Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Side 8
8 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. Utlönd Varúrskurðuð látin en lifnaði afturvið Heilsulaus 68 ára gömul kona frá Seattle í Bandaríkjunum, sem læknar höfðu úrskurðað látna, liftiaði við á einstakan hátt í gær. Þá var búið að flytja kaldan lík- ama hennar á útíararstoíU. Nokkrum klukkustundum eftir aö hún kom þangað fann starfs- maður stofunnar veikt lífsmark með henni og lét flytja hana í skyndingu á sjúkrahús. Eigandi útfararstofunnar sagöi að þetta væri ekkert annað en kraftaverk. Konan var þungt haldin í gær- kvöldi. Reuter Boeing 747 frá Cargolux 1 erfiðleikum í lendingu: Hreyfill féll af - þotan er af sömu gerð og sú sem fórst við Amsterdam Boeing 747 flutningaþota frá Car- golux var hætt komin á flugvellinum í Luxemborg í gærkveldi. Einn hreyf- ill þotunnar féll af þegar vængur rakst í flugbrautina í lendingu. Fjórir voru í áhöfn þotunnar og sakaði þá ekki. Talsmaður Boeing-verksmiðjanna sagði í gær að svo virtist sem útbún- CTiATFAbX # - IJOTTU NALÆGÐAR MEISTARANNA Á HOLTINU SÝNISHORN AF MATSEÐLl FORRÉTTIR Graflax með hunangs-sinnepssósu 876,- Tindaskata með plómum í sítrónusósu 830,- Ristaður smokkfiskur í engifer með rauðaldinmauki og vermút 795,- Humarsúpa 695,- AÐALRÉTTIR Gufusoðinn búri með rauðlauk ogrósmarínsósu 1595,- Steikt rauðsprettuflök með sveppum og hvítu smjöri 1395,- Grísamedalíur með chili-sósu og rauðlauk í vínediki 1759,- Gljáð önd í engifer og rauðvíni 2775,- Nautalund með furusveppum og kartöfluköku Julienne 2386,- Villigæsabringur með púrtvínssósu 2775,- EFTIRRÉTTIR Eldsteiktar pönnukökur með ferskum ávöxtum og rjómaís 745,- Kökuvagn 495,- Ath.: Hérfyrir ofan eru aðeins sýnishorn af glæsilegum matseðli okkar. Verið ævinlega velkomin. HAUSTTILBOÐ Glæsileg þríréttuð máltíð frá 2250 kr. tii 2950 kr. % BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI: 91-25700 aður til að losa hreyfla frá í erfiðleik- um hefði virkað eins og til var ætl- ast. Hreyflunum er ætlað að losna frá vængnum til að koma í veg fyrir meiri skaða. Cargolux þotan er af sömu gerð og EL A1 þotan sem fóst við Amsterdam í síðasta mánuði. Þá féllu tveir hreyflar af á flugi og þotan brotlenti á fjölbýlishúsum í misheppnaðri til- raun til nauðlendingar. Festingar hreyfla á Boeing-þotum eru þannig að við mikla áreynslu eiga þær að gefa eftir. Þetta er örygg- isbúnaður sem einkum á að nýtast ef óhöpp verða í flugtaki eða lend- ingu. I óhappinu í Luxemburg fór allt að óskum en við Amsterdam féllu tveir hreyflar af eftir að þotan var komin á loft og ekki tókst að hafa stjóm á henni eftir það. Cargolux þotan var að koma frá Istambúl. Flugmönnunum er þakkað að ekki fór verr því þeim tókst að hafa stjórn á þotunni eftir óhappið. Flugvellinum var lokað um tíma í gærkveldi meðan rannsókn var enn á frumstigi. Hreyfillinn fannst á flug- brautinni. Flugmályfirvöld í Luxem- borg ásamt mönnum frá Boeing- verksmiðjunum rannsaka málið í von um að finna vísbendingar sem gætu skýrt slysið mikla við Amster- dam. Reuter Cargolux-þotan, sem lenti í óhappinu á fiugvellinum í Luxemborg í gær- kveldi, er af sömu gerð og þess vél frá flugfélaginu. Útiendingar í Luanda frjálsir feröa sinna: Vopnahlé gengið í gildi í Angóla Jose Eduardo dos Santos, forseti Angóla, og Jonas Savimbi, leiðtogi stjómarandstöðunnar, hafa fallist á vopnahlé til að binda enda á bardaga sem voru á góðri leið með að verða að nýrri borgarastyijöld, að því er portúgalska fréttastofan Lusa skýrði frá í morgun. Vopnahléið, sem Sameinuðu þjóð- imar höfðu milligöngu um, gekk í gildi skömmu fyrir miðnætti að ís- lenskum tíma í gærkvöldi og nær það til alls landsins. Hersveitir stjórnarflokksins MPLA og skæruliöahreyfingar Savimbis, UNITA, hafa einnig fallist á að ölium útlendingum sem eru í haldi verði sleppt og ekki verði settar hömlur á ferðir þeirra, samkvæmt yfirlýsingu sem talsmaður Boutros Boutros- Ghali, framkvaemdastjóra SÞ, sendi frá sér. Vopnahléið fylgir í kjölfar harðra bardaga undanfama þrjá daga. Svo virðist sem hundruð manna hafi fall- ið í höfuðborginni Luanda og tugir annars staðar í landinu. Ekki hafa birst neinar opinberar tölur um mannfall. Drunur úr stórskotaliðsbyssum, sprengjuvörpum, handsprengjum og sjálfvirkum byssum bergmáluðu um Luanda í gær. Ríkisútvarp Angóla hvatti lækna og hjúkmnarlið til að mæta á sjúkrahús Luanda en sagði öllum öðrum að halda sig innandyra. Skömmu áður en tilkynnt var um vopnahléið gafst Elias Salupetdo Pena, æðsti yfirmaður hersveita Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA- hreyfingarinnar í Angóla, hefur fall- ist á að stöðva bardaga við stjórnar- herinn. Teikning Lurie UNITA í höfuðborginni, upp við vamarmálaráðuneytið, ásamt öðr- um háttsettum mönnum UNITA. Skæruliðahreyflngin UNITA og stjórnarflokurinn MPLA undirrit- uðu friðarsamkomulag í maí á síð- asta ári eftir margra ára borgara- styrjöld. Spenna í landinu hefur aft- ur á móti farið vaxandi að undan- fómu eftir að UNITA-menn vefengdu úrslit forseta- og þingkosninga fyrir skömmu og lögðu undir sig nokkra bæi á landsbyggðinni. Flugvöllurinn í Luanda var lokað- ur í gær og nokkur lönd höfðu þegar gert ráðstafanir til að flytja þegna sínaábrottfráAngóla. Reuter Óvíst um Maastricht á breska þinginu: Major í lausu lofti Pólitísk framtíð Johns Majors, for- sætisráðherra Bretlands, er mjög í lausu lofti þessa stundina þar sem uppreisnarmenn innan íhaldsflokks- ins viröast staðráðnir í að sjá til þess aö hann bíði ósigur í mikilvægum umræðum í þinginu um samruna- ferlið innan Evrópubandalagsins. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið meðal Evrópuandstæðinga í þingliði íhaldsflokksins, sýna að 38 em reiðubúnir að greiöa atkvæði gegn ríkisstjóminni þegar Ma- astricht-samningurinn um pólitísk- an og efnahagslegan samruna EB verður borinn upp á miðvikudag. Major og aðrir háttsettir ráðherrar hafa samt rekið mikinn áróður fyrir samningnum um helgina. Reuter Ráðherrarhafna nýjum Mont Blanc-göngum Ráðherrar frá ítalíu, Frakk- landi og Sviss höfnuðu í gær áformum um að gera ný Mont Blanc-jarðgöng undir Alpana Komið höfðu fram hugmyndir um að stækka þyrfti núverandi göng, sem tengja Frakkland og Italíu, til þess að þau gætu annað aukinni bílaumferð. Ráðherrarn- ir vísuðu þeím hugmyndum hins vegar á bug á árlegum fundi sín- um. Ráðherrarnir voru einnig sam- mála um að setja á fót nefnd til að kanna hvernig væri hægt að vernda umhverfið í Ölpunum. Búddagrætur flutninginn Nokkrir munkar frá Suður- Kóreu fullyrða að skýringin á rajög svæðisbundnu, langvarandi regni við Tonghae-musterið í Kóreu sé sú að Búdda sé ósáttur við að stytta af honum hafi verið flutt úr stað. Þann 12. október var styttan flutt þangað sem reisa á nýtt musteri Búdda til heiöurs en frá og með þeim degi hefur rignt á tiu fermetra svæði þar sem stytt- an var áður eða í tuttugu daga samfleytt. Veðurfræðingar telja svona svæðisbundnar skúrir möguleg- ar við vissar aðstæður en segja þó erfitt að útskýra það vísinda- lega hvernig það geti rignt svona mikið, svona lengi og á svona af- mörkuðum bletti. Smitastafeyðni íTælandi Komið hefur í Ijós að sex gagn- kynhneigðir japanskir karlmenn eru nú snútaðir af tælenskum stofhi eyöniveirunnar. Þessi ákveðni stofn hefur hingað til einungis fundist í tælenskum vændiskonum og hommum. Þetta kom í ljós á ráðstefnu sem sérfræðingar í veirusýkingum sitja í Japan og þar kom ennfrem- ur fram að fjórir þessara karl- manna höfðu ferðast til Suöaust- ur-Asíu. Talið er að um tvö hundruð þúsund japanskir menn hafi heimsótt Tæland á síðasta ári og fóru margir þeirra í sérstakar kynlífsferðir sem eingöngu voru ætlaðar karlmönnum. WoodyAllen setturíbann Kvikmyndaleikstjóranum og ieikaranum Woody Allen hefur verið bannað að hafa samband við skólann sem Dylan, hin sjö ára gamla fósturdóttir hans, sæk- Þetta er úrskurður hæstaréttar á Manhattan í kjölfar ákæru Miu Farrow á hendur Allens þar sem hún fullyröir að hann hafi mis- notað Dylan kyrtferðislega. Allen neitar öllum sakargiftum og hefur gefið í skyn að þessi sam- býliskona hans til margra ára sé; eldd með sjálfri sér. Fyrir utan að eiga eitt bam með Farrow hef- ur hann einnig ættleitt tvö af níu börnum hennar, Dylan og Moses. í dómi hæstaréttar var Allen einnig bannaö að eyðileggja plagg sem endurskoðandi hans hefur undir höndum þar sem Allen seg- ist ekki ætla að fá forræði yfir Dylan og Moses ef Farrow skyldi falla frá. Farrow hefur ítrekað reynt að fá hann til að afsala sér börnun- um eftir aö upp komst að AUen og lún 21 árs gamla fósturdóttir Farrow, Soon-Yi Previn, hafa átt í ástarsambandi í langan tima án þess aö hún svo mikiö sem vissi afþví. Ueuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.