Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Síða 9
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992. 9 Utiönd Kona í bænum Vaison-la-Romaine í Frakklandi hreinsar aur frá húsi sínu eftir flóð sem urðu tugum manna að bana Simamynd Reuter Tugir fórust í flóðunum í suðurhluta Frakklands: Eins og kominn væri heimsendir Að minnsta kosti þijátíu og tveir létu lífið og fjörutíu og fjögurra er saknað eftir að aftakaveður olli flóð- um í nokkrum héruðum í suðaustur- hluta Frakklands. Meðal hinna látnu voru fimm Belg- ar og Hollendingur en tveir Þjóðveij- ar og hollenskur borgari eru meðal þeirra sem saknað er. Fjörutíu manns til viðbótar slösuðust í flóðun- um í Ardeche, Vaucluse og Drome héruðunum. Þijátíu hús eyðiiögðust í bænum Vaison-la-Romaine, en hann varð verst úti allra bæja, þegar aur flæddi með ofsahraða um götumar á þriðju- dag og tók með sér fólk, bíla, tré og brýr. Þegar íbúarnir sneru aftur heim eftir óveðrið komu þeir að húsum sínum þaklausum og húsgögn og persónulegir munir voru grafin und- ir aumum. „Öll húsgögnin okkar eru ónýt. Við eigum ekkert eftir. Þetta er hræði- legt,“ sagði grátandi íbúi Vaison í viðtali viö franska útvarpið. Óveðrið rauf símasamband og raf- magn til þijátíu þúsund heimila og vegir umhverfis Vaison lokuðust. Að minnsta kosti tuttugu og einn lét lífið í bænum og næsta nágrenni hans, þar á meðal sjö ára gömul stúlka. Meira en 1600 lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og björgunarsveita- menn fóm hús úr húsi í leit að líkum og könnuðu nærliggjandi akra sem allir vom undir vatni. Þyrlur björg- uðu fólki af húsþökum og úr tijá- toppum. Herinn sendi froskmenn á vettvang og stórvirkar jarðvinnuvél- ar. í sjónvarpsfréttum sáust myndir af húsum og bílum í hálfu kafi í Vai- son og nærliggjandi bæ, Beddarides. íbúar Beddarides leituðu upp á þak húsa sinna eftir að áin Ouveze radd- ist yfir bakka sína og tveggja metra hár vatnsveggur raddist um götum- ar. „Vatnið steig svo hratt að okkur gafst ekki tími til að bjarga neinu. Garðar, trukkar, tjaldvagnar og gas- kútar vora hrifsaðir á brott. Það var eins og sjálfur heimsendir væri kom- inn,“ sagði kona ein 1 viðtah við franska sjónvarpið fyrir utan eyði- lagt heimili sitt. Reuter Spákaupmönnum verður mætt af fullri hörku: Lokaorrustan um franska f rankann fer fram í dag Allt bendir til að ríkisstjómir Evr- ópubandalagsins heyi úrslitabaráttu í dag við alþjóðlega gjaldeyrisbrask- ara um franska frankann, að sögn hagfræðinga. Þeir sögðu að framtíð myntbandalags EB gæti verið í húfi. „Eitthvað verður að gefa sig á fimmtudag," sagði Philippe Ithur- bide, hagfræðingur við franska einkabankann Société Générale. „Óvissan er mikil og þetta getur brugðið til beggja vona,“ sagði Philippe Brossard, hagfræðingur við franska ríkisbankann Crédit Ly- onnais. Þýski seðlabankinn skarst í leikinn í gær til að reyna að veija franska frankann gegn tilraunum spákaup- manna til að þvinga fram gengis- lækkun hans gagnvart þýska mark- inu. Ef hægt verður að hreKja spákaup- mennina á brott verður auðveldara fyrir lönd Evrópubandalagsins, með Þýskaland og Frakkland í broddi Franskur verðbréfasali að störfum f gær eftir að Frakkar og Þjóöverjar tilkynntu að þeir ætluöu aö reyna að bjarga evrópska myntsamstarf- inu. Simamynd Reuter fylkingar, að bjarga áætlunum um myntbandalag EB-ríkjanna, sögðu hagfræðingar. Slíkar áætlanir gætu farið algjörlega út um þúfur ef hlut- fallið milli þýska marksins og franska frankans í gengiskerfi evr- ópska myntsamstarfsins .raskast vegna þrýstings frá markaðsöflun- um. Hagfræðingar sögðu hugsanlegt aö franski seðlabankinn mundi hækka grunnvexti úr 9,60 prósentum í dag. Þar með mundu Frakkar enn frekar sýna fram á staðfestu sína í að veija frankann falli. Það gæti þó kostað Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, nokkur vandræði þar sem hann hafði nánast lofað vaxta- lækkun ef franskir kjósendur sam- þykktu Maastricht-samninginn um pólitíska og efnahagslega samein- ingu EB. Samningurinn var sam- þykktur með 51 prósenti atkvæða á sunnudag. Reuter smmmijT rum n &TDIC /cAtgerruM 0 • STORUTSÖLU- MARKAÐURINt MÚSÍK, MYNDIR & MEÐLÆTI ernu i fullum gangi og stendur út septembermánub í verslun okkar í Borgarkringlunni. Nú er hœgt ab fá músík, myndbönd og allskyns meblœti á alveg hreint sprenghlœgilegu verbi rM80£> MYNDBAND + KIPPA AF HÁLFSLÍTRA KÓK + MAARUDSNAKK = r/rsoÐ ÖLL NÝUSTU MYNDBÖNDIN Á AÐEINS FREISTANDI TILBOÐ Á TOBLERONE OG RIDERSSÚKKULAÐI Vib höfum tæmt allar verslanir okkar af plötum, HREINT ÓTRÚLECT ÚRVAL samankomib á einn stab! Hljómplötur á kílóverbl (5 plötur = kíló) 1000 kr. kílóib. M'ÚUK & M'Y'NMR hljómplötuverslun, myndbandaleíga og söluturn s t e , n A r BORGARKRINGLUNNI sími 67 90 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.