Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Page 3
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992. 3 Fréttir Milljónatjón kaupmanna - vegna seinagangs viö framkvæmdir í Kvosinni, segir Garðar Siggeirsson 1 Herragaröinum „Ég hef orðið fyrir verulega miMu tjóni vegna þess hversu þetta hefur dregist og aðrir hafa jafnvel orðið fyrir en meira tjóni. Eflaust skiptir þetta milljónum króna,“ sagði Garð- ar Siggeirsson, kaupmaður í Herra- garðinum við Aðalstræti. Fram- kvæmdum við Aðalstræti og Kirkju- stræti er enn ekki lokið en þeim átti að vera lokið 25. júlí. Borgarráði hefur borist bréf frá Þróunarfélagi Reykjavíkur þar sem vakin er athygh á hversu mikið framkvæmdirnar hafa dregist. Garö- Þjóðleikhúsið: Lilli klifurmús gengur í erfðir „Já, þetta hlutverk gengur í erfð- ir,“ segir Örn Árnason leikari sem mun leika Lilla klifurmús í hinu vin- sæla barnaleikriti, Dýrunum í Hálsa- skógi, sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í byrjun október. Faðir Arnar, Árni Tryggvason, skilaði hlutverki Lilla á ógleymanlegan hátt þegar Dýrin í Hálsaskógi voru fyrst sett upp fyrir 25 árum og svo aftur 8 árum síðar. „Við erum svo nýbyrjaðir að æfa að þetta er bara eins og hvert annað hlutverk fyrir mér enn sem komið er. Það eru sautján ár síðan ég sá leikritið og þá var það bara pabbi sem stóö á sviðinu. Ég mun ekkert keppa við hann og þetta verður tvennt ólíkt því við erum eins og svart og hvítt, bæði í leik og starfi. Eitt er alla vega víst að ég passa ekki í búning fóður rníns," segir Örn og hlær. Sigurður Sigurjónsson mun fara með hlutverk Mikka refs í leikritinu en sem kunnugt er var það Bessi Bjarnason sem á sínum tíma læðu- pokaðist um sviðið og hló rosalega í hlutverki Mikka. „Já, ég er nú aðeins stærri en Siggi og örhtið þykkari, í augnabhkinu að minnsta kosti, en reyndar er það nú þannig í textanum, ef grannt er skoð- að að Lihi JUifurmús er hinn mesti sælkeri. Þao besta sem hann fær eru hunangskökur og hann reynir eins og hann getur að kría sér út auka- bita þannig að það er ekkert óeðlilegt að hann sé pínulítið þykkur," segir Örn. -ból ar segir að búast hefði mátt við ein- hverjum töfum við framkvæmdirnar en þetta sé svo mikill dráttur að það sé ekki viðunandi. „Það þarf að koma miðbænum í eðhlega notkun. Það er ekki hægt að rústa heilu fyrirtækin og stofnanim- ar með þessum framkvæmdum - þó þær eigi rétt á sér og allir séu sam- mála um að þetta þurfi að gera - þá erum við ekki sammála því að þetta þurfi að taka þennan langa tíma. Ég á bágt með að trúa að það sé ekki hægt að vinna á vöktum á sumrin. Það er bjart í 24 tíma á sólarhring og það býr enginn í næstu húsum. Þannig að það myndi ekki raska ró nokkurs manns,“ sagði Garðar Sig- geirsson. Hann sagði að fyrir fram hafi menn getað sætt sig við einhvem drátt, kannski tíu til fimmtán daga en ekki tvo mánuði. „Það er ekki alltaf hægt að kenna fomleifagreftri um þetta. Það var reiknað með honum í þess- um framkvæmdum.“ „Þegar þetta verður búið þá skilar það sér kannski til baka. Þetta er Sigurður Sigurjónsson og örn Árnason leikarar munu í vetur fara með hlutverk Mikka refs og Lilla klifurmúsar í uppfærsiu Þjóðleikhússins á Dýrun- um í Hálsaskógi. DV-mynd BG bara húið að taka alltof langan tíma. taka á mig einhvern skaða þar sem Það hefði þurft að skipuleggja þetta gatan verður betri og fahegri á eft- betur og haga undirbúningnum ir,“ sagði Garðar Siggeirsson. öðruvísi. Ég var alltaf tílbúinn að -sme KULDASKOR Á GÓÐU VERÐI msiÁiiiiru Stærðir 36-41 Litur brúnn Verð kr. 5.990 Stærðir 36-41 Litur svartur Verð kr. 3.990 RRSkór EURO SKO Kringlan 8-12 • SÍmi 68 60 62 RRSkór EURO SKO Uugavcg 60 • Simi 62 90 92 Óvissa um niðurstöður atvimumálanefndar: Margir nef ndarmanna reiddust heiftarlega - þegar ríkisstjómin gerði tillögur nefndarinnar að sínum „Það kom vissulega mikiö bak- slag í störf nefndarinnar við það að ríkisstjórnin fleytti ijómann of- an af tillögum sem nefndin hafði unnið og gerði að sínum. Ég þori ekki að segja th um hver eftirmálin verða en það er staðreynd að ekki hefur tekist að ljúka störfum nefndarinnar," sagöi einn af þeim sem sæti eiga í atvinnumálanefnd- inni sem skipuð var að loknum kjarasamningum í vor. Samkvæmt heimhdum DV er enn stirðleiki í störfum nefndarinnar sem og undirnefnda sem fjaha meö- al annars um sjávarútvegsmál. Til stóð aö nefndin skhaöi af sér thlög- um í næstu viku. Eins og mál standa nú er óvíst að þaö takist. Undirnefndin, sem fjallar um sjávarútvegsmáhn, hefur ekki skil- að af sér th aðalnefndarinnar enda hefur ekki náðst samkomulag um hvað gera skuli. Sem dæmi um hugmyndir, sem ekki er samkomu- lag um, má nefna að frystitogaram- ir verði skyldaðir th að veiöa í það minnsta 4 mánuði á ári á djúpslóð utan íslenskrar fiskveiðhögsögu. Eins er ekki samkomulag um aö hækka kvótaskerðingu þeirra fiskiskipa, sem selja fisk á erlenda markaði, úr 20 prósentum í 25 pró- sent. Það gæti því verið von á tveimur nefndartihögum frá sjáv- arútvegsnefndinni. Fyrir utan tillögurnar um vega- mál, sem aðalnefndin hafði unnið og ríkisstjórnin gerði að sínum, hefur verið rætt um að auka við- hald opinberra bygginga. Þá hefur verið rætt um ráðstafanir til að auka skipasmíði og alveg sérstak- lega skipaviögeröir innanlands. Nefndin hefur einnig fjallað um ýmis málefni iðnaðarins en þar liggja ekki fastmótaðar thlögur fyr- ir. Varðandi sjávarútveginn hefur veriö rætt um að jafna samkeppnis- aðstöðu fiskvinnslunnar í landi gagnvart frystiskipunum. Þar horfa menn mjög th þess ójafnvæg- is sem er í skattlagingu milli land- vinnslu og sjóvinnslu. Th aö breyta þvi þarf meðal annars að breyta skattalögunum. -S.dór SUZUKI SWIFT Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við nú fáeina Suzuki Swift á verði frá kr. 695.000,- stgr. á götuna. Bilamir eru búnir aflmikilli 58 ha. vél með beinni innspýtingu, framdrifi og 5 gíra gírkassa. Svo er eyðslan alveg í sérflokki, ffá aðeins 4.0 1 á hundraðið $ SUZUKI --------------- SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100 SWIFT - SPARNEYTINN BÍLL Á VÆGU VERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.