Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1992, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1992, Qupperneq 7
I..31 Baráttan í körfuknattleiknum verður mikil i vetur og á sunnudag hefst keppnin í úrvalsdeildinni. Stórleikir strax í fyrstu umferðinni - íslandsmótið í körfuknattleikhefst á sunnudag Baráttan í úrvalsdeildinni um ís- landsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik hefst um helgina meö fjórum leikjum í úrvalsdeild. Margir bíða spenntir eftir keppnistímabili körfu- knattleiksmanna og strax í fyrstu umferð verða stórleikir á dagskrá. Leikur Keflvíkinga og Njarðvík- inga í Keflavík verður að teljast leik- ur helgarinnar. Þessir erkifjendur hafa marga hildi háð og búast má við hörkuleik sem hefst klukkan átta á sunnudagskvöld. Annar stórleikur fer fram í Vals- heimilinu á sama tíma. Þá leika Reykjavíkurrisarnir Valur og KR en þessi hð börðust hart um Reykjavík- urmeistaratitilinn á dögunum og þá höfðu KR-ingar betur þótt sigur þeirra væri ekki nægilega stór. Á Sauðárkróki leika Tindastóll og Haukar, nýbakaðir Reykjanesmeist- arar, klukkan átta á sunnudags- kvöld. Fjórði leikininn verður viður- eign Grindvíkur og Skallagríms úr Borgarnesi í Grindavík en sá leikur hefst klukkan fjögur á sunnudag. Ferðafélag íslands: Haustlitaferð í Þórsmörk FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992. Kvikmyndir Wallenberg ★★★ Raunsæ lýsing á síðustu dögum Wallen- bergs í Búdapest. Sjaldan hafa jafn áhrifa- mikil atriði um úrýmingarherferð nasista á gyðingum sést á hvlta tjaldinu. Stellan Skarsgárd er frábær. - H K Ár byssunnar ★★ 'A Vitræn saga er full róleg í byrjun en vind- ur upp á sig hægt og sígandi meðan spennan eykst. Að ráða McCarthy voru mistök en Stone og Golino eru góðar. -GE Svo á jörðu sem á himni ★★★ Kvikmyndataka, sviðsetning og tónlist er með þvi besta sem gerist í íslenskum kvik- myndum. Alfrún H. Örnólfsdóttirersenu- þjófurinn. -ÍS Veröld Waynes ★★ 'A Losaraleg saga en Wayne og Garth eru óneitanlega mjög fyndnar týpur. Húmor- inn einum of „local" fyrir okkur. -GE Steiktir grænir tómatar ★★★'A Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur í öllum hlutverkum. -ÍS LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Kristófer Kólumbus ★★ Of ódýr og ójöfn til að ná fullum áhrifum. Svolitið gamaldags. Ævintýrabragurinn heldur henni á floti. Stórstjörnurnar eru einstaklega illa nýttar og skemma fyrir. -GE Ferðin til Vesturheims ★★‘/2 Rómantisk stórmynd um tvö ungmenni sem leggja land undir fót til að nema land i Vesturheimi. Vel leikin mynd, kvikmynd- un og tónlist frábær, en sagan þunn og margtuggin. -HK Beethoven ★★ Ekki merkileg saga en alveg pottþétt fyrir krakka. Fullorðnum mun heldur ekki leið- ast. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Hvítir sandar ★★ Miðlungsspennumynd sem tekur sig full- aivarlega. Otlitið er flott og leikhópurinn i hæsta gæðaflokki en leikstjórinn getur ekki bætt fyrir flókið og fálmkennt hand- rit. -GE Kálum þeim gömlu ★★'/\ Gálgahúmor frá þeim sem gerðu Helgina með Bernie. Úvægin i garð öldrunar en með hjartað á réttum stað og húmorinn er i lagi. Selleck hefur aldrei verið betri. -GE Varnarlaus Gamlar spennumyndaklisjur og nýjar sál- fræðiklisjur hrærðar saman með hóp góðra leikara og tæknimanna fastan í súpunni. -GE Ógnareðli ★★★★ Siðlaus ..., spennandi..., æsandi.... óbeisluð..., óklippt..., ógeðsleg ..., óafsökuð ..., glæsileg ..., tælandi..., spennandi..., frábært... (Nei, ég fæ ekki prósentur). -GE Lostæti ★★ 'A Skemmtileg framtiðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stílæfing en nokkuð annað. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Ferðin til Vesturheims irk'A Rómantisk stórmynd um tvö ungmenni sem leggja land undir fót til að nema land í Vesturheimi. Vel leikin mynd, kvikmynd- un og tónlist frábær en sagan þunn og margtuggin. -HK Beethoven ★★ Ekki merkileg saga en alveg pottþétt fyrir krakka. Fullorðnum mun heldur ekki leið- ast. -GE STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Ruby ★★ Vel gerð samsæriskenning með áherslu á mannlega þáttinn. Er of hæg og átakalitil til að hrífa nema rétt undir lokin. Sherilyn Fennerfirnagóð. -GE Queens Logic Tilraun til að gera nútímalega mynd .um samskipti venjulegs vinahóps á krossgöt- um. Fer forgörðum því að persónurnar eru gervilegar. Góður leikhópur. -G E Ofursveitin ★★ Dolph og Van Damme eru báðir daufir en það kemur ekki i veg fyrir hasar og læti. Sagan er glórulaus en góður leik- stjóri og slatti af peningum halda uppi fjöri. -GE Börn náttúrunnar *★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd t>ar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur þlandast mannlegum söguþræði. _HK Sunnudaginn 4. október veröa fjór- ar dagsferðir. Klukkan 8 er síðasta hausthtaferðin í Þórsmörk. Stansað verður 3-4 klukkustundir í Mörk- inni. Klukkan 10.30 verður gengið á Kálfstinda en það er skemmtilegur móbergshryggur austan við Þing- velli. í þeirri ferð verður KálfsgU skoðað. Klukkan 13 verður farin hausthtaferð tíl Þingvaha. Meðal annars verður farið í Gjábakka- hraun og htið inn í heha þar en í lokin verður haldið á Laugarvatns- velli og skoðaðir Laugarvatnshellar þar sem búið var í byrjun þessarar aldar. Helgarferðir 2.-4. október verða tvær og er brottför í þær báðar klukkan 20. Farin veröur Þórsmerk- urferð (hausthtir, uppskeruhátíö og grhlveisla) og ferð að Álftavatni við Fjahabaksleið syðri. í þeirri ferð verður ekið upp að Hrafntinnuskeri. Ferðafélag íslands er með haustlitaferð til Þingvalla um helgina. 23 Handknattleikur: Spennandi Evrópuleikir FH-ingar ieika siðari leik sinn í Evrópukeppni meist- araliða í handknattleik gegn færeyska liðinu Kyndlí I Kaplakrika í kvöld, FH-íngar unnu fyrri leikinn í Færeyjum, 20-27. Valsmenn leika síðari leik sinn gegn norska liðinu Stav- anger í Laugardalshöllinni á sunnudag. Valsmenn komu sterkir út úr fyrri leiknum, sigruðu 22-24 I Noregi, og eru til alls líklegir í síðari leikn- um. Loks eru það Víkingar. Þeir leika tvívegis um helgina gegn norska liðinu Runar í IHF-keppninni. Fyrri leikur- inn fer fram á föstudagskvöid og sá síðari á sunnudag. Báð- ir ieikirnir fara fram i Noregi. Blakið byrjar isiandsmótið í blaki hefst um helgina. í 1. deild karla leika HK og Þróttur Nes. kl. 20 á föstudag og á sama tíma KA og Þróttur R. Á laugardag leika Stjarnan og Þróttur Nes. kl. 16. Kvennakarfa Reykjavíkurmótinu í körfu- knattleik kvenna lýkur á sunnudaginn en mótið hefur verið mjög jafnt og spenn- andi, Á laugardag leika KR og ÍR í íþróttahúsi Hagaskóla og hefst leikurinn klukkan tvö. Á sunnudag lýkur mótinu með leik ÍR og ÍS í Seljaskóia en fyrri leik liðanna í mótinu lauk með eíns stigs sigri ÍR- stúlkna eftir framlengdan leik. 80áraafmæli verkfræðinga- félagsins í tilefni af 80 ára afmæli Verkfræðíngafélags íslands á þessu ári býður Hitaveita Reykjavíkur verkfræðinga velkomna I Perluna föstudag- inn 2. október að þiggja þar veitingar milli klukkan 17 og 19. Við það tækifæri hefst myndasýníng í Vetrargarðin- um sem vekur gamlar minn- ingar um þróun hitaveitu í Reykjavík frá upphafi og til samanburðar við stöðu Hita- veitu Reykjavlkur I dag. Sýn- ingin mun standa til 7. októb- er. Jafnframt býður Hitaveita Reykjavíkur verkfræðingum og fjölskyldum þeirra að heimsækja Nesjavallavirkjun laugardagínn 3. október frá kiukkan 10 tii 16, en þó sér- staklega á tfmabilinu klukkan 14-16. Að lokinni sýningu á virkjuninni verður boðið kaffi og með þvi i mötuneytisskáia starfsmanna á svæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.