Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Síða 1
I íhI#41 Iff^lllili LUKð vaimn Destur Arnar ef nilegastur - Jónína best í 1. deild kvenna og ÁstMdur efnilegust - sjá nánar á síðum 28-29 Eyjólfur meiddist Þóraiinn Siguxðsson, DV, Þýskalandi; Eyjólfur Sverrisson meiddist illa í leik Stuttgart og Bayer Uerd- ingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Eyjólfur varð að fara af leikvelli á 43. mínútu eftir að brotið var harkalega á honum. Fékk hann opinn skurð á kálfa og var þetta mjög ljótt sár. Eyjólf- ur dvaldi á sjúkrahúsi í gær en ekki var vitað frekar um líðan hans. Framkvæmdastjóri Stutt- gart var æfur og vildi meina að brotið hafi verið viijandi á Eyj- ólfi. Eyjólfur hafði staðið sig mjög vel á miðjunni í leiknum sem lauk með 3-3 jafiitefli eftir að Stuttgart hafði haft 3-1 yfir þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Thomkins tilKR-inga KR-ingar hafa fengið til sín bandarískan körfuknattleiks- mann, Harold Thomkins að nafni, og mun hann leika með Uð- inu á komandi keppnistímabili. Thomkins er 23 ára gamali blökkumaður og er 1,95 m. á hæð. Hann lék með Westem Kentucky háskólanum. KR-ingar ákváðu að semja ekki við úkraínska leikmanninn sem verið hefur hjá liðinu undanfarið og því var leitað til Bandaríkja- mannsins. „Okkur líst mjög vel á Thomk- ins. Hann kom til landsins í fyrra- dag, svaf í 3 tíma og fór síðan beint upp á Skaga og lék með okkur tvo æfmgaleiki og skoraði í þeim samtals 46 stig. Hann virk- ar mjög sterkur og ætti að styrkja liðið. Við bíðum spenntir eftir að sjá hann leika gegn ÍS í Reykja- víkurmótinu í kvöld. Úkraínu- maðurinn var einfaldlega ekki í nógu góðri æfingu og við sáum enga framfor og því var ákveðið að gera ekki samning við hann. -RR Olympíumót þroskaheftra: Gullæði í Madrid - frábær árangur íslensku keppendanna um helgina Arangur íslenska íþróttafólksins á ólympíuleikum þroskaheftra í Madrid hefur verið hreint frábær. Um helgina hélt íþróttafólkið upp- teknum hætti og bætti verðlauna- peningum í safnið. íslendingar hafa .unnið til alls 18 verðlauna, 9 gull- verðlauna, 4 silfurverðlauna og 5 bronsverðlauna. íslendingar eru í toppbarátfimni yfir samanlagt besta árangur á leikunum og hefur þessi frábæri árangur vakið gríðarlega at- hygli á Spáni og víðar. í gær setti íslenska íþróttafólkið 2 heimsmet. Sigrún Huld Hrafnsdóttir sigraði og setti heimsmet í 200 m fjór- sundi kvenna á 3:00,43 mín en hún hefur unnið til alls fimm gullverð- launa í einstaklingsgreinum á leik- unum. Bára Erlingsdóttir varð þriðja í sama sundi. Þá vann sveit íslands gull í 4x100 m fjórsundi kvenna og setti um leið heimsmet á tímanum 6:14,13 mín. í sveitinni voru þær Bára og Sigrún Huld ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttir og Katrínu Sigurðardótt- ir. Bára setti íslandsmet í 50 m flug- simdi kvenna á 41,17 sekúndum og varð önnur í sundinu. Þeir Gunnar Gunnarsson og Magnfreð Jensson kepptu í 100 m baksundi og varö Gunnar í 5. sæti og Magnfreð í því 12. Þá varð Gunnar í 5. sæti í 50 m flugsundi karla. Á laugardaginn setti Sigrún Huld heimsmet í 100 m bringusundi á 1:29,69 mín. í sama sundi varð Guö- rún ólafsdóttir í 3. sæti og Katrín Sigurðardóttir í 11. sæti. í 100 m flug- sundi varð Bára Erlingsdóttir í 3. sæti. i 400 m skriðsundi karla varð Gunnar Gimnarsson í 4. sæti. Á fostudag unnu íslendingar til þrennra gullverðlauna. Sigrún Huld vann tvö gull og setti heimsmet í 400 m skriðsundi á 5:54,89 min. Þá sigr- aði hún einnig í 50 m bringusundi á 43,02 sek. Boðsundssveit kvenna sigraði í 4x100 m skriðsundi á nýju heimsmeti, 5:34,06 mín. í 100 m bak- sundi varð Guðrún Ólafsdóttir önnur og Bára Erlingsdóttir fékk einnig brons í 50 m bringusundi. Gunnar Gunnarsson fékk tvö brons, í 100 m skriðsundi og 200 m baksundi. Katrín Sigurðardóttir varð þriðja í 100 m baksundi og einnig í 50 m bringu- sundi. Keppni heldur áfram í dag en um 2.500 íþróttamenn taka þátt á leikun- um ffá 73 þáttökuþjóðum. -RR Sigrún Huld Hrafnsdóttir hefur unnið til 9 gullverölauna I Madrid - fimm í einstaklingsgreinum og femra i boösundum. HK hefur ákveðið að kæra HSI fyrir að veita Hans Guðmundssyni ekki leikheimild með félaginu og FH fyrir að skrifa ekki undir fé- lagaskipti hans yfir í Kópavogsfé- lagið. Að sögn Valsteins Stefáns- sonar, formanns handknattleiks- deildar HK, verður kæran send dómstóli handknattleiksráðsHafh- arfiarðar í dag. Hans gat ekki leikið með HK gegn Stjömunni i 1. deildinni í hand- knatöeik í gærkvöldi, þar sem FH neitar enn að skrifa undir félaga- skipti hans. Hann var þó bytjaður að hita upp fýrir leikinn, þar sem orð höfðuborist frá FH um að geng- ið yrði frá skiptunura áður en leik- urinn hæfist. „Ég hringdi í Öm Magnússon, formann handknattleiksdeildar FH, kl. 18.20 og spuröi hvort hann vildi taka við tryggingarvixii og máMð yröi síðan lagt í dóm. Hann svaraði því játandi. Eg fór strax í aö útbúa vfxilinn og boðaði Hans í leikfim. Siðan fékk ég skilaboð um aö öm gæti ekki staðið við loforðið. JÞetta er óiýsanlega dónaieg framkoma af hálfu FH-inga,“ sagöi Valsteinn í samtali við ÐV í gærkvöldi. Hreint hatur og hefnigirni „Ég bjó mig undir að spila þennan leik og var orðinn heitur og tilbú- inn í slaginn, en síðan fékk ég ekki að vera með vegna geöþóttaákvörö- unar Amar Magnússonar. Þetta er oröið eins og þegar hjón skilja, hreint hatur og hefiúgirni, og þaö hefur ekki koraiö satt orð upp úr þessum mönnum hjá FH frá upp- hafi. Lygin og ómerkilegheitin á þeim bænum era langt fyrir neðan allt annaö sem ég hef kynnst," sagði Hans við DV í gærkvöldi. „Öll félög nema FHhafa veriðað skrifa undir félagaskipti og tvö- feldnin er svo mikil að á sama tíma hefur FH veriö með kæra i gangi vegna Alexei Trufans. FH-ingar bera enga virðingu fyrir lögum og reglum og virðast ekki telja sig setta undir sama hatt og aðra. Ég hef heyrt í mörgum FH-ingum um þetta mál og allir eru jafh undrandi á framkomu stjómarmanna félags- isns og ég,“ sagði Hans Guðmunds- son. Öm Magnússon vildi ekki tíá sig um máliö að svo stöddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.