Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Qupperneq 1
Lína langsokkur (Bryndís Petra Bragadóttir) er ekki neinn venjulegur
nemandi.
Frumsýning hjá Leikfélagi Akureyrar:
Iina
langsokkur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Bamaleikritið sívinsæla, Lína
langsokkur, verður frumsýnt hjá
Leikfélagi Akureyrar í dag. Leikrit-
ið er söngleiksgerð eftir bókunum
um hana Línu sem er ailtaf í góðu
skapi, sterkust, best, skemmtilegust
og ríkust af öllum krökkunum. Lína
býr ein á Sjónarhóh með hestinum
sínum og apanum en í næsta húsi
búa vinimir Tommi og Anna sem
em vel upp alin. En Lína elur sig
upp sjálf því mamma hennar er
engill á himnum og pabbi hennar
sjóræningi á skútu í Suðurhöfum.
í leikritinu lendir Lína í mörgum
ævintýmm. Hún leikur á bama-
vemdamefnd, löggur og bófa. Hún
sigrar aflraunamann og leggur
pabba sinn í krók. Þá fer hún í
kökuboð og hneykslar fínu frúmar
og hún gerir allt vitlaust þegar hún
fer í skólann. Það verða fagnaöar-
fundir þegar Langsokkur skip-
stjóri, pabbi hennar, birtist ásamt
hásetum sínum á sjóræningjaskút-
unni. En Anna, Tommi og aðrir
bæjarbúar vilja alls ekki missa
Línu af Sjónarhóli og allt fer vel
að lokum eins og vera ber í góðu
ævintýri.
Bryndís Petra Bragadóttir leikur
Línu langsokk. Hún útskrifaðist frá
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
fyrir 6 ámm og hefur síðan tekið
þátt í fjölda leiksýninga hjá Þjóð-
leikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur
og ýmsum leikhópum. Önnu og
Tomma leika Guðrún Jóhanna Ól-
afsdóttir og Ingvar Már Gíslason
sem bæði era sviðsvanir unglingar.
Aðrir leikarar í helstu hlutverkum
era Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór
Albert Heimisson, Eggert Kaaber,
Jón Bjami Guðmundsson, Gestur
Einar Jónasson, Sunna Borg, Þór-
ey Aðalsteinsdóttir, Sigurveig
Jónsdóttir og Kristjana N. Jóns-
dóttir.
Þráinn Karlsson er leikstjóri en
þýðandi Þórarinn Eldjárn. Leik-
mynd gerir Hallmundur Kristins-
son, búningana og dýrin gerir
Anna G. Torfadóttir, tónlistarstjóri
er Michael Jón Clarke, dansahöf-
undur Lína Þorkelsdóttir, lýsingu
annast Ingvar Björnsson og sýn-
ingarstjóri er Hreinn Skagfjörð.
Frumsýning er á laugardaginn kl.
14 og næsta sýning á sunnudag á
sama tíma.
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins:
Strætið
Kúadellu-
lotterí
Það verður spennandi að sjá hvaða fyrirtæki verður svo heppið að <á dell-
una úr kúnni á sinn reit.
Leikritið Strætið eftir breska leik-
skáldið Jim Cartwright var frumsýnt
í gær á smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins en önnur sýning á verkinu
verður á laugardag klukkan 20.
Sögusvið leikritsins er stræti fá-
tækrahverfis og gerist þráðurinn all-
ur á einni nóttu. Drykkjusvolinn og
gleðimaðurinn Scullery leiðir áhorf-
endur um strætið og kynnir þá fyrir
íbúum þess. Verkið lýsir á hreinskil-
inn hátt hinum harða heimi fátækra
borgarbúa og málfarið er götumál
dagsins í dag.
Strætið er í þýðingu Áma Ibsens
og í leikstjórn Hafliða Amgrímsson-
ar. Leikendur eru Ingvar E. Sigurðs-
son, Kristbjörg Kjeld, Róbert Am-
finnsson, Edda Heiðrún Backman,
Baltasar Kormákur, Þór H. Tuhnius
og Halldóra Björnsdóttir.
JC-deildin í Reykjavík stendur fyr-
ir byggðarlagsverkefni á hverju ári
með styrktarstarfsemi að leiðarljósi.
í ár hefur verið tekin ákvörðun um
að styðja íþróttasamband fatlaðra og
verður, af því tilefni, haldið lottó með
óvenjulegu sniði. í dag, föstudaginn
9. október, verður haldið kúadellu-
lotterí sem fram fer í húsdýragarðin-
um í Laugardal og byrjar það klukk-
an 14.
Afmarkað verður svæði í húsdýra-
garðinum sem síðan verður skipt
upp í 40 reiti. Einni kú verður síðan
hieypt inn á afmarkaða svæðið. Það
fyrirtæki (eöa þau fyrirtæki) sem á
þann reit þar sem dellan frá kúnni
feliur, verður kúadellufyrirtæki árs-
ins 1992. Hver reitur verður seldur
fyrirtækjum og geta fyrirtæki keypt
heilan reit eða hluta í reit.
Nú þegar hafa verið seldir nokkrir
hlutar í reitum en um söiu á þeim
sem eftir eru, er bent á símanúmer
Gulu línunnar. Útvarpsstöðin Bylgj-
an mun lýsa því þegar kúnni verður
sleppt út á grasfiötina.
Þór H. Tulinius og Halldóra Björnsdóttir í hlutverkum sínum í Strætinu.
DV-mynd GVA
sjábls.
sjá bls.
sjábls.
sjábls. 24