Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992. 3 .EIN5T/EÐÆV1SAGA ASTRKHJFULLRAR LISTAKONU Hún hefur verið hér áður. Oft áður. Hún kann þennan leik flestum betur. Og hefur í fullu tré við strákana. Þeir dá hana og fyrirlíta í senn. Þrá líkama hennar en óttast skarpa tunguna og hispurslaust hátternið. Suma þeirra hefur hún elskað. En þrátt fyrir kokhreystina og yfirlýsingar um fyrirlitningu þeirra á þessu smáborgaralega samfélagi skortir þá kjark til að gangast við henni á almannafæri. Sá sem hún elskaði heitast lést ekki þekkja hana á götum úti. Til að byrja með var það sárt. En nú er henni sama. Minn hlátur er sorg, ævisaga Ástu Sigurðardóttur eftir Friðriku Benónýs, er saga af ástríðufullri og skapheitri listakonu sem gekkst upp í því að ganga þvert á við- teknar hugmyndir um siðgæði kvenna. En það kostaði hana of mikið. I þessari einstæðu ævisögu er lífsþorsta, brestum og óblíðri ævi Ástu Sigurðardóttur lýst af næmri samkennd og innsæi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.