Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992. Fréttir Magnús Már Magnússon hjá SnjófLóðavömum Veðurstofunnar: Fylgjumst með snjóflóða- hættunni á öllu landinu „Þaö er verið aö yfirfara staði úti um aUt land. Núna beinum viö at- hygli okkar sérstaklega aö Sigluíiröi og norðanveröum Vestfjörðum en við forum yfir allt landiö. Við erum heldur rólegri meö Austfiröina en það getur breyst ef það heldur áfram að snjóa og við skoðum ástandið stöðugt frá veðurathugun til veður- athugunar. Það lítur út fyrir aö þetta ástand vari eitthvað áfram og við munum fylgjast grannt með,“ segir Magnús Már Magnússon, jöklafræð- ingur og deildarstjóri hjá Snjóflóða- vömum Veðurstofunnar. Snjóflóðavamir Veðurstofunnar em ráðgjafandi aðili fyrir almanna- varnanefndir í hverju héraði sem taka endanlega ákvörðun um hvort ástæða er til að lýsa yfir hættu- ástandi eða rýma hús. „Það eru margar aðstæður sem geta skapað snjóflóðahættu. Það sem er ríkjandi núna er í fyrsta lagi mik- il snjókoma. í öðra lagi vindáttin sem flytur snjóinn til og skilur hann eftir í giljum og fjallsbrúnum. Ákveðnar vindáttir eru slæmar fyrir ákveðin hérað. Til dæmis er norðvestanáttin slæm fyrir Siglufjörðog norðaustan- áttin fyrir Flateyri. í þriðja lagi þá er kalt sem gerir það að verkum að bindingin í snjóþekjunni gengur miklu hægar. Nýi snjórinn binst illa við undilagið og þá er kominn rennslisflötur og hugsanlegar að- stæður fyrir snjóflóð," segir Magnús. -ból Hálfrar aldar veru við Lækjargötu lokið Söluskrifstofa Flugleiða er flutt úr Lækjargötunni. Þar með lauk nær hálfrar aldar veru söluskrifstofu félagsins og forvera þess við Lækjargötuna, en Flugfélag íslands opnaði skrifstofu í Lækjargötu 4 árið 1944. Árið 1962 var starfsemin flutt um set I hús númer 2. Hið nýja húsnæði að Laugavegi 7 er rúmlega 300 fermetrar að stærð og verður söluskrifstofan til húsa á götuhæð hússins. DV-mynd ÞÖK Átta klukkustundir aö aka 25 mínútna leið: Skaf lar upp á miðja framrúðu „Það voru skaflar upp á miðja framrúðu á bílnum þegar verst lét. Á endanum gáfumst við upp á því að hjakka þetta og löbbuðum að næsta sveitabæ," segir Eiður Jónsson. Hann og tveir aðrir fullorðnir, ásamt tveimur bömum, 5 og 10 ára, lögðu af stað ffá Reyðarfirði áleiðis til Fáskrúðsfjarðar um klukkan hálf- tiu á sunnudagskvöld á Mitsubishi sendiferðabíl. Klukkan var orðin 6 næsta morgun þegar þau komu að sveitabænum Vattarnesi um miðja vegu á milli þorpanna. „Það var laust í snjónum til að byija með og hægt að keyra vand- ræðalaust í gegnum skaflana. Þegar leið á nóttina byrjaði snjórinn hins vegar að þéttast og færðin að þyngj- ast. Við vorum vel klædd og með nesti og það væsti því ekkert um okkur. Við vorum um hálftíma að ganga frá bílnum og að sveitabænum en snjórinn tók okkur í mitti og það var því tregt að labba,“ segir Eiður. -ból Ekki hætta á haf ís í bili „Við höfum ekki fengið neinar til- kynningar um hafís síðustu dægur en það eru líkur á því að það sé að fijósa langt fyrir norðan landið. Hins vegar er búist viö því aö vindar á Grænlandssundi, á milh íslands og Grænlands, verði hagstæðir og blási af norðaustri. Þá þarf ísinn ekki að berast hingað," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur og deildarstjóri Haf- ísrannsókna hjá Veðurstofunni. Hann segir að í veðri, eins og nú geisar, sé nýmyndun hafíss mikil. „í gífurlega sterkum og stífum noröanvindi og mikilli kælingu frýs mikið. Það bætist trúlega við þann hafís sem hefur veriö aö myndast í vetur en hann er ennþá það langt fyrir norðan land að það er ekki bein- línis hætta á að hann sé á leiðinni hingað í bili,“ segir Þór. -ból í dag mælir Dagfari Málning og mannréttindi Loksins hefur verið kveðinn dóm- ur yfir sakbomingunum í svoköll- uðu málningardósamáli. Rann- sóknarlögreglan nappaði á sínum tíma tvo virðulega borgara fyrir að flytja inn fíkniefni í málningardós- um og höfðu mennimir stundað þessi viðskipti um nokkurt skeið og þóttu stórtækir. Var sagt að meira magn hefði verið gert upp- tækt í málningardósunum en dæmi era um hér á landi og var þó ekki nema brot af því sem innflutningn- um nam, ef marka má upplýsingar sem fram komu í dómsal. Sá galli var á gjöf Njarðar að mál þetta hefur legið óafgreitt hjá Saka- dómi Reykjavíkur í allmörg ár og verður auðvitað ekki við sakborng- inga sakast í þeim efnum. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar minntu dómstóhnn og ákæravaldið á þá staðreynd að máhð væri ekki til lykta leitt enda þótt öh gögn og sannanir lægju á borðinu að saka- dómur tók á sig rögg og þingaði í málinu og efndi th réttarhalda sem fjölmiðlar fylgdust grannt með. Mátti þar sjá í sjónvarpinu vel klædda og snyrthega menn sem ýmist vora lögfræðingar eða sak- bomingar og mátti ekki á mihi sjá hvorir vora heiðarlegri í framan. Þetta var auðvitað hla farið með málsaðha. Bæði það að draga máhð svona á langinn og svo hitt að birta myndir af þeim í bak og fyrir, eins og þeir væra réttdræpir. Það eina sem þessir menn hafa gert af sér er að flytja inn fíkniefni fyrir ungl- inga og aðra fíkniefnaneytendur sem era hvort sem er svo langt leiddir að þeir þurfa á fíkniefnun- um að halda. Þetta var greiðasemi af hálfu innflytjendanna og algjör tilvhjun að efnið skyldi flutt inn í málningardósum en þótti hentugra af því að lögreglan er stöðugt að hnýsast í fíkniefni ef þau eru flutt inn með eðhlegum og löglegum hætti. Ekki er það heldur þessum mönnum að kenna þótt einhveijir hér á landi hafi ánetjast fíkniefnun- um því ekki báðu innflytjendumir eiturlyfjaneytendur um að kaupa efnin og ekki er það þeirra mál þótt unglingar lendi á glapstigum. Þeir vora aðeins aö sinna þörfum markaðarins eins og nú er við hæfi á öld fijálshyggjunnar. Á endanum voru veslings menn- imir dæmdir í margra ára fangelsi fyrir það eitt að hafa flutt inn máln- ignardósir. Þetta er ósvífinn dómur og lögfræðingamir, sem veija þá, segjast vera thbúnir að vísa dómn- um th Mannréttindadómstólsins í Strassborg sem hefur miklu meiri og mannúðlegri skhning á högum fíkniefnasala heldur en ófyrirleitn- ir íslenskir dómstólar. Lögfræðing- amir fuhyrða að það bijóti í bága við mannréttindi að dæma menn svo hörðum dómi löngu eftir að þeir era búnir að fremja sinn glæp. Glæpur er ekki glæpur nema í örfáa mánuði og menn era saklaus- ir og lausir ahra mála ef dómstólar geta ekki mannað sig upp í dæma strax. Eftir það era lögin og dóm- amir á bandi þeirra sem fremja glæpina og það era mannréttindi að leyfa þeim að ganga lausum. Þau mannréttindi, sem voru fahn í málningardósunum, era ekki á valdi íslenskra dómstóla. Málning- ardósir eiga sér skjól í Strassborg og enda þótt menn eigi málningar- dósir og flytji þær inn án þess að hafa málningu í þeim eru það mannréttindi að hlífa mönnum við fangelsi þegar þeir hafa ekki annað gert en eiga dósirnar. Auk þess kom þaö fram við réttarhöldin að veshngs mennirnir vora neyddir til aö segja ósatt og ljúga upp á sjálfa sig sök og í rauninni áttu þeir ekkert í þessum dósum sem réttarríkið er að kenna viö þá. Hvemig er hægt að dæma menn fyrir það sem þeir hafa ekki gert og ekki átt löngu eftir að þeir héldu að máhð væri dautt hjá dómstólun- um? Hvaða sanngimi er í því að dæma menn í fangelsi fyrir það sem þeir hafa hugsnlega gert fyrir mörgum, mörgum áram? Þaö era mannréttindi að sleppa mönnum lausum, sem hafa gengið lausir, þótt þeir hafi á sínum tíma stundað ábatasaman innflutning sem þeir kannast ekki við sjálfir? Vonandi er aö Mannréttinda- dómstólhnn standi vörð um mann- réttindi þessara manna. Standi vörð um málningardósirnar sem voru fullar af fíkniefnum sem ein- hveijir allt aðrir neyttu án þess að vera dregnir fyrir dóm. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.