Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. Fréttir Samstaða um stjómarkjör á þingi Landssambands hestamannafélaga: Sameining hesta- sambanda í nef nd Landsþingi Landssambands hestamannafélaga lauk á laugardaginn á Flúðum. DV-mynd E.J. Guðmundur Jónsson frá Reykjum var kjörinn nýr formaöur á 43. lands- þingi Landssambands hestamanna- félaga sem haldið var á Flúðum síð- asthðinn föstudag og laugardag. 122 kjörnir þingfulltrúar frá 46 hesta- mannafélögum mættu en auk þess voru á þinginu stjómarmenn og gest- ir. Þingið var um margt átakahtið. Þaö mál sem helst þótti líklegt til að valda deilum, tillaga um að nefnd verði skipuð til að kanna kosti og galla þess að Landssamband hesta- mannafélaga (LH) og Hestaíþrótta- samband íslands (HÍS) verði samein- uð, var samþykkt á þá vegu að ný- kjörinni stjóm LH var falið að skipa fimm manna nefnd til að fara í saum- ana á sameiningarmálunum. Samstaða ríkti um stjórnarkjör Kári Amórsson, sem hefur gegnt embætti formanns undanfarin íjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var varaformaður LH, Guðmund- ur Jónsson frá Reykjum í Mos- fellsbæ, kosinn í hans stað. Guð- brandur Kjartansson var kosinn varaformaður án mótframboðs. Ingi- mar Ingimarsson meðstjómandi gaf heldur ekki kost á sér og var Krist- mundur Halldórsson úr Kópavogi kosinn í hans stað án mótframboðs en aðrar breytingar vom ekki gerðar á stjóminni. Hana skipa að þessu sinni: Guðmundur Jónsson formað- ur, Guðbrandur Kjartansson vara- formaður, Sigfús Guðmundsson, Jón Bergsson, Sigbjöm Bjömsson, Hall- dór Gunnarsson og Kristmundur Halldórsson. Brýnt að skilja að umferð Aðalmál þingsins var reiðvegamál. Framsöguerindi um reiðvegina höföu Ami Mathiesen frá samgöngu- nefnd Alþingis, Jón B. Jónsson að- stoðarvegamálastjóri, Kristján Auð- unsson fyrir hönd hestamanna og Bryndís Brynjólfsdóttir fyrir Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Auk þess vom pallborðsumræður. AUir ræðumenn voru sammála um nauð- syn þess að skfija aö umferð akandi manna og ríðandi til að auka öryggi fyrir alla aöila. Ekki kom fram tíma- mótatiUaga um hvemig þessi mál verða leyst. „Það er heilmikiU áfangi að fá fram viðhorf Alþingis og Vegagerðarinn- ar,“ sagði Guðmundur Jónsson, for- maður LH, „það auðveldar okkur framhaldið að vita hvaöa sjónarmið era ríkjandi hjá þessum stofnunum. Ég met það svo að þetta verði til að ýta mönnum í framkvæmdir.“ Árleg þing áfram Ein þeirra tUlagna, sem lá fýrir þinginu, var að landsþing yrðu fram- vegis haldin annað hvert ár en sú tiUaga var feUd. Aðrar tillögur, sem voru ræddar og kosið um, var tUlaga frá sljóm LH sem óskaði eftir að feUd væra úr gildi lög um að LH gefi út tímarit. Þessi tillaga var feUd og verður ný- kjörin stjóm að taka á útgáfumálun- um. Þar er átt við Hestinn okkar. Ræddar hafa verið hugmyndir um að sameina Hestinn okkar og Eiðfaxa en ekkert áþreifanlegt hefur komið út úr þeim hugleiðingum. Samþykkt var að fylga eftir skrán- ingu kynbótahrossa á sýningiun enda skapar það meira öryggi í öUum framtíðarskráningum og minni vinnu fyrir skrásetjara framtíðar- innar. Einnig má nefna að skipuð verður nefnd til að kanna hvemig eftirUti með lyfjamálum verði háttað í framtíðinni. Þátttökuréttur í gæðingakeppnum Bætt var inn setningu í reglugerð um gæðingakeppni á þá vegu að nú er hrossum í eigu hrossabús heimUt að taka þátt í gæðingakeppni ef eig- andi hrossabúsins eða umsjónar- maður er félagsmaður i LH. Þetta veldur því að stóðhestar og hryssur Hólabúsins og stóðhestar hrossa- ræktarsambanda em gjaldgeng í gæðingakeppni hér eftir. Kynbótahrossasýningar hefjast í mars Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur flutti erindi um hrossa- ræktina 1992. Fram kom í máU hans að framvegis munu dómar kynbóta- hrossa hefjast fyrr en áður eða í mars. Haldin verði mánaðarlega dómar og sýningar í Reykjavík og víöar sé þess óskað. Þessi breyting er gerö tU að spara hestaeigendum kostnað svo og dómurum tíma. -E.J. Þórhallur Asmundsson, DVj Sauðáxkr „Það var mikUl hugur í mönn- um á fundinum og okkur Ust ágæöega á framhaldið, enda hef- ur verið buUandi framlegð í fyrir- tækinu á þessu ári. Ef við ættum ekki við fortíðarvanda að stríða þá væri bullandi hagnaður af rekstrinum í dag,“ segir Reynir Pálsson, framkvæmdastjóri MUUaiax, en aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. í fyrra varð 32,2 mUlj. króna tap á Miklalaxi. Staða fyrirtækisins hefur gjörbreyst tíl hins betra viö að Byggðastofhun afskrifaði ný- lega 320 miUjóna króna skuld og breytti 60 af þeirn 180 mUljónum sem eftir standa í vUýandi lán. AUur söluhagnaður Miklalax fer í greiðslu skammtímaskulda. FramleiösliUcostnaður hefur lækkaö mjög, er nú 230 krónur kUóiö en meðalsöluverð afurða er um 300 kr. á árinu. MiklUax framleiðir því talsvert upp í vexti og afborganir í dag. Framleiðsla Miklalax á þessu ári verður 300 tonn tU sölu og 100 tonn tU áframeldis. Á næsta ári er reiknað meö að stöðin nái í fyrsta skipti fuUri framleiðslu, 600 tonnum, og þar af verði slátr- aö 450-500 tonnum af fiski. Fastir starfsmenn Miklalax í dag era 18 og að auki starfa 10 manns við slátrun tvo daga vikunnar. Slátr- að er um 12 tonnum á viku og verður svo fram til áramóta. Um 90% framleiöslunnar fer á Frakk- landsmarkaö. Slökliviliöiö í Reykjavík var kallað út aðfaranótt sunnudags vegna elds sem logaði í Lödu sem stóð við Bjamarstíg. MikiU eldur var í bUnum og þrátt fyrir að vel hafi gengið að slökkva hann er bíliinn talinn ónýtur. Ekki er tal- ið útUokað að um íkveikju hafi veriðaöræða. -sme í dag mælír Dagfari Það var fjör á aðalfundi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Há- punktur fundarins var þegar Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sté í pontu og tók að þylja upp þau pláss í landinu sem væra kominn á aftökulista. Samtals þuldi hann upp nöfn þijátíu og sjö byggðarlaga sem mundu leggjast í auðn ef sú stefna næði fram að ganga sem gengið hefur undir nafninu „gjalþrotaleiðin". Á LÍÚ-fundinum vora að sjálfsg- öðu mættir útgerðarmenn frá þess- um plássum og raunar öllum sjáv- arplássum á íslandi og það var dauðaþögn í salnum og skelfingar- svipur á fundarmönnum meðan ráðherrann las upp Ustann. Er ég á Ustanum? spurðu menn í hljóði og það var enginn miskunn hjá ráðherranum. Hann las og las og tiltók hvert þorpið aö fætur öðra og þegar upplestrinum var lokið var sjávarútvegurinn eins ijúkandi rúst. Nú er það svo að enginn kannast við þennan aftökuUsta annar en ráðherrann sem las hann upp. Þor- steinn Pálsson er að vísu dóms- málaráðherra ásamt með því að vera sjávarútvegsráðherra, svo hann hefur betri aðgang að aftöku- innar og að minnsta kosti Dagfara að honum hafi aldrei tekist jafnvel upp og einmitt á þessum fundi aftö- kunnar. Útvegsmenn hafa aUar götur síðan Kristján tók við forystu þeirra veriö verst leikna stétt landsins og elstu menn muna ekki eftir ööra en tapi á tap ofan í út- gerðinni. Það er alveg rosalegt hvað iUa er búið að fara með þessa menn. Þeir eiga rétt fyrir farinu norður þar sem LÍÚ-þingið er hald- iö og svo fá þeir þessar aftökur framan í sig! Er nema von að Kristj- án gráti af heUagri sorg og reiði. Þetta gengur auðvitað ekki leng- ur og eins gott að ganga hreint tíl verks og taka útgerðina og þessi þijátíu og sjö sjávarpláss af lífi áð- ur en allt verður um seinan. Kristj- án þoUr ekki þetta böl lengur, út- gerðarmenn þola ekki að vera á hausnum lengur og sjávarplássin þijátíu og sjö verða þeirri stund fegnust þegar þjáningum þeirra lýkur. Þjóðin varpar öndinni léttar þegar hún er loks laus viö þessar afætur. Það var mikið gustukaverk hjá Þorsteini ráðherra að láta menn vita að aftakan bíði þeirra á hverri stundu. LÍÚ þing era þarfaþing. Dagiari Aftökulistinn Ustum en aðrir ráðherrar. En það kannast enginn við listann nema Þorsteinn og það kannast heldur enginn við þá „gjaldþrotastefnu", sem leggur þessi þorp í rúst en Davíð Oddsson segist alveg sam- mála Þorsteini í ræðu hans sem þýðir væntanlega að hann hefur reiknað þetta eins út og Þorsteinn og veit að 37 sjávarpláss leggjast af ef áform hans ná fram að ganga í ríkisstjóminni. Útreikningar Þorsteins sjávarút- vegsráðherra era sem sagt ekki véfengdir. Annaðhvort hafa hinir ráðherramir ekki séð Ustann eða þá að þeir hafa séð hann og sam- þykkt hann eins og Davíð gerir. Þetta boðar gott eitt því þá kemur að minnsta kosti ekki upp ágrein- ingur í ríkisstjóminni um að slátra þessum 37 plássum þegar stefnan nær fram að ganga. Það er þá ein- hugur um að þessi 37 pláss verði skorin niður við trog en hinum þyrmt. Þau verða aö vísu ekki mörg, byggðarlögin, sem lifa þessar hremmingar af en það er þó alténd vitað að ríkisstjómin hefur ákveðið að setja þau á og menn bíða þá ekki aftöku sinnar á meðan. Þorsteinn sjávarútvegsráðherra segist vera á móti þessum aftökum sem hann einn veit um ásamt for- sætisráðherra. Það er skrítið ef hann er maðurinn sem hefur búið aftökuUstann lil. Hvemig geta þeir verið á móti aftökum sem sjálfir og einir hafa lagt aftökumar til og búið jafnvel tíl Usta yfir þær? Nema þá að Þorsteinn sé að gera þetta að gamni sínu! Er ráðherrann kannski að hrekkja aUa þá staði á landinu sem hann segir að séu komnir á aftökiUista? Eru svona LÍÚ-þing bara tU að skemmta við- stöddum eða æsa menn upp að óvörum tíl að stríða hver öðrum? Því er ekki að neita að formaður LÍÚ tók þessa upptalningu Þor- steins alvarlega. Hann grét nánast 1 sjónvarpinu og enda þótt Kristján Ragnarsson sé viðurkenndasti og snjaUasti harmagrátur lands- manna er það samdóma áfit þjóðar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.