Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. 15 Heimsviskan og vaf inn „Svo hrundi ríkið og berlínarmúr þess rétt eins og hver önnur spila- borg og menningin, hún átti sér vitaskuld ekki traustari undirstööu en spilaborgin sú; hún var hluti a( henni,“ segir höfundur m.a. Fyrir nokkrum árum var kvik- myndin Óbærilegur léttleiki tilver- unnar sýnd í kvikmyndahúsum á íslandi við einstakar vinsældir rétt eins og annars staöar. Saga Teresu, Sabínu og Tómasar var saga um ofsóknir og manníyrirlitningu, at- gervisníðslu og cdræðisfiiTu, skrið- dreka og manndráp. Þessi mynd var byggð á samnefndri sögu Milans Kundera, frægasta útlaga- skálds samtímans; hann neyddist til að yfirgefa heimaland sitt vegna alræðis og ofsókna í landi þar sem hugsaö var fyrir fólkið og þeir sem ekki vildu una því voru látnir spúla gluggarúður eða vistaðir á geðhæl- um. í þessu landi var ekki hægt að vera skáld. Og skáldið fór burt úr þessu um- hverfi, yfirgaf það, það fann sér vettvang í hinum fijálsa, vestræna heimi og hlotnuðust einstakar vin- sældir. í kvikmyndinni sáu áhorf- endur hvemig rússneskir skrið- drekar bruddu beinin og mörðu vöðva fólksins í Prag árið 1968, fólksins sem hafði vonast eftir end- urreisn landsins, vonast til að losna við skriðdreka og önnur mannvígs- tól, sem stjómaö var frá Moskvu - myndavél Teresu fangaði skriö- drekana og skriöbelti þeirra og drekastjórana sjálfa við akstur sinn þar til hún var upptæk ger. Alræðið og menningin Kundera fór burt. Hann gat ekki verið lengur í Tékkóslóvakíu. Því menning getur aðeins þrifist þar sem fólkið fær að hugsa sjálft og ekki er hugsað fyrir það. Um daginn var ég í Leipzig. Þar er fólk að búa til nýja menningu. Það er að gefa út nýjar bækur. Það býr í landi þar sem menningin var KjaHaiirtn Einar Heimisson sagnfræðingur og rithöfundur hluti af ríkinu rétt eins og skattstof- an eða heilbrigðisráðuneytið. Svo hmndi ríkið og berlínarmúr þess rétt eins og hver önnur spilaborg og menningin, hún átti sér vita- skuld ekki traustari undirstöðu en spilaborgin sú; hún var hluti af henni. Þarna eru ekki til neinar frjálsar bókmenntir. Fólkið fékk ekki að skrifa það sem það vildi. Það fékk ekki að segja það sem þaö vildi. Þetta fólk hefur aðeins haft þessi réttindi í tvö ár. Þau eru afkvæmi sögunnar. Við erum öll afkvæmi sögunnar. Við erum öll komin af því sem var. Út íbiðina, vafann... Árið 1971 gaf Hannes Pétursson út ljóðabókina Rímblöð. Um sama leyti fangaði hann tímann í Búda- pest, lýsti borginni, tímanum, and- rúminu með hinu hlutlæga auga skáldsins í stíl Rilkes. „En að þvi er varðar Hannes Pétursson verö- ur honum helst fundið til foráttu ástríðuleysi í tilhugsun' hans um þá jarðnesku vegi sem heimsvisk- an er alltaf að kortleggja,“ stóð í Þjóðviljanum í tilefni af útgáfunni. „Það er ekki ástæða til að efast um að þetta er íhaldssamt viðhorf til samtíðarinnar,“ bætir blaðið við, „sú siðferðilega hægrimennska, sem beinir sjónum frá veruleikan- um vegna þess hvað hann sýnist óhijálegur og um leið óbreytanleg- ur.“ Með öðrum orðum: Þjóðvilinn sakaði skáld, sem lýsti tímanum eins og hann var um að „beina sjónum" frá honum - af því að hann var „ástríðulaus" gagnvart „heimsviskunni". Og hver var sú „heimsviska"? Þjóðviljinn gaf líka svar við því: Marxisminn. Og hvað var það sem Þjóðviljinn fann húm- anistaninum Hannesi Péturssyni „tii foráttu"? Það var að yrkja um „biðina, vafann“! Þessi stutta saga segir langa sögu - rétt eins og saga Kunderas. Hérna voru menn sagðir verri skáld út af þvi að þeir voru ekki marxistar, heldur efuðust um heiminn og ágæti hans og ekki síst: efuðust um „heimsviskuna", hugsuðu ekki eft- ir brautum annarra - heldur sínum eigin. Önnur Norðurlönd voru ugg- laust lausari við slíkt bókmennta- mat en við, sem mótaðist af „heims- visku“, sem beitt var á bókmennt- imar, „heimsvisku", sem á stund- um vildi peninga til bókmenntaiðju sinnar frá Kreml. Við vitum það núna að hinir sönnu róttæklingar veraldarsögunnar á þessari öld em efasemdamennimir, sem ævinlega höfnuðu „heimsviskunni" og hugs- uðu sjálfir: menn eins og Kurt Tuc- holsky, sem sagði að Stalín og Hitl- er væra sami grautur úr sömu skál árið 1933, menn eins og Milan Kundera sem yfirgáfu alræðið og hófu að flytja Vestur-Evrópubúum efasemdir sínar um „heimsvisk- una“; og þaö em menn eins og Hannes Pétursson, sem líka fluttu okkur ævinlega efasemdir sínar um „heimsviskuna", lýstu gasofn- um og skriðbeltum og feysknum fleyjum alræðisins séðum með hlutlægu auga skáldsins; og síðast en ekki síst: minntu okkur á „vaf- ann“: Því hvað er hollara en að efast? Einar Heimisson „Um daginn var ég í Leipzig. Þar er fólk aö búa til nýja menningu. Það er aö gefa út nýjar bækur. Það býr 1 landi þar sem menningin var hluti af ríkinu rétt eins og skattstofan eða heilbrigðis- ráðuneytið." Ferðaþjónusta bænda - markaðsmál Alltof miklar kröfur eru gerðar til gistirýmis hjá bændum. Ferðaþjónusta bænda stofnaði Ferðaþjónustu bænda hf. í sept. 1991 með það að markmiði að selja ferðaþjónustu sem félagar í Ferða- þjónustu bænda láta í té, þjónusta við ferðamenn o.s.frv., hlutafé er kr. 21,3 m. Óskiljanlegt er hvers vegna nauösyn var að stofna ferðaskrif- stofu um þennan rekstur og tel ég þetta hafa verið meiri háttar mis- tök. Stofnun ferðaskrifstofunnar varð til þess að auka ágreining inn- an stéttarinnar og að milh 20 og 30 bæir sögðu sig úr samtökunum. Ekki er sjáanlegt að gert sé mikið í markaðsmálum hjá Ferðaþjón- ustu bænda og sýnist undirrituð- um þar mörgu ábótavant og margt undarlegt. Ófullnægjandi bæklingar Bæklingur er gefinn út á ensku og íslensku, í ensku útgáfunni era ekki prentuð símanúmer bæjanna. Þetta er til mikilla óþæginda fyrir útlendinga sem þannig geta ekki pantaö beint, enda leikurinn til þess gerður. Meðlimum í Ferðaþjónustu bænda er helst ekki ætlað að taka við pöntunum á tímabilinu 1. nóv. til 15. apríl. Allar pantanir eiga helst að fara gegnum ferðaþjón- ustuna til að tryggja umboðslaun- in. (Dæmi er um að þýskur ferða- maður greiði kr. 55.000 fyrir sumar- hús á íslandi sem er verðlagt í verð- hsta á kr. 29.000). Þetta er einkenn- andi dæmi um miðstýringu og með ólíkindum að bændur sætti sig við þetta. í íslensku útgáfunni era hins veg- ar prentuð símanúmer þannig að KjáUaiinn Skúli Ólafs, lýkur mastersprófi i rekstrar- hagfræði við Handelshöjskolen í Kaupmannahöfn íslendingar geta notfært sér aö panta beint, enda kemur sá bækl- ingur ekki út fyrr en eftir 15. apríl. I sumar hefur einnig borið á því að þeir sem ekki era hluthafar í Ferðaþjónustu bænda hf. hafa fengið ótrúlega lítið af pöntunum gegnum skrifstofuna miðað við ár- ið í fyrra og má hver og einn draga sína ályktun af því. Ferðaþjónusta bænda tekur ekki þátt í sameiginlegum markaðsmál- um í ferðaþjónustu íslendinga og hefur hingað til ekki greitt neitt til sameiginlegrar landkynningar en vill þó fá að vera með. Hér er um að ræða upphæð í kringum 3 m. kr. og get ég ekki ímyndaö mér að aðrir sem taka þátt í landkynningu líði þetta lengur. Ótrúlega lítið ber á auglýsingum frá Ferðaþjónustu bænda í ísl. fjölmiðlum, a.m.k. hefur undirrit- aður ekki orðið mikiö var við slíkt. Gagnslaust markaðsátak Eftir því sem næst verður komist hefur engin markaðsrannsókn far- ið fram, hvorki hér á landi né er- lendis, og er því lítið vitað til hvaða markhóps ætti að höfða í auglýs- ingum. Oft dettur manni í hug að ferðaþjónustubændur séu til fyrir Ferðaþjónustu bænda en ekki öfugt. Allt of miklar kröfur eru gerðar til gistirýmis hjá bændum (vera- lega miklu meiri en t.d. í Dan-« mörku) og hefur það orðið til þess að verðlag er orðið allt of hátt og næstum ofviða fólki að notfæra sér þessa þjónustu. Hækkunin á milh áranna ’91 og ’92 er t.d. óskiljanleg og engin haldbær rök fyrir henni. Ferðaþjónusta bænda hefur lengi haldið því fram að rými væri fyrir miklu fleiri í þessari atvinnugrein þangað til kveður við allt annan tón í frétt í Morgunblaðinu þ. 6. sept. sl. í þessari frétt er varaö við þvf að nú þegar sé orðið offramboð á bændagistingu. Til aö auka aðsóknina í sumar var byijað að bjóða upp á ókeypis afþreyingu um miðjan ágúst og frá 15. sept. er boðiö upp á 50% afslátt af gistingu yfir vetrarmánuðina. í fyrra tilfelhnu hefur veriö farið alveg öfugt að, nær hefði verið að gefa afslátt af gistingu í þeirri von aö geta selt afþreyingu (veiöileyfi, útreiðar o.s.f). Afsláttur af vetrargistingu hefur nánast enga þýðingu þvi bænda- gisting er sáralítið notuð á þeim tíma og fáir staðir hafa opið, ferða- mannatímabihð búið en þeir sem á annað borð myndu notfæra sér bændagistingu hefðu ekki sett verðið fyrir sig. Markaðsátak sem þetta er gjörsamlega gagnslaust nema það komi miklu fyrr fram. Hvað gera bændur þá? Kynningu innanlands er einnig í mörgu ábótavant. Ótrúlega margir íslendingar vita ekki af þessum skemmtilega möguleika tíl að kynnast landi og þjóð. Haft var eftir Pétri J. Eiríkssyni, markaðsstjóra Flugleiða, að Ferða- þjónusta bænda væri eitt þaö besta átak sem komið hefði fram í ís- lenskum ferðamannaiðnaði hin síðari ár. Ljóst er að Ferðaþjónusta bænda hefur mikla þýðingu fyrir íslenskan ferðamannaiðnað en ekki er gott ef hún hjálpar öhum öðrum en bændum, nægir era erf- iðleikamir fyrir. Vegna verðlags hér á landi er óvarlegt að áætla að aukning er- lendra ferðamanna verði nokkur sem skiptir máh á næstu árum nema að forsendur breytist mjög verulega. Svo gæti farið að fjöldi erlendra ferðamanna, sem leggja leið sína th íslands, næði ekki tölunni 150.000 (vora 143 þús. árin ’91 og ’92) fyrr en t.d. árið 2000, hvað gera bændur þá? Skúh Ólafs „Ljóst er aö Ferðaþjónusta bænda hef- ur mikla þýðingu fyrir íslenskan ferða- mannaiðnað en ekki er gott ef hún hjálpar öllum öðrum en bændum, næg- ir eru erfiðleikarnir fyrir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.