Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992. Menning 13 DV ^ Bíóborgin og Bíóhöllin - Alien3: ★★ y2 Ógnvekjandi geimvera Þrettán ár eru síöan kvikmynd Ridleys Scott, Alien, " var frumsýnd. Kom hún í kjölfarið á Star Wars æðinu sem hleypti nýju blóði í gerð ævintýramynda sem ge- rast úti í geimnum. En það var enginn ævintýraljómi yfir Ahen og vist er að hún slökkti ævintýraþrá hjá mörgum unglingum sem sáu geimferðir í hillingum sem ævintýraferðir á vit hins óþekkta. Ahen var nefni- lega mögnuð geimhrollvekja sem hratt af stað öldu slíkra mynda. Sex árum seinna leikstýrði James Ca- meron, Ahens, og þótt ótrúlegt megi virðast var sú mynd betri, meiri veisla fyrir augað og krafturinn í mynd Camerons var ógnvekjandi. Þriðji kaflinn í þessari geimhrollvekju Alien3 er að mörgu leyti jafn spennandi og fyrri myndirnar en er ahs ekki eins góð kvikmynd og kemur þar fyrst og Kvikmyndir Hilmar Karlsson fremst th reynsluleysi leikstjórans, Davids Fincher, og ruglingslegt handrit. Fincher nær sem sagt ekki að feta í fótspor snillinganna Ridley Scott og James Cameron. Hann kann þó ýmislegt fyrir sér og hlutirn- ir ganga hratt hjá honum enda uppahnn í poppmynd- böndum. Fincher kvikmyndar mikið í nærmyndum, andhtin fyha út í breiðtjaldið á mismunandi áhrifa- mikinn hátt og þótt deha megi um aðferð hans þegar mennskir eiga í hlut þá hefði hann átt að nota þessa aðferð eingöngu þegar hin ógnvekjandi og sídrepandi geimvera á í hlut og sýna aðeins svakalegan kjaftinn eða hausinn því geimveran, þegar hún sést öll, er langt í frá að vera jafn ógnvekjandi og í fyrri myndum. Eina manneskjan sem lifði af geimferðina í Ahen var Ripley hðsforingi sem Sigourney Weaver lék. Hún endurtók hlutverkið í Aliens og hér er hún komin aft- ur, þaulreynd í viðskiptum við ófreskjuna og Weaver stendur fyrir sínu. Þegar myndin hefst hefur geim- ferja hennar brotlent á afskekktri fanganýlendu á ysta hjara heimsins. Þegar Ripley kemst tU meðvitundar og fréttir örlög áhafnar sinnar grunar hana að óboðinn Sigourney Weaver leikur Ripley liðsforingja í þriðja sinn. gestur hafi verið í geimfarinu og sé nú laus. Áhorfend- ur fá fljótt að vita að grunur hennar er á rökum reist- ur. Og þegar Ripley getur loks sannfært aðra um hvað er á seyði eru fá góð ráð tU, en tekið hafði veriö til bragðs að hafa fanganýlenduna vopnlausa. Ófreskjan er sem fyrr nær ódrepandi og þegar yfir lýkur eru ekki margir til frásagnar um hvað skeð hefur. Alien3 er þrátt fyrir mjög góð tækniatriði drunga- legri og þyngri en fyrri myndirnar og verður fyrir bragðið langdregin. Fanganýlendan er óspennandi veröld og sú trúarvakning meðal fanganna, sem hefur gert það að verkum að þeir vUja vera þarna áfram er ósannfærandi og greinUega eitthvert neyðarúrræði til að fá söguna tU að ganga upp, en lausir endar í hand- riti gleymast þegar fer að líða á myndina og spennan er í algleymingi. Ahen3 er ahs ekki slæm kvikmynd, sagan hefði að vísu mátt vera sterkari, en kvikmyndataka og klipping er góð, en það er ekki hægt að komast hjá því að miða hana við fyrri myndirnar tvær og þá verður glansinn minni. ALIEN’ Leikstjóri: David Fincher. Handrit: David Giler, Walter Hill og Larry Ferguson. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Charles S. Dutton, Charles Dance og Paul McCann. The Who's Who of Who-Dunnits. JOHN CANDY JAMES BELUSHI CYBILLSHEPHERD s » SEAN TOUNG : RICHARD LEWIS ‘*J ORNEIJLA MUTI GIANCARLO giannini GEORGE HAMILION Once Upon A Crime hefur á að skipa landsliði bandarískra gamanleikara. Endalaust grín og vitleysa þar sem allir flækjast inn í morðmál. Við sögu koma uppgjafarleikari, fjárhættuspilari, hjón og kvennaflagari. En lögregluforinginn sem rannsakar morðið er ekki lengi að komast til botns í því, eða hvað... John Candy, James Belushi, Cybill Shepherd og Sean Young fara á kostum í þessari frábæru gamanmynd! NoBmin.NoPain. KWOUJMAN piannkh 0,2 L APP 0,2 L SAMAN ÁÐ13R 111,- HAGKAUP - altt í einniferd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.