Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992.
11
Sædýrasafhiö í Barcelona á Spáni í vandræðum meö hval:
Gefa íslenskum
háhymingi frelsi
- var fangaöur viö Austfirði fyrir tólf árum
Stjórnendur sædýrasafnsins í
Barcelona á Spáni hafa ákveðið að
sleppa íslenskum háhymingi sem
fangaður var við Austfirði fyrir 12
árum þegar skip var gert út héðan á
háhymingsveiðar og dýrin seld í söfn
tun allan heim.
Á Sgáni fékk háhymingurinn
nafnið Ódysseifur og hefur notið vin-
sælda almennings. Síöustu vikur
hafa þó sprottið upp deilur vegna
Ódysseifs því ákveðið var að gefa
hann í Sea World safnið í Bandaríkj-
unum. Háhyrningurinn er orðinn
svo stór að hann rúmast ekki lengur
í búri sínu í Barcelona.
Ódysseifur hefur verið mjög óró-
legur síðustu vikur. Safninu hafa
borist kvartanir frá dýravemdunar-
félögum vegna illrar meðferðar.
Steininn tók þó úr þegar hugmyndin
um flutning vestur um haf kom fram.
Málalok urðu svo þau í gær að
Ódysseifur fær frelsi í febrúar. Nátt-
úrufræðingar eiga þó eftir að ákveða
hvort hann getur bjargað sér í sjón-
um eftir að hafa verið í haldi öll sín
uppvaxtarár. Þá er enn óuppgert
hvort farið verður með hann á
heimaslóðir við ísland.
Talið er að Ódysseifur hafi verið
tveggja ára þegar hann var fangaður.
Dýralæknar segja að hann sé orðinii
afar þunglyndur og og illskeyttur.
Rekja þeir þaö til þess aö hann hefur
aldrei haft samneyti við hitt kynið
og gæti svo farið að hann andaðist
bráðlegaúrergioggremju. Reuter
Ódysseifur, háhyrningur sædýrasafnsins í Barcelona á Spáni, fær frelsið í
febrúar eftir 12 ára vist í búri. Hann var einn háhyrninganna sem veiddir
voru við ísland.
Útlönd
Efri deild hollenska þingsins móti. Neðri deildin staðfesti samn-
staðfesti Maastricht-samninginn inginn í nóvember. Ólikt því sem
um pólitíska og efhahagslega ein- gerist í Danmörku og Bretlandi er
ingu Evrópubandalagsins í gær. lítil andstaða við Maastricht i Hol-
Aðeins örfáir þingmenn vom á landi. Reuter
FJARSTÝRÐIR
TORFÆRUBlLAR
Kr. 6.295.- Kr. 5.370.-
Kr. 4.295.- Kr. 3.995.-
Póstsendingarþjónusta
LEIKBÆR
HAFNARFIRÐI MJÓDD KJÖRGARÐI
s; 5 44 30 s; 7 91 11 s; 2 60 45,2 63 44
GRUnDIG
Vesturþýsk gæði
Frábært verð
Góð þjónusta
^ST-70-670
Nicam stereo
Litsjónvarp
með textavarpi
* 2x20 vatta hljómmagnari
* Allar skipanir á skjá
* Falleg hönnun
* Glampalaus Black Super
* Planar myndlampi
* Góöir greiðsluskilmálar
Lánaverð kr. 127.222. Staðgreiðsla kr.
114.500
Tækin send heim og stillt á höfuðborgarsvæðinu endurgjaldslaust
Sámími
Síðumúla 2 - sími 689090