan verði 385 millj- arðar og að viðskiptahallinn verði um 14,6 milljarðar. -kaa Gyffi Enstjánsson, DV, Akureyrí: Fjöidi ökumanna á Akureyri hefur þurft að seilast í budduna sína nú í vikunni og borga 2 þús- und króna sekt vegna þess að þeir hafa ekki haft bilbeltin spennt í tilefni norrænnar umferðar- viku hefur lögreglan á Akureyri fariö tvisvar á sólarhring í um klukkustund hvert sinn og kann- að böbeltanotkun. Fyrstu þijá daga vikunnar voru um 50 öku- menn stöðvaðir vegna þess að bílbeltin voru ónotuð, þar af 23 í fyrradag. Ökumenn hafa því litið upp úr því annað en óþægindi, öryggisleysi og fjárútlát aö spenna ekki beltin. Biskup íslands um Víghóladeiluna: Verst fyrir söfn- uðinn og leiðin- legt fyrir mig - sér ekki hvemig friður á að komast á aftur „Þetta er ótrúlega erfitt mál og að munurinn skuli hafa verið svona lít- ill gerir það ennþá verra. Þetta er auðvitað verst fyrir söfnuðinn en líka leiðinlegt fyrir mig sem biskup kirkjtmnar. Ég hef haft af þessu miklar áhyggjur og ítrekað talað viö fólkið, bæði sóknarnefndina og eins andstæöinga byggingarinnar. Þetta setur ansi mikinn skugga á dvöl mína héma sem hefur að öðru leyti verið hin ánægjulegasta“, segir Ólaf- ur Skúlason, biskup íslands, um þá stöðu sem upp er komin í Digranes- sókn. Ólafur er staddur i Madras á Indlandi þar sem hann situr fund Lúterska heimssambandsins. Ólafur kemur heim mánudaginn 28. september. Hann sagðist ætla að ræða við fólkið strax og heim kæmi, að því tilskildu að ekkert hefði breyst, en sagðist ekki sjá neitt sem hann gæti gert núna. „Það er búið aö blása þama tii slíkra fylkinga að ég sé ekki hvemig friður á að komast á aftur í söfnuðin- um.“ Ólafur sagði alveg út í loftið að færa sóknarmörk Digranessóknar. í Hjallasókn ætti íjölgunin eftir að verða. „Hjallasókn verður eftir nokkur ár fjölmennasta sóknin í Reykjavíkurprófastsdæmi. Jafnvel þó þessi sneið komi ekki í viðbót. Með þessu þarf að stokka upp alla sóknarskipunina í Kópavogi. Það er engin lausn.“ Aðspurður hvort Kópavogskirkja dygði ekki fyrir söfnuðina sagði Ólaf- ur að svo væri ekki. „Ef hún ætti að vera kirkjan fyrir alla þessa Kópa- vogsbúa þá yrði verið að ferma þar langt fram á sumar." Það er mikil þörf fyrir kirkju í austurhluta Kópa- vogs. Þaö er full ástæða til þess að Digranessóknfáisínakirkju." -Ari Sóknamefhdin fimdaði í gærkvöldi: Verst allra fregna af fundinum - gerði skyldu sína, segir dómprófastur „Það mtm ekkert heyrast frá okkur um þetta mál fyrr en búið er að marka einhverja stefnu um fram- haldið. Við verðum auðvitað að bregðast við á einhvem hátt,“ segir Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknamefndar Digranessóknar. Nefndin fundaði í fyrsta sinn eftir aðalsafnaðarfund í gærkvöldi. Dómprófastur, Guðmundur Þor- steinsson, sat fundinn. Hann sagði nefndina hafa verið að gera skyldu sína, aö sjá sööiuðinum fyrir starfs- aðstööu. Sóknamefiid sé sett til aö sjá um að fyrir hendi sé viðunandi kirkjuleg aðstaða. Deilumar hafi hins vegar snúist um staðarvalið. Þorbjörg sagöi ekkert liggja fyrir um hvort nefndin hygðist kalla til allsheijaratkvæðagreiöslu í sókn- inni. Algjör forsenda væri að lög- formlegar ástæður væra fyrir því, ástæðrn- sem staðist gætu aUa gagn- rýni. Þessar ástæður em ekki fundn- ar ennþá. Aðspurö hvort stjórnin myndi segja af sér sagði Þorbjörg að tillag- an, sem felld var á aðalsafnaðarfund- inum, fæli ekki í sér að nefndin þyrfti að segja af sér. Með tUlögunni var aðeins farið fram á umboð safn- aðarins til að halda byggingarfram- kvæmdum áfram. Þorbjörg sagði að ekkert lægi fyrir um hvort lóðinni yrði skilað en Ijóst væri að semja þyrfti viö verktakana, hvort sem það yrði um vinnutöf eða samningsrof. Bjami Bragi Jónsson, gjaldkeri sóknamefndatinnar, varðist allra frétta af fundinum og sagði að nefiid- in mundi ekki láta fjölmiðla æsa málin upp að nýju. -Ari Nýnemar Menntaskólans í Reykjavík fengu hefðbundna meðferð í gær. Þeir voru tolleraðir af stúdentsefnum skól- ans. Sjöttu bekkingar voru hvítklæddir við athöfnina og busarnir fengu gott flug. DV-mynd ÞÖK Tilboð hjá dómsmálaráðuneytinu vegna björgunarþyrlu: Notuð Super Puma býðst á 400 milljónir - ákvörðun nauðsynleg bráðlega, segir Ari Edwald Hjá dómsmálaráðherra liggja nú fyrir ýmis tilboð frá framleiðendum og eigendum björgunarþyrlna. Til- boðin hljóða upp á þyrlur á verðbili frá um 400-900 milljónum króna. Hér er meðal annars um að ræða þrjár Super Puma þyrlur - tvær notaðar en eina ónotaöa. Lægsta tilboðið er upp á um 400 miHjónir króna. Þar er samkvæmt heimildum DV um að ræða notaða Super Puma þyrlu. Hjá ráöuneytinu liggur einnig tilboð vegna Bell þyrlu. Nýtt tilboð frá Bandaríkjunum vegna Sikorsky þyrlu hefur ekki borist ráðuneytinu. Eins og fram hefur komið í DV telja þyrluflugmenn hjá Landhelgisgæsl- unni svo og nefrtdir og starfshópar sem hafa verið skipaðir vegna vals og kaupa á björgunarþyrlu að Super Puma þyrlur séu afgerandi álitleg- asti kosturinn fyrir Gæsluna. Litlar líkur em taldar á því að ný björgunarþyrla verði keypt á næsta ári með hiiðsjón af fjárlagagerðinni sem stendur yfir þessa dagana. Að- stoðarmaður dómsmálaráðherra sagði við DV í vikunni að nauðsyn- legt væri bráðlega að gefa seljendum þyrlnanna svör varðandi afstöðu ís- lenskra stjómvalda um hvort áhugi væri fyrir tilboðunum eða ekki: Ef menn vilja fresta því að kaupa þyrlu er ljóst að það verður að taka ákvörðun um það innan ekki mjög langs tíma vegna þeirra aðila sem hafa lagt fram tilboðin,“ sagði Ari Edwald í samtali við DV í gær. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.