Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992. Fréttir Borgarstj ómarflokkur Sjálfstæðisflokksins: Markús hef ði þegar sam- einað okkur ef hann gæti - segir einn borgarfulltrúi meirihlutans Davið Oddsson afhendir Markúsi Emi lyklana aö borgarstjóraskrifstofunni. Mikið hefur breyst eftir að skipt var um borgarstjóra og svo viröist sem svipaö ástand sé aö myndast innan borgarstjórnarflokksins og nú er innan þingflokks sjálfstæöismanna. Eftir að Markús Örn Antonsson tók við starfi borgarstjóra hefur orðið mikii breyting innan borgarstjómar- flokksins. Davíö Oddsson var óum- deildur foringi hópsins en af viö- tölum við félaga í borgarstjómar- flokknum, má merkja að svo sé alls ekki farið með Markús Öm. Þó skal tekið fram að um þetta era ekki allir borgarfulltrúamir sammála og reyndar virðast þeir líta þetta mál mjög ólíkum augum. Einn af viðmælendum DV benti á að aðeins tólf af tuttugu fulltrúum heíðu lýst sig sammála um að næsti borgarstjóri yrði sóttur út fyrir borg- arstjómarflokkinn. Talaðifyrst við Vilhjálm og Arna Þegar kom til þess að Davíð gerði tillögu um Markús Örn sem næsta borgarstjóra talaði hann fyrst við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Áma Sigfússon en útht var fyrir að milli þeirra yrði hörð barátta um borgar- stjórastólinn og útlit var fyrir að þeir stæðu nánast jafnt í keppninni um hnossið. Eftir aö Davíð fékk þá til að sam- þykkja að borgarstjóri yrði sóttur út íyrir flokkinn kom í ljós að níu til viðbótar studdu þessa tillögu Davíðs og segja kunnugir að fáar eða engin tillaga frá honum hafi fengið eins lít- ið fylgi í hópnum og þessi. Hluti þeirra sem DV hefur rætt við segja að andstaðan hafi ekki verið gegn persónu Markúsar Amar, held- ur frekar hitt, að áratuga hefð sé fyr- ir því að borgarstjórar, á vegum Sjálfstæðisflokksins, séu pólitískt kjörnir fulltrúar. Pólitísk völd ganga ekki í erfðir „Markús Öm er ekki pólitískur leiðtogi eins og Davíð var og pólitísk völd ganga ekki í erfðir,“ sagði félagi í borgarstjómarflokknum. Það er ekki bara þetta sem veldur vandræð- um innan flokksins. Markús Öm og Davíð era ólíkir á mörgum sviöum. Vinnuaðferðir þeirra eiga fátt sam- eiginlegt. Markús Öm heldur fleiri fundi með borgarfulltrúunum en Davíð geröi. Einn borgarfulltrúinn sagöi aö svo virtist sem einstaka menn litu á það sem veikleikamerki hjá borgarstjóra - svo vanir væra borgarfulltrúamir aöferðum Davíðs. Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson Ámi Sigjusson borgarfulltrúi sagð- ist vísa öllum fullyrðingum um óein- ingu og sundrung á bug. Hann sagði aö allt slíkt tal hlyti að koma frá andstæðingum Sjálfstæðisflokkins sem með því reyndu að koma höggi á flokkinn. Erum sjálfstæðari en áður „Þetta er mikil breyting og við hana hafa mörg okkar orðiö sjálfstæðari en áður og ég tel ekkert aö því. Ég lít ekki á Markús Öm sem póhtískan leiðtoga. Vinnuaöferöir Davíðs vora allt öðravísi, allt öðravísi. Það er rétt að borgarstjómarflokkurinn er ekki sá sami og hann var - enda gat hann það ekki eftir þetta,“ sagði einn borgarfulltrúanna. Það sem borgarfulltrúar segja er að Davíð hafi verið sigurvegari í kosningum eftir kosningar. Hans staða hafi því verið allt önnur en Markúsar. Þetta hefur breyst til hins verra. Ef Markús gæti sameinað okk- ur þá væri hann búinn að þvi. Ég er mest hræddur um að þetta eigi eftir að versna. Ég er ekki á nlóti Mark- úsi en það á bara að vera pólitískur fulltrúi en ekki utanaðkomandi." Þetta sagði einn af viðmælendum blaðsins. Guörún Zoéga gagnrýndi Markús Öm á síðasta borgarstjórnarfundi. Einn viðmælenda blaðsins sagði venjuna vera þá að gagnrýni væri ekki sett fram opinberlega en bætti við að kannski væri blaðran að springa og Guðrún Zoéga hefði jafn- vel opnað fyrir að umræðan yrði opinberuð. Kemur tillögunni ekki áfram Tillaga Markúsar um aflvaka Reykjavíkur mun ekki ná í gegn í borgarstjórnarflokknum. Þetta er taliö, ásamt „sæstrengsmálinu", lýs- andi dæmi um að hann hafi ekki stuðning nema hluta flokksins. Einn borgarfulltrúanna sagði eftirfarandi: „Þeir tóku þessa ákvörðun og þeir veröa líka að taka afleiðingum henn- ar. Davíð hefur lítið rætt þetta ástand enda virðist hann eiga í nógum vandamálum." Ekki náðist í Markús Öm Antons- son þegar greinin var í vinnslu. Þá skal þess getiö að þeir bqrgarfulltrú- ar sem töluöu hvað mest um vand- ræði innan borgarstjómarflokksins vildu ekki tala undir nafni, ekki að sinni, eins og einn þeirra sagði. í dag mælir Dagfari Ekki spyrja þjóðina Frakkar era nýbúnir að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Ma- astricht- samkomulagið. Það gerðu Danir líka og Svisslendingar ætla að efna til þjóðaratkvæðis um Evr- ópska efnahagssvæðið. Menn era sem sagt að spyija þjóðir sínar áhts út og suður um þessi Evrópumál vegna þess að Evrópumálin era talin ráða miklu um örlög þjóðanna sem tilheyra Evrópu. Þegar allt kemur til alls era það þjóðimar sem verða að una við Evrópu- bandalög, Maastricht óg evrópskt efnahagssvæði en ekki endilega stjómmálamennimir og embættis- mennimir sem hafa forystu um að koma þessum Evrópumálum í höfn. Það er blessaö fólkið sem mun búa viö þá samninga og þau samkomulög sem póhtíkusamir gera og þess vegna er það tahð eðU- legt aö fólkiö sé spurt hvort þaö vfiji þessa samninga eða ekki. Aö vísu hafa þessar þjóðarat- kvæðagreiðslur þann annmarka að fólkiö hefur litiö vit á því sem það er að greiða atkvæði um. Sá bög- guU fylgir líka skammrifi að stjóm- málamennimir vita sjaldnast fyrir- fram hver úrsUtin verða. í Dan- mörku fóra leikar jafnvel þannig að danska þjóðin greiddi atkvæði gegn Maastricht sem var þvert gegn því sem stjómmálamennimir og flokkamir höfðu ákveðið. í Frakklandi var efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu vegna þess að Mitt- errand og hans Uö þóttist visst í sinni sök um að þjóðin greiddi at- kvæði eins og fyrir hana var lagt. En niðurstaðan varð hins vegar sú að afar mjótt varð á mununum og nærri því helmingur kíósenda leyfði sér þann dónaskap að hafna Maastricht-samningnum og engu munaði að stjómmálaflokkamir og stjórnvöld þar í landi misstu af glæpnum. Frakkamir sluppu með skrekk- inn og sleppa jafnframt viö að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiöslu. Dönsk stjómvöld hafa hins vegar neyðst tU að ákveða að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiöslu tíl aö leiðrétta niöurstöður fyrri at- kvæðagreiðslu. Það verður gert á þeirri forsendu að þjóðin hafi ekki vitaö hvað hún var aö gera og þjóð- in á ekki að komast upp með það að Kjósa öðra vísi en fyrir hana er lagt. Þess vegna munu dönsk stjómövld láta Dani greiða reglu- bundiö atkvæði í þjóðaratkvæða- greiðslum þangaö tú þjóðin gefst upp og greiðir atkvæði eins og ið þá skynsamlegu afstöðu aö leggj- ast gegn því að þjóðin sé spurð ráða. Engin hefð er fyrir þjóðarat- kvæöagreiðslum hér á landi sem stafar auðvitað af því að íslenskir stjómmálamenn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að íslensku þjóðinni er ekki treystandi tíl aö gera upp hug sinn í málum sem er aö greiða atkvæði um og svo hitt að úrslitin geti oröið önnur en þau sem era þjóðinni fyrir bestu. Það getur sem sagt vel farið svo að íslendingar verði á móti evrópsku efnahagssvæði þegar stjómmála- mexmimir hafa ákveðið að þeir eigi að vera með því. Stjómmálamenn- imir verða aö hafa vit fyrir þjóð- inni í málum, sem varða þjóðarhag, þegar þaö er haft í huga að þjóðar- hagur er ekki það sem þjóðin metur svo heldur hvað stjómmálamenn- irnir vita að er best fyrir þjóðina. Með öðrum orðum: Máhð er ekki nógu smátt tíl að fara í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Evrópska efna- hagssvæðið og samningurinn um þaö er of stórt mál. EES-málið er nógu mikUvægt til að halda um það sérstakt þing og nógu afdrifaríkt tíl að hafa umtalsverð áhrif á íslenskt þjóðlíf. En þar sem það er ekki stjómmálamannanna að taka af- leiðingunum eða árangrinum af EES heldur þjóðarinnar verða stjómmálamennimir að hafa vit á því að hafa vit fyrir þjóðinni svo þjóðin fari ekki að feUa mál sem stjómmálamennimir era búnir að ákveða að henni sé fyrir bestu. Þetta er miklu skynsamlegri af- staða hjá íslenskum stjómmála- mönnum heldur en þeim dönsku eða frönsku sem taka þá áhættu að Danir og Frakkar gegni þeim og sifja svo uppi með það í Danmörku að efna til margra þjóðaratkvæða til að fá rétta niðurstöðu. íslenska þjóðin er lánsöm að eiga stjómmálamenn sem hafa vit fyrir henni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.