Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Side 6
6 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. Fréttir Kvennalistakonur á landsfundi sættast á aö vera ósammála: Neita að taka á mig ábyrgð Ingibjargar - sagði Guðríöur Adda Ragnarsdóttir í snörpum deilum um afstöðuna til EES „Ályktunin er merkileg og minnir helst á það þegar Þorgeir Ljósvetn- ingagoði lagðist undir feld. Ég er hins vegar gjörsamlega ósátt við þetta mál, framvindu þess, tímasetningu og meðhöndlun. Ég neita að taka á mig þá ábyrgð sem umbjóðandi minn á Alþingi á að hafa. Ingibjörg Sólrún bauð sig fram fyrir ákveðna stefnu sem ég kaus. Þessi umræða á að fara fram á mótunarstigi en ekki þegar búið er að setja stefnuna fram. Kjós- endur kusu andstöðu við evrópskan samruna og hvað eiga þeir að gera íyrir næstu kosningar?," spurði Guðríður Adda Ragnarsdóttir en snarpar umræður spunnust um af- stöðuna gagnvart samningnum um evrópskt efnahagssvæði á landsfundi Kvennalistans um helgina. Eftir mikla umfjöllun sættustfund- armenn á að vera ósammála og sam- þykktu ályktun þar sem afstaða Kvennalistans fyrir síðustu kosning- ar er áréttuð. Ljóst er að fæstar kvennanna voru fullkomlega ánægð- ar með ályktunina. Fimmtánda uppkastið „Það er alvarleg klípa ef kvenna- listakonur mega ekki ræða málin og þetta er ekkert einkamál einnar þingkonu. Það eru margar sem eru sammála Ingibjörgu Sólrúnu en okk- ar skoðanir hafa ekki fengið mikla umfjöllun. Ég er fullkomlega ósátt við ályktunina," sagði Þóra Ásgeirs- dóttir. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þingkona sagði það ljóst að ályktunin kæmi hvorki til móts við þær konur sem vildu neita aöild að EES á af- dráttarlausari hátt né þær sem vildu opna möguleikana í þá átt frekar. Hún sagði að mikil vinna lægi í þess- ari ályktun sem væri 14.-15. uppkast- ið og þar væri farið bil beggja og reynt að ná málamiðlun. I ályktuninni segir meðal annars að umræður haíi leitt í ljós að innan Kvennalistans ríki ekki einhugur um það með hvaða hætti staða Islands verði best tryggð og að landsfundur- inn viðurkenni aö skoðanir varðandi afstöðu samtakanna til EES og EB séu skiptar. Þrátt fyrir þetta telur landsfundurinn ekki tOefni til að breyta yfirlýstri stefnu. Minnt er á að ákvarðanir lands- fundarins séu stefnumarkandi fyrir starfsemi hans innan þings sem utan en lögð er áhersla á að samtökin geri ekki þá kröfu til kvennalistakvenna að þær greiði atkvæði gagnstætt eig- in sannfæringu. Þá er áréttuð sú skoðun Kvennalistans að bera skuli EES samninginn undir þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Ég treysti Ingibjörgu Sólrúnu fyllilega til að gegna sínum störfum í utanríkismálanefnd þannig aö hún bijóti ekki gegn sinni sannfæringu og gæti þess jafnframt að stefna Kvennalistans komist á framfæri,“ segir Guðrún Agnarsdóttir. -ból Kvennalistakonur, hvaðanæva af landinu, komu saman á Laugarvatni um helgina og héldu landsfund samtakanna. Á fundinum kom fram skýr klofningur um afstöðuna til EES-samningsins og kom til snarpra orðaskipta. Guðrún Agnarsdóttir talaðl, meðal annarra, máli sátta á fundinum og sagði skoðanaskipti nauðsynleg og styrkjandi fyrir samtökin. DV-mynd ÞÖK Kvennalistakonur óánægðar með skipulag samtakanna: Grasrótin ákaflega þreytt „Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hefur Kvennalistinn slitið bamsskónum og er orðinn að eins konar stofnun. Grasrótin er í raun ákaflega þreytt og tekur fæstar af þeim póhtísku ákvörðunum sem Kvennalistinn stendur fyrir. Við get- um hins vegar ekki ætlast til þess að þingkonumar leggi fram fijóar tillögur og lausnir og taki ákvarðanir fyrir okkar hönd án framlags af okk- ar hálfu,“ sagði Anna Kristín Ólafs- dóttir meðal annars er hún mælti fyrir tillögu um nýtt skipulag á mál- efnastarfi Kvennalistans. í tillögunni segir að ákvarðanataka 1 Kvennalistanum sé í höndum mjög fárra og pólitísk umræða fari helst fram á þingflokksfundum. Virkni hinnar almennu kvennalistakonu sé í lágmarki. Lagt er til að framkvæmdaráðið verði stækkað, stofnaðir verði svo- kallaðir þankabankar og aðgerðaráð sem taki frumkvæði og opni umræð- ur um málefni sem skyndilega koma upp. Á fundinum var samþykkt að hefja undibúning til að hrinda skipu- lagsbreytingunum í framkvæmd og hefja vinnu í þankabönkunum sem yrðu vettvangur málefnavinnu og stefnumótunar samtakanna. í umræðum um tillöguna kom fram að almenn óánægja ríkir um skipu- lag hreyfingarinnar sem konunum fmnst ekki virka sem skyldi. Rætt var um aö Kvennalistinn væri of óskipulagður og aldrei væri tekist á um nein pólitísk deilumál. Þá komu fram þær raddir aö umræöa um kon- ur og málefni kvenna heföi farið minnkandi iiman samtakanna. „Þaö kemur viss þreyta í starf gras- rótarhreyfingar þegar hún er búin aö vera lengi starfandi. Við viljum gera málefnavinnuna meira sam- hangandi, skipuleggja starfið betur og gera það virkara, frjórra og lýð- ræðislegra. Við viljum ekki breyta skipulaginu alveg í átt til þess sem fjórflokkarnir búa við enda teljum við það mjög mikilvægan hluta af okkar hugmyndafræði að vinna sem grasrótarhreyfmg. Hins vegar þarf að skipuleggja grasrótina betur,“ sagði Ánna Kristín Ólafsdóttir. -ból IngibjörgSólrún: Var ekki að um „Ég fæ þau skilaboð í ályktuninni að stefna Kvennalistans, það er að vera mótfallinn aðild að EES, hefur verið áréttuð. Hins vegar er viður- kennt, eins og kemur fram í stefnu- skránni, að við leggjum okkur fram við að hlusta eftir öllum röddum kvenna. Ég er sátt við þessa niður- stöðu. Það er mikilvægt að það eigi sér stað frjó umræða innan Kvenna- listans en jafnframt að við skiljum sáttar í málum eins og þessum. Ég var fyrst og fremst að kalla á um- ræðu um málið en ekki aö biðja um einhverja kúvendingu," segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans. Hún segir að ályktun landsfundar- ins breyti í raun engu fyrir starf þingflokkskvennanna inni á Alþingi. „Þær fjórar í þingflokknum, sem eru andvígar aðildinni að EES, munu túlka stefnu Kvennalistans í þessu máh en ekki ég. Þaö er hins vegar viðurkennt að sjónarmið mitt er ekki bundið við mína persónu. Það hefur komið í Ijós héma að það era fleiri konur að hugsa á svipuðum nótum og ég í þessu máh. Það er í raun við- urkennt í þessari ályktun að þessar raddir eru héma, þær eiga rétt á sér og það er rúm fyrir þær þó að stefn- an sé sú að Kvennalistinn sé andvíg- ur samningnum," segir Ingibjörg Sólrún. -ból Skorinn á hendi Maður skarst Ula á hendi eftír að honum var hrint á rúöu á Elat- eyri aðlaranótt sunnudags. Til ósátta kom milh mannsins og fé- laga hans með þeim afleiöingum að annar hrinti hinum fró sér. Sá lenti á rúðu og skarst illa á hendi. Tveir ökumenn voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur, á Elateyri um helgina. -sme Tvöhmbrat Lögreglan á Egilsstöðum rann- sakar tvö innbrot sem framin voru um helgina, í öðru tilfelhnu var brotist inn í söluskála og stol- ið tóbaki og sælgæti, í liinu tiifell- inu var brotist inn i sumarhús. Þar var htlu stohö. -sme Peningamarkaður INNLÁNSVDCTIR (%) haest INNLÁN ÚVERÐTR. Sparisj. óbundnar Sparireikn. 0,75-1 Landsb., Sparisj. 3ja mán. upps. 1-1,25 Sparisj. 6 mán. upps. 2-2,25 Sparisj. Tékkareikn., alm. 0,25-0,5 Landsb., Sparisj. Sértékkareikn. 0,75-1 Landsb., Sparisj. VlSITÖLUB. REIKN. 6 mán. upps. 1,5-2 Allir nema Isl.b. 15-24 mán. 6,0-6,5 Landsb., Sparsj. Húsnæðisspam. 5-7,1 Sparisj. Orlofsreikn. Gengisb. reikn. 4,25-5,5 Sparisj. ÍSDR 5,25-8 Landsb. ÍECU 8,5-10,2 Sparisj. ÚBUNDNIR SÉRKJARAREIKN. Vísitölub., óhreyfðir. 2-2,75 Landsb., Bún.b. óverðtr., hreyfðir 2,75-3,5 Landsb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantímabils) Vísitölub. reikn. 1,25-3 Landsb. . Gengisb. reikn. 1,25-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKN. Vísitölub. 4,5-5,5 Búnaðarb. Óverðtr. 4,75-5,5 Búnaðarb. INNLENDIR GJALDEYRISRElKN. $ 1,75-2,0 Islb. £ 6,75-7,4 Sparisj. DM 6,5-7,0 Landsb. DK 9,0r10,8 Sparisj. ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst otlAn úverðtryggð Alm.víx. (forv.) 11,5-11,8 Bún.b, Lands.b. Viðskiptav. (forv.)1 kaupgengi Allir Alm. skbréf B-fl. 11,75-12,4 Landsb. Viðskskbréf1 kaupgengi Aliir ÚTLAN verðtryggð Alm.skb. B-flokkur 8,75-9,25 Landsb. AFURÐALAN i.kr. 12,00-12,25 Búnb., Sparsj. SDR 8-8,5 Landsb. $ 5,5-5,15 Landsb. £ 10,5-11,75 Landsb. DM 10,5-11,1 Búnb. Húsnæöislán 4,9 tífoyrissjödslán 5-9 Dráttarvöxtir 185 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 12,3% Verðtryggð lán september 9,1% VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóvember 3237 stig Lánskjaravísitala október 3236,4 stig Byggingavisitala október 188,9 stig Byggingavísitala nóvember 189,1 stig Framfærsluvísitala í október 161,4 stig Framfærsluvísitala í septemberl 61,3 stig Launavísitala í október 130,3 stig Húsaleiguvísitala 1,9%íoktóber var1,1%íjanúar VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa KAUP SALA Einingabréf 1 6,475 Einingabréf 2 3,469 Einingabréf 3 4,240 VSkammtímabréf 2,146 Kjarabréf Markbréf Tekjubréf Skyndibréf Sjóðsbréf 1 3,098 3,113 Sjóðsbréf 2 1,941 1,960 Sjóðsbréf 3 2,139 2,145 Sjóösbréf4 1,708 1,725 Sjóðsbréf 5 1,300 1,313 Vaxtarbréf 2,1831 Valbréf 2,0463 Sjóðsbréf 6 513 518 Sjóðsbréf 7 1003 1033 Sjóðsbréf 10 1053 1085 Glitnisbréf islandsbréf 1,339 1,365 Fjórðungsbréf 1,137 1,154 Þingbréf 1,349 1,367 Öndvegisbréf 1,334 1,353 Sýslubréf 1,311 1,329 Reiðubréf 1,310 1,310 Launabréf 1,013 1,028 Heimsbréf 1,103 1,136 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi á VerAbréfaþlngi islands: Hagst tilboö Lokaverð KAUP SALA Olís 2,00 1,70 2,00 Hlutabréfasj.ViB 1,04 isl. hlutabréfasj. 1,20 1,01 1,10 Auðlindarbréf 1,03 1,03 1,09 Hlutabréfasjóð. 1.42 1,39 Ármannsfell hf. 1,20 1,00 1,60 Ámeshf. 1,85 1,20 1,85 Bifreiðaskoðun Islands 3,42 3,40 Eignfél. Alþýðub. 1,15 1,50 Eignfél. lönaðarb. 1,50 1,20 1,57 Eignfél. Verslb. 1,15 1,10 1,20 Eimskip 4,25 4,15 4,30 Flugleiðir 1,55 1,55 Grandi hf. 2,10 2,50 Hafömin 1,00 1,00 Hampiðjan 1,30 1,43 Haraldur Böðv. 2.40 2,60 islandsbanki hf. 1,20 1,65 isl. útvarpsfél. 1,40 1,40 Jarðboranir hf. 1,87 1,87 Marelhf. 2,50 2,45 2,60 Oliufélagið hf. 4.40 4,40 4,50 Samskip hf. 1,12 S.H. Verktakarhf. 0,80 0,90 Síldanr., Neskaup. 3,10 1,30 Sjóvá-Almennar hf. 4,30 4.25 7,00 Skagstrendingur hf. 3,80 3,00 3,60 Skeljungurhf. 4,40 4,40 4,55 Softis hf. Sæplast 3,35 3,15 3,45 Tollvörug. hf. 1,35 1,35 1,50 Tæknival hf. 0,50 Tölvusamskipti hf. 2,50 2,20 3,00 ÚtgerðarfélagAk. 3,60 3,30 3,80 Útgerðarfélagið Eldey hf. Þróunarfélag Islands hf. 1,60 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi. Nánari upplýsingar um peningamark- aðinn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.