Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Side 14
14 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Skattrannsóknir á íþróttir Þaö hefur vakið nokkra athygli að skattrannsókn er hafm á reikningum og bókhaldsgögnum íþróttafélag- anna í landinu. Þessi rannsókn er að því leyti óvanaleg að hún beinist ekki að rekstri fyrirtækja eða skattfram- tölum fárra manna eins og algengast er heldur er heil félagshreyfing lögð undir sem snertir þúsundir íþrótta- fólks og stjórnenda íþróttafélaga. Innan íþróttahreyfing- arinnar eru sennilega um eitt þúsund íþróttadeildir með sjálfstæða fjárhagslega ábyrgð og iðkendur og félags- menn skipta tugþúsundum. Rannsókn skattrannsókn- arstjóra er því ekkert smámál og teygir anga sína til fólks sem hefur af áhuga og fylgi við íþróttafélag sitt lagt fram endurgjaldslausa vinnu í þess þágu. Þessu fólki bregður að sjálfsögðu í brún þegar tilkynnt er skatt- rannsókn á störfum þess og þátttöku enda er íþrótta- hreyfingin ekki skattskyld og hefur haft öðrum hnöpp- um að hneppa í þeirri viðleitni sinni að sinna æsku- lýðs- og uppeldisstarfi. Þjóðfélagið hefur hingað til metið starf íþróttafélag- anna að verðleikum enda þótt þess sjái ekki alltaf stað í stuðningi hins opinbera ríkisvalds. Flestum er ljóst að íþróttir veita viðnám gegn óreglu og íþróttafélögin eru vettvangur heilbrigðra og hollra lífshátta. íþrótta- hreyfmgin hefur gert sitt til að ala upp nýta þjóðfélags- þegna. Og ómælt fé hefur sparast hinu opinbera, sveitar- félögum og ríki, í krafti þeirrar þegnskyldu sem tugþús- undir manna og kvenna leggja á sig innan íþróttahreyf- ingarinnar. Eða hvað mundi gerast í þjóðfélaginu ef fólk hætti að sinna sjálfboðaliðastarfi á þessum vett- vangi? Eða ef íþróttafélögin hættu starfsemi sinni? Sagt er að rannsókn skattrannsóknarstjóra beinist að því sem kallað er opinbert leyndarmál, að þjálfurum og íþróttamönnum sé greitt undir borðið. í því sam- bandi er vert að ítreka að nánast allt íþróttafólk og stjórnendur eru án launa. Undanskildir eru þjálfarar og örfáir framkvæmdastjórar hjá stórum félögum sem væntanlega greiða skatta og skyldur af sínum launum eins og vera ber. Eftir standa þær sögusagnir að ein- hverjir og tiltölulega fáir afreksmenn í íþróttum fái stóra eða smáa umbun fyrir æfingar og keppni. Auðvitað ber að greiða skatta af slíkum greiðsluin ef þær teljast laun en hitt ber að hafa í huga að mikill kostnaður fylgir æfingum og keppni og ekki óeðlilegt að þeir sem fram úr skara og íþróttafélögin sækjast eft- ir að keppi undir sínum merkjum fái að minnsta kosti slíkan kostnað greiddan. íþróttahreyfingin er ekki ábyrg fyrir skattframtölum einstaklinga og það er miður ef skattrannsókn eins og sú sem nú hefur verið boðuð, kemur þeim bletti á íþróttastarfið í landinu að þar vaði allt uppi í svindli og svikum. Slíkt er víðsfiarri og algerlega röng ályktun. Enginn heiðarlegur borgari hefur á móti því að skatt- rannsóknir fari fram enda nauðsynlegur öryggisventill. Aftur á móti verða embættismenn hins opinbera að draga mörk og forðast að sverta nafn heillar félags- og æskulýðshreyfingar í leit sinni að einstaklingsbundnum aðfinnslum. íþróttahreyfingin verður áfram að geta treyst á sjálfboðaliðavinnu og raunar samfélagið allt en hættan er eimitt sú að allsherjarskattrannsókn á bók- haldi áhugamanna og velunnara íþróttanna, fæli fólk frá slíku félagsstarfi. íþróttafélögin eiga að sjálfsögðu að fara að lögum en yfirvöld eiga um leið að hafa skilning á gildi íþrótta- starfa og iðkunar og leyfa því að njóta sín. Ellert B. Schram Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli sinni. fyrir Hvolsvöll er gríðarlegur", segir Guðmundur í grein DV-mynd BG Iðnaður í dreifbýli Fyrir nokkru hélt vélaverkfræð- ingadeild Verkfræðingafélags ís- lands athyglisverða ráðstefnu um iðnað í dreifbýli. Ráðstefnan var haldin í tengslum við 80 ára af- mæh félagsins. Umræðuefnið iðnaður í dreifbýU er nálægt mörgum nú sem stendur á tímum atvinnuleysis, erfiðleika í mörgum byggðum landsins og samdráttar í landbúnaði og sjávar- útvegi. Útflutningsiðnaður hefur dregist saman um einn þriðja, hvorki meira né minna, á síðustu tveim árum. Mörg fróðleg erindi voru flutt. Meöal meginniðurstaðna virtist mér vera að á landsbyggðinni ættu fyrirtæki kost á traustu og stöðugu vinnuafli en örvun af hálfu sveitar- félaga í formi fríöinda, s.s. lækk- aðra gjalda, væri vart til stað- ar. Flutningur fyrirtækja og stofnun Flutt voru erindi bæði um flutn- ing fyrirtækja frá höfuðborginni út á land og stofnun nýrra fyrir- tækja með nýjum framleiðsluvör- um. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, sagði frá flutningi framieiðsludeUdar fyrir- tækisins til Hvolsvallar. Það er mikil framkvæmd og krefst mikill- ar skipulagningar að flytja fyrir- tæki í fullum rekstri búferlaflutn- ingi eins og þarna var gert. Að sögn Steinþórs gekk þetta ótrúlega vel fyrir sig og tókst vel. Árangurinn fyrir HvolsvöU er gríö- arlegur. Mikil atvinna er á svæðinu og húseignir hafa stórhækkað í verði frá því sem áður var. Ýmsar aðgerðir eru þó nauðsynlegar vegna þess að framleiðslan er nú nokkuð fjarri höfuðmarkaðnum. í máU Steinþórs kom fram að Sláturfélag Suðurlands hefur nú um 80% hlutdeild á pylsumarkaðn- um sem er talsvert hærra en menn höfðu gert sér grein fyrir. TUraunir til stofnunar nýrra iðn- fyrirtækja í dreifbýU hafa gengið upp og niður. IðnþróunarfuUtrúar starfa víðs vegar um landið og veita ráðgjöf og iönþróunarfélög freista þess að hafa frumkvæði. KjaUaiinn Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðingafélags íslands Framkvæmdastjóri Iðþróunarfé- lags Eyjaflarðar skýrði marghátt- aða starfsemi félagsins og Ustinn yfir athafnir var langur og athygl- isverður. Koma þá í hug orð sem eitt sinn féllu um starfsemi þróunarfélaga, að ef ekkert fyrirtæki færi á haus- inn, sem þróunarfélög koma af stað, væri stefnan röng. Þá sé ein- faldlega of varlega farið. Margir nefna stofnun og rekstur Limtrés hf. í Árnessýslu sem dæmi um velheppnaða tílraun tU stofn- unar iðnfyrirtækis í dreifbýh. Þarna sagði framkvæmdastjóri Yleininga hf. í Árnessýslu frá stofnun þess fyrirtækis. Þjálfun starfsmanna við sérhæfða fram- leiðslu, uppbyggingu sölustarfs, þróun framleiðsluvöru og hagræð- ing, fjármögnun o.s.frv. o.s.frv. eru hugtök sem tíðrætt verður um. Margir vara við kraftaverka- lausnum. Reynslan af þeim er ekki góð. Vitnað var til orða Sigurðar B. Stefánssonar hjá íslandsbanka um að mesta tekjuvon íslendinga fehst í því að gera það sem við gerum nú betur og með minni tilkostnaði. AthygUsvert fannst mér á þess- um tímum samdráttar og atvinnu- leysis að einn alþingismaður, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, sat ráð- stefnuna, núna þegar þessi mál eru í brennidepli. Aðstæður - umhverfi Uppbygging atvinnulífsins bygg- ist á frumkvæði einstaklinganna. Ríkisvaldið þarf að móta hið rétta umhverfi, gróðurmoldina frjósömu sem hinn margháttaði gróður vex í. Fyrir stuttu skýrði Davíð Schev- ing í útvarpi enn einu sinni þá skoöun sína að grundvöllur að vexti iðnaðar á íslandi sé afnota- gjald sjávarútvegs af fiskveiðiauð- lindinni. Þetta skýrði Davíð í fáum orðum, en eins og honum er svo vel lagið þannig að merkingin komst afar vel 111 skila. Inn í málið koma auðvitað hin ýmsu rekstrarskilyrði iðnaðarins og samkeppnisstaða við erlendan iðnað á sviði skattmála, tollamála, orkumála o.s.frv. En umhverfið, aðstæðurnar skipta miklu máli. Svipað og ákveð- ið umhverfi getur kyrkt gróðurinn geta aðrar aðstæður verkað eins og gróðrarskúr á sóheitum sumar- degi, áburður og ljós. Samhengi gengisskráningarinn- ar viö aðgang að auðlindum er ó- tvírætt og Davið Scheving og aðrir talsmenn þessa hafa mikið til síns máls. Guðmundur G. Þórarinsson „Samhengi gengisskráningarinnar við aðgang að auðlindum er ótvírætt og Davíð Scheving og aðrir talsmenn þessa hafa mikið til síns máls.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.